Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAIiDAGUR 21. MARZ 1870 7 KAUPMENN FA GULLMERKI I tilefni 20. ára afmælis Kaup- msemasamtakanna á þessu ári voru nokkrir einstaklingar sæmdir gull- merki samtakanna fyrir langt og heillaríkt starf í þágu þeirra og sérgreinafélaga- innan þeirra. Á myndinni sést er Hjörtur Jóns- son, formaður Kaupmannasamtak- anna, afhendir gullmerkin i afmæl- ishófi að Hótel Borg fyrir nokkr- um dögum. Á myndinni eru f.v.: Carl Klein, er veitti merkinu við- töku fyrir föður sinn J.C.Klein, Sigurður Árnason, Jón Mathiesen, fsleifur Jónsson, Henrik Biering, Þorbjörn Jóhannesson, Þorvaddur Guðmundsson, Bjöm Guðmunds- son og Sigurður Magnússon. Auk framangreindra voru eftirtald ir aðilar einnig sæmdir gullmerki, en gátu ekki veitt því viðtöku í afmæiishófinu: Óskar Norðmann, Páll Sæmundsson og Ingimar Sig- urðsson. ARNAÐ HEILLA í dag verða gefin saman í hjóna- band I Þjóðkirkjunni í Hafnarf-irði af séra Garðari Þorsteinssyni, ung- frú Sveindís Sveinsdóttir og hr. Helgi Daníel Eyjólfsson. Heimili þeirra er að Lækjarkinn 2, Hafn- arfirði. í dag verða gefin saman í hjóna- band í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Steinunn G. Valdemarsdóttir Ijósmóðir, Sörla- skjóli 60 og Steingrímur örn Dag- bjartsson tæknifræðingur, Háteigs- vegi 8. í dag verða gefin saman í hjóna- band í Dómkirkjunni af séra Óskari Þorl'ákssyni, Erla Sophia Hjalte- sted hjúkrunarkona Reynimel 44 og Ragnar Kristinss., tæknifræðinemi, Safamýri 87. Heimili ungu hjón- anna verður í Trondhjem, Noregi. FRETTIR Kvenféla<g Garðahrepps Kökubasar verður haldinn í Barna skólanum sunnudaginn 22. marz kl. 3. Fjölbreytt kökuúrval. VISUKORN Sjálfstæðis er sagður flokkur stórveldi, sumir kratar dilla að honum rófunni. En kommúnistar komast ekki í kræsingarnar þar, og kerlingin Framsókn er orðin mesta skar. Tumi. Fermingarskeyti sumarstarfsins A þessari mynd sést gamli skálinn í Vatnaskógi, þatr sem þúsundir ungra drengja hafa dvalizt á undangengnum sumrum. Eins og áður hefur sumarstairfið í Vatnaskógi og Vindáshlíð fermingarskeytasölu til ágóða fyrir starfsemi sína, og er afgreiðslan í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg. Nýtt orgel í Grensássókn A jóladaginn, 25. desember, voru gefin saman í hjónaband í Reynistaðarkirkju af séra Gunnari Gíslasyni ungfrú Sigurbjörg Guð- jónsdóttir, Sauðárkróki og Jón Sig urðsson, Reynistað. (Ljósm. Stefán Pedersen.) Spakmæli dagsins Fullkomin dyggð er að gera það óséð, sem vér gætum gert frammi fyrir öllum heiminum. — Rochefoucauld. A morgun við almenna messu kl. 11 verður nýtt 5 radda pipuorgel frá G.F. Steinmeyer og Co. formlega tekið í notkun í safnaðarheimilinu. Mun orgelnefndin í upphafi messunnar afhenda sóknarnefndinni hljóð- færið til varðveizlu. Sóknarnefndin þakkai hér með öllum þeim, sem stuðlað hafa að kaupum orgelsins í safnriðarheimilið. Organisti Grensáskirkju er Árni Arinbjarnar. KJÖT — KJÖT 4 verðflokkar Verð frá 53,00 kr. Munið mitt viðurkennda haogiikjöt. Verð frá 110,00 kr. Söluskattur og sögun er innifalíð í verðiou. Sláturhús Hafnarfjarðar, sími 50791, heima 50199. TAKIÐ EFTIR — TRÉVERK Getum bætt við okkur smíði á eldhúsinnréttingum, skáp- um o. fl„ mjög sanngjarnt verð. SÓ-innréttingar, Súða- vog 20, s. 84293, 14807, 10014. GAZ '69 — BRONCO '63 tiil sölu. Karfa m. hurðum, sætum, blæjum, fr.rúðu, 88 mrn vél, tengsli, gírk. uppg. vökvastýri, aukataokur í Bronco. Tilib. í s. 32117 í dag. LAND-ROVER dísiil '63 til sölu. Tifboð ósk- ast. Saðgreiðsla. Uppl. I síma 30528 laugardag og sunnudag. ÓSKA EFTIR að gæta banns. Upplýsingar í síma 52138. ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA gjaldmæliir í bíl. Upplýsingar í síma 50704. „AU PAIR" STÚLKA ÓSKAST á gott heimili rétt fyrir utan London hjá hjónum með tvö böm. Vinsamlegast skrifið trl Mrs B. Joseph 5. the Leadíngs, Wembley Park, Middx, Eogland. HAFNARFJÖRÐUR Til sölu dragt og kjóM nr. 46, nýtt. Upplýsingar ! síma 50732. Góðor vönir - Tryggð verðbréf Vil selja góðan vörulager gegn greiðslu með tryggum verð- bréfum. Þeir, sem hafa áhuga á þessum viðskiptum leggi nöfn sín inn á afg. Mbl. sem fyrst merkt: „Góðar vörur — 426”. Til leigu eða sölu í Skipholti 21 270 ferm. hæð innréttuð fyrir félagsstarfsemi. Sími 22253. Vanur sölumaðnr ósknst í heildverzlun. — Tilboð sendist Mbl. merkt: „2933“. Vinnulampar — leslampar SÆNSK GÆÐAVARA. 2 stærðir. — Margir litir. Hentug fermingargjöf öllu skólafólki Heimilistæki sff. HAFNARSTRÆTI 3 — SÍMI 20455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.