Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1»70 s-iowaki* EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Erlendar fréttir sjónvarpsins eru stundum á mörkum þess að vera óþol- andi leiðinlegar. Af þeim mætti ráða, að sáralítið væri að gierast í veröldinni utain átök milli kDmmúnista og andkomm únista í Víetnam, Laos oig Kamtoodíu. Að minnsta koáti virðist vera tröllaukið framboð á fréttafilmum þaðan austan að, en því miður eru þessar myndir svo keimlíkar, að maður greinir þær naum- ast í sundur frá degi til dags. í>ar er skógur og þar eru þyrlur og þar eru hermenm á hlaupum, og umfram allt, lik. Ég hygg, að flestir áhorfendur sjón- varpsins hafi fengið nóg af hinni miklu líkskoðun. Af einlhverjum ástæðum þótti betra að hressa upp á veðurfræðingana með grimimilegum hávaða i bak og fyrir, og minnti þetta á sumar Hollywoodmyndir, sem verða helzt að enda með gauragangi af þessu tagi. En nú er eins og dottið sé á dúnalogn eftir mikið veður; gaura- gangurinn er að mestu horfinn og var mál að linnti. ★ Eftir skrautlegar múnderingar bítla- hljómsveitanna var eilítill svipur gam- alla daga á Karli Lilliiendiahl og félöig- um; þeir voru klæddir eims og af- greiðslumenm í banka. Ekki er þá þar með sagt að hljómsveitarmemn þurfi endilega að vera útlits likt og þeir væru að koma af grknuballi. En hljómlist þeirra félaga var þægileg, og söngkon- am, Hjöirdís Geirsdióttdr, baiuð af sér ein- staklega góðan þokka. En bágt á ég með að trúa því, að nokkur lifandi maður freistist fremur til að sækja skemmti- staði, ef þar er að heyra og sjá annað eins fyrirbrigði og þessi negri var frá Jamacia. ★ ísland og Tristan da Cuhna eiga það sameiginlegt, að bæði eru löndin eld- fjallaeyjar á hinum margfræga Atlants hafsihrygg, em, byggðin á Tristain dia Cuihna telst þó emn afskiekktari en hér norð- ur frá. Ég vænti mér mikils af þessari mynd, því eyjan og íbúar hennar eru forvitnilegt efni, en því miður; myndin var handahófskenndur hroði af lakasta tagi og svaraði fæstum þeim spurning- um, sem alls ólkunnur maður hefði vilj- að spyrja. Það vakti alheimathygli, þeg ar íbúar eyjarinnar voru fluttir þaðan sökum eldgoss árið 1961, en þeir undu ekki hag sínum í menningummi á Suður- Englandi og sneru flestallir aftur. En hvernig er það liíf, sem þetta fólk lifir frá degi til dags? Hvaða mál talar það; hefur það eitthvert félags- eða sam- koroulíf? oig þannig mætti endlalaiuist halda áfram að spyrja. En þessi eyja suður í regimhafi er okkur nálega jafn framandi þrátt fyrir þessa mynd. ★ En fleiri eyjar voru á dagskrá en Trist an da Chuna. í ríki íislenzkrar náttúru er ekki margt, sem tekur Breiðafjarðar- eyjum fram. Því miður sá ég ekki þátt- inn um Flatey á dögunum. En í Svefn- eyjum og Hvallátrum er einnig stórfeng legt myndefni, sé vel að gáð. Að sjá hvernig eyjarnar og uimhverfið breytist við flóð og fjöru. Lifnaðarþættirnir. Selurinn, æðarfuglinn, skarfurinn og búskapurinn í eyjunum. Og fóllkið sjálft, harðduglegt fólk, skemmtilegt og um fram allt, eðlilegt. Maður sá dálítið undan og ofan af þessu í þættinum um vor í Breiðafjarð- areyjum, en fyrir þann sem komið hef- ur í eyjarnar og kynnzt náttúrunni og fólkinu, var þátturinn of daufleg end- urspeglun. Mér finnst, að myndefnið sé þar mun meira en þarna kom fram, en kannski hafa veðurgkilyrði verið óhag- stæð. Margur hefði haft ánægju af að heyra þau Jóhönnu og Jón í Hvallátrum segja frá, að ekki sé minnzt á Aðalstein skipasmið, sem er með hressilegustu mönnum og alveg ómissandi, þegar fjall að er um Hvallátra. ★ Tímabært var að tala um hártízku unga fólksins í Tóminu góða á mánu- daginn var. Einkum og sér í lagi, ef hinir ungu sveinar skyldu nú fara að fordæmi Lennons og skerða hár sitt. Þó var sízt að heyra, að fordæmi bítils- ins brezka yrði þeim minnsta tilefni til slíkra aðgerða. Öllu fremur mátti skilja það svo á nokkrum skeleggum og síðhærðum ungum mönnum að þeir mundu fremur taka mið af hljóðfæra- leikurum í popmúsíkiinni almieinnt. Síða hártízkan er að mörgu leyti skiljanleg og eðlileg; menn á þessum aldri vilja umfram allt skera sig frá eldri kyn- slóðinni. Og það hiefur glerzt áðiur, að ungir menn hafi neitað að skerða hár sitt. Nýlega sá ég mynd af Grími Thom- sen ungum; hann var með hrikalega slaufu, sem hver bítill mundi öfundast yfir, oig þar að auki hár niðiur á herð- ar. Grírnur hefði útlitsins vegna verið gjaldigenigur í hrvaðia bítiahlj ómisiveit sem er. Höfuðpaurinn í hljómsveitinni Til- veru, hafði samið svokallaðan texta á ensku og tó(k það fram, að hann væri ekki mikill íslenzlkumaður. Sjaldan hef- ur mér veitzt eins auðvelt að trúa manni. Hann hefði átt að halda sig við enskuna áfram; textinn sem hann söng á eftir um Kalla sæta (framborið ,,sæda“), er með því átakanlegra sem heyrzt hefur á tungu feðranna. ★ „Sálmur“ Ingibjargar Haraldsdóttur tók aðeins 15 mínútur. Hún nam kvik- myndagerð í Moskvu. Því miður urðu þau mistöik af hálfu sjónvarpsins, að í kynningu gleymdist að taka fram að myndin væri byggð á sögu Búlgakovs. f fyrstu mátti halda, að þama væri á ferðinni einimunia daipurt framiúr- stefnuverk með áherzlu á myrkur og þrúgandi þögn. En þegar framm í sótti, kom þráðurinn í ljós: Eitt lítið stef um einmiainaleilk mannssáliarimimar. Þegar allt kom til alls var þetta hreint ekki óhönduglega gert. ★ „Vegabréf til Prag“ var að ýmsu leyti skemmtilega unnin kvikmynd. Hún brá að minnsta kosti ljósi á tvennt: Að Prag er stónkostlega hrífandi borg, með rætur djúpt í gömlu Evrópu og í öðru lagi sýndi myndin vel, hvað það er erf- itt að vera svona yfir sig Skotinm í kven- manni og geta ekki talað við hana. Þrátt fyrir dágóðan skammt af barna- Skap var þessi mynd fremur þekkilegt efni, barmafull af rómantík, sem stund- um nálgaðist suðumarkið, án þess að verða beinlínis væmin. Aðventkirkjon býður alla velkomna á sam- komuna á morgun sunnudag- inn 22. marz kl. 5 síðd. Svein B. Johansen talar um efni, sem nefnist SIGURAFLIÐ. Einsöngur: Árni Hólm. Verkokvennaíélngið Frnmsókn heldur aðalfund sunnudaginn 22. marz í Iðnó kl. 14,30 e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rætt um uppsögn samninga. 3. Önnur mál. Konur fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. Verkakvennafélagið Framsókn. Feröafólk Hótel Borgarnes býður upp á 45% afslátt á gistingu yfir páskavikuna, ef dvalið er 2 nætur eða meira. Verið velkomin. HÓTEL BORGARNES Sími 93 7119. og 93 7219. Kökubasar verður haldinn í Ingólfsstræti 19 sunnudaginn 22. marz kl. 2.00 síðdegis. Margskonar kökur á boðstólum. Ágóðinn rennur í Barnaskólasjóð. BASARNEFND. Hjalti Elíasson: BRIDGE NÚ ER farið að halla á keppnis- tímabilið hjá bridgespilurum, og þá fara þeir gjarnan að segja frá góðu spilunum. 13 slaginu. 2 á hjarta, 5 á lauf og 6 á spaða. 3400 til A.-V. var bókað á skorblaðið, sem var vit- anlega toppskor. En ætli nokkur geti sagt frá því, að hafa spilað vörn í þrem gröndum redobluðum og fengið alla slagina eins og Róbert Sharp les. Tvímenningskeppni í London í des 1960. Spilið var þannig: A G-9-3 V D-10-8 4 Á-K-10-6 4 K-10-3 A D-10-8-6 4-2 V 7-4-3 ♦ 5 4 Á-D-G A K-7 V G-9-2 4 D-9-8-7-3-2 4 8-5 m rt-o 4 Á-K-6-5 4 G-4 Vestur er gjafari A.-V. á hættu. Sagnir gengu þannig: Vest.: Norð.: Aust-: Suð.: Paas l 4 1 4 2 Gr. 3 4 3 Gr. Pass Pass dobl Paas Redobl Pass Pass Útspilið var hjarta ás, og þeg ar blindur lagði upp, var auð- velt fyrir vestur að sjá að háspil Austurs væru aðallega í laufi. Hann spilaði því laufi, sem Aust ur tók á gosa, hjarta frá Austri, sem Vestur tók á kómg. Aftur laufi spilað, kóngur úr blindum og Auistur tók sína laufslagi. Nú er vörnin búin að taka 5 slagi, og þó að Austur taki á spaða ásinn fá A.-V. 600, sem ekki er vonlaust að fá stig fyrir, þvi hægt er að vinna 4 spaða í A.-V., sem gefa 620. En þegar lítill spaði kom frá Austri í sjötta slag, var ekki annað að gera fyrir Suður, en að láta kónginn. Þá þurfti ekki um að binda. A.-V. fengu alla Íslandsmótið hefst í dag og þá koma væntanlega fyrir bæði góð spil og slæm, eftir því frá hvaða sjónarhóli við lítum á þau. Engum hefur tefkizt að losna alveg við slærnu spili.n. Hjá góðu spilurunum eru þau sjaldgæf. E.t.v. þesis vegna eru þau ákaf- lega erfið fyrir taugarnar í þýð- ingarmiklum leikjum. Vissulega er vont að tapa mörg um stigum í einu spili, fyrir mis tök. Samt er enn verra að tapa sinni ró, því þá fylgja venju- lega fleiri villur í kjölfarið. Sjálfsagi er þess vegna nauð- synlegur bridgespilaranum. Lítum á eitt þess háttar dæmi. Á Evrópumeistaramótinu í Stokkhólmi 1956, var baráttan um efsta sætið milli frönsku og ítölsku sveitanna. Töfluröðin var þannig, að þessar sveitir mættust í síðustu uimferð. í hálfleik (eftir 20 spil) er stað an enn jöfn og alveg óráðið hverj ir verða Evrópumeistarar það árið. Sex fyrstu spilin í síðari hálf leik eru þannig að ekkert mark- vert gerist, en þá kemur 27. spil sem var þannig: A Á-9 V 8-5-4 4 Á-2 4 Á-K-D- G-10-3 4 — 4 K-D-G-7-3-2 4 D-G-10 4 8-Ö-5-4 4 K-D-10 7-6-4-3 V — 4 K-8-7-6 5-3 N V A S 4 — 4 G-8-5-2 V Á-10-9-6 4 9-4 4 9-7-2 Norður er gjafari. N.—S. á hættu. Norð.: Aust.: Suð.: Vest.: (Jais) (For- (Trez- (Sinis- quet) el) calco) 1 V 4 4 Paiss 4 Gr. Pass 6 4 Pass 6 4 Pass 7 4 Dobl 7 Gr. Dobl Pass Pass Pass Skýringin á 7 spaða sögn Aust urs er sú, að Vestur sagði ekki frá fyrirstöðu í hjarta, þess vegna var hann viss um að Siniscalco ætti hina ásana. Þessar sagnir komu hinum reynda spilara Frakka Trezel hins vegar úr jafnvægi. Forquet hefði sennilega unnið spilið eftir doblið, en tapað því ódopluðu. En á þetta reyndi aldrei, því Siniscalco áleit að Forquet ætti fyrstu fyrirstöðu í hjarta. Aust- ur hafði sagt 7 spaða, þó að Vest ur hefði neitað fyrstu fyrirstöðu í hjarta, með sögninni 6 spaðar. Á þessum forsendum breytti hann í 7 grönd. Frakkarnir tóku 6 slagi á hjarta, 1100 niður.. Á hinu borðinu spiluðu Frakkarnir 6 spaða, og fengu þar 980 til við bótar. Hætt er við að svona stórkost- leg mistök myndu setja flest pör úr jafnvægi, þó góð væru. En ítalská parið brázt þannig við, að ekkert orð var sagt. — Leiknum haldið áfram eins og ekkert hefði í Skorizt. Síðuistu 13 spilin spiluðu ftalarnir svo vel, að ekki hefði verið hægt að gera betur, þó þeir hefðu spilað með opin spil. Og ekki þarf að orðlengja það, að þeir unnu leikinn og þar með mótið. Perroux, fyrirliði ftalana var eitt sinn spurður að því, hvað þyfti til þess að verða góður bridgespilari. Hann taldi upp ýmislegt m.a. samvinnuþýðni, tillitssemi, góða mannþekkingu, góða stærð- fræðiþekkingu. Svo bætti hann við í gamni og alvöru: „Og ekki sakar að hann spili vel bridge.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.