Morgunblaðið - 17.05.1969, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ
11
Tregðan í vinnudeilunni stafar af ástæðum,
sem engin vinnuiöggjöf gæti haft áhrif á
— Rœða Gunnars J. Friðrikssonar, formanns F.l.l. við
setningu ársþings iðnrekenda
Að ÞESSU sinni er ársþing
iðnrekenda haldið óvenju seint.
Ástæðan er sú að stjórn félags-
ins vildi komast hjá því að
halda ársþing á sama tíma og
víðtækar vinnudeilur stæðu yf-
ir. Vonir um skjóta lausn deil-
unnar hafa því miður brugðizt
og þótti eigi fært að fresta árs-
þinginu lengur.
Við höldum þetta þing því í
skugga af vinnudeilum, þar sem
farið hafa saman verkföll, verk-
bönn og aðrar þvingunarráð-
stafanir, svo sem afgreiðslu- og
útkeyrslubann. Þessar þvingun-
arráðstafanir, hafa lent með mest
um þunga á iðnaðinum. Viðsemj
endur okkar, Iðja, félag verk-
smiðjufól'ks í Reykjavík var völd
að þessu með því að lýsa yfir
ótímabundnu verkfalli hjá tveim
ur fyrirtækjum innan samtaka
okkar. Þótti hér mjög vegið að
tilveru samtakanna og var þess-
ari árás svarað með verkbanrti
hjá öllum verksmiðjum innan
þeirra. Eftir að verkföllum og
verkbörvnum lauk, hafa svo tekið
við afgreiðslu- og útkeyrslu-
bönn.
Mjög reyndi á samstöðu félags
manna, þar sem fyrirtæki, sem
standa fyrir utan samtök okkar,
en framleiða hliðstæða vöru, svo
og erlendir framleiðendur, gátu
óhindrað framleitt og dreift vör-
um sínum á sama tíma og okkar
fyrirtæki voru lokuð. Samstaða
bilaði þó hvergi þann rúma hálf
an mánuð, sem verkbannið stóð
og er það von okkar, að baráttu-
aðferð sú, sem hér var reynd, og
miðaði að því að ráðast að ein-
stökum fyrirtækjum innan sam-
takanna í trausti þess að hin
fyrirtækin horfðu aðgerðarlaus á
verði ekki beitt aftur.
Það verður að harma, að á
sama tíma og mest ríður á að
allir, sem við iðnað fást sam-
eiind krafta sína til þeirrar upp-
byggingar í iðrnaði, sem þörf er
á til þess að bæta lífskjörin og
auka atvinnu, skuli þeir sóa
kröftum sínum í átök, sem hafa
mjög takmörkuð áhrif á endan-
leg úrslit deilunnar eins og mál
uim er háttað.
Þessar víðtæku vinnudeildur
hafa nú staðið í nokkra mán-
uði og hafa 36 sáttafundir ver-
ið haldnir, án þess að nokkuð
verulega hafi þokað í átt til
samkomulags. Sú óvis’sa, sem
þessu hefur fylgt, hefur haft
mjög víðtæk og lamandi áhrif á
allt atvinnulíf landsmanna.
Það er öllum ljóst, að hinar
tíðu og víðtæku vinnudeilur rýra
mjög afkomu þjóðarinnar og hef
ur verið mikið rætt um hvernig
draga mætti úr eða koma í veg
fyrri þær. Meðal annars hefur
verið talið að breyta þurfi vinnu
löggjöfimni og er vel hægt að
taka undir það. Ég held þó, að
engin lög hefðu getað haft áhrif
á gang þessarar deilu, þar sem
tregðan til þess að ganga til
samninga, stafar af ástæðum, sem
engin vinnulöggjöf gæti haft
áhrif á. Ef með lögum væri hægt
að koma í veg fyrir sundurlyndi
með þjóðinni, væri flestur vand-
inn leystur.
Vafalaust er orðin mikil þörf
á endurskipulagningu samtaka
vinnuveitenda og launþega, sem
miðaði að því, að heilsteypt sam
tök atvinnurekenda geti gengið
til samninga við samstillt og
ábyrg verkalýðssamtök.
IBNAÐARFRAMLEIÐSLA
DRÓSX HELDUR SAMAN
Starfsemi Félags íslenzkra iðn
rekenda á s.l. ári var fjölþætt
eins og áður, en fór nú mjög
vaxandi, er tveir nýir starfs-
menn voru ráðnir til félagsins.
f maí á s.l. ári var hafin
mikil upplýsingaherferð í sam-
starfi við Landssamband iðnað-
armanna. Gekk siú henferð undir
nafninu Iðnkynningin. Er ekki
vafa bundið, að árangur hennar
hefur verið mjög góður. Þá hófst
á árimu almenn upplýsingasöfn-
un varðandi þróun og horfur í
hinuim ýrnsu greinum iðnaðairns.
Með fjárhagslegum stuðningi iðn
aðarmálaráðuneytisins var stofn
Gunnar J. Friðriksson.
sett seint á árinu útflutnings-
skrifstofa á vegum félagsins, til
að vinna á skipulegan hátt að
útflutningsmálum iðnaðarins.
Þótt sú skrifstofa hafi ekki starf
að nema örfáa mánuði, má nú
þegar sjá árangur af starfsemi
hennar.
Það yrði of langt mál, ef rekja
ætti hér frekar hina fjölbreyttu
starfsemi s.l. árs. Vísa ég í því
sambandi til skýrslu stjórnar-
innar, sem lögð verður fram
hér á fundinum.
Sá samdráttur, sem varð í
þjóðarframleiðslu og þjóðurtekj
um árið 1967 hélt áfram á ár-
inu 1968. Er áætlað að raun-
eruleg minn’kun þjóðarframleiðsl
unnar á árinu 1968 hafj orðið
um 5prs samanborið við árið 1967
Vegna áhrifa af lækkun meðal-
útflutningsverðs, lækkuðu þjóð-
artekjur enn meir, eða um 7prs.
Reiknað á mann minnkaði þjóð-
arframleiðslam um 6.5prs og þjóð
artekjur um 8.2prs. Á siðustu
tveimur árum hefux þjóðarfram
leiðsla á mann dregizt saman
um 9—lOprs. og þjóðartekjur um
16—17prs.
Þennan samdrátt framleiðslu
og tetona er eins og kunnugt er,
að rekja til minnkandi afla og
óhagstæðrar verðþróunar á út-
flutningsvörum okkar. Áætlað er
að fiskaflinn árið 1968 hafi num
ið samtals um 600 þús. tonnum,
en það er helmingur þess magns
sem aflaðist árið 1965, en það ár
var algjört metár hvað aflamagn
sruertir. Eftir það fór framleiðslu
á síðustu tveimur árum nam sam
drátturinn um 33prs. Vegna lækk
andi verðs á erlendum mörkuð-
um minnkaði framleiðsluverð-
mæti enn meir eða um 44 prs.
Hin óhagstæða þróun útflutn
ingsframleiðslunnar á árinu 1968
ásamt hækkandi framleiðslukostn
aði leiddi til mjög versnandi
stöðu annarra atvinnugreina.
Hafði það í för með sér, að at-
vinnuleysis tók að gæta og fór
það vaxandi er á árið leið. Þótti
auðsýnt, að enn yrði róttækra
efnahagsaðgerða þörf til að
treysta stöðu atvinnuveganna og
leggja grundvöll að framleiðslu-
aukniingu og útrýmingu atvinnu
leysis. í byrjun september var
lagt á 20prs. innflutningsgjald
er aðallega var ætlað að draga
úr gjaldeyrisnotkun, enda var
gjaldeyrisvarasjóðurinn þá að
ganga til þurrðar. Hinn 11. nóv
ember var gengi krónunnar síð-
an fellt um 35.2prs.
Um iðnaðarframleiðsluna í
heilid er það að segja, að hún
dróst !heldur saman á árinu
1968 miðað við árið 1967. Eins
og áður var þróun framleiðsl-
unnar mismunandi eftir greinum.
Þannig jókst til dæmis fram-
leiðsla í ullariðnaði, sútun, veið
arfæraiðnaði og efnaiðnaði, en
dróst hins vegar saman í ým-
issi neyzluvöruframleiðslu, fata
gerð, in.nréttingasmíði, umbúða-
framleiðslu steinefnaiðnaði og
málmsmíði.
I byggingariðnaði og fjárfest-
ingarframkvæmdum varð sam-
dráttur og er áætlað að minnk-
un í fjárfestingu árið 1968 hafi
numið um lOprs. á móti 13—14
prs. aukningu árið 1967. Átti
þetta sér stað, þrátt fyrir aukn-
ingu stórfiramkvæmda við Búr-
fell og í Straumsvík.
Fullyrða má, að við Islending-
ar stöndum nú á tímamótum. Við
megum gera ráð fyrir, að efna-
hagsþróunin sé komin í það lág-
mark, sem verðhrun og afla-
brestur hafa orsakað. Verður að
vona að efnahagsráðstafanir þær
sem gripið hefur verið til muni
ásamt öðrum aðgerðum af hálfu
einstaklinga og opinberra aðila,
skapa grundvöll að nýrri upp-
byggingu íslenzks atvinnulífs.
Við íslendingar höfum nú ræki
liega fengið að kenna á þvi einu
sinni enn, hvernig það er að
þurfa að byggja á einhæfri fram
leiðslu og útflutningi. Það má
segja, að ef frá eru talin síldar-
árin miklu 1963—‘65 þar sem
saman fór mikill afli og hátt
verð, hafi hér ekki orðið örar
efnahagsframfarir, nema þegar
stríðsástand hefur ríkt.
En það er ekki nóg að við
höfum þurft að mæta verðfalli
og aflabresti á fiski, heldur fær-
ist það æ í aukana, að fisk-
veiðar séu styrktar hjá öðrum
þjóðum á svipaðan hátt og á sér
stað um landbúnað, enda liggja
sömu þjóðfélagsástæður til grund
vallar þeim aðgerðum. Munurinn
á aðstöðu okkar og þessara þjóða
er þó sá, að fiskur og fiskaf-
urðir eru uppistaðan í útflutn-
ingi okkar eða 93prs. og gáfu
62prs. af gjaldeyristekjum okk-
ar á árinu 1966 og 45.5prs. á
árinu 1968.
Fiskur og fiskafurðir eru t.d.
aðeins 8prs. af útflutningi Norð-
manna og gefa aðeins 4prs. af
gjaldeyristekjum þeirra. Samt
mun styrkur til sjávarútvegs
nema 300 m. Nkr., eða á núver-
andi gengi 3.750 millj. ísl. kr.
Um Færeyjar er það að segja,
að þær fá árlega verulegt fé úr
ríkissjóði Danmerkur. Frá 1. apr
íl 1967 til 1. apríl 1968 fengu
Færeyingar 65 millj danskra kr.
eða 760 millj. ísi. kr. sem nem-
ur 20. þús á hvert mannsbarn.
Á timabilinu 1968—1969 mun sú
upphæð vera enn hærri. Bretar
styrkja smíði fiskiskipa og greiða
styrki miðað við úthaldsdaga og
sambandsstjórn Kanada styður
fiskveiðar Nýfundnalandsmanna
með því að halda uppi verði og
tryggja sölu afurðanna. Fer ekki
hjá því, að á einn eða annam
hátt hafi þessar aðgerðir áhrif á
arðsemi fiskveiða okkar sem
komi annað hvort fram í lægra
verði til framleiðenda eða verð-
uppbótum.
JAFNVÆGI OG VELMEGUN
IÐNAÐARÞJÓBA
Það er nú orðið öllum hugs-
andi mönnum ljóst, hversu gíf-
urlegum erfiðleikum það er bund
ið að reka nútíma þjóðfélag við
þær aðstæður, sem einhæfur út-
flutningur og óstöðug framleiðsla
skapa.
Það er ekki, nema meðal iðn-
aðarþjóða, sem tekizt hefur að
skapa það jafnvægi og þá vel-
megun, sem flestar þjóðir vilja
ná.
Þess vegna ber okkur að stefna
markvisst, að því að gera ísland
að iðnaðarlandi.
Því marki verður fyrst og
fremst náð með því að skapa í
landinu hagstæð skilyrði til upp
byggingar og þróunar í iðnaði.
Þar er þýðingarmest jafnvægi i
efnahagstnálum, fjármagn með
hagkvæmum kjörum til uppbygg
ingar og reksturs, sanngjarnir
skattar, stuðningur við rann-
sóknir og markaðsleit, vel mennt
að starfsfólk og stjórnendur og
yfirleitt jákvæð afstaða almenn-
ings og ríkisvalds til iðnaðar.
Að uppfylltum þessum skilyrð
um, þarf einnig að reyna nýjar
leiðir til þess að fá inn í landið
tækniþekkingu, sem við sjálfir
ráðum ekki yfir.
Nær öll sú tækni, sem hér hef
ur þróazt, er komin erlendis frá,
þó að við höfum oft fullkomnað
hana og lagað að staðháttium. Þil
skipin, botnvarpan, togaramir,
síldamótin, sildarverksmiðjum
ar, kraftblöklkin, hvert þetta um
sig olli tæknibyltingu á sími
sviði. Hemámið olli stórbyltingu
með því að innleiða notkun stór
viritra vinnuvéla Á sama hátt
hefur mest af þeirri tækni, sem
beitt er í iðnaði verið sótt til
þróaðri þjóða, enda er svo með
flestar þjóðir, að þær sækja
meira eða mimna tækmnýjungar
hver tij annarar. En vegna þess
hvað við erum skamnít á veg
komnir í iðnaði þurfum við meir
á því að halda en flestar aðrar
menningarþjóðir. Það er fróðlegt
að kynnast hvað nokkrar af ná-
grannaþjóðum okkar, sem þó á
ýmsan hátt búa við betri skil-
yrði en við, leggja mikið kapp á
að auka iðnað sinn og hvaða að-
ferð-iim þær beita til þess að fá
tækni inn i landið. Norðmerm
hafa skipulega unnið að því að
laða til sín erlend fyrirtæki í
greinum, þar sem innleud fyrir-
tæki ekki eru starfandi, og
hafði Tryggve Lie það starf með
höndum um árabil. Nýfundna-
land, sem er þjóð ekki mikið
fjölmennari en við, eða 500. þús.
mamns og hefur byggt efnahags
kerfi sitt að mestu leyti á fiski,
reynir nú eftir mætti að iðn-
væða landið. Hefur verið farim
sú leið að fá til landsins fyrir-
tæki í stóriðnaði og er þegar haf
in þar framleiðsla á fosfór, áli,
vörum úr áli, magnesium, trjá-
kvoðu, pappír og hreinsun á
olíu. Allt þetta nema trjákvoð-
an og pappírinn, er iðnaður sem
við Íslendingar höfum einnig
sýnt áhuga á að laða til lands-
ins. Athyglisverðast finmst mér
þó það, sem að írar eixi að gera
Þeir hafa ekki lagt áherzlu á
að laða til sin fyrirtæki í stór-
iðju, heldur fyrirtæki, sem fram-
leiða fullunnar iðnaðarvörur og
þá aðallega á sviði rafeinda-
tækni, plasts og í vefnaði. Þeir
hafa sett á laggirnar sérstaka
stofnuin, sem vinnur að því að
fá erlend fyrirtæki til þessa ð
setjast að í landinu til þess að
flýta iðnþróun þess og viimna
þannig gegn flutningi fólks úr
landi. Á síðustu tíu árum hafa
erlendir aðilar reist 300 nýjar
verksmiðjur á írlandi og 30 eru
í smíðum. Meginhluti fram-
leiðslu þessara fyrirtækja fer til
útflutnings. Til þess að örva er-
lenda aðila til að staðsetja verk-
smiðjur í landinu, veita írar í
mörguim tilfelluin beina styrki til
fjárfestingar í nýjum byggingum
og vélum, auík skattfrelsis í tíu
ár á hagnaði af útflutningi. Þeir
hafa komið upp mjög víðtækri
tækrrifræðslu og þjálfun til að
sjá þessum fyrirtækjum fyrir
starfsfólki með góða verkkunin-
áttu. Þeir leggja fyrirtækjunum
til land undir verksmiðjurnar,
og geta hinir erlendu aðilar val-
ið um, hvort þeh byggja sjálf-
ir eða leigja húsnæði af ríkinu,
eða viðkomandi bæjarfélög-
um. Einnig er aðstoðað við að
útvega rekstrarfé Þessar aðgerð
ir íra til þess að fá tæknina inm
í landið eru vissulega athyglis-
verðar og þess virði, að þeim sé
gaumur gefinn.
Okkur íslendingum ber fyrst
og fremst að stefna að því að
skapa skilyrði fyrir íslenzk fyr-
irtæki til þess að ráðast í nýj-
ungar. Mætti því til örvunar tví
mælalaust nota eitthvað af þeim
aðferðum, sem írar beita. Mjög
útbreitt mun það t.d. vera er-
lendis, að borgir eða bæjarfélög
byggi stöðluð verksmiðjuihús,
sem leigð eru síðan út til iðn-
reksturs. Þetta örvar mjög nýj-
ar iðngreinar þar eð fyrirtækin
þurfa þá ekki að fjárfesta í dým
húsnæði, heldur geta notað fjár-
magn sitt til að fjárfesta í vélum
og rekstri.
Ef vilji er fyrir hendi er ótal
margt hægt að gera. Við ráðum
okkar eigin landi og höfum það
í hendi okkar, hvernig við búum
að atvinniuvegunum. Við eigum
að örva innlendar atvinnugrein
ar og jafnframt að laða til okk-
ar erlend fyrirtæki, ef okkur
þykir henta.
Til þess að framkvæma þá
miklu uppbyggingu í iðnaði, sem
nauðsynleg er, þarf auðvitað mik
ið fjármagn. Fer ekki hjá því að
eitthvað af því fjármagni verð-
um við að fá erlendis, þar sem
okkar eigið fjármagn mun ná
skammt. Ég ætla ekki að fjöl-
yrða um erlenda fjármagnið, en
er sannfærðuT um, að alltaf sé
hægt að fá fjármagn til þess að
framkvæma sikynsamlega hlutL
Meira áhyggjuefni er, hvernig
hið innlenda fjármagn er nýtt.
Þess hefur ekki verið gætt sem
skyldi, að arðsemi fjárfestingar
væri ráðandi við ákvörðun lásn-
veitinga Ber tvím.ælalaust að láta
þarm atvinnurekstiur sitja fyrir
um fjármagn, sem sýnir mesta
arðsemi og skilai því mestum
arði í þjóðarbúið. í vissum tilvik
um þarf af þjóðfélagsástæðum
að bregða frá þessari grundvall
arreglu, en þá er sjálfsagt að öll
um sé gert það Ijóst. Það hljóta
allir að geta verið sammála um,
að fyrirtæki eigi að skila arði,
þó um það geti verið skiptar
skoðanir hvernig deila skuli arð-
imrm.
FJÖLÞÆTTARI
ÚTFLUTNINGUR FYRIR
VAXANDI FÓLKSFJÖLDA
Það er ljóst, að til þess að
sjá himun vaxandi fólksfjölda 1
landin.u fyrir þeim vaminigi, sem
við chjákvæmilega verðum að
flytja inn, þarf að stórauka út
flutning á næstu árum. Fyrirsjá
anlegt er að fiskur og fiskaf-
urðir miuni ekki nægja til þesa
að mæta þessari gjaldeyrisþörf,
og er því orðin knýjandi nauð-
syn að ráðast í stóraukinn út-
flutning á iðnaðarvörum. Til þess
að svo geti orðið þarf að
auka verulega framleiðslu og
fjölbreytni í iðnaði. Samfara því
því þarf að stórauka sölu-
starfsemi erlendis Það er vissu
lega vandi að framleiða góðar
vörur, en það er ekki mirnni
vandi að selja vöruna. Það er
ljóst, að ýmsir möguleikar eru
þegar fyrir hendi til mjög auk-
ins útflufcnings á islenzkum iðin
aðarvörum. En það er jafnljóst,
að það þarf að gera mjög mikið
átak til þess að vinna þessum
vörum markað. Þarf þar bæði
að koma til framtak framleið-
enda sjálfra og samtaka þeirra
og einnig rí'kisvaldsins, á meðan
verið er að vknna brautryðjenda
starfið. Flest starfandi fyrirtæiki
í iðnaði hafa fram að þeasu nær
eimgöngu framleitt fyrir irsnlend
an markað.
En til þess að ná árangri I
rramhald á bls. 20