Morgunblaðið - 26.09.1969, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPT. 106®
15
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
STJÖRNUBÍÓ
ÁSTIR GIFTRAR KONU
(The Married Woman)
Frönsk kvikmynd
Leikstjóri: Jean-Luc Godard
Bezt að byrja á að kynna boð-
Skap myndarinnar: Ást og nautn
er tvennt óskylt.
Þeir, sem lesa aðeins inngangs
orð kvikmyndauimisagna, ná þá
vonandi þeirri vitneakju. —
Konur klippa hár aif fótleggj-
uim sínum, er þær snyrta sig. Svo
einfaldur sannleikur hafði farið
fram hjá mér, unz óg sá þessa
mynd. Því síðar hefi ég sann-
írétt, að þetta er lauíkrétt. —
Svona getur ýmis konar fróðleik
ur farið fram hjá manni, sem þó
hefur setið tíu ár á skólabekk. —
Annars fjallar kvikmyndin um
konu „milli tveggja manna“,
eiginmannis síns, sem hún elskar,
og friðilsins, sem veitir nautn-
ina. Helzt ber víst að skilja það
svo, og er þó vafasamt, hvort
málið er svo eimfalt. — Elskar
hún kann^ki friðilinn lika? Veit
ir ástin kannslki lí'ka nautn? Grá
er öll teoría, sagði ákáldið. Bezt
að staðhæfa eklki of mikið.
Ég nenni ekki að lýsa öllum
nektarstellingum, sem þarna eru
sýndar, hvorki hjá komu eða
'karli. Óhætt að segja, að þær
eru margbreytilegar. Stjömubíó
er djanft kvikmyndahús og hefur
jafnvel stundum sýnt enn meiri
dirfsku en í þessari mynd.
Unga konan (Macha Meril)
gengur bersýnilega með sjáltfa
sig á heilanum, í öllu falli líkam
lega. Hún gerir meira en klippa
fótleggi sína, mála sig og púðra,
hún „fílósóferar" um likama
sinn, allt sálarlíf hennar virðist
fólgið í „línum“ og „ytra borði“
líkamanis. — Ósköp voru þær
ólikar henni ástkonurnar „upp
við fossa“ um aldamótin.
Svo kemur að því, að Macha
er kona ekiki einsömul. Og þá
'kemur spurningin: Var það eigin
maðurinn eða friðillinn? Hún fer
til læknis og spyr, hvort líklegra
sé, að frjóvgun eigi sér stað, ef
legið sé með manni í nautn eður
án nautnar.
Hressilegur og viðfelldinn karl,
læknirinn. Hrukkar ennið, hugs
ar: „Við höfum enga vissu fyrir
þvi, þvi miður“.
Svo hún er jafnnær.
Við sikulum vona, að prógram-
ið fari rétt með það, að þetta sé
mjög „óvenjuleg saga“. Alla
vega hefur hinn frægi leikstjóri
haft lag á að gæða hana nýstár-
legri efnismeðferð, þótt evipuð
atvik kunni að hafa gerzt ein-
hverntíma fyrr. — Það er ekki
á færi annarra en snjallra lista-
manna að halda lifinu um all-
langan tirna í svo einhæfum sögu
þræði, sem hér er um að tefla,
og gera hann áhugaverðan. Sama
þó það sé nektarsýning mestan
part og ’kona kilippi kállfa sína
með sikærum.
Macha Meril, sem fer þarna
með stænsta hlutverkið, túlkar
það á aflhyglisverðan og sérkenni
legan hátt. Eins og getið var, er
engu lílkara en allt tilfinninga-
kerfi hennar liggi í útlSnum lík-
amans. Samt er eins og hún
nostri við bert hönmd sitt af
stakasta kæruleysi Sjálfsöryggi
mætti kannski bæta við. Eins og
orustuvön valkyrja hvetji vopn
sín, róleg og örugg um sigur í
næstu hrynu.
Þetta er ekfci uppstökk mann-
eiskja, hún fær aldeilis elkki hist-
erisik köst. Kannski var hún allt-
af svona róleg kona að gerð, eða
kannsiki er svona róandi að lifa
milli tveggja manna? Kannski
gengur höfundur með „senti-
mentalitetsfóbíu", reynir að
byggja út allri tilfinningaisemi.
— Það hefur þá tekizt vel.
Væmni eða tilfinningasemi eru
ökki sterkustu þættir þessarar
myndar.
Þeir eða þær, sem vilja fá út-
rás fyrir tár sín, verða að leita í
önnur kvilkmyndahús.
Byggingarfélag verkamanna Keflavík
Til sölu er 4ra herb. íbúð 1 húsi bví sem verið er að byggja
í 5. byggingarflokki við Hringbraut 128.
Umsóknir sendist til Guðleifs Sigurjónssonar fyrir 3. október
1969.
STJÓRNIN.
Uppboð
Meðal muna, sem seldir verða á opinberu uppboði I bifreiða-
skemmu FlB á Hvaleyrarholti við Hafnarfjöð í dag, föstudaginn
26. september kl. 17.30, eru bifreiðar, sjónvarpstæki, ísskápar,
húsgögn, bækur, hefilbekkur, rafsuðuvél, stálbeygjuvél, krydd
og salthrærivél, netadrekar og búðarvog, ennfremur ótollaf
greiddar vörur sem hér segir. Innihurðir úr eik, ankeri 1 rafal
vasaljós, rafhlöðulampar, rafhlöður, vatnssíur, samsetningar
baulur til uppstillingar á vinnupöllum, vinnupallaefni og síldar
nótarefni.
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði.
Steingrímur Gautur Kristjánsson,
ftr.
Bílsfjórar — verktakar
Vegna eftirspurnar húsbyggjenda eftir
ódýrari
milliveggjaplötum á lægra verði, en fyrir-
tækið hefur séð sér fært að selja hinar
viðurkenndu milliveggjaplötur úr Seyðis-
hólarauðamölinni. —
Óskast hér með
eftír tilboðum
í steypugjallefni sem sé viðurkennt af bygg-
ingarrannsóknarstofnuninni og algjörlega
hreint og sýrulaust.
A. miðað við 3.000 rúmm. (30.000 tunnur)
B. miðað við 6.000 rúmm. (60.000 tunnur)
Afgreiðsla byrji hið fyrsta og sé lokið
15/12. ’69.
Tilboðsverð sé per tunnu — án söluskatts —
miðað við efnið komið í verksmiðju.
Efnisstærð frá 0—10 cm.
Einnig má bjóða í malað efni frá
0 mm — 15 mm.
Tilboðum sé skilað á skrifstofu okkar
fyrir 30. þ.m.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121. Síini 10600.
1969
HÚSGAGNAVIKA
18.- 28. SEPTEMBER f
ÍÞRÓTTAHÖLLINNI í LAUGARDAL
OPIN VIRKA DAGA KL. 16 - 22
LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 14-22
SÝNING Á GÆÐAMERKTUM HÚSGÖGNUM
OG INNRÉTTINGUM
EINNIG EFNI, ÁKLÆÐUM,
GLUGGATJÖLDUM OG TEPPUM
Innritun í Námsflokka Reykjavíkur fer fram í fæðsluskrifstof-
unni, Tjarnargötu 12, dagana 26., 29. og 30. september og
1. október, kl. 5—8 siðdegis alla dagana.
Námsgreinar: islenzka, danska, norska. sænska. enska. þýzka,
franska, spánska, reikningur, bókfærsla, vélritun,
heimilishagfræði, þjóðfélagsfræði, foreldrafræðsla,
bókmenntir, leikhúskynning, útsaumur, kjóla-
saumur, barnafatasaumur, sniðteikning og föndur.
Tungumálin eru kennd I flokkum, bæði fyrir byrjendur og þá,
sem lengra eru komnir, einnig er kennd íslenzka fyrir útlend-
inga.
Innritunargjald er kr. 300 I hverri bóklegri grein og kr. 500
I verklegri grein.
Kennsla fer fram I Miðbæjarskóla og hefst 3. október.
Ekki verður innritað I sima. Nánari upplýsingar eru gefnar
á innritunarstað.
— Geymið auglýsinguna —
N auðungaruppboð
sem auglýst var I 28., 31. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968
á Sólvallagötu 25, talin eign Einars Péturssonar, fer fram eftir
kröfu Jóhannesar Lárussonar hrl., Gjaldheimtunnar og Hákonar
H. Kristjónssonar hdl. á eigninni sjálfri, mánudaginn 29. sept-
ember n.k. kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavlk.
SLATURSALAN HAF
Slátur, mör, svið, hjörtu, lifur, nýru. Ódý svið aí fullorðnu
Öpið 9 — 12 og 1 — 6 nema laugardaga 9 — 12. Lokað á mánudögum
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
SLÁTURSALAN LAUGAVEGI 160, SÍMI 25114.