Morgunblaðið - 10.05.1969, Page 13

Morgunblaðið - 10.05.1969, Page 13
MOR.GUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ 196® 13 Axel Aspelund, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur: Áskorun um stöðvun úthafslaxveiða „RÁÐSTEE'NAN fjkorar á rí"k- isstjórnir þeirra landa, sem aðild eiga að Norðvestur-Atlantshafs nefndinni um fiskveiðar og Norð austuir-Atlantshafsnefndinni r.ð beita sér fyrir álgerri stöðvun laxveiða á úthafi Norður-At- lantshafsinis, næstu tíu árin, svo að takast megi að varðveita stofn þeirra ríkja, sem laxinn er kouninn frá.“ Þannig hljóðaði nær einróma samþykkt um eitt 100 áhuga- mamna, vísindamanna og sendi- manna frá ellefu ríkjum, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta á þessu sviði, á fuindi, sem hald inn var í Lundúnum, 15. og 16. apríl sl. Þeim til skýringar, sem ekki eru máli þessu kunnugir, er rétt að taka fram, að samþykktin er í raun réttri ekkert annað en áskorun til ríkisstjórna þeirra landa, sem aðild eiga að tveim- ur ofangreindum nefndum, um að leggja þar lóð sín á meta- skálarnar til stöðvnniar veið- anna. Er þá meðal annars hafður í huga fundur Norðvestur-Atlants hafsnefndarinnar, sem fyrirhug aður er í Varsjá í næsta mán- uði. Tveir þiriðju hlutar atkvæða ráða úrslitum slíks mális á ráð- stefnunmi, en þá er þess vænzt að efnt verði til atkvæðagreiðslu um tillögu, svipaðs efnis og þá, sem samþykkt var i Lundúnium. ísland á aðild að nefndinni. SÉRSTÆÐ RÁÐSTEFNA Að baki þeirri óvenjulegu ráð stefnu, er haldin var í Lund- únum, standa samtök manna beggja vegna Atlantshafsins, en raunverulegur fundarboðandi var „The Atlantic Salmon Res- earch Trust“, vaxandi samtök, sem vinna að rannsóknuim á laxi. Þarna báru samar bækur sín ar nokkrir af helztu sárfræðing- um um háttu laxins, menn, sem of langt yrði að telja uipp. Næg ir að geta þess, að í hópnum eru margir, sem verðmætasti fróðleikur um laxinn hefur ver ið sóttur til, á undanförnum ár- uim. Auk þess sátu ráðstefnuna tveir starfsmenn sovézka sendi ráðsins i Lundúnum, og banda- ríski sendiherrann þar. Tilefni ráðstefnunnar var í stuttu máld það, að þeir einstakl ingar, samtök og jafnvel ríki, sem þarna áttu hlut að máli, telja að komi ekki tafarlaus frið un ti'l á úthafinu, muni laxinn á næstu árum hverfa úr mörg- um ám, og jafnvel deyja ger- samlega út, á skömmium tíma. ALMENN SJÓNARMIÐ OG VÍSINDAMENNSKA Á ráðstefnunni veru haldin að mimnsta kosti sex yfirgrips- mikil og fróðleg erindi, þar sem leidd voru fram margvísleg rök. í hópi ræðumar.na var Þór Guð- jónsson veiðimálastjóri. Mörg rakanna eru vísindamönnum og áhugiamönnum þaga<r kunn; önn ur voru ný af nálinni, eða sett fram á skýrari og greimabetri hátt en áður. Um einstakar vís- iniöalegar niðurstöður verður ekki fjallað hér. Nægir að segja frá því, að þær eru á þann veg, sem réttlætti samþykkt þeirrar áskorunar, sem í yfirlýsingu ráð stefnunnar kemur fram. Þótt vísindalegar niðurítöður séu vissulega fróðlegar, þá er leikmönnum þó oft skemmtilegri lesrtur, almennar athuigasemdir byggðar á þekkingu. Þannig sagði Sir Hugh MacKenzie, fram kvæmdastjóri ,.The Atlantic Sal mon Research Trust“, í inn- gangserindi sínu: „Okkur hefur verið Ijóst, undanfarin hundrað ár, eða síðan iðnbyltingin hófst (hér á höf. við mengun ánna, stíflugerð og ar.nað, sem útrýmt Ihefur laxi víða um lönd), hvert stefnir. . . Þó er það fyrst nú, að við erum að taka höndum samain til þess að tryggja fram- tíð Atllantshafslaxins. . . nú verð um við hins vegar að horfast í aiugu við nýja hættu, og ef til vill þá mestu: veiðar laxins á uppeldisstöðvum hans á úthaf- inu.“ Síðan rekur höf., hvernig veiðarnar hafa færzt í aukana innan og utan landhe'lgi við Græn land, við Noreg og Færeyjar, og segir: „sá ótti er nú útbreiddur, að frekari aukning á þessum veiðum geti leiti til gereyðingar laxins, ef frá er talinn sá lax, sem er aðeins eitt ár í sjó. . hvað geirist hins vegar, ef — eða þeg- ar — uppeldLsstöðvar þess lax finnast líka. Það sem er að ger- ast við Grænland, kann aðeins að vera upphiafið; aðrar uppeld- isstöðvar hafa þegar fundizt, og laxinum er þar sópað upp á sviip- aðan hátt. Hér er verið að „drepa hænuna, sem verpir gullegginu". SÍÐUSTU RÁÐSTEFNUR ICNAF Siðan vék Sir Hugh að von- brigðum þeim, sem menn hafa orðið fyrir, vegna afstöðu full- trúa ýmissa ríkisstjóma á fund um ICNAF, Norðvestur-Atlants-- hiafsnefndarinnar, og allmikið hefur verið fjallað um á erlerd- um vettvangi. Á fundum ICNAF hafa Kanadamenn tvívegis reynt að fá s,amþykktar friðunartillög ur, en árangurslaust. „Illa hefur tekizt til“, segir Sir Hugh, „á tveimur síðustu ársfundum ICNAF, sem er réttur aðili til þess að fjalla uim laxvedðarnar á N'ar'ðvestur-Atlan-ts'hafi. Til- raunir Kanadamanna til þess að fá samþykktar jákvæðar aðgerð ir hafa farið út um þúfur, að mestu leyti vegna vanþekking- ar meirih'luta fulltrúanna í nefnd inni — að minnsta kosti vor.a ég, að um hafi venð að ræða van- þekkingu, ekki afskiptaleysi." Því má bæta . við, að mörg hundruð þúsund laxar hafa ver ið drepnir á úthafinu, síðan Kan adamenn báru tillögur sínar fram ÓSK ÞÁTTTAKENDA FRÁ BANDARÍKJUNUM OG KANADA Inngangserindinu lauk þann- ig: „Það er skoðun „Th,e At- lantic Salmon Research Trust“, svo og fulltrúa Kamada og Banda ríkjanna, að ályktun þessarar ráðstefnu ætti að miða að því að fá veiðarnar gersamlega bann aðar í tíú ár.“ Sendiherra Bandaríkjainna varð fyrstur till þess að lýsa fylgi sínu við tillöguna, er hún var borin fram. Fylgið við hana varð síðan nær algert, eins og fyrr greinir. NOKKUR ORÐ FRÁ KANADA Wi'lfred M. Carter, fram- kvæmdastjóri , Kuebec Salmon Counsil“, „Laxveiðiráðs Kuebec" rakti sögu (eða barmsögu) lax- ins í sínum heimahögum. Hánn sagði meðal annars: „Ég þekki bezt til gagna um kanadiska lax inn, en þeirra hefur verið afl- að með gifurlegri vinnu. . . Þótt jafn slæm ár og 1968 (þá var veiðin 27prs. minni en árið áður) hafi komið áður, þegar ekki var um að ræða sjóveiðar, þá höfð- um við þó ekki þá fyrir auig- unum, einis og nú laxlausar ár. Því er eins farið hjá okkur og í norðausturhluta Bandaríkjanna, að laxinin er að hverfa úr mörg- um ám, og hér er ekkert lát á. Á Nova Scotia, New Brunswick og þeim hluta Quielbec, sem er sunnan St. Lawrence-árinnar, sýnist mér laxinn vera að berj- ast vonlausri baráttu, og þau grundvallarsanninidi eru öllum ljós, að þegar laxinn hverfur úr Frá fundinum í London 15.—16 ánum, þá hverfur hann úr sjón- um, og öfugt“ HVERS VEGNA 10 ÁRA FRIÐUN? Gefum Carter enn orðið: „Á úthafinu má með fiskileitartækj- um finna laxinn á uppeldis- stöðvunum, og fylgjast með ferð um hans, er hann rer úr einum stað í annan. Halda má þannig uppi veiðunum, á meðan fisk- urinn er á göngu sinni um haf- ið. . . Það gæti orðið of seint að bíða eftir þvi, að vísindaleg- ar sannanir liggi fyrir um, að rányrkja eigi sér stað, áður en reynt verður að koma friðun á.‘ Þetta er niðurstaða sérfræðing anna, áhugamannanna og opin- berra stofnana, sem fylgzt hafa með laxinum. Erfitt mun að finna ábyrga aðila, sem vilja mæla með því að veiðunum sé haldið áfram, þar ti'l sannanir um of- veiði liggi fyrir Enn sagði Carter: „Við erum (heima fyrir) að vinna að auk- inni friðun, bæði fyrir neta- og stangaveiði, en það virðist mót- sagnakennt, jafnvel órökrétt, að halda sil'íkri viðleitni áfram, þeg ar laxastofni þjóðanna, en hluti hans kemur úi okkar ám, er ausið upp. Þessi ummæli eiga að sjálf- sögðu við í ölíi'um Norður-it- lantshafsríkjunum, sem lax eiga. HVER Á LAXINN Á ÚTHAFINU? Einin fundarmanna, Anthony Netboy, sérfræðingur um al- þjóðasaimninga um laxveiðar á Kyrrahafi, þar sem flóknir og viðamiklir samr.ingsbálkar hafa verið gerðir, segir í erindi sínu: „Ho'llendingurinn Hugo Grotiius kom fyrst fram með hugmynd- ina um frelsið á hafinu, árið 1608 . . . Grotius hélt því fram, að ekki væri um eignarétt að ræða á hafinu, og ástæðurnar sagði hann tveongr: annars vegar, að enginn gæti „hertekið ákveðinn hluta hafsins, og átti þar við yfirráðairéttinn. . . og í öðru lagi, að auðlindir hafsins væru ótæmandi. Land væri hægt að slá eign sinni á, og gernýta. því ætti það að teljast eign. Hafið væri hiims vegar ekki hægt að leggja unidir sig á sama hátt og land, auðlindir þess væru ótæm andi, og því mættu allir hag- nýta sér það. Netboy rakti svo hvernig Bret ar hefðu síðar hafnað hugmynd um Grotiusar, og fjallaði síðan um aukinm rétt manna ylir land- grunninu, landlhelgj og fiskveiði lögsögu, en sumar þjóðir áski'lja sér nú fullan rétt til margs kom- april. ar hagnýtingar sjávarins allt að 200 mílur frá ströndu. Síðan segir Netboy: „Spurning Axel Aspelund, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. in er: hver á fiskinn í sjónum, og hvar á rétt á að veiða hann? Laxinn á uppruna sinn í ákveðn um löndum, og þar er honum haldið við eða kyn hans aukið með ærnium tilkostnaði og víð- tækum friðunarráðstöfunum. Er þá um að ræða rétt þessara þjóða til laxins, eða mega aillir veiða hann að vild á úthafinu“? AFSTAÐA OKKAR Þetta er kjarni málsins. Kervn ingamar frá 1608 eiga augljós lega ekki við 'lengur. Ráðstefn- an í Lundúnum sýnir, að sam- staðan um friðun á úthafinu er ekki rtunnin undian rifj-um sér- vitrimga, eða þröngsýnna eimka- aðila. íslendingar eru í hópi þeirra, sem ekki hafa tekið jákvæða af- stöðu til tillögu Kanadamanna í ICNAF, á tveimur undanförnum árum. Þó ætti það ékki að fara á milli mála, að íslendingar, sem eru allra manna áhugasamastir um fiskrækt, bæði opinberir að- ilar og einka aðilar, hafa allra hagsmuna að gæta í þessu máli, hvort sem um er að ræða þann lax, sem klekst út í náttúrunni sjálfri í sveitum okkar, eða þann sem klakið er út og alinn í hús- um víðs vegar um land. Nú er á ferðii.ni sterk alþjóða hreyfing til þess að vernda lax- inn fyrir rányrkju á hafinu, og við æfetum að . nj óta aif henni góðs, og styðja þá tillögu, sem lengst gengur i friðunarátt á ráð stefnunni í Varsj'á, í næsta rnánuði. Það gæti munað einu atkvæði að friðunin næði ekki fram að gamga; vonandá fer þó ekki svo, og vooandi yrði það ekki ís- lenzka atkvæðið. C LE R Tvöfalt ,,SECURE41 einangrunargler A-gœðaflokkur Samverk h.f., glerverksmiðja Hellu, sími 99-5888. GARÐAR GÍSLASON HF. 11500 BYGGINGAVÖRUR Múrhúðunarnet i rúllum HVERFISGATA 4-6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.