Morgunblaðið - 13.06.1969, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 196#
FRÉTTAMYNDIR
Fremsti tennisleikari Astralíu, Bill Bowrey, varð fyrir óhappi um
daginn í keppni við Lance Lumsden frá Jamaica. Þegar Bowrey
ætlaði að fara að slá knöttinn, bro'.naði spaði hans, eins og mynd-
in sýnir. Engu að síður sigraði Bowrey 6—3, 4—6 og 6—4.
Páll páfi VI ávarpaði á þriðjudag fulltrúa á þingi alþjóða vinnu-
málastofnunarinnar, I.L.O., í Genf. Var myndin tekin þegar páfi
gekk i fundarsal.
Otto Winzer, utanríkisráðherra Austur-Þýzkalands, var nýlega á ferð um Sýrland. Meðan hann var
í Damaskus undirritaði hann ásamt dr. Mustapha Al-Sayyed, utanrikisráðherra Iandsins, samning,
þar sem Sýrland veiiir Austur-Þýzkalandi fulla v iðurkenningu. Er Sýrland þriðja Arabaríkið, sem
viðurkennir Austur-Þýzka land, hin eru írak og Súdan.
Frá nýafstaðinni þingmannaheimsókn til Sovetnk janna. Myndin var tekin þegar íslenzka þing-
mannanefndin lagði blómsveig að minnisvarða Lenins í Lenin-safninu í Moskvu. Fremst gengur Gils
Guðmundsson og heldur á blómsveignum, en fyrir aftan hann koma þeir Birgir Finnsson, forseti
Alþingis, og dr. Oddur Guðjónsson, sendiherra. (Fréttamynd frá Tass).
Siðastliðinn sunnudag fórust Charles nokkur Bailey, kona hans og
tíu böm þeirra hjóna, í eldsvoða í borginni Parkersburg í Vestur-
Virginíu í Bandaríkjunum. Tvö barna þeirra komust af, Susan 15
áxa og Roger 13 ára, og sjást þau hér á myndinni. Nú hafa þau
Susan og Roger verið sökuð um að hafa kveikt í húsi fjölskyld-
unnar til að drepa föður sinn.
Skýfall mikið varð í Colorado-riki i Bandaríkjunu m um siðustu helgi og fylgdi því gífurlegt haglél.
Mynd þessi er frá borginni Denver og sýnir björg unarmenn koma að bifreið, sem er að sökkva í elg-
inn. Óttazt var að einhverjir væru í bifreiðinni, og fóru froskmenn úr bátnum á eftir bifreiðinni
niður í djúpið. Þótt um 40 bifreiðir hafi so kkið, fórst enginn þeirra, sem í þcim var.