Morgunblaðið - 13.06.1969, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 19©9
25
- BÓKMENNTIR
Framliald af bls. 17
sögðu þeir, það er ekki gott, segj-
um heidur áætlunarbifreið.
Þá hugsuðu gárungamir sem
svo, að maður yrði hvort eð var
strandaglópur í hvert skipti, sem
hann ætti að geifla á þvílkri lang-
loku. Væri þá skömminni skárra
að hafa nokkra skemmtun af
endaleysunni, og urðu þá til
kringilyrði eins og: áætlunarsjálf-
hreyfirennireið — og fleira af því-
líku tagi, bráðfyndið.
Þeir, sem fara með opinber
málefni á islandi, virðast hafa tima
til að segja og skrifa löng orð.
Hæstaréttarmálafiutningsmaður —
það er ekkert einsdæmi. Annað
dæmi áþekkt. Hvort var hentara
að segja utanríkismálaráðuneyti
eða stutt og laggott: utanríkis-
ráðuneyti? Sendiherrar á islandi
báru fyrst nafnbótina: minister —
á erlendu máli, hækkuðu svo upp
ambassador. Hvað átti þá að kalla
þá á íslenzku? Sendiráðherra —
var upástunga einhvers. Gagn-
fræðaskóli var þegar rótgróið orð
í málinu, þegar einhverjum hug-
kvæmdist bragarbótin: gagn-
fræðastigsskóli. Er það ekki klárt
og kvitt sagt þjóðaríþrótt íslenzk
að klúðra saman löngum orðum?
Áreiðanlega gætum við smíðað
orð, sem — prentað með fyrir-
sagnaletri — næði til tunglsins.
ef við á annað borð freistuðum
þess.
Því island er vettvangur ný-
gervinga og máltilrauna. Væri
verðugt að rannsaka, hvaða og
hverskonar nýyrði hafa haft i fullu
tré við þær slettur, sem þeim
var ætlað að kveða niður. Hvers
vegna réð dráttarvél ekki við
traktor. svo dæmi sé nefnt?
Vegna þess. að lengri tíma tekur
að segja fyrr talda orðið? Dragi
kom of seint; traktorinn var þá
búinn að vinna sér hefð.
En svo eígum við líka nýyrði,
sem eru hreint og beint afbragð:
simi, þota, tengill, rofi . . . Sem
nýyrðasmiðir hafa íslenzkir mál-
fræðingar unnið bæði gott og illt
starf og þó meira gott.
En það haggar ekki þeirri stað-
reynd, að íslenzkan er — með
ýmiss konar löngum samsetning-
um — gerð allt of óþjál, óljós og
leiðinleg.
Þannig er málið keyrt á móti
straumi tímans með hliðsjón af,
að öll málþróun hefur síðustu ár-
þusundin stefnt til styttingar og
einföldunar. Latínska orðið insula
er t. d. orðið þrefalt styttra í
frönsku, framborið íl. italska orðið
influenza setur ekkert heimsmet
í lengd. Samt hefur enskumæl-
andi fólk ekki treystst til að not-
ast við nema miðstykkið úr því:
ftu. Enska orðið popular er hvorki
langt né óþjálft, en þykir samt of
langt í ræðu og riti og er því stytt
í hið fræga: pop.
islenzkan geldur þess, hve
skamman tíma hún hefur verið
ræktuð. i rauninni er hún forn-
mál enn i dag; blæbrigðarik i
skáldskap; einkar heppileg til að
tjá ýmiss konar geðflækjur og
hugrenningar; tiltölulega hrein af
erlendum slettum, en þar með
lika órafjarri nútimanum og stend-
ur þvi klumsa frammi fyrír nýj-
um hlutum.
Málfræðingar áttu lengi nokkra
sök á þessu. Þeir voru allir i fom-
menntunum, kenndu málið eins
og klassiskt bókmenntamál, lögðu
ofurkapp á heiti. kenningar og
gamalt heyvinnumál, en létu sem
þeir vissu ekki af lífinu kringum
sig. Og voru hreyknir af.
Sé íslenzkan borin saman við
ýmis erlend mál, kemur tvískinn-
ungur hennar gerst í Ijós. Spyrj-
um t. d. Englending um einhvern
hlut, hvað kallaður sé á hans
máli. Varla mun standa á svari.
Það má vera bus, car, coach,
jet; eða nýyrði eins og hovercraft
og supersonic; eða hvað annað,
sem er.
Islendingi, sem spurður væri
hins sama, mundi vefjast tunga
um tönn. — Rúta, áætlunarbíll,
áætlunarbifreið — hvað af þessu
ætti hann að nefna, svo dæmi sé
tekið? Hvort ætti hann heldur að
segja líter og meter, eins og sagt
er í daglegu tali, eða lítri og
metri, eins og málfræðin kennir?
Segi einhver i mjólkurbúð: ég
ætla að fá einn lítra af mjólk —
má búast við að stúlkan hvái:
ætlarðu að fá einn líter eða fleiri
lítra? mun hún þá segja með
seimdreginni áherzlu á síðari at-
kvæðum.
Engum blöðum er um að fletta,
að það er málfarslegt stefnuleysi,
sem fyrst og fremst riður á slig
nútima íslenzku, auk aflægishátt-
ar og púkaháttar ýmissa þeirra,
sem á annað borð hafa skoðun á
hlutunum.
Málið er óstýrilátt og lætur
ekki að hvaða stjóm, sem er.
Orðin halda áfram að heyja sina
baráttu án íhlutunar málfræðinga.
Aðeins geta þeir hjálpað til, eða
spillt fyrir samkvæmt því, hvemig
til tekst. Þá stendur íslenzkan að
þvi leyti höllum fæti i samkeppni
við tungumál nágranna okkar, að
hún dragnast með beygingarend-
ingar, sem mörg önnur mál
hafa rækilega losað sig við. Því
sjálfsaðara er þá að teygja hana
ekki meir en nauðsyn krefur
með óþörfum dratthölum Um
beygingafræðina má svo að
orði kveða, að hver hefur
sinn djöful að draga eða engil að
annast, allt eftir því, hvernig
menn vilja hafa það. Kjósi menn
að fleygja beygingarendingunum,
þá það. En vilji þeir á hinn bóg-
inn hatda þeim. hvemig skal þá
læra þær nema sem beyginga-
fræði? Þegar sagt er um nem-
anda, að hann skuli ekki læra ís-
lenzka málfræði, heldur málið
sjálft, þá má eins segja um
stúdent í læknisfræði. að hann
skuli ekki læra efnafræði, heldur
byrja strax að skera upp.
— ★ —
Sannarlega vantar okkur — í
bland — bækur um „málið
sjálft", svo stuðzt sé við endur-
tekið orðalag. Tilraunir hafa að
vísu verið gerðar í þá áttina og
reynt að troða þeim inn á skólana
— til að einhver græði peninga,
að þvi er virðist, því höfundarnir,
mikil ósköp — kannski hefur þá
ekki vantað viljann, en menntun-
ína og hæfileikana hefur þá til-
finnanlega skort, svo mikið er
víst.
Til að fyrirbyggja, að slíkur og
þvílikur skussaháttur vaði uppi
um alia framtíð ættu hæfir menn
og læiðir að endurskoða frá rót-
um okkar latinsk-islenzku mál-
fræði og semja svo nýjar og læsi-
legar bækur handa þeim, sem
vilja nema málið og — nota það
af einhverju viti.
Erlendur Jónsson.
Bifreiðasala
mjög vel staðsett við Miðborgina er til sölu.
Þeir sem hefðu áhuga á að gefa sig í þetta starf hringi
í síma 81848.
Rellur lyrir 17. júni
Tómstundabúðin
Aðalstræti 8.
Nemendasamband Menntaskólans i Reykjavík.
Stúdentafagnaður
nemendasambandsins verður haldinn að Hótel Sögu mánu-
dagínn 16. júní 1969 og hefst með borðhaldi kl. 19.30.
Auk nýstúdenta hafa eftirtaldir júbílárgangar ráðið þátttöku
sína: 25 ára stúdentar, 30 ára stúdentar og 45 ára stúdentar.
Nokkrir aðgöngumiðar, sem afgangs eru, verða seldir í and-
dyri Súlnasalar Hótel Sögu laugardag 14. júní kl. 16—18 og
sunnudag 15. júní kl. 10—11 og einnig kl. 16. Þangað má
og vitja pantana, sem ósóttar eru.
AÐALFUNDUR
nemendasambandsins verður haldinn að Hótel Sögu mánu-
dagrnn 16. júní kl. 19.20.
Venjuleg aðaffundarstörf.
Tillögur um menn í stjórn sambandsins skulu hafa borizt
Sigurði Lrndal. hæstaréttarritara, fonnanni stjómar, í síðasta
lagi á hádegi laugardag 14. júní. Reikníngar sambandsins
liggia frammi til sýnis hjá Þóri Einarssyni, viðskiptafræðngi,
Iðnaðarmálastofnun íslands, gjaldkera stjórnar.
STJÓRNIN.
SKIPSTJÓRA
vantar á nýtt 120 rúml. togskip. sem gert verður út frá
Norðurlandi.
Upplýsingar hjá Landssambandi ísl. útvegsmarrna.
Í KVOLD ÍKl'OLD t KVÖLD í KVÚLO í KVÖLD
mmmm
SÚLNASALUR
mm BJASIUASON OE HLJÓMSVEIT
NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT
BARBERSHOPKVARTETT.
NÝSTÁRLEG FEGURÐARSAMKEPPNI.
HUGSANAFLUTNINGUR.
SÖNGUR, GRÍN OG GLEÐI
Bovðpantanir í síma 20221 eítir kl. 4.
Enginn sérstakur aðgangseyrir.
Aðeins rúllugjald kr. 25.—
Góða skemmtun
Dansað til kl. 1.
i HVOLI ) Í KVÖLI i i kvöli I i KVÖL 1 i KVOLÖ,
HÆTTA A NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams
JU5T A DARNED MINUTeX
dan ny/... how can you
TIE THE BEATINQ TO My
DATE WITH BEBE BOTA =
AND.,.yoU SAID SHE DIDN'T
TASTE THE LAST BOTTLE OF
WINE / you WERE SROGSy...
SHE WASN'T/ DO I HAVE TO
USE A _____
SKETCH-
PAD
't/M £
AT THAT MOMENT, A FEW
HUNDRED YARDS AWAY...
IT'S HARD FOR
A UEALOUS MAM
TO MAKE
PROMISE.5.BEBE ....
BUT, FOR THIS INFOR-
MATION,I'LL FAV
yOUR PRICE'/
— Heyrðu andartak, Danny. Hvernig
geturðu furníið samband milli barsmiðar-
innar og stefnumóts míns við Bebe Bota?
— Þú getur kallað það sektarlíkur,
Troy. Þú varst barinn skammt frá hóeli
hennar...
— og þú segir að hún hafi ekki bragð-
að á síðustu vinflöskunni! Þú varst ringl-
aður ... hún ekki. Þarf ég að draga upp
mynd á blað af þessu?
— Á sama andartaki í nokkur hundruð
metra f jartægð. —
— Skiljum við hvort annað, Ernst.
Ekki meira ofbeldi.
— Það er erfi' t fyiir afbrýðisaman
mann að veita lofo'ð. Bebe. En fyrir þess-
ar upplýsingai skal ég borga það, sem þú
setur upp.