Morgunblaðið - 17.05.1969, Síða 17
MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1969
17
íslenzkur iðnaður a' vegamotum
Úrdrátíur úr rœðu Jóhanns Hafstein, iðnaðarmálaráðherra
við setningu ársþings Félags íslenzkra iðnrekenda
Ráðherrann vék að því í
upphafi málsins, að þegar
hann hefði verið að hugleiða
með hverju hann helzt skyldi
ávarpa fundarmenn að þessu
sinni, hefðu sér komið í hug
orðin: „íslenzkur iðnaður á
vegamótum". Taldi ráðherrann
að margt benti til þess, að svo
væri og vildi hann því tak-
marka sig á þeim vettvangi.
0 Tækifæri til útflutn-
ingsiðnaðar
Fyrst vék ráðherrann að
möguleikum íslendinga til út-
flutningsiðnaðar. Hann viður-
kenndi að hann hefði heyrt
ýmsa vantrúaða á, að á því
sviði lægju miklir möguleikar.
Síðan gat ráðherra þess, að í
nóvembermánuði hefði Iðnþró
unarráð skipað samstarfsnefnd
til þess að kanna hugsanlega
möguleika á þessu sviði, og
gera tillögur til Iðnþróunfir-
ráðs þar um. Niðurstöður
nefndarinnar væru, að tæki-
færi væru fyrir hendi til mjög
aukins útflutnings iðnaðar-
vara, jafnvel við núverandi
aðstæður. Við hugsanlega inn-
göngu í Fríverzlunarband,alag
ið myndi aðstaðan batna veru
lega. Væri þá yfir færri og
lægri tollmúra að klifra. Þátt-
taka í sölusýningum og sölu-
kynning erlendis væri nauð-
synleg og hefðu íslendingar
þegar hafið byrjunprstörf á
þessu sviði, sem lofuðu góðu.
N-efndin hefði m.a. talið nauð-
syn á, að íslendingar eignuð-
ust verzlunarfulltrúa út um
heim, er eingöngu ynnu að
markaðsmálum og nytu diplo-
matiskra réttinda. Við yrðum
einnig að leggja mikla áherzlu
á hönnun í samræmi við þarf-
ir neytendanna og kröfur og
vöruþróun. Ennfremur gæða-
eftirlit og stöðlun.
0 Einfalt endurgreiðslu
kerfi tolla
Þá lagði ráðherrann mikla
áherzlu á, að nauðsyn bæri tii
þess, undandráttarlaust og án
tafar, að skapa einfalt tolla-
endurgr.eiðlukerfi. Menn
þyrftu að geta gengið út frá
því nokkuð sem vísu í upp-
! hafi þegar flutt væri inn hrá-
efni með háum tollum hve
mörg prósent af útflutnings-
andvirði tiltekinnar vöru feng
just endurgreidd. Við hefðum
búið við alltof flókið og sein-
virkt kerfi í þessu efni fram
til þessa.
0 Fjáröflun til út-
flutningsstarfsemi
Varðandi útflutningsiðnað-
inn vék ráðherrann í öðru
lagi að nauðsyn fjáröflunar
til aukinnar útflutningsstarf-
semi og skipulagsmála á því
sviði.
Taldi ráðherrann, að nauð-
synlegt væri í upphafi að
verja allverulegu opinberu fé
til þessara mála, en j.afnframt
gera ráð fyrir útflutnings-
gjaldi á iðnaðarvarning, og ef
vel til tækist í framtíðinni,
gætu hlutföllin breytzt, út-
flutningsgjöldin borið megin
þungann, en það opinbera
hrint málunum af stað í rík-
ara mæli í upphafi.
Ríkisstjórnin hefði viður-
k-ennt þessar staðreyndir með
því að verða við beiðni um
framlög úr ríkissjóði á síðast
liðnu ári um 300.000,00 kr., og
nú á þessu ári um 1 millj.
króna, þrátt fyrir það, þótt
ekki hefði verið gert ráð fyrir
slíkum framlögum á fjáriögum.
En þetta fé hefði gengið tii
útflutningsskrifstofu Félags ísl.
iðnrekenda, sem stofnuð hefði
verið á síðari hluta ársins 1968.
Ennfremur hefði ríkisstjórnin
samþykkt að veita 400.000,00
kr. til iðnkynningarinnar á sl.
ári. Það hefði verið mistök að
athuga ekki fjárframlög í þessu
skyni á fjárlögum 1969, en í
sambandi við samningu fjár-
laga fyrir árið 1970, þyrfti að
athuga nánar samsetningu f jár
laga og fjáraflan.a, annars veg
ar tii iðnaðar og hins vegar
til annara atvinnugreina og
þeirrar starfsemi, sem ríkið
legði fé til.
0 Framtíðarskipulag
Ráðherrann gat þess, að um
leið og li.ann hefði tilkynnt
þús. tonn, og myndi því marki
verða náð árið 1972 í stað
1975. Taldi ráðherrann þetta
vera mjög hentugt fyrir okk-
ur, bæði vegna vinnuafls-
aukningar og auk þess meiri
hagkvæmni fyrir Búrfellsvirkj
un, sem teldi sig geta ráðið
við þessa hraðari uppbygg-
ingu. Ennfremur væri nú af-
ráðið að stækka verksmiðjuna
um 9—11 þús. tonn og væri
það einnig byggt á áliti Lands
virkjunar um það, að hér væri
um mikla hagkvæmni fyrir
hana að ræða, þar sem
stækkuninni yrði skot-
ið inn, þannig að hún myndi
koma til framkvæmda 1.
júlí 1970, og yrði þá raf-
magnsnotkun meiri en ella
hefði verið ráðgert á því tíma-
Frá ársþingi iðnrekenda.
Félagi ísl. iðnrekenda um
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
veita 1 millj. kr. fé til út-
flutningsskrifstofunnar á þessu
ári, þá taldi hann nauðsyn-
legt að vinna að framtíðar-
skipulagningu þessara mála.
Kæmi þá til álita, hvort við
ættum að stofna til útflutn-
ingsráðs eða útflutnings- og
hönnunarmiðstöðvar, og hefði
ráðherrann mælzt til þess, að
.FÍ.I. tilnefndi menn eða full-
trúa til þess að eiga samráð
um framtíðarskipul,ag þessara
mála við Iðnaðarmálaráðuneyt
ið.
0 Samstarfsnefndir
án tafar
Loks sagði ráðherrann varð
andi útflutningsiðnaðinn, að
hefði samstarfsnefnd Iðnþró-
unarráðs komizt að þeirri nið
urstöðu, að án tafar þyrfti
að gera tv-ennt, og bíða ekki
eftir framtíðaráformum: í
fyrsta lagi, varðandi útflutn
ing neyzluvöruvamings úr ís-
lenzkum hráefnum með íslenzk
um sérkennum, þyrfti að skipa
nijög fljótlega samstarfsnefnd
hlutaðeigandi aðila. í öðru
lagi þyrfti að skipa samstarfs
nefnd varðandi markaðsöfiun
fyrir margs konar vélar og
rekstrarvörur, sem notaðar
eru í sjávarútvegi íslendinga.
0 Stóriðja, efnaiðnaður
og nýiðjumöguleikar
Þessu næst vék Iðnaðarmála
ráðherra að öðrum þætti mál-
anna, þ.e. stóriðju, efnaiðju og
nýiðjumöguleikum.
Minntist h.ann þá fyrst á ál
bræðsluna í Straumsvík, en nú
væri ráðið, bæði að auka hrað-
ann við uppbyggingu verk-
smiðjunnar í þau afköst, sem
um hefði verið samið 60—66
bili, sem Landsvirkjun gæti
af þessu rafmagni séð og yrði
þannig rekstrarafkoma virkj-
unarinnar betri, auk þess sem
með því móti þyrfti ekki að
afla nema lítils aukins láns-
fjár til þeirrar fjárfestingar-
aukningar, sem af þessu leiddi
Þá vék ráðherrann að at-
hugun á álvinnslumöguleikum
það er að vinna úr hrááli ýmsa
hluti hér, eins og í sambandi
við byggingariðnaðinn, bæði
þiljur, glugga, umgerðir og
hurðir og annað slíkt, en um
þetta hafði verið rætt við Al-
usui á s.l. hausti og svissn-
eska fyrirtækið nú látið í té
fyrstu greinargerð um slíka
möguleika. Bæri að athuga þá
nánar af iðnrekendum og öðr
um, sem hefðu áhuga á slíku
máli.
0 Samstarfsnefnd í
orkumálum
Þá minntist ráðherrann á
samstarfsnefnd í orkumálum
varðandi þörf orkufreks iðn
að,ar, sem sett hefði verið á
laggirnar að tillögu hans, á
síðast liðnum vetri. Taldi ráð-
herrann að þann stutta tíma,
sem fengizt hefði reynsla af
starfsemi þessarar nefndar, þá
lofaði hún góðu. Taldi ráð-
h-errann nauðsynlegt að gera
sér sem gleggsta grein fyrir
orkuspá fram í tímann, ef svo
mætti segja, það er að segja,
hvað líklegt væri að við hefð-
um aflögu af raforku, vatns-
aflsorku og varmaorku, og við
hvaða verði þegar annars
vegar væri verið að reyna að
stuðla að aukinni stóriðju i
landinu, auknum efnaiðnaði
og nýjum iðnaðarmöguleikum.
Ráðherra minntist á undir-
búningsrannsóknir að sjóefna
vinnsSu og einnig athuganir á
tengdum efnaiðnaði og taldi
að þeim málum miðaði vel
áfram.
0 Viðræður um olíu-
hreinsunarstöð
Þá gerði ráðherrann stutt-
lega grein fyrir því, að á þess
um vetri hefðu farið fram
framhaldsviðræður um mögu-
leika á. að koma upp eða
hyggja olíuhreinsunarstöð á
íslandi. Margir aðilar hefðu
áhuga á þessu máli. Ekki væri
hægt að spá um framvindu en
þó fyndist sér líkur benda til,
að vel mætti undirbúa þetta
mál þannig, að það gæti ver-
ið komið á visst framkvæmda-
stig á næsta ári. I sambandi
við olíuhreinsunarstöðvarmál
ið, gat ráðherrann þess, að nú
væri unnið að því að setja
reglur um heimildir til þess
að kanna landgrunnið sam-
kvæmt landgrunnslögunum,
sem Alþingi hefði nýlega af-
grcitt. Hefði komið fram í því
sambandi áhugi frá aðilum um
heimild til þess að mega at-
huga, hvort líklegt væri að
borun eftir olíu á landgrunn-
inu myndi skila nokkrum ár-
angri.
Þessu næst gerði ráðherr-
ann grein fyrir stækkun Kíl-
iliðjunnar, sem rædd hefir ver
ið í blöðum að undanförnu.
'Ennfremur tjáði hann að loka
rannsóknir varðandi perlu
steinsvinnslu í Loðmundarfirði
myndu fara fram í sumar, en
ríkisstjómin hefði gert ráð
fyrir 3ja millj. kr. framlagi til
þeirra hluta.
0 Skipaby ggingar
innanlands
Loks minntist ráðherrann
sérstaklega á stálskipasmíði
og aðra skipasmíði, sem í fæl-
ust miklir nýiðjumöguleikar
hér á landi. Hefði ríkisstjórn
in átt hlut að máli að byggja
þessa atvinnugrein upp með
áætlunargerð, fjáröflun í sam
bandi við fjárfestingu og á
annan hátt. Nýlega hefði At
vinnumálanefnd ríkisins ákveð
ið að verja allt að 50 millj.
kr. á þessu ári, til þess að
stuðla að stöðugri verkefna-
sköpun S skipasmíðastöðvun
um. Hér væri að sínum dómi
um mikið framtíðarmál að ræða
sem miklu myndi varða í sam
bandi við iðnþróun og efna-
hagsþróun landsins. Það hefði
lengi verið skoðun sín, sagði
ráðherrann, að við ættum að
vera sjálfum okkir nógir í sam
bandi við endurnýjun fiski-
skipastólsins og reyndar ætt-
um við að stefna að því að
smíða fiskiskip fyrir aðrar
þjóðir, enda kunn fiskiveiða
þjóð, í nyrztu höfum, þar sem
allra veðra væri von. Sama
ætti reyndar einnig að gilda
um veiðarfæraiðnað okkar fs-
lending.a. íslenzkt vörumerki á
slíkri framleiðslu ætti að vera
nægilega góð meðmæli á heims
markaðinum.
0 Fleiri járn í eldinum
Ráðherrann sagðist aðeins
hafa getið nokkurra atriða,
fleiri járn væru að sjálfsögðu
í eldinum og önnur, sem sér
væri ekki kunnugt um, en
áhugasamir framtaksmenn
ynnu að. Minna mætti á, að
lokið væri ullarrannsóknum
Norðmanna og íslendinga, sem
hefði við það miðazt að kanna
mögul-eika á að greina sundur
þel og tog, til þess ,að fá verð-
mætara hráefni. Sumir töluðu
um að setja hér upp korn-
myllu, aðrir stóra hveitimyllu
á umskipunarhöfn, frá ein-
hverju af hinum stóru hveiti-
framleiðslulöndum, sem flytti
afurðir sínar síðan á heims-
markaðinn til milljónaþjóð-
anna. Nú væri í ráði að hefja
málmleit á ísfandi á þessu
sumri, með aðstoð erlendra sér
fræðinga, og hefðu reyndar
einnig fyrirsvarsmenn Alusuis
látið í ljós áhuga þegar þeir
voru hér síðast um að vera
aðilar að slíkri málmleit á fs-
landi. Einnig væri nú talað um
möguleika á að koma hér upp
stálbræðslu, pappírsvinnslu,
þaravinnslu o.fl.
0 Aukin lánsfjárþörf
og hagkvæmari
skattareglur
Þessu næst vék ráðh-err-
ann að fjármálum iðnaðar
ins. Hann sagðist áður hafa
vikið að fjáröflunarþörf út-
flutningsiðnaðarins og skyldi
ekki tefja tímann með að
bæta þar við. Ljóst væri, að
almenn rekstrarf járþörf væri
mikil og hefði að tilstuðlan
bæði ríkisstjórnar og Seðla-
banka, verið unnið að þvi að
bæta úr henni. Mikil stofn-
lánaaukning þyrfti einnig að
eiga sér stað, þó að segja
mætti, að hún h-efði verið all-
ör á undanförnum árum og
Iðnlánasjóður væri nú orð
inn mynd.arlegur stofnlána-
sjóður iðnaðarins. Hinsvegar
myndi fjárþörfin við inn-
göngu í EFTA stórlega auk-
ast og hefði ríkisstjórnin haft
til athugunar með hverj-
um hætti slíkt gæti orðið. Það
væri ekki tímabært fyrir sig
að spá um framvindu þess
máls, en þó treysti hann sér
til að segja, að jákvæðar horf
ur væru á úrlausn málsins
með sérstökum hætti, sem síð
ar yrði gerð grein fyrir, Þá
minntist ráðherra á nefndar-
skipun fjármálaráðherra með
samþykki ríkisstjórnarinnar,
til athugunar á sambærilegri
aðstöðu varð.andi skattamál
og eigið fé fyrirtækja, sem
nauðsynlegt væri að kæmist i
kring í sambandi við aukna
samkeppni við inngöngu
í Fríverzlunarbandalagið og
reyndar einnig í aukinni sam
keppni við innfluttan iðnað.
Minntist hann einnig á tillög-
ur Matthíasar Mathiesen al-
þingismanns, sem stuðla ættu
að því, að fyrirtækjunum yrði
gert mögulegt að eignast
meira -eigið fé, bæði í sam-
bandi við skattfrelsi hluta-
f jár og arðs af hlutafé.
0 Fjárfestingarfélag
Islands
Þá vék ráðherrann að frum
varpi til laga um Fjárfesting
arfélag islands h.f., sem ný-
lega hefði verið lagt fram á
Alþingi frumvarp um. Hefðu
Verzlunarráð og Félag ísl.
iðnrekenda wnnið að þessu
máli. Taldi ráðherrann þetta
mál vera hið mikilvægasta.
Reyndar væri ekki hægt að
búast við að það næði fram
að ganga á þessu þingi, svo
seint, sem það væri fram kom
ið, en hann taldi efalaust, að
það myndi ná samþykki þings
ins, þegar það kæmi aftur
saman á næsta hausti. Höfuð
tilgangur slíks fjárfestingar-
félags væri að stuðla að stofn
un nýrrjt félaga, bæði með
lánum og hlutafjárkaupum,
og væru slík félög viðs veg-
ar annars staðar þekkt fyrir-
brigði og hefðu góða reynslu
að baki.
0 Orkumál og iðnaður
samtengd
1 lok ræðu sinnar minntist
ráðherrann örfáum orðum á
iðnþróunarmöguleika og fram
tíðarviðhorf. Taldi hann, að
við gætum lært mikið af öðr
um, og hefðum þegar gert. Til
gagns væru gagnkvæmar
heimsóknir í þessu sambandi.
Minnti hann á gagnkvæmar
heimsóknir iðnaðarmálaráð-
herra Noregs og lians sjálfs
árið 1967 og ’68 og aöstöðu
fulltrúa Iðnaðarmálaráðuneyt
Framhald á bls. 24