Morgunblaðið - 10.10.1969, Page 12

Morgunblaðið - 10.10.1969, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1060 Þjáir einangrun rannsóknastoínanir atvinnuveganna? — Frá umrœðum á ráðstefnu 5U5 um rannsóknir og tœkniþróun SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna gekkst fyrir ráðstefnu um rannsóknir og tækniþróun, sem stóð mánudag og þriðju- dag. Var ráðstefnan haldin í Tjamarbúð. Fluttu ungir vís- indamenn þar athyglisverð er- indi, sem umræður síðan spunn ust út af. Var ráðstefnan mjög vel heppnuð. Helztu málaflokk ar, sem ræddir voru em: hag- nýtar rannsóknir, undirstöðu- rannsóknir og skipulagsmál og tækniþróun. Til ráðstefnunnar var boðið sérstaklega öllum sér fræðingum við rannsóknar- störf, en öðrum áhugamönnum var heimil þátttaka. Um 70 manns sóttu ráðstefnuna. Jónas Elíason Fyrstur talaði Jónas Elías- son byggingaverkfræðingur hjá Orkustofnun. í upphafi benti hann á að þörfin fyrir raninsóknir væri mikil. Þjóðar- framleiðsluna kvað hann vera yfir 20 milljarða á ári og laus- lega áætlað kvað hann 90 prs. þeirrar framleiðslu hagnýta sér einhvers konar tækni. Hann kvað rannsóknarþörf- ina ekki almennt viðurkennda í þeim mæli, sem rannsóknar- menn teldu nauðsynlegt, þótt öllum væri fullkunnugt um gildi rannsókna og verkaskiptingar. Rannsóknarstofnanir ríkisins bera því vitni. Síðan ræddi Jón as um uppbyggingu raforkuiðn aðarins og áætlanir og spurði: Hvaða áhrif hafa þessar áætl- anir á rannsóknarmál, ef af verður? Síðan sagði hann: „Stærð verkefnisins má lýsa með nokkrum tölum, sem allar eru mjög lauslega áætlaðar. Tiltækt orkumagn er um 60 milljarðar kílówattstunda á ári eða 60 terawattstundir, mun það vera um 60 föld núverandi raforkuframleiðsla. Þar af eru 35 twh vatnsafl og 25 gufuafl, en þá er nóg varmaafl eftir handa iðnaði, þó umrætt gufu afl sé tek'ð í raforkufram- leiðslu. Um helming þessarar orku er hægt að virkja fyrir um 30 aura á kílówattstund sem gefur söluverðmæti 9000 Mkr á ári. Kostnaður við bygg ingu orkuveranna yrði um 60 milljarðar en kostnaður við byggingu iðjuveranna um helm ingi hærri. Þessi iðnaður mundi veita um 10.000 manns at vinnu. Þessari uppbyggingu mætti ljúka á 20 árum og ef reiknað er með 2.5 prs. af stofnkostn- aði orkuveranna í rannsóknir, verða það um 1500 Mkr eða um 75 Mkr-ári að meðaltali. Rann sóknir vegna iðjuveranna er erfiðara að áætla, en ef reikn- að er með 1.5 prs. til að segja eitthvað er um 1800 Mkr að ræða eða 90 Mkr-ári að með- altali. Þess ber þó að geta að þessi meðaltöl segja aðeins hluta sögunnar, dreifing rann- sóknarfjárins verður að vera slík að rannsóknimiar séu vel á undan fjárfestnigunni til að skila árangri, en í dag eru þær nánast á eftir. Telja má að í dag séu um 25 Mkr varið árlega til rannsókna af þessu tagi, svo að um 7- földun verður að ræða eigi hin umræddu ársmeðaltöl að nást. Og þó hinar nefndu tölur hafi verið ónálkvæmar eðli njálsins samkvæmt, tel ég að um rétta stærðargráðu á aukningu rann sóknarstarfseminnar sé að ræða.“ Síðan lauk Jónas máli sínu á þessa leið: „En ef við leggjum út í raf- orkuiðnað í stórum stíl áin und angenginna rannsókna, þá end ar það að öllum líkindum með stóráfalli, einhverju glerverk- smiðjuævintýri í æðra veldi. Og þegar að því kemur stoðar harla lítt þó einhverjir útlend ir verksmiðjueigendur tapi líka peningum, við verðum alltaf þeir sem sitja uppi með sárasta ennið“. Jónas Bjamason Næstur talaði dr. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn aðarins. Erindi Jónasar fjailaði um tengsl rannsóknarstofnana atvinnuveganna við atvinnu vegina annars vegar og svo hins vegar við fjármála- og ákörðunarvaldið og aðrar stofnanir. Jónas sagði að ein- angrun þjóði allar fimm. rann- sókiniaisitiofniainiir aitvimmiuveg- anna að einhverju leyti, en að sjálfsögðu mismunandi mikið. Taldi hann að aðalforsendur tækniframfara stórþjóðanna væri hindrunarlaus tæknifar- vegur frá undirstöðurannsókn um yfir í framleiðslufyrirtæki. Síðan ræddi Jónas Bjarna- son um tregðu fyrirtækja til að hafa á hendi rannsóknar- starfsemi. Hann kvað algeng- asta viðkvæðið vera, að fyrir- tæfkiin væru of Ktjl og þaiu hefðu ekki efni á að hafa sér- fræðinga í þjónustu sinni. Hann kvað þetta í sumum til- fellum rétt, en í mjög mörg- um rangt. Hann kvað minni fyr irtækin geta keypt sér sérfræði lega ráðgjafaþjónustu hluta úr degi. Sum fyrirtæki kvað hann byggja afkomu sína beinlinis á þekkinigu og nefndi til máln- ingarframleiðendur. „Alvarlegt er þetta ástand“, sagði Jónas, „að stórfyirirtæki með hundruð milljóna veltu telji sér í skjóli einangrunaraðstöðu, ekki skylt að fnamkvæma rannsóknir til framleiðsluendurbóta. Má þar til nefna Sementsverksmiðjuna, Áburðarverksmiðjuna og fóður blöndunarfyrirtækin. Hér eru margfalt meiri fjármunir í veði en sem samsvarar veltu hvers fyrirtækis. Gæði sements hafa áhrif á endimgu svo til allrar steinsteypu í landinu, og gæði áburðarins hafa bein áhrif á alla búfjárafurðaframleiðslu bænda. Fóðurblöndunin er mik ill ábyrgðarhlutur og hefur bein áhrif á hluta af afurða- framleiðslu bænda. Ekki er nóg að blanda fóður eftir erlendum forskriftum. Fóðurþörf ís- lenzks búpenings getur auð- veldlega verið frábrugðin. f þessum tilfellum er tregðulaus upplýsimgamiðlun frá framleið- anda til neytenda og öfugt mjög nauðsynleg, en því miður virð- ist vera mikill misbrestur á því. Eðlilegast er að viðkom- andi rannsóknarstofnanir séu tengiliður milli framleiðenda og neytenda. Erlendis skapast nauðsynlegt aðhald vegna sam keppnd, og er það æskilegast." Þá lét Jónas Bjamason í ljós þá skoðun að ríkisforsjá í öllum hlutum sé óæskileg, en nauðsynleg meðan fyrirtæki og framtaksmenn skirrast við að notfæra sér sérmenntun. „Of- trú á eigin getu og brjóstvit hefur kostað þjóðina mikla fjármuni", sagði hann. Undir lok erindis síns sagði Jónas, að erfitt væri að gera ákveðnar tillögur, því hversu fallegar sem þær væru á papp- írnum strönduðu þær auðveld- lega á persónulegum mótþróa og tregðu. „Ég álít“ — sagði hann, „að aðalatriðið sé: „Rétt- ur maður á réttum stað“ hvort sem um sérfræðinga, starfs- hópa, forstjóra eða nefndir er að ræða. Sérhvert kerfi, sem miðar að því, stuðlar að fram- förum. Starf hverrar nefndar eða starfshóps verður aldrei betra en mennirnir, sem vinna í þeim.“ Dr. Bjarni Helgason, jarð- vegsfræðingur hjá Rannsókn- arstofmm landbúnaðarins tal- aði næstur. f upphafi erindis síns gat hann þess að trúlegt verðmæti laindbúnaðarafurða landsmanna um 3000 milljóndr á áiri í verði til bænda. Bænd- ur miumu á sl. ári hafa varið hátt á 4. hundrað milljónum króna til kaupa á tilbúnum áburði og fóðurbæti og líkur benda til að upphæðin verði eigi lægri í ár. Heildarfjár- magn, sem varið er til reksturs í sambandi við rannsóknir á sviði landbúnaðar munu nema um 20 milljónum á þessu ári, ef allt er týnt til. Bjarni sagði að sumum fyndist þetta há upp- hæð og illa borga sig, en rann- sóknarmönnum fyndist upphæð- in lítil og það miðað við verð- mætin. Upphæðin er töluvert langt innan við 1 prs. af fram- leíðsluverðmæti. Bjarnd Helgason gat þess að erfitt væri að sannfæra menn um ágæti rannsókna. Nefndi hann dæmi úr ullariðnaðinum. Hann sagði að sýnt hefði verið fram á með erfðarannsóknum að með sérstökum vinnubrögð um mætti bæði hafa áhrif á lit og gæði ullarinnar og gera hana þannig að stórum verð- mætari vöru til fjölbreyttari vinnslu og útflutnings en ver- ið hefur um langt skeið. For- stjóri búvörudeildar SÍS hefði síðan í sumar lýst því yfir í Mbl. varðandi bollaleggingar Stefáns Aðalsteinssonar, sér- fræðings í ullarrannsóknum, að rannsóknirnar hefðu ekki gert iðnaðinum kleift að greiða eyri meira fyrir ullina og að menn væru orðnir langeygir eftir ár- Bjarni Helgason angri. Með öðrum orðum rann- sóknirnar höfðu ekkert gagn gert að dómi forstjórans. Dr. Bjarni Helgason kvað hér einmitt hafa gerzt að menn kunna ekki að gera grein- armun á niðurstöðum r^nn- sókna annars vegar og hagnýt ingu niðurstaðnanna hins veg- ar. Menn rugla þessu saman og dæma svo rannsóknarstarf- semirna eftir því. í þessu til- viki hafa bændurnir ekki treyst sér til þess að hagnýta niðurstöðurnar vegna þess, að þeirra gróði er enginn, nema því aðeins að iðnaðurinn í heild láti líka í ljós áhuga með því að greiða hærra verð fyrir betri vöru. í lok erindis síns sagði Bjarni: „Upplýsingastarfsemina þarf að stórbæta, — ekki bara hjá Rannsókniarstofinun laindbúnað- arins, heldur hjá öllum hinum rannsóknarstofnunum. En til þess að svo verði þarf lífsneist inn að vera uppi á toppinum líka, því að án hans einangrast starfsemi rannsóknarstofnan- anna, þótt gagnlegt og merki- leigt starf sé þar unnið“. Næstur talaði dr. Ragnar Ingi marsson, byggingaverkfræðign ur hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Hann taldi mikið og gott starf hafa verið unnið á undanförnum árum, en Ragnar Ingimarsson þrátt fyrir það væri mikil óánægja á meðal þeirra, sem að rannsóknunum vinna. Taldi hann að orsakanna væri helzt að leita í tveimur meginþátt- um: skipulagningu rannsóknar mála og fjármögnnn rannsókn- armála. Þá gerði Ragnar að umtals- efni skipulagningu rannsóknar mála Við hliðina á ramn'sóknar stofmumimini gagðd hanm að sett- ar hefðu verið á laggirnar ráð og nefndir, stjórnir og ráð- gjafanefndir, svo að vísinda mennirnir rötuðu inn á réttar slóðir. Bygging starfseminnar yrði þá sem píramídi, sem sneri toppinum niður. Þar væru vís- indamennirnir, en yfirbygging- ingin væru stjómirnar og ráð- in. Hann taldi að áhrifa vís- indamanna gætti allt of lítið í stefnumótun á breiðari grund- velli. Jafnvel yfirmönnum ein- stakra deilda væru gefin tak- mörkuð völd. Ragnar tók fram að þá mætti heldur ekki koma í veg fyrir að utanaðkomandi hugmyndir kæmust að. Um fjármögnun rannsóknar- mála sagði Ragnar að Rann- sóknarstofnun byggingariðnað- arins hefði aðeins fengið fjár- framlag 1967 sem nam 6 mill- jónum króna, en áætlað er að það ár hafi verið byggt fyrir 3—4000 milljónir króna í land- inu. Orsakanna til þessa skiln- ingsleysis kvað hann kannski að leita til rannsóknarmann- anna sjálfna. Þeir hefðu ekki komið fjárveitingavaldinu til hjálpar til þess að skapa hljóm grunn fyrir auknar fjárveiting ar til rannsókna. Þá taldi hann launalög ríkisins mikinn drag- být á starfsemi rannsóknar- stofnana, ekki væri unnt að laða hæfa menn til aðstoðar- starfa á rannsóknarstofnunum og ógemingur væri fyrir sér- fræðinga að starfa óskipta við rannsóknir nemia um stuttan tíma. Dr. Halldór Elíasson, stærð- fræðingur hjá Raunvisinda- Halldór Elíasson stofnun Háskólans ræddi um undirstöðuramnisóknir. Hann sagði í upphafi að rannsókniir í raunvísindum hefðu að jafnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.