Morgunblaðið - 30.05.1969, Síða 8

Morgunblaðið - 30.05.1969, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 30. MAÍ 1969 Framtíð íslenzkrar tungu Ég er viss um, ef gengið væri til atkvæða um það, hvort ís- lendingar ættu að láta tungu síma og taka upp t.d. ensku, þá yrðu fáir því samþykkir. Hitt gæti verið deiluefni hve strang- lega eigi að vinna móti breyt- ingum og að hve miklu leyti það sé vinnandi vegur. Ég er sammála Baldri Jóns- syná, þegar hann sagði í ágæt- um þætti um daglegt (mál, að annaðhvort sé, að hagga sem minnst burðargrind málsins, eða gefa viðhald þess á bátinn. Sum- ir virðast álíta, að við málbreyt- ingum sé ekkeirt að gera, þær séu óumflýjanlegar eins og straumur tímans. Ég held samt, að fátt mannlegra örlaga sé eins I mannsims hendi, ef markvisst er að unnið. Einstakir rithöfundar hafa jafnvel veitt tungumálum yf ir heil liönd og gerzt þannig ör- lagavaldar á þessu sviði. Stundum lýsa forystumenn því yfir í útvarpi og annars staðar, að tungu vorri sé emgin hætta búin og virða þá stundum til vesaldóms þeim, sem ugg bera um framtíð hennar. Ég virði aft- ur á móti þessum mönnum til á- byrgðarleysis slíkar fullyrðing- ar. Blöðin hafa stundum haft þessháttar yfirlýsingar eftir út- lendum skyndigestum, eins og þeim hafi borizt hvalsaga, en í dálkunum allt i kring hefur mor- að af glottandi enskuskotnum setningum og afskræmdum tals- háttum. Gerum oss þess fulla grein, að mál vort er í mikilli hættu fyrir aðsteðjandi áhrifum og innlendri breytingagirni. Ekki vegna þess að lærðir og leikir hafi minni áhuga á mál- vöndun en fyrrum, en marghátt- uð áhrif eru miklu áleitnari nú en fyrr. Vér dáumst að því, hvernig á- gætir menn snerust við hættum siðaskiptanna. Blendið málfar Magnúsar Stephensens og ým- issa annarra embættismanna hafði lítil áhrif á málfar alþýðu, sem hélzt næstum óbreytt um aldir, þjálfað af sögum og kveð- skap og ýmsum alþýðufræðum. Þangað sóttu rithöfundar 19. og 20.. aldar lifandi mál. Auðvitað nutu þeir líka fornbókmennt- anna en þær hefðu ekki stoðað, ef mál þeirra hefði þá þegar verið úr tengslum við daglega málið. Hugsum til fra, sem vorú langt kiomnir með að glata tungu sinni, þegar þeir fengu sjálfstæði. Höf- undar þeirra, hver öðrum .snjall- ari, rituðu á enssku, sem þeir að vísu frjóvguðu með skáldlegu orð færi og glettni írsks alþýðu- máls, á svipaðan hátt og ís- lenzk áhrif gáfu dönsku Gunn- ars Gunnarssonar tign og sér- stæða fegurð, en írskan berst í bökkum og tvísýnn sigurinn. Mín kynslóð, aldamótakynslóð in, sem nú er komin á elliár og hverfur senn úr sögunni, tók við tungu sinni fátækari að orð- um en hún er nú, er vér skilum henni af oss. Á henni voru fyr- ir og eftir aldamótin samdar og þýddar á harna ágætar bækur, sem allir ættu að lesa, sem vilja tala og rita íslenzku. Þeir lærðu miklu meira af þeim, heldur en margra vetra skólasetu. í kaup- stöðunum, þar sem danskir kaup menn og embættismannakonur voru tindar samfélagsins, slettu allir dönsku sem þeir bezt gátu, það þótti fínt eins og að ganga á dönskum skóm. Þaðan hreytt- ust slettumar út í sveitir allt í kring. Þessu er nú löngu lokið. Mörg þessi dönsku orð, sum þeirra raunar landlæg allt frá dögum Hallgríms, sem óspart sletti dönskunni, þykja nú hlægi leg og eru þar með úr sögunni. Mörg lifa enn nokkru lífi og sum eru daglegt brauð, eins og „fatta“ og „virka“. Flest eru þau óviðfelldin og óþörf. Ég er ekki sammála Jóni Björnssyni, þó mér þyki hann segja flest vel, er hann ræðir inn daglegt mál, að ástæða sé til að halda í orð eins og „for- betra“, „forheimska“ og „for- djarfa", til þess að vinna á móti enskunni, þó sagt sé, að með illiu skuli illt út drífa. Vér eig- um nóg og betri orð þessarar sömu merkingar, svo þessi „for- kastanlegu" orð mega gjarnan hverfa úr sögunnL ítalskur málvöndunarmaður sagði einu sinni, að upptaka orða í mál, þar sem önnur sömu merkingar væru fyrir, auðguðu það ekki, heldur gerðu það þyngra í vöfum. Álít ég betta gott sjónarmið ‘il eftirbreytni. íslenzk tunga hefur þanizt yfir æ víðara svið og auðgazt að orð um að sama skapi. Þar hafa marg- ir lagt hönd á plóginn og unnið ágætt starf. Ég nefni aðeins tvö dæmi um þennan magnaða vaxt- arbrodd íslenzkunnar: „Tölur og mengi“, eftir Guðmund Arnlaugs son og „Jarðfræði", eftir Þor- Ieif Einarsson. Sumum finnst ný- yrðagerðin ganga í öfgar. Þeir álíta auðveldara og hagkvæm- ara að taka upp alþjóðaorð, sem eru sameiginleg mörgum málum. Þetta gerði oss líka auðveldara að læra þau mál. En hvar á að stinga við fæti, ef byrjað er á slíku? Danir hafa í seinni tíð gleypt enskuna hráa og skilst mér, að þeim sé orðið flökurt sumum. Út- lendar orðmyndir stinga hjákát- Iega í stúf við íslenzkar, nema að þær séu höggnar í hæl og tá eða hnoðaðar upp til að semja þær að beygingakerfi voru, svo sem fommenn gerðu. Hafa þann ig orðið til hin þörfustu orð, svo sem „kirkja" og „prestur" fyrr- um, og „berklar" og „bílar' nú á dögum. Orð af inmlendum stofni eru gagnsærri og auðveldari til skilnings, ef þau eru vel gerð eins og fjöldi nýyrða vorra orð- högu manna eru. Séu þau gerð og sett í umferð samtímis því að þeirra er þörf, ganga þau oft- ast fljótt og vel í fólk. Ég álít, að þarna eigi að halda áfram sem horfir og hvergi að slaka á kröfum. Hitt má með nokkrum sanni telja ofrausn, að skíra upp í hverri nýrri kennslubók t.d. líkamshluta, sem hafa haft sín heiti frá landnámstíð. Daglegt mál og bókmenntamál hefur til þessa verið í nánum tengslum. Daglegt mál greindra alþýðu- manna hefur átt tign og reisn, einfeldni og fjölbreytni í senm. Beint af því er leidd sú tæra íslenzka sumra beztu höfunda vorra, svo laus við tilgerð og kæki, að efnið flýgur lesanda í fang, án þess að hann taki eftir orðunum. Þetta mál er ennþá í nánum tengsluim við Eddukvæði og íslendingasögur. Minni kyn- slóð var auðveld útsýn um allt svið málsins. Meira að segja gömlu skáldmálsorðin voru henni nærtæk og hugþekk vegna notkunar þeirra í rímum og dýrt kveðnum lausavísum, sem flest- ir lærðu og margir ortu. Rim- urnar hafa v:kið fyrir skemmti- sögum og kvikmyndum, sem eðli- legt er, enda sama eðlis, en gleymum ekki gildi þeirra á sín- um tíma. Eitt ágætt og skilgetið afsprengi þeirra ætti að kynina í skólum. Ég á við Alþingisrím- urnar þá snilldarbók. Ferskeytl ur og aðrar lausavisur eiga enn mikil ítök í þjóð vorri. Haldast þau vonandi enn um sinn. Sá kveðskapur hefur verið mikil lyftistöng hugar og tungu og mennilegri dægrastytting en margt annað. Hvaðan stafar einkum sú hætta, sem tungu vorri er nú búin? Sú, sem kemur utan að, staf- ar auðvitað frá enskunni, sem lekur í sífellu úr þeim menning- artækjum, sem guð hefur gefið oss á þessum síðustu og — beztu tímum. Innanmeinunum valda breyttir uppeldishættir, vankunnátta og trassaskapur þeirra, sem mestan áróður stumda á daglegt mál og kennsluaðferðir, sem ekki ná til- gangi sínum. ' Fyrrum, meðan þjóðin bjó að- allega í sveitum og smáþorpum, ólust börnin upp í nánum tengsl- um við atvinnuvegina og lærðu jöfnum höndum mál tveggja kyn- slóða. Þetta var svo uppistaðan í leikjum þeirra. Þetta hefur breytzt. Börnin koma ekki nærri atvinnu foreldra sinna og hafa æ minna saman við gamalt fólk að sælda, báðum aðilum til tjóns. Málfar og málfæri barna mótaðist ósjálfrátt af tali full- orðna fólksins, án þess að sér- stök alúð væri á það lögð. Auð- vitað var málfæri og orðalag fólks þá, ekus og nú, mjög mis- jafnt eftir greind og menntun. Nú þarf að kenna bömum mark- visst að tala málið. Annars er hætt við að þau læri ekki annað en klaufalegt og þokukennt grautarmál fram eftir aldri og eigi þá að sama skapi erfitt með að hugsa. Námsskrá skólanma hefur miðast við líflauist og leið- inlegt málfræðistagl sem ekki bætir málfar nokkurs manns. Ég get sagt með sanni, að þá, að visu litlu getu til að koma fyrir mig orði, sem ég þó hef, hafði ég öðlazt áður en ég kunmi annað í málfræði en að „maður“ og „köttur“ væru nafnorð. Þetta stagl hefur spillt fyrir undir- stöðu allrar málkennslu, að kenna börnumuim að tala. Að ætla sér að byggja málkenmslu á málfræði, er að mímiu viti jafn líklegt til áranigurs og að kenma barni að fara vel með kisu, með því að leysa köttinm upp í fruim- eindir. Þar við bætist stafsetn- ingarfræðslan. Skipuleg stafsetn ing er snyrtileg og verðug uim- gengni við dýran hlut. Fyrst er þó að eignast hlutinn. Aukaatr- iði hafa verið gerð að aðalatrið- um. í memmtaskólumn hefur verið lögð meiri áherzla á að kenma stafsetnimgu orða, sem nemend- ur hafa alls ekki kuiranað að nota, heldur en notkun forsetn- inga, enda ber málfar mamgra háskólamanna því vitni. Sú dauðasynd hefur verið drýgð í skólum almennt, að nota mis- þyrmda íslenzku sem stökkpall yf ir í öraraur mál. Hvaða aðilar hafa mest áhrif á málfar almenn- ings? Vafalaust dagblöð, sjón- varp og útvarp. Um dagblöðin segi ég aðeins, að þeir gallar, sem ég ætla að taka til athugunar hjá „vörp- unum“ eru líka til í ríkum mæli, þó misjafnt sé hjá blöðumurm. En útvarp og sjónvarp eru rík- isstofnanir og þykir mér því hlýða að gagnrýna þau fyrst og fremst. Hlutverk útvarpsins í lífi minmar kynslóðar hefur verið mikið. Þar hefur mikið og þjóð- hollt starf verið unnið með mikl- um árangri í menratun og skernmt un handa ungum og gömlum. Þetta hljóðar nú líkt og hefð- bundin eftirmæli. Að vissu leyti er það líka hugsað þaninig. Við stofnun Ríkisútvarps- ins flutti Sigurður Nordal snjalla ræðu. Hann líkti útvarpiniu við andaran í Þúsund og einni nótt, sem maður hleypti út úr hylki og sem þaradist út og magnaðist og bar húsbónda sinn ofurliði. Sig urður kvað manininn gera slíka hluti af hugviti sínu, en þeir tækju síðan af horaum ráðin oft og tíðum. Nú er búið að hleypa úr hylki öðrum anda. Sá er því magnaðri, sem hanin ekki aðeins heyrist, heldur sézt lika, enda virðist hann alveg taka völdirn af hinum. Álít ég það illa farið frá menningarlegu og ekki sízt þjóðlegu sjónarmiði, því ermþá er mikill hluti sjónvarpsefnis lé- legir ,,reifarar“. Ég þarf svo sem engum að lá, þótt þeim þyki gam- an að „reifurum". Ég las þá mér til óbóta á ynigri árum. Mein- laus skemmtan í hófi höfð á simm fulla tilgang. Annað mál er það, hvort bömum er hollt að horfa sífellt á dráp og limlestiragar. Ef áróður má sín raofckurs, þá er mér spurn, hvort vaxandi kyn- slóð verði efcki jafn sjálfsögð byssa í hendi, eins og bátar og kindur voru áður sjálfsögð í leik. Vér höfum lyft því grettistaki að stofna sjónvarp, sem vér eig- um sjálfir, og brátt nær það til allra landsmanina. Þar heyrum vér og sjáum vora eigin tungu, og til þess er fyrst og fremst leikurinn gerður, þótt ólhjá- kvæmilegt sé að hafa þar jafn- framt mikið af útlendu efni. Þetta tæki virðist ná miklum tökum á fólki, svo héðan af má reikna með, að það verði hinm mesti áhrifavaldur á daglegt mál manna. Daglega málið, sem flest- ir hlusta á, fréttir og aninað slíkt, hefur ekki ætíð verið nógu vel vandað í útvarpiniu. Og þeir sömu gallar hafa því miður vað- ið uppi í sjónvarpirau. — Ætla ég nú að finna orðúm miiruim stað. Margt af því, sem ég nú vil nefna, hefur auðvitað verið tekið til meðferðar í ágæfcum ræðum um daglegt mál í útvarp- irau, því um sama hlutimm er fjall- að. Forsetningar, þessi litlu, lát- lausu orð, sem í fljófcu bragði virðast ekki mikilvæg, hafa þó sannarlega hlutverki að gegna. Þær krækja saman orð og setn- ingarhluta og setja í afstöðu sím á milli. Mér virðist, t.d. þegar kennd ebu rómönsk mál, að rni'k- ilsvert þyki, að þær séu rétt not- aðar. Hvort íslenzfeum nemend- Hiiseignir til sö!u 6 herb. sérhæð ásamt bílskúr að nokkru ófullgerð, en íbúð- arhæf. 4ra herb. ibúðarhæð með bíl- skúr. 2ja herb. íbúð á hœð og herb. í kjaHara ásamt bílskúrsrétt- indum, útb. 200 þús. 4ra herb. séribúð í tvibýlishúsi Höfum kaupanda að stórri íbúð í HKðunum. Rannveig Þorsteinsd., hrl. hrl. málaf lu tn ing sskrif st ofa Sigurjón Sigurbjömsson fasteignaviðskipti Laufásv. 2. Sími 19960 - 13243 FASTEIGNASALAN, Óðinsgötu 4 - Sími 15605. 77/ sölu 6 herb. íbúö á 1. hæð í tvíbýlis- húsi (forsköluðu) gæti verið tvær 3ja herb. íbúðir. Stór ræktuð lóð. Verð 1100—1150 þús., útb. 400 þús. 4ra herb. ibúð með sérinngangi á 1. hæð við Stórholt. Verð kr. 1250 þús., útb. 500—600 þúsund. 4ra herb. nýleg íbúð við Holts- götu. Mjög fallegar innrétt- ingar. Hagstætt verð og skil- mátar. FASTEIG KIASALAHI Óðinsgötu 4. Sími 15605. um er veitt mikið aðlhald í þeim efnum veit ég efcki. Aldrei hef ég heyrt þess getið. Nofckium þeirra hefur raákast mikið á snð- ari árum og étuir einm eftir öðir- um. „Fyrir“ verðuir nú uppi með frekju, liklega fyrir áhrif af „for“ í ensku. „Áhuigi fyrir", „á- stæða fyrir“, „orsök fyrir“, „fyr- ir bílinm“, „fyrir börnin“, „fyr- iir skólann", oÆ.frv. Þessi for- setning hafði nóg á sinni könmiu áður, en nú er hún korniim í stað „á“, „til“, „handa“ og „við“. Aftur nota sumir „vegna“, þeg- ar „fyrir* er í réttinium. Við- tengingaháttur eykur mjög fjöl- breytni og fegurð þeirra mála, sem ennþá hafa hans not, eirara- ig íslenzkunnar. Ekki skil ég annað, en hann týnist raæsfcu Pramhald á bls. 25 Til sölu 5 herhergja íbúð við BlönduhHð á 2. hæð. Bíl- skúrsréttur. íbúðin teppalögð, í ágætu ástandi. 4ra herb. íbúðir í steinhúsi við Þórsgötu á 1. hæð, laus. 3/o herb. íbúðir á rishæð við Kársnesbraut, sérhiti — við Mjölnishoit á 1. hæð í tvibýlishúsi. 2/a herb. íbúðir nýjar íbúðir við Hraunbæ — við Þórsgötu á 1. hæð, laus. 5 herb. fokheld hæð við Nýbýla- veg, bilskúr á jarðhæð fylgir. FASTflGN ASAIAM HÚS&EIGNIR BANKASTRÆTI 6 Símar 16637, 18828. Kvöldsímar 40396, 40863. 16870 4ra herb. íbiiðir við Álfheima, á 4. hæð. Herb. í kj. fylgir. Við Barónsstig. á 2. hæð. Væg útborgun. Við Bogahlíð. endaibúð á 1. hæð. Vönduð íbúð. Við Eskihiið. á 1. hæð. Sérkæiiklefi á hæðirani. Við Hraurtbæ, á 3. hœð. Sérþvottah. Faflegt úts. Við Hraunbæ, á 2. hæð, ófullgerð. Væg útborgun, Við Hvassaleiti, endaibúð á 3. hæð. Mjög góð íbúð. Við Kleppsveg, endaíbúð á 2. hæð. Ný, tæpl. fufig. Við Kleppsveg, á 3. hæð (efstu). Sérhiti. Við Langholtsv . 118 fm. bæð. Stór bílskúr. Við Ljósheima, á 3. hæð 115 ferm. Tvennar svalir. Við Nökkvavog 107 ferm. hæð. Suðursvalir. Við Skólabraut. risíbúð Tvöf. gier. Suðursvalir. FASTEIGNA- PJÓNUSTAN Austurstræti 17 ISilli ItValdi) fíagnar Tómasson hrll. simi 24645 sölumaóur fastaigna: Stafán J. Richter simi 16870 kvötdsimi 30587 20424 — 14120 — Sölum. heima 83633. 3ja—4ra herb. íbúðir í Breiðholti. Beðið verður eftir Húsnæðisml. 75 ferm. fokheld sérhæð sérinng., svalir, bílskúrsréttur, útb. 300 þ. Raðhús í Fossvogi rúmlega fokh. Garðhús í Hraunbæ rúml. fokh. Beðið verður eftir Húsnæðísml. Einbýlishús við Sundin. Einbýlishús í Arnamesi. Einbýlishús á Flötunum. AushirstræH 12 Slmt 14120 Pósthólf 34

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.