Morgunblaðið - 12.06.1969, Blaðsíða 17
MORGUTSTBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1909
17
Ég held að enginn iðrist
þess, sem gert var..."
Samtal við frú Guðrúnu Brunborg
íbúð. Það (hefði verið hægurirtfn
á 'hjá mér að kaupa íbúðina sjálf,
en mér þótti fara betur á því að
afhenda háskólanum penin'gana
og láta hanm annast framkvæmd
ir. En eftiir því sem ég bezt veit
hafa peningamir ekki verið niot
aðir til neins. Hefur því farið á
sömu leið með þessa peniinga og
sjóðinn áður.:
Til að standa straum af þeasu
öllu hélt Guðrún ekki einumgis
ÞAð HEFUR stundum verið
lenzka að tala með lítilsvirð-
ingu um norræna samvinnu og
hefur gildi hennar af sumum ver
ið talið næsva lítið. Hér hefur
þó yfirleitt verið átt við saim-
Skipti stjórnarvalda eða opin-
berra stofnana og það er rétt, að
okkur íslendingum hefur stund
um þótt okkar hlutur nokkuð fyr-
ir borð borinn í einstö'kum mál-
um. En hinu ma ekki gleyma, að
margt í samskiptum Norðurlanda
hefur skipazt svo, að okfcur hef
ur verið beinn hagnaður af.
En norræn samvinna og sam-
skipti eru margþætt. Húrn fer
fram á mörgum sviðum, og marg-
ir aðilar koma þar við sögu, ekki
einungis opinberir aðilar, held-
ur og einstaklingar sem með
starfi að einstökum málum hafa
átt drjúgan þátt i að glæða sam-
hug og bræðrabönd með einstök-
um þjóðum á Norðurlöndum og
fjölmargir aðilar, einstaklingar
og aðrii standa í mikilli þafck-
arskuld við.
Úti í Noregi hýr íslenzfc kona,
sem mangir munu þek'kja. Er það
frú Guðrún Rrunborg, en hún
hefur um langt árabil uonið ó-
metanlegt starf í þágu íslenzks
námsfólks í Norrgi og fyrr meir
við að kynna íslendingum Nor-
eg og norsk málefni, einkum þó
barát.u Norðmanna gegn her-
niámi Þjóðverja í heimsstyrjöld-
inni síðari. Þetta gerði 'hún með
fyrirlestrahaidi og kvikmynda-
sýningurn víðsvegar u,m landið.
Um síðustu áramót voru liðin
50 ár frá því Guðrún kom til
Noregs. í tilefni þessara tíma-
móta í lífi hennar gengust Fé-
lag íslenzkra stúdenta í Ósló
og Norsk-íslandsk samband, vin-
áttufélag íslendinga og Norð-
manna, fyrir hófi henrni til heið-
urs og var þar margt manna sam-
ankomið. f framlhaldi af þessu
datt undirrituðum í hug að eiga
smáviðtal við Guðrúnu um starf
kennar að þeim hugðarefniuim, sem
hún hefur fórnað mestum tíma,
fé og feröftum síðastliðinn ald-
arfjórðung En undirrituðum
þyfcir samt tilhlvðilegt og í sam-
ræmi við gairla og góða íslenzka
venju að spyrja fyrst um nán-
ari deili á viðmælanda. Og hef-
ur því Guðrún Brunborg orðið.
„Ég er fædd austur á Reyðar-
firði, 5. júní 1896, í Borgargerði,
en þar ólst ég upp til 2ja ára ald
urs. Þá fluttist ég ásamt foreldr
um mínum að Stuðlum, sem eru
lengra inni í sveitánni. Foreldr-
ar mínir hétu, Sigurbjörg Hall-
dórsdóttir og Bóas Bóasson, og
við vorum 10 systkinin, svo að
nóg var vinrauliðið. Faðir miran
lézt, er ég var 19 ára gömul, en
samt sem áður bélt ég út á raáiras
brautina og settist í Kennara-
skólan.n Þar vai ég aðeins tvo
vetur vegna þess að frostavet-
• urinn mikla var ekfcert skóla-
hald vegna el.Jiviðarskorts. Ég
lauk því aldrei kennaraprófi.
Út til Noregs fór ég svo árið
1918. Það var farið frá Reykja-
vík, en um þær mundir, er ég
var þar, heriaði spánska veik-
in sem verst og vann ég um hálfls
mánaðar akeið að hjúkrunar- og
aðstoðarstörfum. en slapp við
veikina. Hún vildi mig víst ekki.
Þetta var mín fyrsta utanför og
var tilgangur hennar að leggja
stund á hjúkrunarnám. Bróð-
ir minn var kominn út til Nor-
egs á undan mér og ætlaði hann
áð vera mér innan handar. En
margt fer öðruvísi en ætlað er.
Og þegar litið er til baka er
engu líkara en forlögin hafi ver
ið að verki í þessu öllu, því ég
byrjaði aldrei á hjúkrunamám-
irau. Skömmu síðar kynntist ég
manni rninum, Salomon Brun-
borg. Hann er ættaður frá Vest-
urlandirau, nánar tiltekið frá
Haus í Hörðalandi, og er land-
búnaðarkandidat að mennt.
Við giftum okkur árið 1920.
Það var í Stikilsstaðakirkju, en
einmitt á Stikilsstöðum barðist
Ólafur helgi yið bændaheriran
og féll ein3 og frægt er. Maður
minn vnr á þessum árum ráðu-
nautur í Verdai í Norður-Þrænd
arlögum og bjuggum við á Stik-
ilsstöðum. Við fluttumst þó bráð
lega til Osloarsvæðisins, er hann
fékk stöðu við Stateras Stan-
buOfckontor í Oslo, þar sem haran
vann þangað til hann lét af störf
um vegna aldurs. Árið 1923
keyptum við land í Asker rétt
utan við Oslo og byggðum okkui
hús þar, og höfum við búið þar
upp frá því Við eigrauðumst 4
börn, 3 syni og ema dóttur.“
Guðrún var í Noregi öll stríðs-
árin og fór ekki varhluta af erf-
iðleikum og hörmungum þeirra
Það er engum b’öðum um það að
fletta, að engir atburðir á þes»-
ari öld hafa markað dýpri spor
í vitund norsku. þjóðariranar en
styrjaldarárin. bernámið og allt
sem því fylgdi. ITndirrituðum lék
því hugur á að fræðast eitthvað
um reynslu hennar á þessum ár-
um.
„Það var fyrst á styrjaldar-
áruraum" segir Guðrún, „að ég
hafði þá tilfinningu að ég væri
Norðmaður. Bin dýrfceypta
reynsla hernámsáranna þjappaði
þjóðinni saman og treysti ein-
iragu hennar. En strax að stríð-
inu lokrau varð hver höndin upp
á móti annari. Margir höfðu von
að, að alli^ flokkadrættir og ríg-
ur væri nú liðið undir lok, en
þar ætlaðist maður til of mifcils."
Það var skömmu eftir stríð, að
Guðrún hóf starf sitt að hags-
miunamálum námsfólks. Um til-
drögin að þessu starfi sínu fór-
ust henni orð á þessa leið.
„Við hjónin misstum elzta son
okkar í stríðinu Haran var stú-
dent og lagði stur,d á þjóðfélags
flræði. Hann var tekmn til faraga
af Þjóðverjum og lézt í fanga-
búðum Hann hafði oft sagt okk
uir hvernig stúdentar hefðu það
og við hvernig aðstæður þeir
byggju. Þeir ættu oftast undir
högg að sæfcja með húsnœði hjá
Skilningslitlu fölki úti í bæ. Og
á árunum eftir stríð urðu margir
að hafast við í þýzfeum brögg-
um, sem stóðu á háskólasvæðirau
á Blindtrn.
En meginástæðan til þess að
ég fár heim var önraur. Ég hafði
orðið vör við, að ýmsir heima,
þar á meðal fclk mér skylt og
fólk, sem ég þekkti, 'hafði alrang-
ar hugmyndir uro stríðið og ’her-
námið og allt sem það hafði í för
með sér. Við vorum gagrarýnd
fyrir það heimskulega athæfi að
vera að verja okkur gegn Þjóð-
verjum, við hefðum svo sem mátt
vita að við myndurn tapa. Fóm
ir þær, sem voru færðar, hefðu
enga þýðingu haft. Það er
raú svo. En ég held að engiran iðr-
ist þess, sem gert var, og ég
vona, að Norðmenra myndu gera
hið sama aftur. ef á það reyndi.
En íslendingar áttu erfitt með
að trúa sannleikanum. Þetta var
svo ólíkt öllu öðru, sem áður
hafði gerzt. Þeir höfðu eiraungis
átt menningartengsl við Þjóð
verja. Þess vegna var það, að
ég hét sjálfri mér því að fara
heim eftir stríð og kynna fólki
ástandið eins og það raunveru-
lega var. Ég komst þó ekki
heim flyrr en 1946, því að ég
hafði orðið að leggjast inn á
sjúkrahÚ3 undir eins og stríðinu
lauk, og þar lá ég í næst-
um heilt ár. Á ferðalagi mínu
sumarið 1946 var mér vel tekið,
og óg sá að hér var um stórt
verkefni að ræða. Síðan ferðað-
ist ég um landið á hverju sumri
í 15 ár. og fór um laradið þvert
Guðrún Brunborg og Jon Erlien, yfirmaður
stúdentagarðanna í Oslo.
húsnæðisdeildar
og endilangt hélt fyrirlestra og
sýndi kvikmyndir til að skýra
frá daglegu lífi fólks í Noregi á
stríðsáruraum og baráttu þess
gegn hernámsliðinu, en seirani ár-
in lagði ég áherzlu á að sýna
góðar noi skar kvikmyndir.
Þær tekjur sem ég hafði af
þessum fyrirlestrum og kvifc-
myndasýningum runniu til miran-
ingarsjóðs, sem við hjónin 'höfð-
um stofnað til n inniragar um son
ökfcar Ólaf, en árlega er veitt úr
sjóðnum til íslenzks námsmararas,
sem er við nám i NoregL
En það voru einnig öraraur atr-
iði, sem þurftu úrlausnar við. Is
lenzkum stúdentum í Oslo hafði
farið fjölgandi s áruraum eftír
stríð, og áttu þeir við mikil hús-
næðisvandamál að stríða. Á þess-
um árum var Félagsstofnun stú-
denta í Oslo að hefjast handa
um byggingu stúdentagarða. Ég
gekk á fund Kristiaras Ottosens,
framkvæmdarstjóra félagsstofn
unarmnar, og loitaði hófarana um
kaup á herbergjum handa ía-
lenzkum stúdentum. Var þeirri
málaleitan vel tekið. Fyrsti á-
fangi stúdentabæjarins að Sogni
í Oslo var tekinn í raotkun 1952,
og þá fluttust fyrstu íslenzku
stúdentarnir iran þar. Ég á 10
herbe.gi þarna handa íslenzkuim
námsmönnum, en vegna hiranar
góðu samvinnu, sem tekizt hefuir
við Ottosen, framkvæmdastjóra
íélagsstofnuraarinnar og Jon Er-
lien, yfirmann húsnæðismála-
deildar heranar. hafa allir ís-
lenzkir stúdentar, sem leitað
hafa til náms í Oslo komist iran
á garð, þegar í upphafi. Um þá
Ottosen og Erlien vil ég segja
það, að betri samstarfsmeran
gæti ég ekki kosið mér og þeir
hafa sannarlega verið íslend-
iragum haukur í horni. Einnig
vildi ég geta þess, að þegar ég
vann að herbergiskaupunum
naut ég aðstoðar Bjama heitins
Ásgeirssonar sendiherra og síð
ar Haraldar Guðrraundsson-
ar sendi'herra
Jafnframt því, að við hjónin
stofnuðum Minr.ingarsjóð Ólafs
Brunborg til stuðnings islenzk-
um stúdentum í Noregi höfðum
við stofnað Miraningarsjóð
raorskra stúdenta til styrktar
norskurn stúdentum á íslandi.
Var hann orðinn 125 þús. kr. og
voru veittar úr honum 5 þús-
und krónur árlega. Það var góð
'hjálp á síraum tíma meðan ís-
lenzka krónan var og hét, en
nú er búið að ^yðileggja hann.
Annað er það, sem mér finrast
sárgrætilegt. Árið 1960 gáfum við
hjónin tæpar 200 þús. fer. til hús
raæðiskaupa handa giftum stúdent
um, sem kæmu til Reykjavífcur.
Voru peningarnir gefnir með því
skilyði, að þeir yrðu settir í
fyrirlestra og sýndi kvikmyndir.
Hún réðst eiranig í bókaútgáfu
og gaf út tvær h ækur til ágóða
fyrir starf sitt. Voru þetta bæfc
unnar „FrumSkágar og íShaf“, eft
ir nortSka raáttúruSkoðarann og
dýrafræðiraginra Per Höst og
ferðabókin „Um fsland til And-
esþjóða", sem samin er af syni
hennar, Erling Brunborig.
Stjórn félagsstofrauraar stú
denta í Oslo afhenti Guðrúrau
eiranig sérstaka stofu á stúderata
bæraum á Sogni til ráðstöfunar í
þágu félaigsstainflsemii íslerazJkna
nám3marana í Oslo Þar eiga þeir
nú hinn ágætasta samastað fyr-
ir blaðakvöld, umræðu- og
Skemmtifundi. Þar er eiranig til
húsa bókasafn stúderatafélagsina
en Guðrún gaf félagirau í upp-
hafi stofn að bókasafnL Þar
hafa reyndar ýmsir aðrir aðilar
látið af hendi rakna góðar gjafir.
Guðrún hefur nú kynnzt mörg
um kynslóðum íslenzkra raáms-
manna, sem verið hafa í Nor-
egi. Hún ætti því að geta talað
út frá talsverðri reynslu, er
hún svarar spuTniragu undir-
ritaðra um það ‘hvernig henni
lítist á það unga fólk, sem hirag-
að hefur leitað og leitar til raáma.
„Ég hef kynnzt mörgum sitú-
dentum og er þetta nær undan-
tekningarlaust prýðisfólfc. Ein
það verð ég að segja, að ég
verð alltaf meira og meira ánægð,
unga fólkið fer batnandi. Ef
unga fólkið á ísTandi er almerarat
eins gott og það, sem ég
hef kyranzt þá ætti þjóðirani að
vera óhætt í framtíðinni. En það
hef ég alltaf sagt við þá, sem
ég hef hitt hér, að þeir verði
alltaf að muraa, að þeir eru ís-
lendingar og að þeir verði um-
fram allt að hverfa heim að
lokrau námi og láta ísland njóta
starfskrafta sinna. Við erum svo
fá, að það munar um hverja
mannshöndina og við meguim
enga missa.“
Þótt Guðrún Brunborg sé nú
komin á áttræðisaldur, er húra
hress og urag í anda. Húra sækir
samfcomur námsmanna reglulega
og kemur þá oftar en ekki fær-
aradi hendi og þvkir jafnan hinn
mesti aufúsugestur. Heimili
þeirra hjóna stendur íslendirag-
um alltaf opið, hvort sem þar
eru fleiri eða færri á ferð, en
bezt mura Guðrúnu þyfcja ef mat
argestirnir fylla a.m.k. tugiran.
Sigurður Ragnarsson,
Þórhannes Axelsson.
3ja herbergja íbúð í Veslurbæ
Nýtízkuleg 3ja herb. íbúð með stórum suðursvölum er til sölu.
íbúðin er þriggja ára, fjölbýlishús. — Upplýsingar:
FASTEIGNASALAIM,
Óðinsgötu 4, sími 15605.
Jörð til sö/ci
í Rangárvallasýslu er til sölu góð jörð með húsum og til-
heyrandi mannvirkjum. Jörðin er laust til ábúðar nú þegar.
Upplýsingar gefur Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri. Hvolsvelli.
UPPBOÐ
Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og fleiri kröfuhafa verð-
ur haldið opinbert nauðungarupboð föstudaginn 20. júní 1969
kl. 5 síðdegis við bifreiðaskemmu F.Í.B. á Hvaleyrarholti við
Hafnarfjörð.
Sölumunir eru: Bifreiðarnar G-87, G-161, G-465, G-488,
G-1036, G-1077, G-1206, G-1550, G-1782, G-1951, G-1994,
G-2013, G-2091, G-2106, G-2279, G-2369. G-2391,
G-2637, G-2656, G-2679, G-2756, G-2871, G-3293,
G-3453, G-3610, G-3923, G-4046, G-4271, G-4306,
G-4621, G-4710, R-5311, R-8988, R-10020,
G-1999,
G-2565,
G-3386,
G-4591,
R-10155,
R-13719, R-16548, R-17735, R-18203, R-20666,
R-20725, R-21529, R-21539, X-1175, X-1831, X-2278, Y-1472,
Y-1517, K-379, E-595, E-668, M-718, GD-366 dráttarvél, elda-
vél, ísskápar, sjónvarpstæki, húsgögn, alfræðiorðabók, skó-
vinnuvélar, útvarpstæki, gólfteppi, loftpressur, hefilbekkur.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 30. maí 1969.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr.