Morgunblaðið - 26.09.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.1969, Blaðsíða 17
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPT. 1Ö6Ö 17 Sovétmenn og Kínverjar sýna vígtennurnar Styriöld ekki lengur talin óhugsandi Kinverskir hermenn á verði. Á spjaldinu, sem er fyrir aftan þá stendur: „Leyfið aldrei yfirgang á kínversku landssvæði“. ENNÞÁ hefur enginn árang- ur komið í ljós af fundi þeirra forsætisráðherranna, Chou En Lais og Kosygins, á flugvellinum í Peking eft- ir útför Ho Chi Minh. Klögu málin ganga á víxl milli Moskvu og Peking og liðs- flutningum er lialdið áfram á landamærum ríkjanna. Eftirfarandi grein um ástandið á landamærunum birtist fyrir skömmu í banda ríska vikuritinu „U.S. News and World Report“. Sérfræðingar í málefnum kammúnilstaríkjanna í helztu ihöfuðborgum heiimis, eru nú komnir á þá Skoðun, að styrj- öld milli Kínverja og Sovét- manna sé al)lis ek'ki óhugsandi, eins og lengi var haldið fram. Svívirðingarnar, sem þessir tveir koimmúnísku risar, ausa hvor yfiir annan verða sífellt hatrammari, og báðir virðast reiðubúnir að leggja út í styrj- öld. Undanfarna sex miánuði hafa Sovétmenn auikið liðsstyrk sinn á landamærum Kína og Ytri- Mongólíu, þar sem stórar her- stöðvar hafa verið reistar. Með- al hergagna, sem þangað hafa verið flutt eru kjarnorku- sprengjur. Sovétmenn hafa einniig gef- ið til kynna, bæði heimafyrir og erlendis, að róttækar að- gerðir gegn bandamönnunum fyrrverandi, séu hugsanlegar. Stjórnin í Kremll segir íbúum Sovétríkjannia, að Kínverjar ógná öryggi þeirra og sovézki herinn geti neyðzt til þesis að láta til slkarar slkríða. Starfls- menn sovéziku utanrílkisþjón- ustuninar, hafa lagt á sig mikið enfiði við að neyna að réttlæta hugsanlega árás á Kína. Þeir hafa líka lagt sig í framkróka við að sýna Bandarfikjamönn- um fram á, að eikki stoði fyrir þá, að reyna að hagnaist á styrjöld komimúnísku risanna. Kína er lokað land og fregnir af styrjaldarunidiirbúningi þar eru mun óljósari, en fragnimar frá Sovétrílkjunum. Ferðamenn, sem kcmið hafa til tHong Kong að undaniförnu, segja, að her- flutningar frá Suður-Kína til norðurlandamæranna séu mjög umfangsmiklir og oift Uði marg ir dagar án þess að óbreyttir borgarar komizt með járnbraut arlestunum vegna herfliutning- anna. Til þessa hefur verið litið á liðsfl'Utninga Kínverja sem varnaraðgerðir. I kommúnum hafa verið gefnar út fyrinskip- anir um isöfnun matarbiirgða, og áróðurinn gegn Sovétmönnum berst til aflslkekfctustu smá- þorpa. Þar segir m.a., að hinn glæpsaimlegi yfirgamgur Sové.t- manna á landamænunuim, sé aðeinis fyrsta slkrefið 1 undir- búningi árásairstyrjaldair á Kína. Það er ekfci 'liangt síðan, að styrjöld milli Kína og Sovét- rtkjanma var talin óhugsandi. Helztu rökin fyrir því voru, að Kínverjar, sem ættu aðeins frumistæð 'kjamorfcuvopm, væru ekki nægilega öflugiir tii þess að hætta á kjarnonfcuistyrjiöld. Einnig var talið, að ’Sovétmenn væru of ’-kænir til þess að hætta á að Ifestast í því fend, sem land-styrjöld gegm 800 milljón manna þjóð, yrði óhjáfcvæmi- leg. Margir sérfræðimgar hafa nú skipt um skoðun. Bftirfarandi þrjár ástæður telja þeir þyngst ar á metunum: 1. Leiðtogar Sovétrfikjanna virðast sannfærðir um, að Kín- verjar ógni fremur öryggi þeirra en Bandarfikjamenn, að minnsfa kosti næsta áratug. Eins og miálum er nú háttað, gætu So|-étmenn auðveldlega unnið styrjöld gegn Kínverj- um, án þess að bíða rnfikið tjón. En hæfist styrjöldin elkki fyrr en eftir noikkur ár, er lfiklegt að útkoiman yrði önnur. 2. Óeirðirnar á landamærum Sovétríkjanna og Kína, sem hófust eftir áratugs harða hug- myndafræðibaráttu, hafa reynt mjög á þolrif Sovétleiðtoganna. 3. Ljóst er, að leiðtogar Kín- verja em áhyggjufullir vegna hugsanlegrar styrjaldar við Sovétrfikin, en þeir geta elkfci og vilja ekki láta undan, hvorki á landamærunum né í hug- myndafræðibaráttunni. Brezfcur sérflræðingur í mál- eifnum Kína segir: „Kínversfcir leiðtogar eru í mifciuim vanda staddir: Þeir hafa elkfci bol- magn til að ögra Sovétimönnum meir en orðið er, en þeir geta eklkert fremur látið undan. Hvort sem þeir gera, eiga þeir á hættu hennaðaraðgerðir af hálfu Sovétríkjanna, annað hvort sem svar við frekairi ögr- unum eða vegna þeiss að Kín- verjar sýna veilkleilkamerki“. Landamæradeilur eru helzta undirrót fjandsfcapar Kínverja og Sovétmanna, og safca hvorir aðra um yfirgang og glæpisam- leg hryðjuverk. Segja þeir nú, að mörg þúsund sinnum hafi kamið til átáka á landamærun- um frá 1963, og kenna hvorir öðrúm um. Á þessu ári hafa átökin örðið snarpari og umfangsmeiri en áður. Fleiri hermenn með öfl.- ugri vopn hafa takið þátt í þeiim, þótt hvorugur aðilinn haifi beitt flugvélum til þesisa. Fyrsti alvarlegi áretosturinn í ár varð 2. marz. Kínverskir hermenn fóru ytfir UlsisurÍHfljót á ísi og drápu 34 sovézfca landa mæraverði á eyjunni Dam- anslky, sem verið hiefur mikið þrætuepli. Kínverjamir reyndu þó efcki að ná eyjunni, eem þeir nefna Chenpao, á sitt vald að þessu sinni. 15. maí tðkst sovézlkum hermönnum að ráð- ast á kínverdka verði, sem þá voru komnir till eyjarinnar úr launsátri, og felldu þeix 500 manns í vélbyssuskothríð. í sumar var skipzt á skotum á landamærum Singkiang og sovéziku landsisvæðanna í Mið- Asíu. Þegar átökunum laufc höfðu Sovétmenn fcomið sér upp nýrri landamæirastöð á svæði, sam áður var talið til Kína. Sérfræðingar um fcínversk málefni á Vesturlönduim, telja, að Rússair eigi meiri sök á hinu alvarlega ástandi á landamær- unum en Kínverjar. Segja þeir allt benda til þesis, að á þessu ári hafi sovézkir yfirmienn við landamærin oftar átt upptökin að ögrununum en fcínverskir, og einnig haifi þeir brugðizt óþarflega har'kalega við ögrun- um af hálfu Kínverja. Framikoma Sovétmanna á landamærunum bendir alls ekki til þess, að þeir hafi áhuga á að draga úr viðsjánum. Þeir haifa aúkið könnunartflug við landamærin og miiklir henflutn ingar fara fram flugleiðis í um deildu héruðunum innan landa mæra Sovétrfikjanna. Flugvell ir, sem eru vel staðsettir ti/1 árása á Kína, hafa verið stækk aðir og endurbættir og eld- flaugastöðvum komið á fót í Ytri-Mongólíu. í stöðvum þess um eru éld'flaugar, siam unnt er að skjóta á helztu kjarnor'ku- ver Kínverja í Paotow og Lanc- how. Brezikir fréttaslkýrendur, sem fylgzt 'hafa með gangi mála í Sovétríkjunum, segja viðbrögð Sovétmanna mjög eðlileg. Benda þeir á, að í Moskvu ríki nær sjúklegur ótti við hinn fjöjmenna nágranna. Kínverjar eru nú taldir vera um 800 mill- jónir, þeiir eiga kjarnorku- sprengjur, þeir krefjast stóæra landssvæða af Sovétmönnum og óttazt er, að þeir, sem taka við forystunni við andlát Mao Tse Tungs, verði reikulir í ráði, að minnsta kosti fyrst í stað. Sovétmenn létu KJnverjium í té leiðbeiningar um smíði kjarnorlkuvopna og útveguðu þeim ýmis tæki til smíðanna, og þess vegna vita þeir betur en nclkkrir aðrir, hve kjarn- orkuvopnaframleiðsla er kornin vel á veg í Kína. Fréttaskýr- endur segja fullvist, að sov- ézikir herforingjar beiti þeim rökum í viðræðum við stjórn- málamennina, að nauðsynáegt sé að láta til sfcarar skríða gegn Kínverjum áður en þeir hafi komið sér upp svo milklum birgðum öflugra kjarnorku- vopna, að Sovétrikjunum staifi veruleg hætta af. Það lefikur enginn vafi á því, að Kinverjar eru ifila búnir und ir meiriháttar hernaðarátök við Sovétmenn. Þeir hafa að vísu nægan mannafla, en ffiug- vélar þeirra og vopn eru úrelt. Aufc þess er fjöldi kínverskra henmanna önnum kafinn við að ’koma á röð og reglu 1 l'andinu eftir menningarbyltiniguna. Hernaðarsérfræðingar telja Jíklegast, að Sovétmenn velji einhverja þriggja eftirtalinma leiða, ákveði þefir að láta til skarar Skríða gegn Kínverjum: 1. Loiftárásir til að eyðilieggja kjarnorlkustöðvar Kínverja. Senniilega yrði ekfci beitt kjarn orkusprengjum í þeim áirásium, það væri ekki nauðsynlegt og gæti haft rnjun alvartegiri stjórn málalegar aifleiðingar, en árás- ir með öðrum sprengjutegund- um. 2. Skyndiárás á landi, til þess að sýna Kínverjum í tvo heimana og gera þeim ljósa yf- irburði Sovétmanna. Árásar- liðið yrði síðan dregið til baka áður en Kínverjum gæfiist tæki færi til að 'hefja meiriháttar aðgerðir gegn því. Slífct væri auðmýkjandi fyrir Pelking- stjórnina og kínversfca herinn og minnir á þær aðfeirðir, sem Kínverjar notuðu til að vinna sálfræðilegan sigur á Indverj- um í landamæraátökumum 1962. 3. Þriðja leiðin er langsóttust og ólfiklegast, að 'hún verði far- fin. En hún byggist á áróðri meðal þjóðabrota, sem búa á landaimærum Kína og Sovét- rfikjanna, fyrist og fremst í Sing kiang, sam gæti leitt til þess, að þau lýstu yfir sjáifstæði sínu með stuðningi Sovét- manna. Er talið ólfiklegt, að þjóðabrot þeasi kjósi fremur yfirráð Sovétmanna en Kín- verja. Þær aðgerðir, sem hér hafa verið nefndar, færðu Sovét- mönnum lítirnn hagnað. Þeir gætu tafið kjarnoifcuvopna- framleiðslu Kínverja um 10 ár í masta lagi, en ólfiklegt er, að leiðtogar vinveittir Sovétrífcj- unuim kæmust í valdastóla í lanidinu þótt Sovétmenin gerðu Framhald á bls. 18 Sovézkir landamæraverðir á líkum slóðum og til átaka kom í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.