Morgunblaðið - 03.06.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUK 3. JÚNÍ 1»68 Jón B. Einarsson Minning Fæddur 13.3. 1913. Dáinn 26.5. 1969. JÓN EINARSSON dkipstjóri fæddist í Flatey á Breiðafirði hinn 13. marz 1913 og var því aðeins 56 ára, er hann lézt við skyldustörf sín um borð í rann sóknaskipinu Arna Friðrikssyni. Foreldrar Jóns voru þaú Einar Jónsson, sjómaður í Flatey og Guðríður Sigurðardóttir frá Þernivík. Eins og nærri má geta ólst Jón upp við sjó og sjó- mennsku frá blautu barnsbeini, fyrst á opnum árabátum, en þeg ar innan við tvítugt var hanh orðinn háseti á togara. Tvítug- ur að aldri réðst hann sem 2. vélstjóri á vélskipið Stellu frá Norðfirði, en skipstjóri á Stellu var þá hinn kunni aflamaður og sjóóknari, Jón Sæimundsson. Með honum var Jón Einarssön fyrst sem vélstjóri, en síðar sem stýrimaður allt til ársins 1940, en fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík lauk Jón vorið 1939. Á árunum 1941—1944 var Jón lengst af stýrimaður og skipstjóri á Síld inni frá Hafnarfirði, en skömmu eftir, að v.s. Fanney RE 4, til- raunaskip síldarverksmiðja rík- isins og Síldarútvegsnefndar kom til landsins árið 1945 réðst Jón stýrimaður þangað og skip- stjóri á v.s. Fanney varð hann í ársbyrjun 1949. Um það leyti hóf ust fjölþættar veiðarfæratil- raunir hérlendis, er flestar voru framkvæmdar á v.s. Fanney og má nærri geta, hvort ekki hafi reynt á glöggskyggni og lagni skipstjórans, en i hans hiut kom að prófa hin ólíkustu veiðar- færi, er fjölmargir uppfinninga menn komu með til prófunar um borð í skipið. Þá var v.s. Fanney einnig mi'kið við bátagæzlu á vetrarvertíð sunnanlands eink- um við Vestmannaeyj air, og vann Jón sér þá óskorað traust allra skipstjóra, er vetrarvertíð stund uðu á þeim árum. Auk síldveiða stundaði Jón loðnuveiðar á v.s. Fanneyju og veiddi loðnuna þá jafnan í flotvörpu. Jón fylgdist því gerla með loðnugöngum í upphafi vertíðar og munu marg ir skipstjórar í Vestmannaeyj- um eiga honum góðan afla að þakka, þar eð hann kom nýrri loðnu til þeirra í beitu fyrr en ella hefði verið. í nokkur ár var sá háttur hafður á, að v.s. Fann- ey var send á síldveiðar norður fyrir land á vorin, áður en síld- veiðar hófust almennt, og má með nokkru sanni segja, að Jón hafi þar átt hlut að upphafi síld arleitar á sjó, sem síðar varð hans aðalstarf eins og kunnugt er. í ársbyrjun 1955 réðst Jón Einarsson til Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á vegum þeirrar stofn unar starfaði hann í tvö ár og Verzlunarhúsnæði ósknst 200—300 ferm. verzlunarhúsnæði (jarðhæð) við ofanverðan Laugaveg, Suðurlandsbraut eða Ármúta óskast tekið á leigu sem fyrst. Tilboð merkt: „Verzlunarhúsnæði" sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 6. þ.m. Flugfreyjur Áriðandi fundur verður haldinn í Tjarnarbúð miðvikudaginn 4. júní kl. 3 30. Fundarefni' Samníngarnir. Stjómin. HLUTABRÉF í Norðurstjörnunni ht. til sölu. Hvert bréf er að nafnverði kr. 10 þúsund. Upplýsingar í síma 18220. ARNI KRISTJÁNSSON, Ásvallagötu 79. vann þá einkum að kennslu og rannsóknastörfum í Tyrklandi. Náin kynni okkar Jóns hóf- ust fyrir 10 árum, er ákveðið var, að v.s. Fanney RE 4 skyldi verða við síldarleit ásamt v.s. Ægi sumarið 1959. Nýtt fiski- leitartæki hafði þá verið sett í v.s. Fanneyju, hið fyrsta sinnar tegundar og var þýí eigi lítið í húfi að vel tækist til með starf- semi skipsins, en síðar voru slík tækí sett í flest síldveiði- skip fslendinga. Eigi leið ú löngu, unz árangurinn kom í Ijós því að Jón reyndist vandanum vaxinn, náði þegar ágætum tökum á notkun hins nýja tæk- is og varð síldveiðiflotanum til ómetanlegs gagns. Vorið 1962 var ákveðið að efla síldarieitina með því að gera út þrjú leitar- skip í stað tveggja áður. í þessu skyni var v.s. Pétur Thorsteins- son frá Bíldudal tekinn á leigu og tók Jón þá við skipstjórn hans. Sumarið 1962 mun þeim, er síldveiðar stunduðu seint úr minni líða, því að síldveiðar gengu þá betur að sumarlagi en dæmi voru til áður. Jón Einars- son átti sannarlega drjúgan þátt í því, að svo vel tókst til sem raun varð á. Hvað eftir annað vísaði hann síldveiðiflotanum á hin ágætústu sildarmið, er jafn- an voru þá nefnd Jónsmið eða Jónsmið hin nýju til aðgreining- ar frá fyrri síldarsvæðum, sem Jón hafði áður fundið. Síldar- leitinni var ómetanlegt að hafa slíkan mann í þjónustu sinni. f ársbyrjun 1965 fékk síldarleitin í fyrsta skipti full umráð yfir síldarleitarskipi, er unnt var að nota til síldarleitar og síldar- rannsókna árið um kring. Þetta var v.s. Hafþór, 250 lesta stál- skip af sömu gerð og v.s. Pétur Thorsteinsson, sem svo vel hafði reynzt u/nidix stjóam Jóns undanfarin þrjú sumur. V.s. Haf þór var þegar búinn öllum nýj- ustu tækjum og tók Jón við skip inu í janúar 1965. Ekki átti fyr- ir Jóni að liggja að vera lang- dvölum á Hafþóri, því að ári síð ar eða í janúar 1966 veiktist Jón hastarlega, er skipið var skammt frá Vestmannaeyjum á á leið í Austurdjúp. Kenndi Jón þá sjúkdóms þess, er leiddihann til bana. Var Jón þá í landi allt árið 1966 og vann við síldar- rannsóknh á Hafrann- sókmastofnuninni. — Kom þá enn í ljós, hve fljótur hann var að tileinka sér ný störf. Vorið 1967 hafði honum þó batnað svo að hann tók á ný við skipstjórn á v.s. Hafþóri í nokkra mánuði, en í ágúst þetta ár hélt Jón til Englands til að sækja fyrsta rannsóknaskip okkar fslendiniga v.s. Árna Friðriksson RE 100 Jón tók við skipstjórn hans, þeg- ar skipið var afhent hinn 5. sept ember 1967 og var skipstjóri þess allt til dauðadags. Jón varð ekki einungis vin sæll meðal síldveiðisjómanna fyr ir það eitt að finna síld og eiga þannig drjúgan þátt í að skapa hinn mikla þjóðarauð íslendinga á undangengnum síldarárum. Vin sældir hans voru ekki síður fólgnar í þeirri staðreynd, að hann var í senn manna hjálp- fúsastur á stund erfiðleika og kunni öðrum betur að gleðjast með glöðum. Þessa eiginleika kunnu starfsbræður hans á sjón um vel að meta, enda munu nú margir sakna bjartrar og glað legrar raddar hans í talstöðinni á þeim erfiðleikatímum, sem nú steðja að síldveiðunum. Jón Einarsson var ákaflega farsæll skipstjóri og átti hina beztu kosti skipstjórnarmanna til að bera í rikum mæli. Hann var góður aflamaður, áræðinn, ef þess þurfti með, ágætur stjórn- andi, ósérhlífinn, en jafnframt gætinn að því er varðaði skip og skipshöfn. Jón var maður söngvinn og vel hagmæltur. Fáa menn eða énga hef ég þekkt, sem glaðlyndari voru en Jón Einarsson, enda smitaði þessi lyndiseinkunn hans um skipið allt, svo hvorki ólund né geð- illska þekktust, þar sem Jón var annars vegar. Engum duldist þó er vel til þekktu, að undir glað lyndi hans bjó mikil skapfesta sem stundum jaðraði við þrá- kelkni, en svo gott vald hafði hann á skapi sínu, að þessa urðu menn næstum aldrei varir, þótt samstarf væri hið nánasta. Jón hafði geysilegan áhuga á starfi sírru og lagði þá oft nótt við dag, til þess að nó þeim árangri, er hann sjálfur gerði kröfur til, enda var hann einn þeirra, er var það tamara að gera kröf- ur til sjálfs sín en annarra. Jóni þakka ég innilega áratugs giftu- drjúgt og með afbrigðum á- nægjulegt samstarf. Jón Einarsson átti því láni að fagna, að kvænast vorið 1941 Jónínu Gissurardóttur hinni mestu ágætiskonu. Eignuðust þau tvö börn, Hrefnu, gifta Rík harði Árnasyni, starfsmanni Landsímans og Einar, laganema við Háskóla íslands. Þeim og öðrum aðstandendum votta ég hér með mína dýpstu samúð. Jakob Jakobsson. - MINNING Framhald af bls. 18 harun var uim áns skieið starfsmað ur hjó frænda símum, þjóðskáld- imu Emaxi BenedilktBSiym, er hann hafði búsetu í London. Eftir Eniglandsd'völ isínia vann hanin a'lllengi við bygginigafraim- kvæmdir lengst af hjá saima bygg ingaimeistaTa. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams — Það er skrítið, hvað þú sýnist kátur, Ernst, þegar tillit er tekið til þess, að þú virðist vera að missa stúlkuna þina. — Hún er ekki töpuð, Jan, bara í láni. — Það er orðið framorðið Troy. Mið- næturdrykkja fer ekki vel með skíða- mennsku ... og líklega ekki heldur með f réttamennsku! — Hafðu engar áhvggjur, Bebe. Danny sefur fyrir okkur báða. — Hafðu þig hægan, hver sem þú ert ... ellegar ég skal kenna þér nokkur brögð, sem aívinnumennirnir kenndu mér, þegar dómarinn var ekki að horfa á. — Ó! Magnús steig sitt stærsta gæfu spor 5. júní 1926, eir hann kvænt fcit eftirlifandi eiginikonu sinni Maigneu I. Sigurðardóttur frá Miikliaiholtsheili í Hraiungerðis- hreppi. Þau voru saimhent í að koma sér upp snotru, aðlaðandi og faltegu beiimili. Þar var gott að koma og njóta einlægrair góð villdar og gestrisni þeirra. Ég veit og þekki Magnús svo vel, að hann talldi sig ætíð í þakkar skuld við aina góðu konu, og að eigi er hans að fiuJllu minnst eif henna'r hluta er ekki getið, því að á atvinnuleysisárunum 1931 til 1934 mátti segja, að hún bæri uppi að mikLum hliuta brauðstrit heiimUisins. Þeim varið sjö barna auðið, en máttu að baki sjá tveim þeirra feornunguím. Þau er upp komust eru: Margrét, gift Magnúsi Guðnasiyni, prentsmiðjuistjóra; Sigurður, húsgagnasmíðaimeist- ari, kvæntúr Önniu Daníelisdótt- ur; Þorsteinn, verzlunarstjóri, kvæntur Jenmu Jensdóttur; Ragn ar Þór, húsgagnabólstrari, kvæntur Signýju Gunnarsdótt- ur og Ásta Karen, gift Hrafn- keli Gíslasyni, bílasmið. Öll eru þau búsett hér í borg, mesta dugnaðar- og atgervisfólk. Árið 1934 gefek Magniús í þjón ustu Reykjavíkurborgar og starfaði þar til sjötugsaldurs lengsrt af á skrifstofu framfærslu mála. Þar var hann iðulega sett ur skrifstofustjóri i fjarvistum annans. Magnús gerðist þá brátt virfeuir félagi í Starfsimannafé- lagi Reykjavíkurborgar. Sat þar m.a. í launanefnd, fulltrúa- ráði og stjórn, auk ýmissa ann- arra trúnaðarstarfa, er honum voru falin af félaginu. Eitt sinn sat hann fyrir þess hönd á þingi norrænna borgarstarfsmanna í StokfchólmL Mér er kunmugt, að í öllu sínu starfi fyrir Starfsmannafélagið, hugsaði hann ávallt vel fyrir hag þeirra er minna máttu sín. Hann starfaði um margra ára sikeið við Vetrarhjálpina, og mörg hin síðari ár var hann for- stöðuimaður hennar. Þar naut hann sín vel Við að hjálpa og líkna börhum og öldnum, sjúk- um og hrjáðum, og ég veit að niú þegar hann er allur hugsa marg ir þeirra hlýtt til hans og biðja honum velfamaðar á landi því, sem eilíft er. Magnúis var einn af stofnend- um Byggingarfélags verkamanna og var í isttjóm þess frá upphafi eða í 25 ár, affia tíð sem varafor rmaður. Þar sem annarsstaðar reyndist hann ætíð brennandi af áhuga fyriir velgenigni félags ins, er vann að því að byggja góðar og ódýrar íbúðir fyrir þá efnaimiinini í þjóðfélaginu. Einnig sitarfaði hann í Reyk- vikingaiféliagiinu af sama áhuga og fórnfýsi við að vemda og við haJda því gamila og góða úr sögu síns kæra fæðingarbæjar. Hin síðusfiu ár eft'ir að hamn lét aí opiniberium störfum, gegndi baurn kirkj'Uvarðarstarfi i HJáteigs- kirkju. Magnús hafði yndi af laxveiði, og brá sér oft á tíðum með stöng í veiðiár. Þá var hamn ágætur og trau'tur férðafélagi, en því kynntist ég vell, er við hjónin áttum fyrir nokkrum árum sam fylgd með honiuim ásarnt fleir- um á erilendri grund. Magnús var heilsteyptur mað- ur, trúr og trygguir, já, svo vin- fastur að af bar. Hamn var ætíð hreinn og beinn og kom hreint t.iíl dyra við hvern og einn, sem hann át.ti erindi við. Hann mynd aði sér símar eiigin dkoðanir á mönnnm og miálefnuim, og var því ek'ki haiggað með neinum við gkiptam'álajöfnuði. Hainn var sá maður, er efkiki mátti vaamm sitt vita í verkum sínum neimium. Ég kveð þitg góði viniur, með söknuði og þöfek fyrir aút, er þú varsit mér, og sflikt hið siama veit ég að aðrir vinir þínir gera. Konu hano, börnuim, tengda- börnium og barmabór'nuim votta ég og kona mín inniilega samúð og biðjum Guð að gefa þeim Mkn í þraut. Þórður Ág. Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.