Morgunblaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1970
OFflN DRÍFUR SNJÓ Á SNJÓ
Ófært um götur á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun
Fólk komst ekki til vinnu fyrr en um hádegi
„Hvenær mættir þú í morg
un?“
„Ég var komin rétt fyrir
hádegið. Var svo heppin að
fá far með manninum í næsta
húsi. Hann er á jeppa.“
Eitthvað þessu líkar voru
samræður víða á vinnustöð-
um borgarinnar í gær, en
fyrri hluta dagsins ríkti al-
gjört öngþveiti í samgöngu-
málum á höfuðborgarsvæðinu.
Síðla á sunnudagskvöld hafði
tekið að hvessa með miklum
skafrenningi, auk þess sem
einnig tók að snjóa. Fyrir mið
nætti var kominn blindbyl-
ur, sem stóð alla nóttina, og
þegar árrisulustu borgarar
stigu úr rekkju, gátu þeir vart
greint á milli húsa. En svo
slotaði veðrinu, og brátt var
komið logn með sól í heiði.
Þá gaf víða að líta allt að
2ja metra háa snjóskafla á
götum og í húsagörðum, og
aðeins stærstu bifreiðar með
drifi á öllum hjólum, svo
og jeppar, gátu brotizt leiðar
sinnar. Gatnahreinsun borg-
arinnar hafði þegar árla morg
uns sent öll tiltæk snjómokst
urstæki til að ryðja af götum,
og enda þótt snjómoksturinn
gengi vel, þá var það vart
fyrr en um hádegisbilið að
fólk gat farið að halda til
vinnustaða. Ekki er Morgun-
blaðinu kunnugt um nein slys
af völdum veðursins.
MESXI SNJÓR FRÁ ’57
Mönnum ber saman um, að
ekki hafi oft áður á þessari
öld verið meiri snjór á höf-
uðborgarsvæðinu en núna, og
veðurfræðingar telja þetta
mesta snjó í Reykjavík frá
því árið 1957. Er talið að í
gærmorgun hafi snjólagið á
þessu svæði verið um 40 sm
að meðaltali.
Mikið annríki var hjá lög-
reglunni í Reykjavík strax
upp úr miðnætti aðfaranótt
mánudags. „Við aðstoðuðum
fjölda fólks alla nóttina," tjáði
Bjarki Elíasson, ,,og meira
segja vax nokkuð um það, að
fólk, sem var að koma af
skemmtistöðunum, hefðist við
í lögreglustöðinni yfir nótt-
ina, svo að samkomuhúsagest
ir áttu ekki í önnur hús að
venda en til lögreglunnar.
Fékk lögreglan þrjá fjallabíla
frá Guðmundi Jónassyni sér
til aðstoðar, og voru þeir í
fólksflutningum allt fram á
morgun. Einnig voru allir lög
reglujepparnir í gangi, svo og
fékk lögreglan bíla og menn
úr björgunarsveitinni Ingólfi
og úr Flugbjörgunarsveitinni
til að vera til taks í neyðar-
tilfellum, og piltar úr hjálp-
arsveit skáta aðstoðuðu lög-
regluna einnig.
35 SNJÓMOKSTURSTÆKI f
GANGI
„Við teljum okkur vera
búna að opna flestar aðal-
leiðir borgarinnar," sagði Ingi
Ú. Magnússon, gatnamála-
stjóri í samtali við blaðið
seinni partinn í gær, „en þó
eru það á sumum stöðum að-
eins mjóar rásir.
Hann kvað 35 snjómoksturs
tæki vera í gangi við að ryðja
götur, þar af ætti gatnahreins
Úr því að bílarnir brugðust var ekki um annað að gera en
treysta á sína tvo jafnfljótu. Og þó að þeir gætu líka brugð-
ist manni, eins og sjá má, var það aldrei nema í skamman
tí ma.
Og þetta er Breiðholtsvegurinn gamli upp í Stekkina. Það sést reyndar ekki neinn vegur,
því að skaflinn á þessum sta ð er 2—3 metrar. Ofar má sjá jeppa draga fólksbíl úr einum
skaflinum.
land. Hann kvaðst hafa búið
á þessum stað í tæpan ald-
arfjórðung, og aðeins muna
eftir eins miklu snjólagi einu
sinni á því tímabili. Taldi
hann að skaflinn á veginum
framan við hús sitt væri um
tvær metrar að dýpt. Meðan
við stöldruðum þarna við, bar
að mann á hesti. Hann kvaðst
hafa ætlað stytztu leið upp
að Korpúlfsstöðum til að ná
í hesta, en ekki treyst sér að
halda áfram, og ætlaði að
fara neðri leiðina — þ.e.
fylgja þjóðveginum. Litlu síð
ar var þarna komin jarðýta
og tekin að ráðast á skaflinn.
Jarðýtustjórinn tjáði okkur,
að þetta væri tvímælalauat
versti kaflinn í Breiðholtinu.
Hann kvað ýtuna var í einka
eign, sem tekin hefði verið á
leigu af borginni. Sjálfur
kvaðst hann vera hættur á
jarðýfcum, hefði tekið að sér
að vinna fyrir annan mann
í þessu eina tilviki. „Borg-
in hefur reynt að fá öll tæki,
sem tiltæk eru, til snjómokst
ursins," sagði hann.
Þetta var algeng sjón á götum borgarinnar í gærmorgun. St jómendur snjómoksturstækjanna
urðu að gæta mikillar varúðar og ganga úr skugga um að ekki leyndist bifreið undir skafl-
inum, sem þeir ætluðu að fará að ráðast á. — (Ljósm. Mbl. S. Þorm.)
un borgarinnar tíu. „Hitt eru
tæki einkaaðila, sem við höf-
um tekið á leigu. Við reynd-
um strax í morgun að fá öll
tiltæk snjómoksturstæki í
borginni til að flýta fyrir
mokstrinum.“
Ingi sagði ennfremur, að
tæki gatnahreinsunarinnar
hefðu verið við mokstur af
götum strax fyrir helgi, og
nokkur tæki hefðu verið við
mokstur alla fyrrinótt. En svo
þegar veðrinu slotaði með
morgninum hefði allt verið
sett í fullan gang, og kvaðst
hann vona, að færð á götum
yrði orðin sæmileg með kvöld
inu.
Einna síðast tókst að ryðja
í Breiðholtinu, enda var snjór
inn hvað mestur þar. Frétta-
menn Morgunblaðsins voru
þar á ferðinni litlu eftir há-
degið, og var þá Breiðholts-
vegurinn gamli algjörlega ó-'
fær á kafla. Þar hittum við
að máli húsráðandann að
Bjarkalundi — Baldur Snæ-
Á ÝTUM í MAT
í Stekkjumum í Breiðho'.ti
máfcti víða ajá skaflana upp á
miðja veggi húsamna, og bíia
á bólateafi í snjó. Þar var enn
ekki farið að ryðja neibt að
ráði. Þó vafcti það athygli okk
ar, að einn Stekkurimn hafði
verið ruddur, og fengum brátt
upplýsimgar um af hvaða
ástæðu það væri’ „Jú, sjáið
þið til. Einn ýtustjórinn býr
hérn-a í götunni, og hann kom
á ýtunni í nvait í hádeginu*’,
tjáði einn íbúinn í götuinni
okkur.
Á þessum slóðum mátti sjá
fjölda barna á skíðum og