Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1S70 O — Þú ert mikið í hesta- mennsku, Pétur? — Jú rétt er það, og sæti á ég í undirbúningsnefnd að landsmóti hestamanna, sem á- kveðið er að halda í Skógar- hólum 10. til 12. júlí í sumar. Búast má við miklu fjölmenni á mótið, og vitum við þegar um hátt á fimmta hundrað út ■ lendinga, eigendur íslenzkra hrossa erlendis, sem feoðað hafa komu sína á mótið. Eru það aðallega Danir og Þjóð- verjar. Samkvæmt þessum töl um má búast við því, að út- lendingarnir verði allt að 1000 á mótinu og fjölmenni íslendingar sem áður á mót- ið, má búast við að um 10 þús und manns sæki það. Að móti þessu standa Búnaðarfélag ís- lands og Landssamband hesta manna, sagði Pétur að lokum. Skólahúsið og sundlaug í Mosfellssveit. Pétur Hjálmsson. skyld efni. Fundurinn var fjölsóttur og gerður góður rómur að ræðum ræðumanna. Var ákveðið að annar fund- ur yrði haldinn í Fólkvangi og til hans boðið Gunnari Guðbjartssyni, formanni Stétt Magnúsi Sigsteinssyni, ráðu- arsambands bænda og naut hjá Búnaðarfélagi ís- lands. Fund þennan á að halda í dag (laugardag) og má búast við fjörugum um- ræðum um verðlagsmál bænda. A 5. hundrað erlendra á Skógarhólamótið til neydda til þess að hætta mjólkurframleiðslu. Þrjú at- riði valda þar mestu — of fáar kýr, ófullnægjandi húsa kynni og heimkeyrslur slæm- ar eða ekki nógu góðar. Víða hefur þó verið reynt að bæta úr síðasta atriðinu, en þar sem heimreið er löng hefur ekki verið unnt að koma því við. — Bíl þennan eiga Borg- firðingar og annast hann einn ig mjólkurflutninga ofan af Hvalfjarðarströnd. Meðalverð á tanki, sem bændur þurfa að fá sér vegna þess fyrirkomu- lags er um 120 til 130 þús- und krónur. Verða bændur að greiða um það bil helming stofnkostnaðarins þegar í stað. Er það erfitt, þegar vit- að er að þeir eru tekjulitlir fyrir. — Kostir þessara mjólkur- flutninga eru hins vegar marg ir — sagði Pétur. Flutnings- kostnaður er minni og mjólk in verður betri. Möguleiki er á að halda réttu hitastigi á mjólkin komist nokkum tíma verið settur upp útbúnaður, sem kemur í veg fyrir það að mjólkin komizt nokkurn tíma í snertingu við fjósloftið. Eru þá mjaltavélarnar tengdar tönkunum óg mjólkin rennur beint í þá. Fleiri og fleiri bændur koma sér nú upp slík um útbúnaði. — Ástandið í heybirgðamál um er fremur slæmt alls stað- ar, hey eru léleg og ef seint vorar má búast við vandræða ástandi. Þó tel ég — sagði Pétur að bændur hér séu bet ur heyjaðir en t.d.' fyrir aust an fjall. Vjð rannsókn á hey- birgðum kom fram að yfirleitt vantaði ekki mikil hey — víð ast eitthvað og á einstaka bæ var ástandið svo slæmt að vantaði allt að helming hey- fóðurs í meðalári. — Félagslíf í sveitinni er dágott. Þegar hefur verið haldinn einn bændafundur eftir áramótin. Jóhannes Ei- ríksson ráðunautur hjá Bún- aðarfélaginu og Guðbrandur Hlíðar, dýralæknir hjá Mjólk urstöðinni í Reykjavík komu og fjölluðu um mjaltir og Fréttir úr Kjósar- sýslu Samtal við fréttaritara Morgunhlaðsins Pétur Hjálmsson \ Pétur Hjálmsson, ráðunaut 4 ur Búnaðarsambands Kjalar- nessþings er fréttaritari Mbl. í ' Kjósarsýslu. Nýlega hittum við Pétur að máli og spurðum hann frétta úr þessari ná- grannabyggð Reykjavíkur. Siðastliðið sumar vann Pét- ur að skurðmælingum og mæl ingum fyrir lokræsi á svæð- inu frá Þjórsá, vestur og norður í Fljót í Skagafirði. Miklir erfiðleikar voru þá við þessi störf vegna bleytu, sem kom sérstaklega niður á Ilokræsaplógnum, sem sleppa varð verkefnum á stórum svæðum af þeim sökum. Við spurðum Pétur fyrst að því, hvort einhverjar nýjungar væru í búrekstri bænda í Kjósarsýslu, og liann svar- aði: — Já á þessu ári var tekin upp sú nýbreytni, að byrjað var að flytja mjólk frá bænd unum í tönkum — sérstakur tankbíll kemur á bæina ann- an og þriðja hvern dag og dæl ir mjólkinni úr sérstökum tönkum, sem bændurnir eiga. Bændur voru nokkuð illa und ir þessa breytingu búnir fjár hagslega, en tankar þessir eru allir dýrir. Auk þess krefjast slíkir tankar nokkuð stórra kúabúa — svo að nokkrir bændur hafa séð sig Að loknu prófkjöri Hugleiðingar um lista Sjálfstæðisflokksins Andrés Önd endur tekur hátíðina — Lionsmenn afla fjár til starfsemi sinnar Tvö atriði um skipan borgar- stjórnarlistans. Eftir prófkjör er almennur á- hugi fyrir því að þau verði tek- in til athugunar, og viðunandi lausn fundin á því máli. KONA I BORGARSTJÓRN Bæði er það mikið réttlætis- mál og yrði einnig til að renna enn frekari stoðum undir sigur okkar í kosningunum, sem í hönd fara, að fulltrúi kvenna haldi sínu sæti. Á mörgum undanförn- um kjörtímabilum hefur kona skipað sæti á listanum, og sú hefð skapazt, sem ég veit með vissu að allir kjósendur flokks- ins eru sammála um og ánægðir með, enda eru þau mál til með- ferðar í borgarstjórn hverju sinni sem nauðsynlegt er að kona fjalli um. Þær konur sem setið hafa í borgarstjórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, hafa verið prýði borgarinnar og notið trausts og virðingar allra borgarbúa. Við hinir • almennu borgarar getum vart hugsað okkur annað en þeim sé sú virðing sýnd að eiga þar fulltrúa áfram. FULLTRÚI SJÓMANNA Bein tengsl við hina lífrænu atvinnuvegi eru einnig nauðsyn leg. Verkamenn, verzlunarmenn og iðnverkafólk hafa öll átt sinn fulltrúa í borgarstjórn, ágætis- menn sem hafa unnið gott starf. Er ekki einmitt nú röðin komin að sjómönnum? Sjávarútvegur er stór þáttur í borgarlífinu og nú stendur fyr ir dyrum endurnýjun togaraflot- ans, einnig og ekki síður útgerð stærri og minni báta. Allur rekst ur og skipulagning þessa at- vinnuvegar verður í deiglunni nú í næstu framtíð. Hér virðist hrein nauðsyn að maður með þekkingu og reynslu á þessu sviði, sem getur gert tillögur og gefið upplýsingar frá fyrstu hendi, sé þarna með í ráðum. Á próflistanum voru tveir sjó- menn, skipstjórarnir Gunnar Magnússon og Haraldur Ágústs- son, landsþekktir athafnamenn með dýrmæta reynslu og þekk- ingu á sjávarútvegi. Einnig njóta þeir trausts og virðingar langt út fyrir allar pólitískar markalín ur. Haraldur reyndar brautryðj andi á sviði nýrrar tækni við veiðarnar (kraftblökkin), það yrði ómetanlegt og reyndar nauð synlegt að hafa annan hvorn þessara manna við, þegar ákvarð anir verða teknar um endur- skipulagningu og áframhaldandi rekstur þessa atvinnuvegar. Svo er líka önnur hlið á þessu máli. Þar sem Reykjavík er höfuð- vígi Sjálfstæðisflokksins er listi flokksins skoðaður og metinn um land allt. Það yrði mikill styrk- ur fyrir flokkinn í hinum mörgu útgerðarbæjum og þorpum lands ins, ef slíkir menn sem Gunnar eða Haraldur tækju sæti á list- anum hér í Reykjavík. Það að ég legg til að athugað verði, að færa konu og sjómann upp á ör- uggt sæti á listanum er af póli- tískri nauðsyn. Ég vil taka það mjög sterkt fram, að það er ekki af því að ég hafi ekki fullt traust á öllum þeim, sem flest atkvæði fengu í prófkjörinu, þvert á móti, þeir eru allir mikilhæfir sómamenn sem full sæmd er í að fylgja. En hvernig sem listinn nú end anlega verður skipaður, þá mun um við berjast til sigurs fyrir áframhaldandi stjórn Sjálfstæðis manna í borginni. Andstæðingarnir munu finna að það er ekki nóg að vera alltaf og ævinlega á móti öllu sem gert er, og þá alveg sérstak- lega ef það er eitthvað stórt í sniðum, því meðalmennska og neikvæður afturhaldsáróður er ekki að skapi okkar Reykvík- inga. Magnús Sigurjónsson. „ANDRÉS ÖND og félagar“ nefnist bamaskemmtun er Lions klúbburinn Þór gengst fyrir í Háskólabíói n.k. sunnuðag. Er skemmtunin lialdin til fjáröflun ar fyrir starfsemi klúbbsins, og rennur allur ágóðinn til Bama- heimilisins að Tjaldamesi í Mos fellssveit og til líknarsjóðs Þórs. Klúbburinn hefur á undanförn- um árum styrkt bamaheimilið í Tjaldarnesi verulega með fjár- framlögum. Lionsklúbburinn hélt sams konar barnasikemmtun 8. marz sl. og urðu þá margir frá að hverfa, þannig að áikveðið var að endurtaka skemmtunina. Fyrst verða sýndar kvikmyndir af Andrési önd, Mikka mús o.fl. vinum barnanna, en síðan munu Omar Ragnarsson og Svavar Gests skenmmta börmunuim. Óm- ar mun syngja gamanvísur við þeirra hæfi og Svavar kynnir og stjórnar spurningakeppni og söng barnanna. Myndir af Andr- ési önd og félögum, upplímd- ar á plast, verða veittar í verð- laun í spurningakeppninni. Þegar börnin fara út af skemmtuninni fá þau svo öll sérstakan gjafapakka frá Andr- ési önd, en í þeim pakka eru m.a. húfa, smell, sólskyggni, merki o. fl. Til þess að þessi af- hending gangi greiðlega fyrir sig verður hópur Lions-manna á staðnuln til leiðbeiningar og að- stoðar eftir þörfum. Forsala á aðgöngumiðum mun verða á laugardag í Bókaverzl- un Lárusar Blöndal og Jónasar Rofabæ 7, svo og í Háskólabíói, en þar verða einnig seldir mið- ar á sunnudaginn. BÍLAR Votkswapen '64 ekinn 38 þ. km. Cortina '65 bíll í sérflokki. Toyota Corona vel með farinn. Dodge Dart 2ja dyra ekinn 26 þúsund. Volvo N-88 '66 vörubifreið, greiðsla í skuldabréfum mögu- leg. jmd&undímlmmr GUÐMUNDAR Bergþóru«ötu 3. Sfmar 19432, 20070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.