Morgunblaðið - 03.06.1969, Page 24

Morgunblaðið - 03.06.1969, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRLÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1960 augum, Lucy. Þú ert orðin svo breytt. — Já, það er ég sannarlega. Ég er orðin jafngóð aftur. Nú er ég orðin eins og þið Kay. Hún leit um öxl og brosti til Ruperts, sem stóð fyrir aftan hana. — Er það ekki dásamlegt, Rupert. Ég get hlaupið og hoppað . . . Og svo hoppaði hún um, þang að til hanm lagði höndina á öxl henni, til þess að halda aftur af henni. — Hægan hægan. Mundu, að LÍTIL 2ja HERB. teppalögð íbúð í Smáíbúða- hverfi til leigu. Laus nú þegar. Leigutími minnst 6 mán. Ný og falleg húsgögn fylgja, þ. á m. sjónvarp og eldhúsáhöld. Uppl. í sima 33170. þú lofaðir Carson lækni að fara þér hægt til að byrja með. Ég horfði á fallega brosandi andlitið á Lucy og hreyknissvip inin á Rupert. — Þú vissir þetta, Rupert? — Já, en ég vildi bara ekki segja ykkur, hvað til stæði fyrr en ég væri viss um, að aðgerðin heppnaðist. En þegar ég sá Lucy, um næstsíðustu helgi, vissi ég, að allt ætlaði að fara vel, og eins Carson læknir, og þessvegna vildi hann láta hana vera hjá sér svolítið lengur. — Ég á bara engin orð, nema þetta er það dásiaimilegast, sem ég get hugsað mér, að sj á Luey svona fleyga og færa. Hvernig get ég nokkurn tíma þakkað ykkuir Carson lækni? Rupert brosti. — það er alveg óþarfi að vera að þakka okkur. Einu sinni eða tvisvar þessar vikur, var ég alveg að því kom- inn að segja þér frá öllu saman, Allar tegundir I útvarpataekl, vasaljós og leik- fðng alltaf fyrirliggjandl. Aðelns f heildsölu til venlana. Fljót afgrelðsla. HNITBERG HF. öldugötu 15. Rvlk. — Siml 2 28 12. Sjávarlóð á Arnarnesi til sölu. — Tilboð sendist Mbl. fyrir 5. júní merkt: , Sjávarlóð — 2896'. MELROSES TLA Meltose’s te^ ^gleðuryður kvöldá ogmorgna*> Hvað er betra á morgnana eða á mæðusömum vinnudegi? Lífgar hugann og léttir skapið. Og hvað er betra á kvöldin? Örvar samræður og rænir engan svefni. Notalegur og hagkvæmur heimilisdrykkur. Triintlncrnð fnpst í bnecrilecnim crriuiiinnkiim en hætti svo við það, og vildi heldur láta það koma þér á ó- vart. Lucy tók mig undir arminn og við gengum saman að borð- inu, sem var tilbúið undir kast- aníutrénu. — Manstu ekki þegar þú komst að okkur Rupert þar sem við vorum að tala saman í srtof- unni? Ég vissi, að þú hélzt, að við værum eitthvað að brugga, af því að við steinþögðnuðum, þegar þú komst inn. Hann var þá að segja mér frá Carson lækni og spyrja mig, hvort ég vildi fara þangað og láta hann reyna við mig. Ég mundi þetta vel, og hvern ig mér hafði verið forvitni að vita, hvað þau væru að skrafa saman. — Bíðið þið nú andartak, með an ég kem með teið, sagði ég. — Það kemur á augabragði, því að það sýður á katlinum, og svo geturðu sagt mér betur af þessu öllu. — Ég skal koma og hjálpa þér, sagði Lucy. -... JSt ET e: --3E t 57 En Rupert ýtti henni hægt nið ur í stólinn. — Nei, þú ferð ekkert. Þú verður að fara þér hægt, fynst um sinn. Gegnum eldhúsgluggann sá ég, að þau voru að tala saman, og um mig fór gleðialda við þessi óvæntu tíðindi. Þessi furðulegi bati Lucy gjörbreytti öllu. Og ef nú Rupert væri ástfanginn af henni — sem ég þóttist alveg vita, og eins hitt, að Lucy væri sama sinnis, þrátt fyrir æsku súna — þá gætu þau gift sig. Það voru þá bara tvö brúð- kaup í vændum. Bæði Lucy og Nick. En hvað um mig? En í dag ætlaði ég ekki neitt að vera að hugsa um sjálfa mig. Nú ætlaði ég aðeins að gleðjast yfir því, að Lucy hafði fengið fullan bata og gæti framvegis lifað eðlilegu lífi, eins og hver önnur stúlka.En, eins og Rupert sagði, yrði hún að fara sér hægt fyrst um sinn. Það var ekki nema skiljanlegt. Erfiðast yrði líklega að fá hana til þess. Seinna, þegar við sátum að te- drykkjunni, sagði Lucy: — Nú nn Knattspyrnufélagið Fram, handknattleiksdeíld Æfingar deildarinnar í sumar verða sem hér segir: Mánud. 2. fl. kven-na kl. 8.30, m.fl. kvenna kl. 7.30, þriðjud. byrjendafl. stúlkna kl. 6.00, m.fl. karla kl. 8.00, fimmtud. 2. fl. kvenna kl. 7.00, m.fl. kvenna kl. 8.00. Æfingarnar fara fram við Álftamýrarskólann. Nýir félagar vetkomnir. — Fjölmennið. Stjórnin. A matseölí dagsins MAGGI- blómkálssúpa, gómsætur réttur sem öll fjölskyldan fagnar MAGGI-súpur frá Sviss eru beztar V___________________ J — Gestimir skruppu allir í næturklúbb, en þeir ætla að koma í morgunkaffið til okkar. geturðu skilið, hversvegna ég var svona fús að fara til Carsons Manistu það? Ég var hálfhrædd um, að þú yrðir móðguð af þessrum ákafa mínum að komast. þanigað. — Ég brosti: -— Já, og ég var líka hrædd um, að þú fengir heimþrá. — Nei, ég hlakkaði svo mikið til, ef mér gæti batnað, að ég hugsaði ekki um neitt an-nað. — Segðu mér eitt’hvað meira um þennan Carson lækni, Rup- ert, sagði ég. — Ég kynntist honum í Lond on fyrir svo sem tveimur mán- uðum, og þá sagði ég honum frá Lucy. Ég hafði heyrt um lækn- ingastofuna hans og hinar ótrú legu lækningar, sem hann hafði framið þar. Þú verður að at- huga, að þessi meðferð er alls ekki hefðbundin og ekki viður- kennd af læknastéttinni, enda þótt hann sé fullkomlega læknis lærður. Hann sagðist ekki geta lofað n-einiu, en teldi það samt mjög líklegt, að hann gæti hjálp að Lucy. Ef ég þá gæti fengið han-a til hans. — Mig skal ekki furða þó að væri iús ti'l að fa-ra. Lucy hló glaðlega. — Ég hefði farið á heimsenda. ef Rupert hefði boðið mér að senda mig þangað, og ég hefði haft von um ^•a‘a. — Sem betur fer, þurftir þú nú ekki að fara svo langt, sagði Rupert. Við heyrðum eitthv-eirt óp og Mark kom hjólandi eftir stígn- um. Hann fleygði frá sér hjól- inu upp við húsið og kom þjót- andi til okkar. Lucy stóð upp og gekk á móti honum. — Halló, Mar’kl sagði hún. Hann snarstanzaði. — Hvað er nú á seiði? — Ekki annað en það,að ég get gengið, alveg eins og þú. Ég skal fara í kapphlaup við þig hérna yfir blettinn. — Nei, það gerirðu ekki, flýtti Rupert sér að segja, um leið og hann stóð upp úr sæti sínu, greip í handlegginn á henni og lét hana setjast aftur. Mark brosti til okkar allra. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Skrifaðu hugsanir þínar í dag niður. Hugsaðu vcl um börnin. Ef það, sem þú sælcist eftir er ekki nærri skaltu náigast það. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú átt ennþá langt i land með að ljúka verki, sem þú hófst nýlega. Þér gefst brátt tækifæri til að bæta hag þinn. Athugaðu fatnaðinn. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Þú getur gcrt ýmislegt heima hjá þér til að auka á gleðina. Það er einfalt mál. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Leitaðu betri upplýsinga. Þú getur fundið betri stað til að selja fréttir þínar og starf á. Bréfaskriftir eru athyglisverðar i svipinn. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Skapið batnar, og þér gengur betur heiina og heiman. Komdu fram virðuiega, og rcyndu að vinna vel. , Meyjan, 23. ágúst — 22. september. í dag ríöur allt á því að fá réttar upplýsingar. og það er þakklátt starf að taka upp þráðinn að nýju I ýmsum allt að því fyrndum mái- um. Vogin, 23. september — 22. október. Allir, sem þú þekkir, vilja rétta þér hjálparhönd. Hlustaðu vel eft- ir öllu, en vertu fljótur að fara í gegn um allt. Þú skalt vinna vel að þessu í dag, og athuga árangurinn í kvöld. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Nú gefst þér tækifæri til að vera óvenju gagnlegur í verki. Ef þú breytir til, kunna þér að berast óvenjulega skemmtileg sambönd og hugmyndir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þér gengur vel allur málaflutningur í dag, og þú færð nóga að- stoð. en þú verður að byrja á öllum framkvæmdum sjálfur. því að þú mátt ekki gera ráð fyrir hreinu skýfalli eða hafsjó af velgengni, fyrirhafnarlaust, en möguleikarnir hressa þig allan upp. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Allir lagapésar varðandi fjármál eru uppi á teningnum í dag. Gakktu frá skuldum þínum í dag, þú færð varla betra tækifæri. Vatnsberinn, 20 janúar — 18. febrúar. Gott samstarf er þér opið. Leggðu þig fram við að brúa bilið, sem þú hefur haft mestar áhyggjur af undanfarið. Bættu úr öllu. og biðstu afsökunar ef nauðsynl krefur. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú gleðst síðar yfir því að hafa haldið skapi þínu í skefjum og ekki síður tungu þinnar vegna. Einhver breyting verður á gangi mál- anna um hádegið. Þú verður í betra skapi og heimili þitt verður allt betra fyrir bragðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.