Morgunblaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 15
MORiGUN’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1970
15
Kvennaskólamálið
stúdentar hér 1967
í Finnlandi
Samtal við dr. Guðrúnu P.
Helgadóttur, skólastjóra
EKKI fer milli mála, að
Kvennaslkólafrumvarpið svo-
miefnda hafi verið eitt helzta
■uimræðuefni manna síðustu
vikurnar, þótt öldurnar sé far-
ið að lægja. Viðbrugðum ojdkur
á heimili skólastjóra Kvenna-
skólans í Reykjavík, dr. Guð-
rúnar P. Helgadóttur og lögð-
um fyrir hana nokfkrar spurn-
ingar uim málið.
1. Það er bersýnilegt, að þú
hefur forðazt að blanda þér inn
í uimræður um Kvenmaskóla-
frumvarpið, og sagt er, að þú
hafir neitað að vera frummæl-
andi á kappræðufunduim og
talka þátt í umræðum í útvarpi
og sjónvarpi. Hvað viltu segja
um þetta?
Þetta er að nokkru leyti rétt.
En því er til að svara, að ég
Lít éfeki á þetta sem persónu-
legt mál mitt. Þegar frumvarp-
ið var til umræðu í fyrra,
skrifaði ég um málið, setti
fraim mín sjónarmið, en þá var
ekki mótmælum hreyft. Ég hef
takmarkaða trú á silíkum fund-
arhöldum, en þar vill oft verða
meira um rifrildi og hnútuköst
en skynsamlegar rökræður, og
auk þess hef ég undanfarið ver
ið ákaflega önnum kafin.
2. Mikið hefur verið fjallað
um þetta mál í blöðum síðustu
vikur. Hvaða skoðun hefur þú
á þeim skrifum.
Ég hef lesið flest af þessu,
og finnst mér þar skipta mjög
í tvö horn. Sumt er málefna-
legt, og sýnist þar sitt hverj-
um eins og gengur, en annað
er þess eðlis, að allkynlegt er,
að slík skrif sfculi fá inni í
sumum dagblaðanna. Það hlýt
ur að vera lágmarksfcrafa
bdaða, að greinar um al-
varleg málefni séu sæmi-
laga upyby'ggingar. leitazt
sé við að færa rök fyrir
sfeoðunum og fuliyrðingum og
hver grein sé sjálfri sér sam-
kvæm. Á þessu fimnst mér hafa
orðið töluverður misbrestur og
sem dæmi um það, að engu af
fyrrgreindum atriðum er full-
naegt, má finna í grein í Al-
þýðubl. 6. febr. sl.
Eintnig er athyglisvert, að í
þessum deilum hefur eklki birzt
mér vitanlega álit menntaskóla
nefndar í heild, að því undan-
skildu, að Birgir Thorlacius
ráðuneytisstjóri tók upp í
grein eftir sig í Tímanum höf-
uðatriðin í séráliti sínu. Rök og
gagnrök nefndarimnar hefði get
að orðið málefnalegur grund-
völilur umræðna um þessi mál.
Slíkar álitsgerðir krefjast yfir-
legu og umhugsunar á rólegan
og hlutlægan hátt, en hafa ekki
æsifregnagildi, og er þess
vegna hjá þeim sneitt.
3. Finnst þér blaðaskrifin og
deilurnar hafa verið persónu-
leg?
Sumt hefur verið með per-
sónulegu ívafi, og fyndist mér,
að menn gætu í þessu efni tek-
ið þá gömlu góðu menn Björn
M. Ólsen og Finn Jónsson sér
til fyrirmyndar, en þeir áttu til
ef þeir þurftu að vera persónu
tegir, að flokka í deilum sín-
um „persónulegheitin“ sér til
aðgreiningar frá málefnalegum
umræðum.
4. Hvað segir þú um hina svo
nefndu innrás í Kvennaskól-
ann og uppsteit á Alþingi?
Ég tel, að í samistarfi við ungl
inga verði að sýna umburðar-
lyndi og vissa þolinmæði, en
í þessum tilvikum hafi verið
farið út fyrir eðlileg takmörk.
Mér þykir hins vegar allkyn-
legt, að alþingismaður nokkur,
sem jafnframt er ritstjóri, Skuli
opinberlega mæla slííkum að-
ferðum bót og nota blað sitt
til þess.
5. Hvers vegna telur þú, að
Skólinn eigi að fá heimild til
að brautskrá stúdenta?
I fyrsta lagi er hverri mennta
stofnun nauðsynlegt að fylgj-
ast með kröfum tímans. Sifellt
fleiri störf í þjóðfélaginu krefj
ast stúdentsprófs sem undir-
stöðumenntunar eða þá, að
stúdentar eru látnir sitja fyrir
um vinniu og nám. í öðru lagi
tel ég hér opnast nýja náms-
leið, en það samræmist vel
anda hins nýja menntaskóla-
frumvarps. í þriðja lagi tel ég
sögulega hefð hvíla á þessari
stofnun, en hún hefur allt frá
upphafi leitazt við að veita
stúllkum haMgóða menntun. í
fjórða lagi er líklegt, að fleiri
stúllkur lykju stúdentsprófi en
ella og þetta hefði noikkur áhrif
í þá átt, að breyta hinu óhag-
stæða hlutfalli kvenstúdenta
til hins betra.
6. Er það rétt, sem haldið
hefur verið fram, að hlutfalls-
lega mun færri konur verði
istúdentar hér á landi en í ná-
grannalöndum okkar?
Já, það er rétt. Því til vitnis
eru tölulegar staðreyndir. Ár-
ið 1967 útskrifuðust 404 stúd-
entar hér á landi, þar af 130
stúllkur, eða u.þ.b. 32%.
Til samanburðar má geta
þess, að á öðrum Norðurlönd-
um var hundraðstala kvenna
af stúdentaárganginum 1967
þessi: í Danmörku 45%, í Finn-
landi 59%, í Norcgi 42% og í
Svíþjóð 51%.
Ég tel, að ef vel tekst með
þetta fruimvarp og framlkvætmd
þess, muni skapast meiri mögu
leilkar fyrir stúlkur til að ljúka
stúdentsprófi og hiliutfallstala
þeirra fara vaxandi.
7. Er það rétt, að hundraðls-
tala stúdenta hér á landi sé
Tæp 60%
mun lægri en á Norðurlöndum
yfirleitt?
Hún er það miðað við með-
altal árið 1967, en hundraðs-
talan er miðuð við 20 ára ár-
gang þess árs í hverju landi.
Hún var þá hér á landi um
11,5%, í Danmörku var hún
svipuð, en í Finnlandi og Sví-
þjóð 18—19% og í Noregi 21—
22%.
8. Nú er það ein helzta rok-
semd sumra gegn frumvarp-
inu, að ekki muni verða nægi-
leg aðsókn að menntadeild-
inni.
Ég þýkist vita, að þar sé átt
við hina svokölluðu skoðana-
könnun innan skóláns. Þá er
því til að svara, að ekki er
sama, hvaða vinnubrögðum er
beitt við slíka könnun. Gerð og
fraimkvæmd skoðanakannana
eru vandasamir hlutir, sem
Kvennaskólinn í Reykjavík.
krefjast fræðilegra vixmu-
bragða. Ég dreg mjög í efa, að
könnunin hafi verið fram-
kvæmd á réttan hátt, enda
neitaði efsti bekkur skólans að
tafca þátt í henni. Hins vegar
hefur stjórn skólafélags nem-
enda lýst yfir skoðun sinni um
stuðning við frumvarpið. Það
gefur auga leið, að ekíki er
hægt að auglýsa eftir umsókn-
um um slkólavist, þegar ekki er
vitað, hvort af skólahaldinu
verður né hvenær, og ekki end
anlegar ákvarðanir teknar um
námsleiðir. Hiitt er annað mál,
að þrátt fyrir þetta hafa þeg-
ar borizt nOkkrar slkriflegar um
sóknir um skólavist í mennta-
deildina og einnig má hafa í
huga, að aðsókn að sbólanum
hefur hingað til verið góð.
9. Er þessi hugmynd nýtil-
komin og í sambandi við hundr
að ára afmæli slkólans, eins og
gefið hefur verið í gkyn?
Fyrirrennarar mínir hafa all
ir viljað hag skólans sem bezt-
an og fyrirrennari minn í
starfi var fyrst allra til að
slkrifa undir lista með frum-
varpinu. Ég tel þetta mál hafa
alla tíð verið á döfimni og ekki
sízt nú, þegar breyting á
menntaskólalöggjöfinni er
framundan.
10. Yrði þessi memntadeild
frábrugðin þeim dei'ldum, sem
nú eru í menntaslkólunuim, og
er það rétt, sem sumir segja,
að þetta yrði fjögurra ára
„grautarskóli"?
Menntaskólafrumvarpið ger-
ir ráð fyrir því, að rúmir 2/3
hlutar námsefnisins verði sam-
eiginlegir, hinn svonefndi
kjarni. Er þetta gert til að
tryggj a stúdentum sambæri
lega menntun í nokkrum höf-
uðgreinum. Um tæpan þriðj-
ung námsefnisins er nemend-
urri frjálst að velja á milli
deilda, svo sem mála-, stærð-
fræði- og náttúrufræðideilda,
og einnig eru fáeinar stundir
eftir frjálsu vali. Það gefur því
a/uga l'eið, að um veruleg frávik
yrði ekki að ræða. Allt tal
um „grautarskóla" í þessu sam
bandi er þvi út í hött. Hitt er
annað mál, að mér hefur virzt
gæta í slíku tali vissrar
fyrirlitningar fyrir störfum
húsmæðra og húsmæðraskól-
um. Tel ég þetta ómaklegt með
öllu og tala þar af eigin
reynslu, því að ég var sjálf
einn vetur nemandi í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur og
lærði margt, sem hefur næst-
um dag hvern komið mér að
haldi.
11. Hverjar yrðu þá nárns-
greinar þessa þriðjungs?
Að sjálfsögðu er ekki á þessu
stigi málsins fullráðið uim
námsefni. Ákvörðun um það
yrði tekin af menntamálaráðu-
neytinu.
Þetta yrði sennilega mála-
deild, og persónulega fyndist
mér, að eftirtaldar greinar
'kæmu til álita: Almenn þjóð-
félagsfræði, uppeMis- og sálar
fræði, heilsufræði, listasaga og
e.t.v. fleira.
12. Nú hafa sumir fært þau
slkipulagslegu rölk gegn mennta
deildinni, að þar yrðu nær ein
göngu stundakennarar. Hvað
viltu segja um það?
Ég hef gert ráð fyrir því, að
kennsla í menntadeildinni
byggðist að verulegu leyti á
fastráðnum kennurum Kvenna
sfcólans, en að nokkru leyti á
stundafcennurum. Til saroan-
burðar má geta þess, að sam-
kvæmt skýrslu Menntastoölans
í Reýkjavík 1968—1969 voru
þar 38 fastráðnir kennarar, en
45 stundakennarar.
13. Nú hefur því verið hreyft,
seim helztu andmælum gegn
frumvarpinu, að menntadeild-
in yrði aðeins fyrir stúlkur.
Sú röksemd hefur tafcmarik-
að gildi. Margar bekkjardeild-
ir menntaskólanna skiptast eft
Aðeins um 30% af stúlkum
Guðrún P. Helgadóttir.
ir kynjum. Samkvæmt skýrslu
Menntaskólans í Reýkjaví'k
1968—1969 voru þar 43 bekkj-
ardeildir, þar af var 40 bekkj-
ardeildum skipt eftir kynjuim,
en aðeins 3 blandaðir bakkir.
Á því hefur heyrzt sú skýring,
að leikfimikennsla ráði þar
mestu um. Ég hygg, að næsta
auðvelt væri að leysa það
vandamál, ef áhrif sérdeild-
anna væru talin mjög skað-
vænleg og hættuleg.
14. Nú hafa nokkrar ungar
konur haft allmikil afskipti af
þessu máli. Hvað viltu um það
segja?
Ég þekki sumar þessara 13
ungu kvenna og af öllu góðu,
þó að þær séu á annarri skoð-
un en ég í þessu máli. Mér þyk
ir ánægjulegt að sjá, að þær
hafa sumar hverjar lokið há-
skólanámi eins og starfstitlar
þeirra bera með sér. Mér finnd
ist hins vegar eðlilegra, að þær
beittu sér fyrdr ýmsum jákvæð-
um máluim í framtíðinni, því
að eins og allir vita hafa konur
beitt sér fyrir ýmsurn fram-
faramálum.
15. Inn í þessar deilur um
Kvennaskólann hafa fléttazt
umræður um stöðu konunnar
í þjóðfélaginu. Hvað vilt þú
segja um þau mál?
Sumir aðilar hafa mjög sleg
ið á þá viðkvæmu strengi, að
með Kvennasfcólafrumvarpiniu
sé verið að mismuna stúlkuim
og setja þær á óæðri bekk en
pilta. Ég tel þvert á móti, að
ef frumvarpið nær fram að
ganga, ykist nökkuð námsval
stúllkna og yrði heldur til að
örva þær til stúdentsnáms, en
á síðustu árum hefur ein
stúlka lokið stúdentsprófi á
móti hverjum tveimur piltum.
Viðmiðun við Svíþjóð í þessu
efni, þar sem fjöldi pilta og
stúlikna, er lýkur stúdents-
prófi er svipaður, er því hæp-
in.
Nú er það uimdeilt manna á
meðal, hvort hér sé um stór-
mál að ræða eða efcfci.
Það er eftir því, hvernig á
það er litið. Það er stórmál fyr
ir skó'lann, sem menntastofnun
að fylgjast með kröfum tim-
ans, en hins vegar yrði fjöldi
stúdenta frá gkólanum miðað
við heildartölu stúdenta hér á
landi mjög Mtill, og í þeim
gkilningi er þetta eklkert stór-
mál.
16. Er eitthvað, sem Þú vild
ir taka fram að lokum?
Stefnan í skólamálum hefur
almennt verið á þann veg að
opna nýjar leiðir í menntamál-
um, og þess vegna er það trú
mín, að þetta frumvarp nái
frarn að ganga. Ég er þakklát
fyrir þann mikla stuðniing, sem
frumvarpið hlaut í neðri deild,
þar sem það var saimþykkt með
29 atfcvæðum gegn 11, og vona,
að fruimvarpið fái skjóta af-
greiðslu í efri deild. Andstaða
vissra aðila gegn fruimvarpinu
hefur þrýst vinum og velunnur
um sfcólans saman. . og ég er
þakklát þeim fjölmörgu konum
og körlum. sem veitt hafa
þessu máli lið sitt ,bæði i ræðu
og riti, efcki 'o’zt beiim konum.
sem stóðu að undirskriftasöfn-
un með frumvarpinu.