Morgunblaðið - 24.03.1970, Síða 4

Morgunblaðið - 24.03.1970, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1970 22*0*22* RAUDARÁRSTÍG 31, MAGNÚSAR íKIPHOlTI 21 SIMAR 21190 eWrlokunjImi 40381 -=^—25555 1^14444 wjuern BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiíerðabifretö-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna bílalcujun AKBBAUT Lækkuð leigugjöld. r * 8-23-47 sendum HÖRÐUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstræti 14 símar 10332 og 35673. RAGNAR JÓNSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla Hverfisgata 14. - Sími 17752. FYRSTA FLOKKS FRÁ FONIX Meft eínum hnappi veljið þér rétte þvottekerfið, og • •. • KiRK Centrif ugal -Wash þvær, hiter, sýður, margskolar og þeytivindur, eftir þvf sem vift á, AILAN ÞVOH — ÖLL EFNI, olgeriega sjólfvirkt. # 3ja hólfa þvottaefnisskúffa tekur sópuskammfa og skoiefni strax. # Kunn fyrir afbragfts þvott og góftu, tvívirku þeytivindinguna. # Hljóftur og titringslaus gangur. # Bæfti tromla og vatnsker úr ryft- fríu stóli. Nylonhúftoftur kassi. # Ytra lokift er til prýfti og öryggis, og opift myndar þaft borft til þæg- inda vift fyllingu og losun. # innra lokift er til enn frekara ör- yggis, er ó sjólfu vatnskerinu og hefur þykkan, varonlegan þéttihring. # Innbyggingarmöguleikar: stöÖluft mól, stilingar og sópuhólf á fram- hlift. SÍMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10 0 „Búddistakirkjan“ í Saigon „TJmvöndunarsöm" skrifar: „Kæri Velvakandi! Fyrir nokkru var sagt frá því í útvarpsfréttum, að skæruliðar Vietcong-kommúnista hefðu kast að sprengju inn f „Búddista- kirkju“ í Saígon í Suður-Víet- nam og drepið og sært fjölda manns, sem þarna mun hafa ver ið við trúariðkanir. Nú langar mig til þess að fá um það úrskurð málfróðra manna hvort búddatrúarmenn geti átt sér kirkju. Ég hefði haldið, að þeir gætu komið saman í hofi, musteri, bænhúsi, samkomuhúsi o.s.frv„ en ekki í kirkju. Fram að þessu hef ég álitið, að kristn- ir menn hefðu einkarétt á þessu orði. Hafi ég rangt fyrir mér, þætti mér gott að fá það rök- stutt. Umvöndunarsöm." Velvakanda finnst óviðkunnan legt að nota orðið „kirkja" um samkomuhús annarra trúflokka en kristinna manna. 0 Um óþrifnað á opinberum baðstöðum Bárður Sveinsson, laugarvörður, skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Asninn og musterið var yfir- skrift pistils, er Velvakandi birti fimmtud. 19. þ.m. Undirskrift: Sundlaugargestur. Enda þótt tónn inn í pistli þessum minnti á ýlu- strá, óska ég samt að leggja orð í belg. „Sundlaugargestur" gerir að umræðuefni saurgun í Laugax dals- og Vesturbæjarlaugum. Kennlr þar um slælegu eftirliti laugarvarða. Ég óska eftir, að „sundlaugar- gestur“ geri grein fyrir, á hvern hátt hann álíti, að laugarverðir geti komið í veg fyrir þvílíkar aðgerðir, sem þarna áttu sérstað kringum s.l. helgi, þar sem sjáan KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS Afgreiðslustúlka Vefnaðarvöruverzlun óskar að ráða sem fyrst helzt vana afgreiðslustúlku á aldrinum 20—40 ára hálfan daginn. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kaupmannasam- takanna Marargötu 2. WELLAFLEX inniheld ur SILICON, fer vel með hár yðar og hár- greiðslan endist lengur. Merkið tryggir gæðin Halldór Jónsson hf. Hafnarstræti 18 — Sími 22170. legt er, að annarlega hugsandi eða geðtruflaður maður gengur á milli lauganna dag eftir dag og gjörir sín stykki í þær. Ef „sund laugargestur“ álítur raunverulega, að það sé á færi laugarvarðanna að stemma stigu fyrir svona vérknaði, þá er honum þörf að athuga sinn eigin hugsanagang. 0 Veikur hlekkur í menningu íslendinga Um hlandlyktina í Sundhöll Reykjavíkur skal ég vera fáorð— ur, en ég kem daglega í baðskál- ann og hefi ekki fundið þar hlandlykt. Þó skal þess getið, að stíílur urðu þar einhverjar í nið- urföllum um þetta leyti, og voru fengnir sérþjálfaðir menn til að ná þeim úr, svo fljótt sem auð- ið varð. „Sundlaugargestur" varpar fram þeirri spumingu, hvernig menn umgangist baðstaðina, og er ég honum í rauninni þakklátur fyrir þá fyrirspurn. Tilefni þess, að ég tek upp þráðinn varðandi þessi mál, er einmitt það, að þar álít ég afar veikan hlekk 1 menningu íslendinga. 0 Saursparð í sundlaug í þessu sambandi leyfi ég mér að snúa máli mínu til aðstand- enda barna og þá sérstaklega til ykkar mæðra, að þið brýnið vel fyrir börnum ykkar, að þau þvoi vel allan líkama sinn, áður en gengið er til laugar. Sérstaklega er þó áríðandi, að þau þvoi vel endaþarm og kynfæri. >að kann að geta hent, að tiltölulega ung börn gleymi sér svo við leik sinn í lauginni, að þau missi óviljandi úr sér saursparð, en slíkt á ekki skylt við það, sem rætt var hér í upphafi, en þótt það sé sóðalegt og leitt, þá tel ég mjög óvíst, að það orsaki eins miklar sóttkveikj ur og það, sem einn illa þveginn búkur getur skjlið eftir í laugar- vatninu. Það hefir komið fyrir, að baðverðir hafi orðið að vísa frá lauginni, vegna þess að viðkom- andi hefir ekki fengizt til að þvo sér án sundfata, né á annan við- eigandi hátt. Og svo er það tyggigúimmíið. Það er auglýst, að notkun tyggi gúmís sé bönnuð I sundhöllinni, en það eru ennþá margir sund- hallargestir, sem ekki virðast skilja það bann. Afleiðingin er aukinn kostnaður borgarinnar við að láta fjarlægja stíflur úr rör- um, og jafnvel þarf þá að rífa leiðslur í því sambandi, auk óþrifnaðar ýmiss konar, sem tyggigúmmí veldur. Ég vil að endingu taka það fram, að línúr þessar eru algjör- lega skrifaðar á mína ábyrgð og án vitundar yfirmanna minna eða annarra, er hlut eiga að máli. Reykjavík, 21. marz 1970. Bárður Sveinsson, laugarvörður í Sundhöll Reykjavíkur.“ 0 „Rússneskar tölur“ NJí. skrifar: „Rússneskar tölur eru þær kall aðar þegar yfirvöldin í Rússlandi láta birta prósentutölur yfir fram leiðsluaukningu sína, t.d. í trakt- orasmíðum. Þeir segja eitthvað á þessa leið: Á síðasta ári jókst traktoraframleiðslan í þjóðfélagi voru mm 60 prósent. — En þess er ekki getið um leið, við hvaða tölu var miðað. Mér datt þetta í hug, er ég las þriggja dálka frétt í Mbl. um að sala á íslenzk- um varningi á tízkusýningu í Kaupmannahöfn hefði fjórfaldazt. Þar var ekki getið, við hvaða tölu var miðað, er þessum mikla árangri var náð. Svona tölur eru rússneskar tölur, sem allir venju legir menn hlæja að, og er furðu legt, að talsmenn opinberra eða hálfopinberra fyrirtækja skuli láta hafa svona eftir sér. Það væri þá um leið líka ástæða til að láta koma fram, hve miklu hafi verið til kostað vegna þátt- töku í þessari fatasýningu. í öllum bænum bjóðið ekki ís- lendingum upp á rússneskar töl ur næst þegar þið farið til þátt- töku í iðnsýningu, tökum það bara rólega og látum tölurnar tala sínu máli, sínu rétta máli, og þá verður myndin væntanlega rétt sein blaðalesendur eiga að fá.“ SKILAFRESTUR Vegna bænadaganna verður að skila get- raunaseðli nr. 12 fyrir miðvikudagskvöld til umboðsmanna. GETKAUNIR — íþróttamiðstöðin REYKJAVÍK. Blómlaukar Dahliur 45.— Begoniur 41.— Gloxeniur 46.— Gladiolur 8.— Anemónur einf. 6,— Anemónur tvöf. 7.— Sendum í póstkröfu um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.