Morgunblaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1970 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Beyndu að kynnast nýju fólki og láttu þig ekki vanta. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Óskkyggjan getur misskilizt fyrir kugboS. Xvíburarnir, 21. mai — 20. júni. Þér lætur bezt að nota persónutöfrana i dag. Sumir eru of rót- tækir. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú böfðar tU þeirra, sem bera hag þinn fyrir brjósti, án þess að ætia beint að gera það. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Veldu þér einhverja félaga í dag, scm þér semur við. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Ef þú hefur í áformum þínum eitthvað, scm snertir stjórnmál eða fjármál, mætirðu andspyrnu. Vogin, 23. september — 22. október. Ef eitthvað þarf að gera heima fyrir, scm þú treystir þér ekki til að inna af hendi, skaltu endilega fá vini þina tU hjálpar. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Taktu jákvæða afstöðu, og hagnýttu þér hvað sem að garði ber. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Gerðu þér grein fyrir þvi, hvers þú krefst af öðru fólki. Reyndu að haga óskum þínum hyggilegar. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú ert eitthvað næmur fyrir lykt og svipmóti. Vertu hógvær. Fólk hefur horn í síðu þér fyrir alla sýndarmennsku í dag. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú ættir að fara að sjá árangur af hugmyndum þínum. Haltu áfram að vinna að þeim. Hafðu samband við fólk, sem þú hefur ekki tækifæri til að hitta á virkum dögum. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Þú getur vel treyst yfirskilvitlegum hvötum þínum. Vertu spakur og samvinnuþýður, þar sem þú ert kominn. hugsaði: Getur það virkilega verið, að hann sé tekinn að lin- ast? Mér kann að skjátlast, en mér fannst vera einhver upp- gjöf í málrómnum. Það skyldi þó aldrei vera tími til kominn, að ég fari að gera eitt- hvað meira en bara hjálpa hon- um til að láta drauma sína um ættina rætast? Gæti það verið, að ég ætti að taka alfarið við af honum og gerast tengiliður- inn og hreyfiaflið? Því að ég kannast ekki við, að það sé mér um megn að móta líf annarra — einkum þó þeirra, sem mér standa næst. Ég er viss um, að þetta er hægt. Og ég ekal líka reyna það. Eins mikið hans vegna og annarra af ættinni. Draumsjónir mínar — sem ég viðurkenni nú aldrei, að séu bara draumsjónir — eru enn í fullu fjöri ... Og Adrian — æ! Adrian verður ellefu ára 1 næsta mánuði. Þar er ósnertur jarðvegur! Hver veit, hvað ég gæti gert úr honum. Ég skal að minnsta kosti reyna. Adrian hóf tónlistarnám sitt fyrir alvöru í október, og strax í janúar bárust fregnir frá Laff- erty um furðulegar framfarir hjá honum. — Þetta er smá- snillingur, Dirk, sagði gamli Jim Lafferty einn daginn, þegar þeir hittust á bryggjunni. — Þetta er snilligáfa. Við verðum að hlúa að henni. Hún er of góð til að kasta á glæ. Á hverjum morgni, áður en aðrir komu á fætur, — klukkan hálfsex — var Actrian kominn upp og tekinn að æfa sig á fiðl- una. Hann fór niður og lokaði sig inni í kompu, sem var næst búrinu. Þar hélt fiðlan hans ekki vöku fyrir öðrum í húsinu. Hljómurinn barst ekki nema lít- ið upp í loft. Einn morgun í febrúar fór María á fætur klukkan hálfsex, gekk inn í herbergi drengsins og stöðvaði hann, þegar hann ætlaði niður. Hún sagði: — Nú engar æfingar í dag, Adrian minn. Ég vil að þú komir með méir út að ganga. — Ganga. . hvert? spurði Ad- rian, alveg miður sín. — Hvers vegna? Til hvers? Hún brosti. — Við skulum ganga niður að skurðinum — að tamarindtrénu. — En til hvers. Ég á eftir að spila margar æfingar. — Það geturðu gert á morg- un. Og annan hvern morgun framvegis. Ég vil að þú komir með mér út að ganga. Þú færð að sjá, til hvers. — En svo get ég æft mig á hverjum morgni? — Nei. Það _ er nóg annan hvern morgun. Ég skal segja þér það allt á leiðinni. Nokkrum mínútum síðar lögðu þau af stað eftir stígnum, sem lá niður að skurðinum að húsa- baki, og hún dró djúpt að sér andann í svala, ferska loftinu. Himinn í austri var rétt að roðna og taka á sig dökkgulan blæ, en sólin kæmi ekki upp fyrr en eftir fimmtán eða tuittugu mínút ur. — Ástæðan til þess arna er sú, Adrian, að undanfarið hef 140 ur verið dekrað allt of mikið við þig. Það getur verið ósköp gam- an að geta leikið á fiðlu og slag- hörpu, en það sem meir er áríð- andi verður að ganga fyrir, mundu það. .. — Mér hefur farið mikið fram bæði í reikningnum og enskunni María. Það sagði hr. Henty sjálfur í vikunni sem leið. — Hann sagði mér það líka, og það gladdi mig. En nú er dá- lítið meira. Hreyfing, fersíkt loft . . .það gerir þig sterkan og karl mannlegan — og þú hefur ekki haft of mikið af slíku í seinni tíð. Þegar pabbi og Jakob frændi voru litlir, hlupu þeir um allt og syntu, léku dáta og fóru á veiðar út í skóg. Þeir voru tímunum saman undir beru lofti. Þess vegna eru þeir nú svo sterkir og karlmannlegir. Varstu ekki að segja, að þig langaði að verða sterkur og karlmannlegur eins og hann pabbi? — Jú, það sagði ég, en ég get leikið á fiðluna jafnt fyrir því. Og það ætti ekki að hindra, að ég yrði sterkur og karlmann legur. — Það gæti nú samt orðið, ef þú lætur það eftir þér. Þetta er dægrastytting^ sem heldur þér innan dyra. Ég er ekkert að reyna að fá þig burt frá tónlist iimi, en ég á við, að þú verðir heilsugóður og sterkur líkam lega. Greind og gáfur eru að- dáunarverðar, en þeim verður að fylgja heilbrigður líkami. Skilurðu, hvað ég á við? Þau voru komin niður á skurð bakkann, rétt við tamarindtréð. Stofninn var digur og kvistótt- ur, og greinarnar alþaktar vín- viði og öðruim sníkjuvexti, en þetta var sama tréð, þar sem Jakob og Dirk og Rósa ogkunn ingjar þeirra höfðu leikið sér. Adrian braut af því ofurlítinn kvist. — Viltu anga af grænu tamar- indtré? — Nei. Komdu. Við megum engan tíma missa. Farðu úr. Við skulum synda í skurðinum. Hún var þegar tekin að afklæða sig. Hann hafði alizt upp við það að sjá hana klæðlausa, svo að hvorugt þeirra fann til neinnar feimni. — Ég er nú ekki duglegur að synda María. Ég kemst ekki langt. — Því meiri ástæða til að læra það. Að vera ellefu ára og þurfa að skammast sín fyrir að kunna ekki að synda, þó, þó. Hann glotti. — Mig langar ekkert til að verða sundmaður, þegar ég verð stór. Heldur fiðl- ari og slaghörpuleikari. Hún leit hvasst á hann um leið og hún kastaði frá sér síðustu flíkinni og sagði: — Ég vil minna þig á það, Ad- rian, að einhverntíma verður bú garðurinn hérna á þinni ábyrgð. Tónlistin verður að koma á eftir búskapnum. Hann andvarpaði. — Það er sjálfsagt rétt hjá þér. Þú hefur hvort sem er alltaf á réttu að standa. En ég ætla nú samt aldrei að gefa tónlistinia frá mér. — Það biður þig heldur eng- inn um það. Svona nú! Við skul um stinga okkur! Hann hélt að sér höndum. — Það er svo kalt. Vatnið hlýtur að vera alveg eins og ís. — Bull! Hér í landi verður aldrei verulega kalt í vatninu. Hún kreppti hnefana, því að hún var sjálf farin að fá tals- verða gæsahúð, og hana var far- ið að sárlanga til að skjálfa. — Þú verður að reyna að vera ekki linur. Þú verður að læra að segja sjálfum þér, að óþæg- indi eru til þess að sigrast á þeim. Segðu sjálfum þér, að þú getir sigrast á hverju sem er, ef þú bara viljir. Og þá mistekst þér aldrei. Hann kinkaði kolli, en glotti og sagði: — Ég vildi, að hann Hr. Henty gæti séð þig svona. Þá mundi hann skrifa þér heila langloku í staðinn fyrir stutta Atlar tegundir I útvarpstæki, vasaljós og leik- föng alltaf fyrirliggjandl. Aðeina I heildsölu til verzlana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Öldugötu 15, Rvik. — Sbnl 2 28 12. Baðherbergisskápar með- og án læsinga. Fjölbreytt úval. Verð frá kr. 950.00. LUDVIG STORR Laugavegi 15, sími 13333. Hverfissamtök Sjálfstæðismanna ■ Nes- og Melahverfi Spila- og kynningarkvöld fimmtdaginn 19. febrúar klukkan 20,30 að Hótel Sögu Félgsvist — Cóð verðlaun Frœðsluþáttur um uppbyggingu Nes- og Melahverfis Lárus Sigurbjörnsson, skjalavörður 20 happdrœttisvinningar Dansað til klukkan 1 — Allir velkomnir — Húsið opnað klukkan 20 Aðgöngumiðar við innganginn Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.