Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21, MARZ 1970
21
Árni G. Eylands;
Úrelt fræði
KLEMENZ A KORNVÖLLUM
í hartnær 50 ár hefir Klem-
enz Kr. Kristjánsson fengizt við
komrækt, þar af í 40 ár sem til-
Sámsstöðum. Þetta þarf ekki að
kynna, allir kannast við hina
þrotlausu baráttu hans fyrir
kornræktinni. Hitt er minna
kunnugt og allt of lítið aðgætt,
með hverjum tökum hann hefir
á Sámsstöðum ræktað tugi ha úr
órækt til túna, og síðar um 20
ha á Komvöllum, þar sem hann
nú býr og heldur áfram ræktun
artrúboði sínu. K.K.K. hefir
aldrei ræktað eina einustu dag-
sláttu án forræktunar né öðru
víai en að plægja landið að
minnsta kosti tvívegis, nema þeg
ar um tilraunir hefir verið að
ræða, sem krefjast minni og ein
faldari vinnslu. Við mikið af
ræktun sinni hefir hann gert
meira en að viðhafa það sem
kallast getur venjuleg forrækt-
un til túna. Hann hefir sem sé
notað sáðskipti til fleiri ára,
með kornrækt, bæði sem rækt-
unarlegan og fjárhagslegan stuð
ul undir túnræktina, er á eftir
fór.
Hefir túnræktin á Sámsstöð-
um þá verið tóm mistök og ráð-
leysa? „byggð á misskildum hlið
stæðum frá erlendum ræktunar-
venjum og úrelt fræði,“ eins og
segir í áramótaboðskap J.J. i
Frey? Átti K.K.K., burtséð frá
kornræktartilraunum sínum, að
rækta landið á Sámsstöðum með
því að plægja það og vinna að-
eins einu sinni „og sem fyrir-
hafnarminnst," var allt annað
óþarfa brölt og fyrirhöín, sem
hafði „alls ekkert við að styðj-
ast?“ Mér skilst að nú standi
það á endum, að K.K.K. nær 75
ára aldri og á að baki 50 ára
starfsferil við ræktunarstörf, og
að honum er færður slíkur boð-
skapur frá leiðbeiningaþjón-
ustu B.í. í jarðrækt, í Frey.
Samt er K.K.K. ekki deigari
en svo, að í blaðagrein ekki alls
fyrir löngu (í Tímanum 24.—25.
apríl 1968), boðar hann ekki að-
eins forræktun við nýræktun,
heldur einnig sáðskiptiræktun
þar sem ræktun koms, grænfóð-
urs, fóðurkáls og einærs rýgres-
is fellur inn í ræktunina, allt
eftir því sem henta þykir. Og
hann gengur enn lengra, hann
bendir ákveðið á nauðsyn þess
að endurrækta túnin, við þessa
hætti, jafnvel á 10—15 ára fresti.
Um þetta segir K.K.K.:
„Þó að kalinu sé ekki til að
dreifa, þá þarf víða og raunar
alls staðar að endurrækta tún-
in á 10—15 ára fresti eða jafn-
vel á skemmra tímabili og með
því að taka upp reglubundið sáð
skipti yrðu einæru jurtirnar
ræktaðar reglulega innan þess
ramma sem sáðröðin setur.“ Hins
vegar varar K.K.K. við því: „—■
að rækta einærar jurtir lengi á
sama stað en hafa þær í skipt-
um við endurvinnslu túnanna.11
— Og loks áréttar hann þetta
um endurvinnsluna: — „Eflaust
þurfa túnin að plægjast upp
annað veifið.“
Hér ber þeim ekkert á milli til
raunastjórnunum Klemenzi og
Ólafi annað en það að Ó.J., með
Norðurland að starfasviði, legg-
ur minni áherzlu á kornið. Fyrr
hefi ég nefnt þau ummæli Ó.J.,
að víða sér endurræktun lélegra
nýrækta „miklu meira hagsmuna
mál heldur en aukning þeirra.“
Um þetta segir Ó.J. raunar líka
1948 (Nýrækt bls. 94);
„Það er mikið álitamál, hvort
eigi' sé hagkvæmt og eðlilegt
að endurrækta gömlu slétturn-
ar, ekki aðeins vegna þess, að
þær þýfast, heldur einungis til
að yngja þær upp og auka af-
köst þeirra. Bóndi sem hefði 10-
15 ha ræktað graslendi, gæti t.d.
endurræktað 1/10 hluta þess ár
lega, ræktað þar grænfóður eitt
ár eða aðeins plægt landið að
hausti og fullunnið það til gras-
fræsáningar næsta vor, því að
ef slétturnar yrðu aldrei meira
en 10 ára er líklegt að jarðvinnsl
an yrði tiltölulega auðveld."
Margt er breytt á 22 árum síð
an þetta var ritað, en að réttu
mati tel ég, að það sem þá var
rætt sem „álitamál" sé nú orð-
in allvel ljós sannindi, bæði um
forræktun til túna og endur-
ræktun þeirra „annað veifið,“
eins og K.K.K. kemst að orði,
hitt getur ef til vill oltið á
ýmsu, hve oft þarf að endur-
rækta þau, allt eftir gerð tún-
anna og gæðum. Hið dapra er,
að ennþá horfa leiðbeininga-
menn og löggjafar yfirleitt ekki
hærra i þessu máli, en að hugsa
sér alla endurræktun túna
bundna við kal og arfa, og vilja
láta þar við sitja.
V.
OG SVO ER ÞAB
ÁRNI G. EYLANDS. —
Sennilega er ég mestur villu-
trúarmaðurinn og afvegaleiðslu
prédikarinn, sem rætt er um í
nýársboðskapnum í Frey, þar
sem varað er við mönnunum —
ekki „ráðunautum í jarðrækt“
— sem „nú anr.að veifið“ hafa
haldið uppi kenningum sem eru
„úrelt fræði.“ Ber þar mest til,
að ég hefi skriíað allmikið hin
síðustu ár, um vandaðri nýrækt
un og endurræktun lélegra túna,
eigi hvað minnst nýlegu túnanna
sem ræktuð hafa verið — sem
kallað er — síðustu 1.0—20 ár
in, á þann hátt er ég nefni
harkaræktun og annað ekki.
Ég hefi tekið undir kenningar
Ó.J. og leitast við að styðja þær
og útbreiða, Hið sama gildir um
flest í ræktunarkenningar K.K.
K. Hins vegar er ólíku saman
að jafna: annars vegar, mikilli
tilrauna- og fræðareynslu til-
raunastjóranna tveggja, og hins
vegar vísindalausu sýsli mínu
við jarðrækt og ræktunarmál
um 57 ára skeið. Það ætti ekki
að vera hlaupið að þvi að vísa
orðum og gjörðum tilraunastjór-
anna, varðandi mikilsverð rækt-
unarmál, á bug með öllu. Hitt
er sennilega minni vandi að
benda bændum á fánýti og jafn-
vel skaðsemi þeirrar forræktun
ar við túnrækt, sem ég hefi
lengi klifað á, jafnvel allt fá
því 1920. En ekki fæ ég annað
skilið, þótt ótrúlegt sé, en að ég
dragi þá Ó.J. og K.K.K. nokkuð
með mér í fallinu, þegar ég og
skoðanir mínar eru að velli lagð
ar. Hið sama gildir um endur-
ræktunarkenningar mínar og
skrif.
Óþarft mun að rifja upp margt
af því sem ég hefi skrifað um
bætta túnrækt. Læt nægja fáein
ar setningar:
„Tekin verði upp forræktun
með plægingu fullum fetum —
landið tvíplægt að minnsta kosti
— áður en sáð er til túns. Og
umfram allt, ræktunin ekki sótt
fastara en svo, að hægt sé að
rækta hverja spildu til frjó-
semdar, með búfjáráburði sem
plægður er niður í flögin, þótt
tilbúinn áburður komi auðvitað
líka til.“ (1968).
„Er þá komið að því, sem
sem stærst er á stykkinu, verk-
efninu stóra, sem ég hefi marg-
klifað á bæði í ræðu og riti, það
er að endurrækta þúsundir ha
af harkaræktuðum nýræktum
frá síðustu áratugum, og gera
þau tún að ræktaðri jörð og
sómasamlegum vaxtarstað fyrir
góð túngrös." (1968).
En því minnist ég líka á endur
ræktun túna í þessu sambandi,
að hér er meira í efni en að for
ræktun lands til túnræktar sé
nú fánýt og jafnvel skaðleg tal-
in, af þeim sem mestu ráða í
ræktunarmálum, svo sem ég hefi
rætt, heldur eru bændur frædd
ir um það, að samkvæmd til-
raunum „komi ekki fram - - -
neinn verulegur árangur, af því
að vinna upp gömul tún, sem
ekki eru áður skemmd af kali
eða af öðrum orsökum." (Hand
bók bænda 1969, bls. 218).
Læt ég svo útrætt um þá hlið
þessara mála.
VI.
EITT REKUR SIG Á
ANNARS HORN. —
Það ættu að vera bændum
mikil gleðitíðindi, að nú er upp-
lýst, að það er óþarft með öllu
að eyða tíma og erfiði í að for-
rækta land sem rækta skal úr
órækt til túns. Það fást ekkert
betri tún með því móti að við-
SIÐARI HLUTI
Klemenz Kristjánsson
hafa forræktun, því hún veldur
fremur skaða og það mjög al-
varlegum, þar eð það reynist
„þeim mun erfiðara að fá gras-
ið til að ná fótfestu og varan-
leika, sem oftar hefir verið sáð
í landið og því umbylt." Hér er
ekki lítið í húfi, bændur geta
átt á hættu að fá lélegri tún
eftir forræktun heldur en án
hennar. Stefna sú og aðferð sgm
nú tíðkast mest, að rækta í einu
snarkasti og vinna landið að-
eins einu sinni, er því rétt, sam-
kvæmt hinum nýju fræðum, ann
að verður ekki séð né skilið, af
skrifum þessum.
En svo kemur heldur en ekki
babb í bátinn. Samtímis því að
öll forræktun er sögð óþörf með
öllu og til skaðsemdar, eru bænd
ur eggjaðir lögeggjan að rækta
grænfóður — meira grænfóður,
Þeim er ráðlagt að mæta kóln-
andi árferði með aukinni nýrækt
og aukinni ræktun grænfóðurs.
Enginn mælir því í gegn, þótt
ég telji að bætt túnrækt sé eigi
minna né óvænlegra úrræði. En
hér lendir allt í mótsögnum og
það svo herfilega, að ótrúlegt
má heita. Svo er einnig í hinni
umræddu grein í janúarblaði
Freys 1970. Ekki þarf mikla
glöggskyggni né athugun til að
sjá, að ef saman á að fara aukin
nýræktun og aukin grænfóður-
rækt hlýtur forræktun grænfóð
urs í nýræktarflögunum að vera
snar þáttur í slíkum ræktunar-
aðgerðum. Og það sem meira er,
aukin og árviss ræktun grænfóð
urs hlýtur óumflýjanlega að
leiða til þess að farið verði að
endurrækta gömul tún, sérstak-
lega harkaræktuðu nýræktartún
in lélegu, sem nú eru mörgum
bóndanum bæði til skaða og ar-
mæðu. Ekki hentar öllum bænd
um að rækta nýtt land árlega og
án afláts og afla sér grænfóðurs
með þeim hætti. Hvað eiga þeir
þá að gera? Auðvitað að fara að
endurrækta gömlu túnin msð
skipulögðum tökum og rækta
grænfóður í því sambandi, ann
að tveggja sem eins árs forrækt-
un eða/og sem skjólsáð um leið
og þeir sá til túns á ný.
Um grænfóðurræktunina vil
ég endurtaka nokkur orð mín
frá 1968:
„f umræðum og skrifum um ár
lega ræktun grænfóðurs af fleiri
tegundum, hefir því verið langt
of lítill gaumur gefinn að benda
bændum á hvernig þeir eiga að
fella grænfóðurræktunina inn i
túnræktina."
Það væri áreiðanlega þarfara
verk að snúast jákvætt við þess-
um þætti ræktunarmálsins, held
ur en að halda því að bændum
með ákveðnum orðum, að skyn-
samleg forræktun komi ekki að
neinu gagni til bóta í túnrækt-
inni, trú á slíkt og ráð þar að
lútandi hafi „alls ekkert við að
styðjast," en séu „úrelt fræði“
og ekkert annað, og þó annað
verra, þar eð forræktunin verði
til skaða við túnræktina sem á
eftir fer.
VII.
HIN NÝJU FRÆÐI. —
Gömul fræði ganga sér til húð
ar og verða úrelt, en oftast er
varlegra að afneita hinum
fornu fræðum ekki að fullu fyrr
en ný og betri fræði eru fund-
in og geta talizt fullsönnuð. Og
þá er illt í efni, ef bændurnir
njóta ekki öruggari leiðbeininga
en svo, að það sem þeim er ráð-
lagt eindregið í ár, er talið mein
gallað næsta ár og þeir varaðir
við því, það talið „úrelt fræði.“
Fræðin um fánýti og skaðsemi
forræktunar virðast vera næsta
ný af nálinni. Árið 1968 er
bændum leiðbeint í jarðrækt með
al annars með þessum orðum:
„Það er ætíð til bóta, ef þess
er kostur, að láta líða alllang-
an tíma (1—3 ár) frá því land
er frumunnið og þangað til
gengið er frá því til sáningar.
Við það kemst nokkur fúnun í
efsta jarðvegslagið, og leysir það
næringarefni.“ — Og enn frem-
ur:
„Þeir, sem árlega standa í
ræktunarframkvæmdum eiga
því stöðugt að hafa undir svæði
á mismunandi vinnslustigum."
(Handbók bænda 1968). Hér er
raunar rætt um mismunandi
vinnslustig en ekki ræktunar-
stig, en það er sjálfgefið að
bóndinn, sem er eggjaður á að
rækta grænfóður og telur sér
það henta, sáir til grænfóðurs í
landið eitt eða jafnvel tvö ár,
sem hann er að vinna það frá
frumvinnslu og til þess er hann
gengur frá því til sáningar og
sáir grasfræi í það. Hér er því
ráðlögð skipuleg forræktun. Þau
„fræði“ eru virt og í góðu gildi.
Rúmu ári síðar, í ársbyrjun
1970 er þetta allt umhverft orð-
ið, forræktunin sögð fánýt og
vita gagnlaus og blátt áfram til
þess fallin að spilla gerð túns-
ins er til grasgróðursins kemur.
Forræktunin „úrelt fræði.“ —.
Hverju eiga bændur svo að
trúa?
Skorturinn á kunnáttu í tún-
rækt með nýjum háttum og
nýrri tækni er tilfinnanlegur og
mistökin mörg. Þótt sumar til-
raunir bendi til þess að ekkert
sé unnið við forræktun varðandi
gæði túnsins eftir á, er það full
sannfæring mín að hið síðasta
orð um gagnsemi og réttmæti
forræktunarinnar er enn ekki
sagt, tilraunirnar, sem enn eru
ógerðar eiga eftir að tala sínu
máli. Læt nægja að minna á
hversu það er óreynt með öllu,
á tilraunabúunum og bændaskól
unum, hverjum árangri til jarð-
vegsbóta er hægt að ná við rækt
un mómýra og mókenndra mýra
með forræktun á þann hátt, að
djúpplæging er frumþáttur
vinnslunnar. Á sama hátt má
heita óreyndur sá sjálfsagði bú-
hnykkur við forræktun, að
plægja niður mikið magn af bú-
fjáráburði, að loknum grænfóð-
ursslætti, áður en landið er búið
undir grasfræsáningu og fræinu
sáð.
Á ÞRENNT VIL ÉG
MINNAST. —
Þrennt er það sem ég tel mikil
vægast og augljósast til bóta
við að rækta grænfóður í ný-
ræktarflögunum að minnsta
kosti eitt ár, en ógjarnan meira
en tvö ár, áður en landið er
gert að túni með grasfræsán-
ingu:
Verulega þýft land verður
ekki sléttað og jafnað svo að
í lagi sé nema með því að plægja
það tvisvar. Er þá sjálfgefið að
rækta í því grænfóður eitt sum-
ar, sem forræktun. Tyrfið og
seigt mýrlendi, þótt elrki sé það
stórþýft, verður að plægja
tvisvar til þrisvar sinnum til
þess að það taki að fúna og
myldast áður en það er gert að
túni. Samhliða því sígur mýrin
og jafnast. Grænfóðrið hjálpar
drjúgum til að feyja torfið leysa
næringarefnin. Þá er til lítils
barizt að rækta mýrar allvel auð
ugar af torleystri jurtanæringu-
ef ekki væri með heppilegri
vinnslu og forræktun reynt að
losa um næringarefnin, svo að
þau notist túngróðrinum.
Annað atriði sem blátt áfram
kallar á nokkra forræktun við
hart nær alla nýræktun, er hin
brýna og nær ófrávíkjanlega
þörf á að koma ríkulegu magni
af búfjáráburði niður í jörðina,
sem á að verða að túni. Niður í
moldina með hann, þarf að verða
kjörorð bændanna við meðferð
og notkun búfjáráburðarins. Og
þetta verður ekki gert svo að í
lagi sé nema með því að plægja
áburðinn niður, samfara því að
grænfóður er ræktað í nýrækt-
arflaginu samsumars. Áburður-
inn plægður niður að haustinu
að loknum grænfóðurslætti.
Það er marg sannað að bú-
fjáráburðurinn nýtist tvöfalt og
jafnvel þrefalt betur þegar hann
er plægður niður heldur en við
yfirbreiðslu. Að herfa áburðinn
niður í flögin er ekki hálfur
vinningur, plægingin er það sem
gildir. Þetta er ekkert hégóma
mál, en hefir þvi miður verið að
engu haft við jarðrækt hér á
landi eiginlega alla tíð síðan
ofanristuaðferðin lagðist niður
— af eðlilegum ástæðum. En að
sjálfsögðu stoðar ekki að ræða
þetta við þá oflærðu menn sem
telja að búfjáráburðurinn sé
einskis nýtur, það borgi sig ekki
að nota hann, mykjan sé bezt
komin í bæjarlækinn.
Þriðja atriðið sem mælir með
forræktun, alltaf eitt sumar,
stundum tvö, en helst ekki leng
•ur, er þörf bóndans að hafa
grænfóður til gjafar annað hvort
ferskt að haustinu eða sem vot-
hey að vetrinum.
— Þetta eru boðorðin þrjú um
grænfóður og forræktun, sem ég
fæ ekki séð að verði svo auð-
veldlega strikuð út sem „úrelt
fræði.“ Svo þegar bóndinn telur
sér ekki lengur neinn akk í því
að auka við sig nýræktuðu
landi, finnst túnið vera orðið
nógu stórt, þá, og oft löngu fyrr
en það kemur að verkefninu
stóra að endurrækta túnin, sum
léleg, önnur skárri, en oftast og
nær öll undir þá gleðilegu sök
seld, að það er auðvelt og arð-
samlegt að bæta þau með skyn-
samlegri endurræktun, með
þeirri þekkingu og tækni sem
við ráðum yíir, ef við aðeins vilj
um nota hana, og búnaðarfræðsl
an og búnaðarlöggjöfin greiðir
fyrir því á eðlilegan hátt á, að
sú þekking og tækni komist í
gagnið.
IX.
ENN ÞÁ EITT. —
Ég vil ekki skiljast svo við
þessa umræðu um „úreltu fræð-
in“ okkar úreltu mannanna, að
ég minnist ekki á eina þá aðferð
við nýræktun, sem vel má líka
kalla forræktun, þótt með nokk
uð sérstökum hætti sé. Mér er
aðferðin gamalkunn frá æskuár-
um austur á Jaðri, ræddi um
hana í bókinni Ræktun 1928,
hefi vikið að henni oft síðan og
síðast 1968. Þetta er einfaldlega,
að hraðrækta landið, sérstak-
lega ef um mýrlendi er að ræða,
og sá í það til túns þegar á
fyrsta ári, svo sem hér er nú
mest tíðkað að gera Nota svo
túnið, þannig að harkaræktað,
til slægr.a og beitar í 3—4 ár.
Svo er þetta tún plægt að nýju
og unnið að fullu, missig jafnað,
búfjáráburður í ríkulegum mæli
Framhald á bls. 23