Morgunblaðið - 10.02.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1970, Blaðsíða 13
MORGlTlNrRLAÐIÐ, ÞRIÐJTJDAGTJIR M. FEBRÚAR 1070 13 Forsenda aðildar íslands að NORDEK er þátttakan Ræða Jóhanns Hafstein, dómsmála- ráðherra á fundi Norðurlandaráðs við upphaf hinna almennu umræðna á laugardag Herra forseti. Virðulegu áíheyrendur. ÞVÍ miður getur íslenzM for- eætisráðherrann, dr. Bjami Benediiktsson, ekki tékið þátt í þessu þinglhaldi Norðurlanda- ráðs sökum veiikinda. Hainin hefir beðið mig að bera yður kveðju sína aneð beztu óakum um árang- unsrílkt starf. Oss þykir það mikið gleði- eáni hverju sinni, sem fuindir Norðurlandaráðs eru haldnir hér á fslandi, en það mun nú vera í þriðja siinn, sem þingað er hér á landi. Vér vitum, að allir þurfið þér, þingfulltrúar frá hinum Norðurlöndunum, að fara um langan veg hingað, og er oss því mjög annt uim, að auðnast megi að búa yður sem bezta aðstöðu meðan þér dvelið Ihér, þótt oss sé vel ljóst, að vér erum no/kk- uð vanbúnir til þess. Það gleður oss mjög að á þeissu þingi Norðurlandaráðs sitja nú í fyrsta einn sérlegir fulltrúar Færeyinga og Álandseyja og séu þeir sér- staklega vefllkomnir til íslands. Þetta þing Norðurlandaráðs er á viasan hátt haldið á mer'kum tímamótum, þegar til þesis vixð- iist draga, að til nánari eifnahags- samvinnu Norðurlandanna verði stofnað, ef Nordek verður að veruleika, í þann mund sem ísland er að gerast aðili að frí- verzlunarsamtökum Evrópu, — EIFTA. Vér íslendingar höfum eíklki verið beiinir aðilar að þeim Nordek-samningum, sem verið hafa á döfinni. Þó hötfum vér vissulega fylgzt með þeim af áhuga og verið á stundum áheymarfulltrúar. Oss er það ljóst, að sé Nordek orðið að veru leilka verðum vér að endurmeta aðstöðu vora og aístöðu innan hins norræna samfélags. Þetta endurmat mun án efa grundvall ast á óváfengjanlegum vilja vor um til þess að hafa svo víðtækt samstarf sem verða má við bræðraþjóðir öldkar á Norður- löndum. Ég leyfi mér að vökja sénstaka athygli á því, sem íslenzki forsætisráð- herrann hefir ®vo oft tjáð sig um og mér er íkunnugt um að er sameiginlegt álit allra hinna for- sætisráðherra Norðurflanda, að óhjálkvæmilegt skilyrði þess, að ísland geti síðar orðið aðili að Nordek er, að það haifi áður orð- ið aðiii að EFTA. Varðandi aðild okkar að EFTA þyikir hlýða að minnast sérstak- lega þess góða skilnings og vinarhugar, sem vér höfum notið frá hinium Norðurlöndunum við undirbúning þeirrar aðildar og sérsamninga, sem vér höfum í því sambandi orðið aðnjótandi. Er mér því efst í huga samn- inguriinn um hinn norræna Iðn- þróunarsjóð. Er hæpið að ætla að slik sjóðsstofnun hefði orð- 35 að vertileiflca, á® þeiss að grundvallaður hetfði verið sá gagnlkvæmi sfldlningur milfli landanna og þau persónulegu tengsl og vinátta mflli fyrir- svarsmainna landanna, sem öðru fremur á rætur sínar að relkja til Norðurlandaráðs og starfsemi þess. Íslenzki forsætisráðherr- ann, dr. Bjamd Benediktsson, hetfir beðið mig að flytja eér- staika kveðju sína til hinna for- sætisráðherra Norðurlanda og jafnframt að leggja á það aherzlu, hvers mikils virði hann í EFTA hefir talið hinn gagríkvæma dkilning þeirra og vinsamlegt mat á sérstæðum vandlkvæðum íslands, sem fram ikomu, er hug- myndin um norrænan Iðnþró- unarsjóð fyrir ísland sikaut rót- um og siðar reyndist auðvelt að semja um. Vér íslendingar vanmetajm ekki framlög hinna Norðurland- anna til vor. Vér tökum á móti fraimlagi þairra með sama bróð- urhug og vér vitum að það er af höndum innt. Vér erum þess fullvdssir, að þessi sjóðsstofnun mun verða til milkilia r örvunar og eflingar íslienzkum iðnaði. Vér treystum því, að þegar vér höfum endiutfgoldið framlögin að tuttugu og firnm árum liðnuan, þá séum vér orðnir stæltari á svellinu í viðökiptasamkeppni við önraur lönd. Vér berum einn- ig þá von í hrjósti að þessi sjóðls- stofnun verði mikill hvati til frekara efnahagslegs samBtaxfs, sérstalklega við hin Norðurlönd- in, sem verða megi þjóð vorri til farsældar. Á sama hátt metarnn vér mdk- ils viðákiptasamninga um sölu landbúnaðarafurða til Norður- landa, er tengdir hafa verið I EFTA-aðild ofldkar. Jóhann Hafstein Norðurlandaráðið er vissulega vettvangur til þess að tjá sig í hreinákilni og þalkkiæti um það sem vel hefir verið gert í vom garð af hinum frændþjóðunum. Vér lifum því miður í heimi mikillar óvissu um frið og sátt- ir þjóða í milli. Þvi mikilvægara er að vort samstarf — norrænna þjóða, — megi verða öðrum þjóðum fordæmi um úrlausnir mála með vinarþeli og gagn- kvæmum skilningi. Þar sem Norðurlandaþjóðirnar eru eiga íslendingar nánustu og beztu vini Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskiptamála ráðherra á fundi Norðurlandaráðs FRÁ 1. marz n.k. verður fs- land aðili að EFTA. Þá verður um að ræða tímamót í efnahags- sögu fslendinga. Við höfum stig- ið þetta spoir vegna þess, að það er bjargföst saranfærirag okkar, að það muni efla og treysta framfarir og hagvöxt í landi okkair og gera utanríkisvið- skipti okkar hagkvæmari, en jafnframt vonum við, að það muni einnig geta orðið öðrum EFTA-ríkjum til nokkurs ávirain ings, án þess þó að spilla við- skiptum okkar við aðra mikil- væga viðskiptavini með nokkr- um umtalsverðum hætti. Um það bil 40% utararíkisvið- skipta okkar eru við EFTA-rík- in. Það er því eðlilegt, að spurt sé, hvers vegna fsland hafi ekki tengzt EFTA fyrr en nú. En það er auðvelt að skýra. Þegar Efna hagsbandalagið vair stofnað, var fslandi ekki boðið til þeirra við- ræðraa frekar en hinum Norður- löndunum. Þegar umiræður hóf- ust innan OEEC fyrir rúmum áratug um stofnun fríverzlunar- svæðis í Veatuir-Evrópu, tóku fs lendingar þátt í þeim. Það vax einmitt á döigum íyrstu ríkis- stjómarinnar, sem ég átti sæti í. Ég tel mér óhætt að fullyrða, að hefði orðið af stofnun slíks ÍErí- verzlunairsvæðis milli landa, sem íslendingar áttu þá um helming utanríkisviðskipta sinna við, hefðum við orðið aðilar að því fríverzlunarsvæði með einum eða öðrum hæt'ti. En af því varð ekki, svo sem kunnugt er. ís- lendingum var hins vegar ekki boðin aðild að umræðunum um stofnun EFTA, og við hefðum ekki heldur óskað eftir aðild að þeim umræðum. Það á sér tvær skýringar. í fyirsta lagi stóð þá sem hæst deilan við Breta um fiskveiðilögsöguna. í öðru lagi var efnahagskerfi íslendinga þá evo ólíkt efnahagskerfi hinna EFTA-ríkj-anna, að miklir erfið- leikar hefðu orðið á aðild ís- Gylfi Þ. Gíslason. lands, nema með m-args konar undanþágum, sem íslendingar hefðu veigirað sér við að biðja um og erfitt hefði verið fyrir hin aðildarríkin að samþykkja. En báðar þessar ástæður eru nú fyrir löngu úr sögunni. Deil- an við Breta leystist upp með skynsamlegu samkomulagi. Og upp úr 1960 var tekin upp ný stefna í efnahagsmálum á ís- landi, sem smám saman breytti efnahagiskerfinu í svipað horf og það, sem tíðkast í EFTA-ríkj- unum. En af hverju liðu samt næst- um 10 ár, áður en íslendingar sóttu um aðild að EFTA? Skýr- ingin er sú, að á fyrstu árum EFTA höfðu íslendingar tiltölu- lega lítið óhagræði af því að standa utan EFTA, þótt það væri sem heild stærsti viðskipta aðili fslendinga. Svo sem kunn- ugt er, tekur EFTA-samningur- inn ekki nema að takmörkuðu leyti til sjávarafurða, sem eru aðalútflutn imigsvara ísliendinga, auk þesis sem afnám varndar- tollanna og haftanna í EFTA- ríkjunum gerðist smám saman. Auk þess var fyrri hluti þessa ánatugar mikið uppgangstimabil í íslenzku atvinnulífi, sérstaklega vegna gífurlega mikillar síld- veiði og batnandi viðskipta- kjiara, og vó þetta mfllfclu meira en óhagræðið af þvi að standa utan EFTA. En á undanförnum árum hefur þetta gerbreytzt. Eft ir mesta uppgangstímabil, sem fs lendingar hafa lifað um langt skeið, á árunum 1962—1966, komu tvö ár, árin 1967 og 1968, sem reyndust ár einhvenra mestu efnahagsáfalla, sem fs- lendimigar hafa orðið fyrir á þe3S ari öld, meiri efnahagsáfalla en dæmi eru um hjá nokkurri ná- lægri þjóð á jafnskömmum tíma á síðari árum, en á þessum tveim árum minnkaði útflutningsverð- mæti þjóðarinnar, bæði vegna aflabrests og verðfalls, um hvorki meira né minna en 41% íslendingar urðu tvívegis að lækka gengi sitt og grípa til margna annarra róttækra ráð- stafana til þess að mæta efna- hagserfiðleikunum. Nú hefurþró unin snúizt við aftur, bæði vegna máðstafana innanlands og hins, að afli fer nú aftur vax- andi og viðskiptakjör batnandi. En allt þetta olli því, að íslend- ingar tóku viðskiptaaðstöðu sína gagnvairt öðrum þjóðum til athugunar og enduTmats, með þeirri niðurstöðu, að fyrir rúmu ári var sótt um aðild að EFTA. Aðildin var samþykkt á Al- þingi með atkvæðum allra stuðn ingsmanna ríkisstjómarinnar og tveim atkvæðum nýs flokks, sem er í stjórnarandstöðu. Gegn að- ildinni vo-ru aðeinis 7 atkvæðiAl þýðubandalagsins, en Stærsti st j órnarandstöðuflokkuxinn, Framisóknarflokkurinn, greiddi ekki atkvæði. Það hefur verið íslenzkum stjómarvöldum og raunar ís- lendlingium öllum sérstakt áraægjuefni, hvensu umsókn ís- lendinga um aðild að EFTA var vel teikið og hversu samningam ir um inngöngu íslands gengu greiðlega. Mig langar til þess að nota þetta tækifæri til þess að þakka ríkisstjómum hinna Norð urlandanma alveg sérstaklega fyrir þann skilning, sem þær hafa sýnt á sérstökum vandamál um íslendiruga. Við höfum í þessu máli fundið einu sinni enn, að þar sem Norðurlanda- þjóðinmar eru eiga íslendingar nánustu og beztu vininia. Það styrkir okkur enn í því að fram fylgja þeinri stefnu okkar að vera nærræn þjóð, þótt hags- munir í vainraarmálum tengi okk ur líka Bandaríkjunum góðum böndum og bæði þau og Sovét- ríkin séu líka mikilvægir við- skiptaaðilar. í sambandi við samningana um aðild íslands að EFTA langar mig hér til þess að láta í ljós sérstaka ánægju ís- lendinga yfir samkomulaginu um stofnun nortræna iðnþróunar sjóðsins á íslandi og samkomu- laginu um aukinn útflutning á lambakjöti til hinna Norðurland anna. Hvort tveggja þetta hafði mikla þýðingu í sambandi við að ild íslands, og við erum ríkis- stjómium hinna Norðurlandarana þakklátir fyrir samningslipurð og góðan hug. Ég gat þess áðan, að bæði Bandaríkin og Sovétríkin væru mjög mikilvægir viðskiptaaðilar fyrir Islendinga. Aðild íslands að EFTA hefur að sjálfsögðu engin áhrif á útflutning íslands til Bandaríkjanna, en þangað flytjum við meira en til nokk- urs annars lands. Hins vegair munu vemdartollar á vörum frá Bandaríkjunum að sjálfsögðu haldast, þótt þeir verði smám samain afnumdir af vönim frá EFTA-löndunum. En hér er ekki um annað og iraeira að ræða en það, sem verið hefur að gerast í skiptum EFTA-ríkja og Efna- hagsbandalagsríkja gagnvart Bandaorikjunum á unöanfömum I áratug. Engin rödd hefur heyrzt frá Bandaríkjunum um það, að aðild íslands að EFTA sé and- stæð eðlilegum viðskiptahags- munum þeima. Að því eir við- skiptin við Sovétríkin snertir, er það að segja, að aðild fslands að EFTA mun engin áhrif hafa á þau. íslendingar em þakklát- ir fyrir, að EFTA-ríkin sam- þykktu þá ósk íslendinga, að þurfa efltki að gefa frjálsaninn flutning á öllum helztu olíuvör- um, en þær kaupum við að lamg mestu leyti frá Sovétríkjunum. Geta því þau viðskipti haldið áifram, en þau eru undirstaða úit flutningsmarkaðar okkar í Sov- étríkjunum. Án þess að geta haldið áfram olíuviðskiptunum við Sovétríkin hefðu íslending- ar ekki getað gerzt aðilar að EFTA. Hvað tolla snertir breyt- ir aðild fslands að EFTA ekki að neinu leyti aðstöðu Sovétrikj anna á íslenzka markaðnum, þar eð ekki eru verndartollar á neinni þeirxi vöru, sem íslend- ingar kaupa frá Sovétríkjunum, svo að sömu tollar haldast á þeim vörum, hvaðan sem þær eru keyptar. Að síðustu langar mig til að segja örfá orð um ísland og Nordek. íslendingar hafa fylgzt af athygli með umræðunum um Nordek, þótt þeiir hafi ekki ver- ið beinir aðilar að þeim. Við fögnum því, ef samkomulag get- Ur orðið um stofnun Nordek á þeim grundvelli, sem nú er um irætt. Á þessu stigi getum við hins vegar ekki tekið ákvörðun um, að gerast aðilar að þessu samkomulagi. Við eirum áð verða aðilar að EFTA. Það er nóg við- fangsefni fyrir okkur í bráð. Þvi fylgj a margir kostir fyrir okkur að gerast aðilar að EFTA. En hvorki við né aðirir megum loka augunum fyrir því að það gerir nauðsynlegar hér innanlands ýmsar breytingar, sem erufjarxi því að vera auðveldar. Aðild að Nordek mundi gera enn fleiri breytingar nauðsynlegar. Undir það erum við ekki búnir að svo Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.