Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLA.ÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1970 19 Björg Einarsdóttir, Reykjaví k, Ásthildur Pétursdóttir, Ingi björg Ólafsdóttir og Valgerður Stefánsdóttir, allar úr Kópavogi. sotningu uim ýmis málefni þeirra. Á s.l. ári voru, að beiðnii stjómnar Baimibainidsins ,ti'lniefn!dir þin)g- mienm, einn frá hverj um þi-ng- fliotókianma, sem yrðu eins koniar tengiliður mi'lOd flokikaininia og sambanidsimis. Lanigar mig til þess að mimmast á eitt málefni, sem saimtoanidið hefur beitt sér fyrir, en það &r saarueininig sveitanfé- laga. Er þetta ákaiflieiga viðlkiv'æmt mál, og hefur einnig reynzt svo í iniágrairnnlalöniduinum, e>n þar hetf- Uir verið gerð ganigslkör að því að saimeima svedtairifélög og gera þau þaninig öfluigri og þar með virk- arii í ýmsum hagsm'uimamáilium íbúanina. Er nú til meðtferðar á Allþirngi fnumvarp, sem ætlað er að greiða fyrir sameinimgu, ef að lögum verðúr. REYKJAVÍK HEFUR ALGERA SÉRSTÖÐU Einis og áður segir um hlut- veúk sveitairfélaga eru umisvif þeirra mjög mismiumamidi milkil. Reykjavilk hieifiur allgera sérsitöðiu mieðail íslenZkra sveitarfélaiga vegnia fóllksifjölda oig fjárö'fluinar- möguilaika. Stærri katupstaðir miáligast það eðlilega helzt að komiaist þar nærri. Það hefur lengi verið svo að gengið hefur verið út frá því sem gefnium hlut að komuim, sem sæti eiga í sveit- arstjórnum, vaeri sérstaldtega ætlað að simma þar vissum verk- efnium, s.s. fnamfærsiumállum og m/álefnum, sem vaTða böm sér- stalkleiga. Ég minmtist þaste t.d. að í bar'niaiverndarniefnid hér í Reykja vík, Skipaðri 7 fuiltrúum, var ár- uim sairruam einin karlmaður. Þetta er þróum, sem er eklki alis kostar heppillag. Hvort tveggjia er að ■elklk'i verðiur á það fiallizt að sveit- anStjórnairistörf séu flbklkuð 1 kvennastörf annians vegar og kiairiaistörf hins vegar og einmitt hitt, að það á eiklki að sleppa körl uim við að siinina t.d. þeim málum, sem vairða börn og bamauppeldi. Nú þykir ykkur e.t.v. gæta moJdk urrar mótsagnar hjá mér, þegar ég vílk að einum málafioiklki, sem ég býst við að ‘koniur hafi öðru fremur 'álhuiga á, en það eru fé- iagsmál. Fyrirferðamesti útgjaMaibálikur inn í fjárbagsáætluin Reytejavík- urborgar árið 1970 eru félaigs- málin; 415 mdilj., sem slaigar hátt í að vena 'helminigur af nekstnar- útgjölidium, sem l'osa 1100 miilrj., ein af þessuim 415 millj. fara rúm- iega 240 miiijóntr til aiim'a/nina- trygginga og um 36 millj. í lög- boðin friamlög til sjóða, s.s. at- vinniu'leysiistr.sj., bj argráðasj óðs, bygginigairjóðs verkamanna. Undir félagsmálabállkinin kem- ur framifærSlan og ýmisiegt henni Skyit. Eiranig bairnaheiimiidi, vist- un oig suroardvöl barna o. fl. Fyrir niokkru voru félagsmálin endurskipulögð hjá Reyteja/víteur- boirg og stofniað félaigsmá'laráð og störf, sem áður heyrðu uindir ýms ar nefndir voru feldd undir fé- liagsmála'ráð. Þurfti nioteterar laga breytingar til þess að slíkt væri heimilt ag vonu þær heimiMir bundnar við Reýkjavik. Nú hef- ur verið lagifest Slik heimild til handia öðrum stöðum, sem þess kymnu að óska, en hér í Reykja- vík er reynsla góð af hirani nýju tilihöguin, Nú, þegar sveitarstjórnakosn- inigar fara í hönid, er áhugi á sveitarstjórnamálefnum meira vaikandi en élla. Nú er því æSki- l'egt tækifæri fyrir ykteiur, góðair fundiairlkoniur, til þess að bafa áhrif á stafnuimörteun ýkfcar fMkks, hver í sínu byggðarla'gi. Með óste um fansæl úrslit sveit arstjórnakosninganna ökikur og þair rn'eð oktear flöktei til handa, lýk ég þessuim orðum. Börn sem eru vanrækt eiga erfið unglingsár - sagði Sigurlaug Bjarnason kenn- ari og varaborgarstjórnarfulltr. Síðust á mælendaskrá var Sig urlaug Bjarnadóttir, kennari og varafulltrúi í Borgarstjórn Reykjavíkur. Ræddi hún um æskulýðs- og barnaverndarmál. í upphafi máls síns ræddi hún m.a. um hve athygli uppeldis- fræðinga beindist nú í vaxandi mæli að frumbernskuskeiðinu, og reynslan hefði að jafnaði verið sú, að börn sem alizt hafa upp við almenna vanrækslu og upp- eldisleysi ættu fyrir höndum erf- ið unglingsár, lentu í andstöðu og árekstrum við umhverfi sitt og liðu jafnvel í versta tilfelii skipbrot upp á lífstíð. Þó væru vissulega til dæmi um hið gagn- stæða, þ.e. að einstaklingar væru hreinlega það vel af guði gerðir að þeir risu í eigin krafti yfir erfiðleikana og kæmust klakklaust og jafnvel með sóma á leiðarenda. Væri það vissulega gleðiefni að vaxandi skilningur væri fyrir hendi á mikilvægi hins fyrirbyggjandi starfs. Sigurlaug sagði: í barnavemdarmálum kemur þetta m.a. fram í breyttu við- horfi frá því áður var, þegar talið var helzta og reyndar eina nothæfa úrræðið að fjarlægja barnið frá foreldraheimili sínu og flytja það sem lengzt í burtu, svo slitin væru sem rækilegust öll fjölskyldutengsl. Nú er þvert á móti litið svo á, að skylt sé að vernda, ekki aðeins barnið sjálft, heldur jafnframt fjöl- skyldu þess og heimili og styðja það og endurhæfa með margvís- legri félagslegri og oft fjárhags- legri aðstoð. Síðar í máli sínu kom Sigur- laug, að þeirri blekkingu sem margir foreldrar stæðu í gagn- vart uppeldismálum: Algengt er að þeir taka ekki eftir vanda- málunum þegar þau eru í upp- siglingu, þ.e. þegar börnin eru lítil og við eigum alls kostar við þau, en vöknum svo allt í einu upp við vondan draum, þegar sjálfstæður og ótaminn vilji barnanna brýzt fram og fer eig- in götur, hvað sem hver segir, af því hreinlega að við höfum sofið á verðinum. Mikið hefur verið rætt um hin svokölluðu unglingavandamál, snarvitlausa táninga og loðin- lubba, sem gera sína góðu for- eldra gráhærða fyrir aldur fram með alla vega skrípislegu — eða þaðan af alvarlegra athæfi. Nokkur huggun er það e.t.v. að ástandið í þessum efnum kvað vera sínu alvarlegra með ýmsum nágrannaþjóðum okkar og það er staðreynd, að enn er hér miklu færra um unglingaafbrot en í ýmsum öðrum löndum, þótt þau raunar færist ískyggilega í vöxt að því er séð verður af skýrslum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Drap Sigurlaug í þessu sambandi á hina aðkall- andi nauðsyn á sérstökum vist- heimilum fyrir þessa afbrota- unglinga — sérstaklega stúlkna heimili — en ekkert slíkt væri til. Sigurlaug ræddi um óeirðir ungs fólks úti í heimi og vék síðan nokkrum orðum að hvað Sigurlaug Bjarnadóttir Valdið gæti óánægju íslenzkra ungmenna, sem alizt hafa upp í stéttlausu þjóðfélagi við alls- nægtir og félagslegt öryggi. Or- sakir þess væru eflaust marg- víslegar. Minntist Sigurlaug á nokkur atriði er gætu verið or- sakir til slíkrar hegðunar ung- menna: — Ég held, sagði hún, — að enginn vafi sé að hér er í og með um hreint tízkufyrirbæri að ræða, eða venjulega eftiröpun, — hræðslu við að skera sig úr hópnum og teljast íhaldssamur og gamaldags. Á það raunar ekki við um unglingana eina. Þessi hræðsla er orðin ískyggi- lega almenn. Saman við þetta blandast svo ugglaus fróm og einlæg ósk um að bjarga bág- stöddum heimi, hugsjón um full- komið og óspillt þjóðfélag, ham- ingju til handa hverjum og ein- um. Þennan þátt tel ég að alls ekki megi vanmeta, þó að okkur ung sýnist aðferðir og röksemdir þessa unga fólks stundum dálít- ið skringilegar og byggðar á litlu raunsæi. í þriðja lagi hefur mér oft dottið í hug — sagði Sigurlaug — að ein ástæðan fyrir þessum einkennilega lífsleiða, sem verð- ur vart hjá alltof mörgu korn- ungu fólki, kunni að liggja í uppeldi, sem það hlaut á árum óeðlilegs peningaflóðs og taum- lausrar eyðslu. Það fékk allt sem hugurinn girntist, þurfti ekki einu sinni að biðja um það, hvað þá að láta sig dreyma um það. Þá koma mér í hug orð Þórarins heitins Björnssonar, skólameistara, hins ágæta skóla- manns og mannvinar. Hann sagði einu sinni í skólaslitaræðu, er hann talaði um uppeldisleg vandamál líðandi stundar, að það væri verið „að ræna draum- inum úr lífi íslenzks æskufólks". Vildi skólameistari ekki með þeim orðum benda á og vara við hömluleysi og áfergju í að hreppa 1 augnablikinu öll lífs- ins hnoss æt og óæt, fyrirhafn- arlaust, svo að leiddi til ótíma- bærrar fullsaðningar, kæruleys- is og leiða. Hver ætti þarna að bera ábyrgðina fremur en foreldrar eða aðrir uppalendur, sem í skammsýni sinni eða hugsunar- leysi telja sjálfsagt, að þetta blessaða frelsi til að bruðla með hvers kyns verðmæti sé vænlegt til að tryggja þroska og ham- ingju barna þeirra. Sannleikurinn er sá, að börn og unglingar vilja búa við að- hald og aga bæði frá heimili og skóla, — sé honum beitt af skiln ingi, réttlæti og sýnilegri um- hyggju fyrir velferð þeirra. Það stuðlar tvímælalaust að þeirri öryggiskennd og jafnvægi, sem svo átakanlega skortir hjá mörg um unglingum. Það er haft fyrir satt, að ungt fólk í dag taki fyrr út líkam- legan þroska en áður var, telp- ur séu jafnvel kynþroska um 13 ára. Á sama tíma hrúgast upp á markaðnum hvers konar lyf og tæki til getnaðarvarna, er raun- ar áttu upphaflega að ráða bót á vandamálum hungrandi of- fj ölgunarþ j óða, er í fáfræði sinni og menntunarleysi kunna hvorki né vilja færa sér í nyt slík menningartæki. En hjá okkur, hinum upplýst ari þjóðum, er „pillan“ komin í tízku með stórkostlegum ár- angri, og víst er að áfanganum í kvartmilljón íslendinga, seink ar aS mun með sama áframhaldi. Ég tel í sjálfu sér ekki rétt að amast við „pillunni“ í ábyrg- um höndum, geti hún raunveru- lega leyst úr vandamálum fólks. Ræddi Sigurlaug þá um áhætt- una varðandi líkamlegt og and- legt heilbrigði unglingsstúlkna í sambandi við „pilluna", og um það, hvort læknum bæri ekki skylda til að fræða almenning um hvað hér er að gerast. Þá vék Sigurlaug máli sínu að mjög athyglisverðu málefni, þ.e. hvort ekki sé orðið meira en tímabært að taka upp kynlífs- fræðslu í íslenzkum skólum. Mér er ekki grunlaust um, sagði hún, að fáfræði flestra unglinga, ótti og viðkvæmni í þessum mál- um, leiði til ýmiss konar ankanna háttar og öryggisleysis, sem varla var á bætandi fyrir. Það kann að vera álitamál á hvaða aldursstigi^ ætti að hefja slíka fræðslu. Ég hefi nýlega heyrt reyndan og ágætan skólamann halda því fram að hún þyrfti að hefjast um 8—9 ára aldur í sam- bandi við nám um líkama manns- ins. Alla vega þyrfti hún að vera í höndum hæfra manna, sem leystu hana af hendi af kunn- áttu og eðlilegu hispursleysi. Væru þá ekki einmitt læknar (auðvitað ekki í hvítum slopp) rétti aðilinn. Og það er á fleiri sviðum, sem við þurfum að tengja æskulýðs- og fræðslumál nánar en nú er gert. Við þyrftum að efla stór- lega fræðslu unglinga um áfengi, reykingar, eiturlyf og síðast en ekki sízt í almennri siðrænni þjóðfélagsfræði, þar sem mann- leg viðskipti, réttindi og skyld- ur einstaklinga við umhverfi og þjóðfélag væru látin sitja í fyr irrúmi fyrir skiptingu landsins í hreppa og sýslur og þar fram eftir götunum. Annað atriði, sagði Sigurlaug ennfremur, — sem heimfæra mætti jafnt undir æskulýðsmál sem fræðslu- eða skólamál, er nauðsyn á sálfræðilegri þjón ustu við alla stærri skóla. Fé- lagsleg umhyggja íslenzkra skóla í dag fyrir nemendum sín- um er vissulega ekki upp á marga fiska. — Sálfræðideild skóla í Reykjavík er vissulega spor í rétta átt, en nær vitan- lega skammt til að sinna þeim verkefnum, sem sinna þyrfti. Að lokum sagði Sigurlaug: — Já, það ber allt að sama brunni. Við þurfum hér, eins og á öðrum sviðum í vaxandi mæli á sérfræðilegri ráðgjöf að halda, eftir því, sem þjóðfélagið verð- ur margbrotnara og sérhæfðara. Samt tel ég ástæðu til að minna á, að hvað sem líður ágæti og nauðsyn á alls kyns sérfræðing' um og sérfræðilegum stofnunum, að þegar börn og uppeldi eiga í hlut, þá hljóta það enn sem fyrr að verða foreldrar og heim ili sem stærstu og ábvrgðar- mesta hlutverkinu hafa að gegna. vík og Hulda Vilmund ardóttir, Grundarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.