Morgunblaðið - 21.03.1970, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.03.1970, Qupperneq 8
8 MOBGUISrBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1970 STEÉI HALLDtiRSSON á slódum oeskumar Háskólastúdentar efndu til nýstárlegs fundar í Sigtúni sl. mánudagskvöld. Fulltrúar stúdenta og liðsmenn hljóm- sveitanna Trúbrots og Nátt- úru ræddu ýmis dægurmál, svo sem notkun fíkniefna, sér í lagi marijuana og hasshis, hið svonefnda „kommúnu- líf“ eða bópfjölskyldulíf og fleira. Fjölmargir stúdentar sóttu samkomuna og sýndu umræðunum mikinn áhuga, þó að þær hafi ekki heppnazt sem skyldi. Munaði þar mestu, að fulltrúar stúdent- anna höfðu undirbúið sig vandlega fyrir umræðumar og gátu óspart vitnað i alls konar skýrslur og heimildir, en liðsmenn hljómsveitanna gátu í fátt annað vitnað en sína eigin reynslu, og henni vildu þeir alls ekki lýsa. En þrátt fyrir þetta voro umræð- urnar skemmtilegar og margt fróðlegt kom fram. Mikla kátínu vöktu hnyttin tilsvör Karls Sighvatssonar, Trú- brjóts, og einnig voru athygl- Lsverðar umræður um fíkni- efnin frá læknis- og lögfræði- legum sjónarhólum, en það voru þeir Pálmi Frímannsson, læknanemi og Baldur Guð- laugsson, laganemi, sem sáu um þessar hliðar málanna. A undan og eftir umræðunum léku hljómsveitimar Trúbrot og Náttúra og var það fram- lag hljómlistarmannanna til fundarins mun athyglisverð- ara og betra en hitt, sem að umræðunum snerL VARÚÐ Þetta er nýja hljómsveit- in VARÚÐ, sem kom fyrst fram í Tjamarbúð í gær- kvöldi. Hún lætur aftur í sér heyra þar í kvöld, en þangað til verða menn að láta sér nægja að skoða myndina af hljómsveitinni. Hljómsveitina skipa: Erlingur H. Garðars- son (bassi), Hreiðar Sigur- jónsson (saxófónn, klarinett), Pétur S. Hallgrímsson (tromm ur), Asgeir Valdimarsson (gítar), Smári Haraldsson (orgel, flauta) og Sigrún Sig- marsdóttir (söngkona). Sam-festival, hið annað í röðinni, fór fram í Glaumbæ s.I. þriðjudagskvöld. Skráðir þátttakendur voru alls átta, en sjö mættu til leiks. Léku þeir listir sínar við góðar und irtektir áhorfenda, en mjög háði þeim, að framkvæmd festivalsins var fyrir neðan flestar hellur. SLÓÐAR Ekki áttu forráðamenn Samúels þó alla sök þar á. I>að kom nefnilega enn einu sinni greinilega í ljós, að ung ir hljóðfæraleikarar hér á landi eru langflestir voðaleg ir slóðar, geta aldrei eða næst um því aldrei byrjað á rétt- um tíma, aldrei eða næstum því aldrei geta þeir verið bún ir að stilla upp og ganga frá hljóðfærunum áður en ballið byrjar, og aldrei eða næstum aldrei geta þeir haft hljóðfær in og magnarana fullkomlega í lagi. Það er til lítils að vera með biluð hljóðfæri fyrir hundruð þúsunda króna. Það er til lítils að vera að auglýsa að skemmtun hefjist klukkan níu, ef hljómsveitin er ekki búin að stilla hljóðfærunum upp fyrr en hálf tiu og byrj ar að spila klukkan tiu. Ég veit af eigin raun, að hljóð- færaleikur er bæði erfið og ótrygg atvinnugrein, að hljóð færin bila bara þegar þeim sjálfum sýnist svo, að oft og tíðum virðist allt hjálpast að til að gera hljómsveitunum erfitt fyrir, en samt ætla ég að vona, að hér eftir sjái sem flestar eða allra hljómsveit- irnar sóma sinn í því, að byrja alltaf að spila á réttum tíma með hljóðfærin í full- komnu lagi. LÍTT SPENNANDI Þessu Sam-festivali mátti skipta í þrjá hluta: I. þrjár meðalgóðar hljómsveitir (Bólu-Hjálmar, Opus 4 og Plantan), II. Kombó (Þórðar Hall?) og III. þrjár góðar og athyglisverðar hljómsveitir (Acropolis, Nýtt Blues Comp any og Nýju Tatarar). Hljómsveitimar þrjár í I. hluta vom alls ekki leiðin- legar, en hins vegar vantaði þær eitthvað spennandi í flutning sinn. Bólu-hjálmar fluttu ágæta tónlist, en eiga þó eftir að ná mun betur sam an. Opus 4 gerðu Bítlalaginu „She‘s A Woman" mjög góð Glaum- bæjar- gaman Samúels skil, en hins vegar var seinna lagið þeirra, kortérslangt frumsamið verk í frjálsu formi, sjö eða átta mínútum of langt. Þegar fóík er farið að hugsa: Hvenær hætta þeir eiginlega, þá er komið meira en nóg. Ég er viss um, að Opus 4 hefði hlotið mun betri móttökur, ef þeir hefðu vand að lagavalið meira. Plantan gerði sömu skyssu og svo margar aðrar af nýrri hljóm sveitunum: Að reyna að flytja lög, sem þeir ráða ekki al- mennilega við. KOMBÓIÐ SLÓ f GEGN Kombóinu er erfitt að lýsa. Hljóðfærin voru óvenjuleg í hæsta máta, olíutunnur, teket ill, trékassi með einhverjum vírum á, bongó-trommur, ein hver furðuleg málmgrind eða statív, gítar, flauta og ýmis- legt fleira. Tónlistin var skemmtileg, sambland af afríkönskum trommuslætti, ís lenzkum rímnastefjum og all- flestum öðrum tónlistarstefn- um síðustu tuttugu alda. Auk tónlistarinnar fengu menn að heyra valda kafla úr búnaðarblöðum og nokkrar hestastökur. Undirtektir á- horfenda voru einstaklega góðar, enda átti Kombóið það skilið. Ég geri enga tilraun til að lýsa þessu kombói nán ar,en vonandi fáum við að sjá það í sjónvarpinu áður en langt um líður. ERFIÐLEIKAR Hljómsveitirnar þrjár í III. hluta áttu allar við erfiðleika að stríða. Acropolis gekk illa að komast af stað, og samstill ing hljóðfæranna var ekki góð. En eigi að síður gátu menn auðveldlega heyrt að hljómsveitin er bæði á réttri og einstaklega skemmtilegri leið. Blues-Company hið nýja stillti magnarana óþægilega hátt, svo hátt, að margir urðu að halda fyrir eyrun, en flutn ingur hljómsveitarinnar var afbragðsgóður og skemmtileg ur á að hlýða. Nýju-Tatarar voru allt of lengi að stilla hljóðfærin og gátu af þeim sökum ekki leikið nema eitt lag, en það var ágætt, og mjög ánægjulegt er, að hljómsveit in skuli vera komin af Stað aftur. Nýju-Óðmenn gátu . ekki komið fram að þessu sinni vegna ýmissa erfiðleika. Ég vona, að Samúel karl- inn haldi áfram með festivöl- in sín, en hitt ætla ég líka að vona, að hann stjómi þeim betur en hann hefur gert hingað til. Hljómsveitimar mættu líka hafa það í huga, að fólkið kemur til að heyra góða tónlist, en ekki til að horfa á alls konar tilfæring- ar á hljóðfærum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.