Morgunblaðið - 22.10.1969, Side 18
18
MORjGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1968
- FJÁRLAGARÆÐA
Framhald af bls. 17
lagsbreytingum og nýjungum í
inmlendum iðnaði, ef ísland ger-
ist aðili að Fríverzlunarbanda-
laginu. Gert er ráð fyrir, að
sjóður þessi muni nema rúmum
1200 millj. ísl. kr. og er hlutur
íslands aðeins um 45 millj. kr.,
en framlög til sjóðsins mundu
greiðast á fjórum árum. Er hér
að sjálfsögðu um mjög sérstæða
velvild að ræða af hálfu Norður
landaþjóðanna í okkar garð, en
færa má þó þau rök fram af okk
ar hálfu, að viðskiptajöfnuður
íslands og hinna Norðurland
anna hefur á síðustu árum ver-
ið fslendingum mjög óhagstæður
Reiknað var með
2000 millj. kr.
útflutningsverðmœti
síldar
Tekjuáætlun fjárlagafrum-
varpsins er að sjálfsögðu svo
sem oft áður, háð mikilli óvissu,
og ganga verður út frá ýmsum
forsendum, sem ómögulegt er að
vita hvort standast í reynd. Má
þó á það benda, að tekjuáætl-
un fjárlaga yfirstandandi árs
sýnist ætla að standast ótrúlega
vel, þótt ýmislegt hafi farið á
annan veg en ætlað var, en hins
vegar verður að hafa í huga, að
hinir óhagstæðari þættir þróun-
arinnar í ár munu meir koma
fram í viðskiptalífinu og þar af
leiðandi stöðu ríkissjóðs á næsta
ári. Gert var til dæmis ráð fyr-
ir því í þjóðhagsspánni fyrir yf-
irstandandi ár, að síldveiðamar
myndu gefa um 2000 milljónir í
útflutningsverðmæti. Tekjumar
verða væntanlega aðeins lítið
brot af þeirri fjárhæð. Að vísu
koma þar á .móti nokkuð betri
útkoma á öðrum veiðum, s.s.
loðnuveiðum, en gert hafði verið
ráð fyrir, og batnandi verðlag,
en það megnar þó engan veg-
inn að jafna þetta tekjutap frá
áætlun. Efnahagsstofnunin hefur
eins og undanfarin ár gengið frá
tekjuáætlun fjárlagafrumvarps-
ins og er áætlunin byggð á þjóð
hagsspá stofnunarinnar, eins og
hún var endurskoðuð eftir kjara
samningana í maí s.l. og með síð
ustu vitneskju um kauplags- og
verðlagsbreytingar. Er þar gert
ráð fyrir, að atvinnuástand verði
ekki lakara en það mun að jafn
aði verða í ár, en það erbyggt
á þeirri forsendu, að síldveiðarn
ar bnegðist ekki gjörsamlega í
haust, heldur verði síldarafli árs
ins ekki minni en 1968, eða ann-
ar afli komi þá í hans stað.
Heildartekjur áœtl-
aðar um 8 milljarðar
Heildartekjur á rekstrarreikn-
ingi fjárlagafrumvarpsins em
áætlaðar 8.082,1 millj. kr., sem
er 985,6 millj. kr. hækkun frá
tfjárflöguim yfiinsitamdandi árs. Af
þessari fjárhæð era fyrirfram
ráðstafaðir tekjustofnar 229.7
millj.r þannig að tekjuauki sá,
sem til ráðstöfunar verður í sam
bandi við fjárlagaafgreiðslu nem
ur 755,9 millj. kr., eða 13,4prs
hækkun frá fjárlögum yfirstand
andi árs. Tekjuáætlunin er sund
urgreind svo rækilega í greinar
gerð með fjárlagafrumvarpinu,
að ég vil ekki eyða tíma í að
ræða einstaka liði hennar, en
aðeins nefna helztu breytingar.
Þrátt fyrir erfiðleika á yfirstand
andi ári er gert ráð fyrir því,
að tekjuskattar hækki um 89
millj. kr. Er þá fyrst og fremst
miðað við tekjuauka vegna launa
hækkana á þessu ári og fjölgun
ar skattgreiðenda, en jafnframt
áætlað fyrir nokkurri hækkun
skattvísitölu, er leiði til hækk-
unar persónufrádráttar. Megin-
hækkun teknanna er þó af inn
flutnángi, en áætlað er, að að-
flutningsgjöld hækki um 305.2
millj. kr. Er þá miðað við, að al-
mennur vörainnflutningur auk
ist um 6,2% frá spá 1068, em í
þeirri spá var gerð ráð fyrir um
08 prs. minnikun innftafnings, sem
sýnist ætla að verða raunhæft.
Þá er jafnframt gert ráð fyrir
þvi, að meðaltoltar verði 27 prs.
sem er nokkur hækkun frá því,
sem meðaltollur sýnist ætla að
verða í ár, en í ár hefur sam-
dráttur í innflutningi hinna hærri
tollflokka verið sérstaklega mik
ill. Miðað við reynslu yfirstand
andi árs eir hims vegar gert ráð
fyrir verulegum samdrætti
tekjum af leyfisgjaldi af bifneið
um, þannig að sá tekjustofn
lækki um 52,4 millj. miðað við
fjárlög yfirstandandi árs. Áætl-
að er, að söluskatbur til ríkis-
sjóðs hækki um 201,6 millj. kr,
og er þá gert ráð fyrir 8 prs.
arukinmi sötaskattsveltu. Þá er
loks gert ráð fyrir, að hagnað-
ur Áfengis- og tóbaksverzlunar
ríkisins vaxi enn um 133 millj.
kr. Vegna stórvaxandi umferðar
um Keflavíkuxflu'gvöll er talið
auðið að áætla 18,6 millj. kr.
hækkun tekna af fiugvellinum.
Meginsjónarmið fjár-
lagafrumvarpsins
Svo sem tekið er fram í inn-
gangsorðum greinargerðar fjár
lagaframvarpsins var það megin
sjónarmið haft í huga við áskvörð
un ríkisútgjalda samkvæmt fram
varpinu, að auðið yrði að af-
greiða greiðstahallalaus fjárlög,
án þess að þyrfti að grípa til
nýrrar skat'theimtu á almenning.
Verður það sjónarmið að teljast
sjálfsagt og eðlilegt við af-
greiðslu fjárlaga á þeirn tímum,
þegar almenningur verður að
búa við kjaraskerðin.gu vegna
versnandi viðskiptastöðu, sem all
ir vita nú og viðurkenma að er
óumflýjanlegt, og allir sann-
gjairnir menn munu raunar viður
kemna, að ótrúlega vel hafi tek-
izt að fleyta þjóðinni yfir erfið-
leikatíma síðustu ára án meiri
kjaraskerðingar miðað við þau
stórkostlegu fjárihagsáföll, sem
þjóðin hefur orðið fyrir, sem eru
algjörlega einstæð meðal þjóða,
sem standa á svipuðú lífskjara-
stigi og við íslendingar. Vegna
þeirrar mikta nauðsynjar að forð
ast nýjar Skattaálögur reynist
óumflýjanlegt að synja um mairg
víslegar fjárveitingar, semvissu
lega hefði verið æskilegt að geta
sinrnt til margháttaðra umbóta-
mála. Ég hefi hér að framan
greint frá helztu orsökum út-
gjaldaihækkana rí'kissjóðs og tel
mig geta fullyrt með góðri sam-
vizku, að þar hafi verið ræki-
lega spyrnt fótum gegn allri
þeirri útþenslu í ríkiskerfinu,
sem hægt var að komast hjá, að
undantekinni þeirri au’kningu á
■sviði menntamála og heilbrigðis-
mála, sem ég geri nanmast ráð
fyrir, að menn gagnrýnd, nema
þá fremur á þann hátt, að of
skammt sé gengið, en þessir tveir
útgjaldaliðir, að viðbættum launa
hækkunum til opinberra starfs-
manna, sem einnig eru óumflýj-
anleg útgjöld, nema meginhluta
allrar útgjaldahækkunar ríkis-
sjóðs á næsta ári. Auðvitað
hefði verið æskile'gt, bæði vegna
brýnnar þarfar, og einnig vegna
atvinnuástands, að verja meira
fé til opinberra fr amkvæmda, en
vert er þó á það að benda, að í
fjárlagaframvarpinu eru hækk-
anir til verklegra framkvæmda
ríkissjóðs um 90 millj. kr. Að
auki má svo á það benda, að fyr
irhuguð er lánsfjáröflun tilnokk
urra mikilvægra framkvæmda á
þessu ári til að afla verulegs
fjármagns bæði til ríkisfram-
kvæmda og til aðstoðar við at-
vinnulífið í landinu almennt, og
unnið er nú að athugun á fjár-
þörf stofnsjóða atvinnuveganna
á næsta ári og munu ráðstafan-
ir verða geaiðar tál öfiuinar fjár-
magns til brýnustu framkvæmda
á sviði atvinnulífsins. Auk þess
sem á þessu ári hefur verið hald
ið uppi verklegum framkvæmd-
um í samræmi við fjárveitingar
fjárlaiga, hefur verið hafizt
ha.nda um byggingu heyrnleys-
ingjasikóla, sem var mjög brýnt
viðfangsefni. Áfr.am hefur ver-
ið baldið framkvæmdum við
byggingu Hamraihlíðarskóla, sem
gert htaði verið ráð fyrir að
fresta á þessu ári. Saimþykkt hef
ur verið að veita stúdentum nægi
lega fjárfaagsaðstoð af ríkisins
hálfu til þess, að hafizt hefur ver
ið handa um byggingu félags-
h-eLmilis stúdenta. Haldið hefur
verið áfram byggin'gu tollstöðv-
arhússins í Reykjaivik, með við-
bótarfjárveitingum. Hraðað hef-
ur verið mikilvægum hafnar-
framkvæmdum á ýmsurn stöðum
á landinu með fyrirgreiðsta rfk-
isins um lánsfjáröflun. Gerðar
hafa verið ráðstafanir til fjár-
öflunar fyrir Vegasjóð til þess
að geta nú í haust og vetur hald
ið áfram vinnu við Austurveg og
Vesturlandsveg. í gangi er helm
ings stækkun kisiligúrverksmiðj-
unnar við Mývatn, og gert er í
framkvæmdaáætlun fyrir 1970
ráð fyrir fjáröflun til þess að á
næsta ári sé hægt að hefjast
handa um stækkun Laxárvirkj
unar og byggingu Áburðarverk-
smiðjunnar. Áður hefi ég nefnt
byrjunarfjárveitingar á næsta
ári til byggingar fyrir Veður-
stofuna og nýbyggingar Fæðing
ardeildar Landspítalans. Gert er
ráð fyrir verulegri aukningu
vegagerðar á næsta ári og fjár
mun verða aflað til þess að efla
skipasmíðaiðnaðinn, auk þess sem
nýlega hefur verið skýrt frá mik
ilvægri aðstoð Seðlabankans í
því skyni að hraða lánveiting-
um til íbúðabygginga víðs vegar
um landið og stuðla þannig að
veralegri atvinnuaukningu í
byggingariðnaðinum.
Atvinnumálanefndir
hafa ráðstafað
340 millj. króna
Á vegum atvinnumálanefndar
rikisins hefir á þessu ári verið
ráðstafað um 340 millj. kr. til
margvislegra framkvæmda, sem
stórbætt hafa víða atvinnuiástand.
Lánveitingar eru þegar hafnar
af lánsfé þvi, sem afLað var á
þessu ári til Norðúrlandsáætlun
ar, en einmitt í þeim landshtata
hefir atvinnuástand htatfallslega
verið lakast og Seðlabankinn hef
ir nú veitt um 150 millj. kr. í
nýjum afurðalánum til iðnaðar-
ins auk þess sem Seðlabankinn
fyrr á árinu veitti m'ikilvæga
aðstoð til þess að korna útgerð
og frystiiðnaði í fúllan gang.
sem skilað hefir mifctam árangri
í þróttmikilli framleiðslustarf
semi það sem af er árinu. Síð-
ast en ekki sízt má benda á
hið mikilvæga samkomulag um,
iaið hiraið'a sivo stæklkiuin állhræðsil-
uinniair og næsltú sfóirviirfcjúin í því
sambandi, að framfaaldsfram-
kvæmdir hefj.ist þegar á næsta
ári. Ég held því, að þegar allt
þetta er haft í huga, sé ekki
mieð nokfcru móti hæ.gt að halda
því fram með neinni sanngirni,
að ríkisvaldið hafi ekki auigun
opin fyrir þeirri höfuðnauðsyn
að forða frá böli atvinnuleysis
og reyna að aufca svo verkleg-
ar framkvsemdiir hins opimbera
sem frekast er kostur, án þess
annað hvort að leggja nýjar
auknar byrðar á þjóðfélagsborg
arana eða taka upp stefnu í pen
ingamálum, sem á skömmum tíma
myndi gera að en.gu vonir okkar
um viðreism efnalhagsfcerfis þjóð
arinnar.
Framkvœmda-
áœtlun 1970
Með fjárlagafrumvarpinu fylg
jia miú eiins og í fynna dlrög að
framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar
innar fyrir árið 1970. Ég legg
áherzlu á, að hér er aðeins um
drög að ræða og vitamlega verð-
ur síðar á þinginu leitað heim-
ilda fyrir lántökum í siamibandi
við framkvæmdaáætluniima, svo
sem gert var í fyrra, og þá end-
amlegar tillögur gerðar um þær
framfcvæmidiir, aem aluðilð reynist
að afla fjár til. Hins vegar er
með þessum drögum að fram-
kvæmidiaáæitflluin neymlt a® dlraiga
upp mynd annans vegar af hin-
um brýnustu viðfangsefnium, sem
þarf að afla fjár til, og hins veg
ar af mögulei'kum til lánsifjáröfl
unar. Um lánsfjároftan er það
að segja, að þar eru sömu leiðir
hugsaðar og undanfarin ár, ann
ars vegar PL-480 vönukaupalán
og hins vegar útgáfa spariskír-
teima, en ættandn er, svo sem áð
ur, að afla fjár til framkvæmda-
sjóða atvinnuveganna fyrst og
fremst með samningum við við-
skiptabankana. Ég sé ekki
ástæðu til að skýra einstaka liði
framkvæmdaáættanarinnar en
aðeins víkja að nokkrum atrið-
um.
Rannsóknir
orkustofnunar
Nýlega hefur Orkustofnunin
gengið frá mjög rækilegum áætl
umum um heildarrannsóknir á
vatnsorku landisins annars veg
ar og hins vegar hitaorku. Eru
þessar áætlanir hvort tveggja
hinar fróðlegustu og gagnleg-
ustu til þess að geta gert sér
grein fyrir þessum miklu við-
fangsefnum, en hér er um okkar
mikilvægustu náttúruauðlindir
að ræða. Samkvæmt áættanum
þessum er gert ráð fyrir að
verja á næstu 5 árum mjög miklu
fé til heildarrannisókna, en þótt
þær rannsókn.ir séu hinar nyt-
sömustu, þá orkar auðvitað tví-
mælis, hversu mikinn hraða eigi
að hafa á rannsóknunum, Dæði
vegna fjárhagsgetu ofckar og
eins af þeirri ástæðú, að mörg
þessi rannsóknarverfcefni hafa
því aðeins raunhæfa þýðimgu nú
alveg á næstu árum, að við höf-
um möguleika á að koma upp
iðjuverum, er hagnýti orbuna.
Þessar viðamikta áætlanir þunfa
því nánari atfaugunar við, enda
eru áættanargerðimar það nýj-
ar, að ekki hefur unnizt tóm til
að taka þær til ræfcil'egrar íit-
hugunar í ríkisstjóminni, en
hins vegar geta vafalaust allir
verdð sammála um, að orkurann-
sóknium þarf að sinna í vaxandi
mæli á næstu árurn. í þetta sinn
er áætlað að verja í fram-
kvæmdaáætlun 15 millj. kr. til
orkurannsókna, til viðbótar því
fé, sem Orkusjóður kann að geta
varið til þeirtra mála. Þessi tala
er fyrst og fremst sett á blað til
þess að gera ljóst, að menn hafa
augun opin fyrir mikilvægi þess'a
máls, en á þessu stigi byggist
hún ekki á neinni sérstakri áætl
un um framhald orkurannsókna,
eða hvemig á þeim skuli tekið.
Laxárvirkjun —
Áburðarverksmiðjan
Inn á framkvæmdaáætlun
koma nú tvö ný, stór viðfangs-
efni, annars vegar Laxárvirkj-
un, sem áætlað er að afla þurfi
af ríkisins hálfu 50 millj. kr. láns
fjár til á næsta ári, en gert er
ráð fyrir, að við stækkun Laxár
virkjunar verði eign ríkissjóðs í
virkjuninni aukin úr 35prs. í
50prs. Þá hefur verið ákveðið að
hefjast handa um stækkun Áburð
arverksmiðjunnair, sem nú er orð
in algjört ríkisfyrirtæki. í fjár-
lagafrumvarpinu sjálfu er veitt
fé til þess að leysa inn hluta-
bréf annarra hluthafa í Áburð-
arverksmiðjunni, en um það varð
samkomulag, að þau yirðu greidd
á 5 áram, en í framkvæmdaáætl-
un er gert ráð fyrir að afla 70
millj. kr. til byggingarinnar
sjálflnar, en áætlað er, að þessi
stækkun Áburðarverksmiðjunn-
ar kosti samtals um 220 m. kr.,
en fyrsti áfangi Laxárvirkjunar
kosti 287 m. kr.
30 millj. króna til
Háskólabygginga
Þá er í þriðja lagi nýtt í fram-
kvæmdaáætlun næsta árs, að
gert er ráð fyrir 30 millj. kr.
fjáröflun vegna bygginga fyrir
Háskóla íslands. Hvort nauðsyn
legt reynist, að þetta fé verði
handbært á næsta ári til fram-
kvæmda, er ekki sennilegt, em
fjáröflunin er miðuð við þá fram
kvæmdaþörf, sem háskólanefnd
in tetar að rnuni verða í bygg-
ingaimátaim Háskólans miðað við
næsta 10 ára tímabil. Hef égfyrr
í ræðu minni vikið að þessu
mikla viðfangsefnL
Fasteignamat
í samrœmi við raun-
gildi fasfeigna
Ég hefi fyrr í ræðu minni
minmzt lítillega á fasteignamatið,
sem mörgum, og þar á meðal
einnig mér sjálfum, þykir hafa
tekið óhóflega langan tíma að
ganga frá. f byrjun næsta árs
lagði ég á það höfuðáherzlu, að
fasteignamatið yrði tilbúið um
mitt þetta ár, þannig að það geti
tekið gildi um næstu áramót, og
væri ég reiðubúinn til þess að
veita umflram fé, svo að það gæti
staðizt. Því miður eru samt ekki
alltof miklar horfur á, að þetta
g)eti orðið að raunveruleika og
skal ég taka það skýrt fram, að
drátturinn á fasteignamatinu og
ef það getur ekki tekið gildi um
næstu áramót, er ekki að kenma
stjórnendum fasteignamatsins,
heldur því, að fasteignamatið er
nú unnið með allt öðrum hætti
en áður hefur tíðkazt og er
(niktam mun fullkomnara, og jatfn
framt hefur komið í ljós, sem
menn gerðu sér ekki grein fyrir
í upphafi, að ótrúleg vanræksla
hefur átt sér stað um skráningu
fasteigna og réttinda yfir fast-
eignum víða hér um land um
langt árabil. Er því hér í raun-
inni verið að vinna brautryðj-
endaverk, sem ég hygg, að reyn
ist ómetanlegt. Nefna má, að til
dæmis eru til heil byggðarlög,
þar sem engar lóðaskrár eru til,
og starfsmenn fasteignamatsins
hafa neyðzt til þeiss að taka að
sér margs konair verkefni á
þessu sviði, sem raunverulega er
skylda sveitarstjórna lögum sam
kvæmt að sjá um. Allt þetta mun
verða nánar skýrt, þegar fast-
eignamatið sér dagsins ljós, en
taka þarf ákvörðun nú í vetur
um framtíð fasteignamatsins, og
hvernig að því skuli unnið fram
vegis, því að þær aðferðir, sem
fylgt hefur verið til þessa við
fasteignamat era algjörlega óvið
unandi, enda núverandi fast-
eignamat fyrir langalöngu kom-
ið úr öllu sambandi við raun-
veralegt verðgildi fasteigna.
Tryggja þarf hins vegar, að fast
eignamat sé á hverjum tíma í
sem nánustu samræmi við raun-
gildi fasteignanna, og er nú unn
ið að undirbúningi löggjafarum
þetta efni, er gildi til frambúð-
ar. Löggildinig fasteignamatsins
hefur hins vegar mjög víðtækar
réttar verkanir og eigi það ekki
að leiða til stórfelldrar röskun-
ar, þar sem ótalmargt er mið-
að við fasteignamat, verða sam-
tíimiis gildistökú þess að fara
fram margvíslegar lagabreyting
ar. í gildandi lögum um hið nýja
flasteignamat er svo fyrir mælt,
að gjaldviðmiðanir allar við fast
eignamat skuli breytast á þann
veg, að gjöldin hækki ekki. Við-
horf manna í þessu sambandi
hafa breytzt töluvert, frá því
lögin vora sett, m.a. hefur mat
fasteigna til eignaskatts og
eignaútsvars verið nífaldað og
þarf því að taka allt þetta mál
til heildarathugunar. Hefur þeg
ar verið hafin vinna á þessu
sviði, annars vegar í fjármála-
ráðuneytinu í sambandi við
skatta til ríkissjóðs er miðastvið
fasteignamat, og hins vegar fé-
lagsmálaráðuneytinu í samvinnu
við Samband íslenzkra sveitair-
félaga varðandi þau gjöld sveit
arfélaga, sem miðast við fast-
eignamat. Verður þeim athuguni-
um haldið áfram með fulluim
krafti og undirbúningi fasteágna
matsins í heild, þótt ég efist um,
að gildistakan geti orðið um
næstu áramót, svo sem ég hafði
vonað, m.a. vegna þess, að eftir
að endanlega hefuir verið frá mat
inu gengið, þá eru gildandi all-
langir kærafrestir og verðuir síð
an að úrskurða þær kærur, áð-
ur en matið geti tekið gildi.
Unnið að starfsmati
opinberra
starfsmanna
Merkilegar og mikilvægair at-
huganir og viðræður fara nú