Morgunblaðið - 24.03.1970, Page 7
MORGUNBILABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1070
7
Lengst milli landa á jörðunni
Um helgina var veðriS nærri
þvi ólýsanlega gott. Sól skein í
heiði allan daginn, og þegar
leið á þennan blessaða da«g á
iaugardaginn, mátti einnig sjá
tunglið okkar góða, og það ekki
af smærri gerðinni, því að það
blasti við okkur fullt á austur-
himni, gegnt lækkandi sól á
þeim vestri.
Mátti segja, að sól og tungl,
austrið og vestrið, mættust, í
þessari blíðskapartxð. Og auðvit
að lögðum við land undir fót,
og ókum sem leið liggur suður
alla Reykjanesbraut, en svo er
farið að nefna Keflavíkurveg-
inn núna, gogciim Kópavog,
framhjá Arnarnesi og Silfurtúni
ofanvert við Hafnarfjörð, fram-
hjá Jófríðarstaðaklaustri og Ás-
tjörn og síðan Kapellunni frið-
lýstu, að ógleymdri hinni stór-
fenglegu Álverksmiðju í
Straumsvík. Mikið er nú annars
fallegt í Straumi, og ekki sizt
á þessum árstíma. Að sjá túnin
„okkur“ — 'gul, bera við svart
hraunið og safírblátt hafið. Grái
gamburmosinn léði þessari
fögru mynd eitthvað af töfrum
Kjarvals, — og síðan Hvassa-
hraxm, sem ber nafnið með
réttu, — að sjá, hvernig hellu-
hraunið og gígarnir hafa sporð
reistst á misvíxl.
Og svo ókum við framhjá Kúa
Reykjanesvitinn trónar 73 metra yfir sjó.
Einhver skemmtilegasti hring
vegur i nágrenni þéttbýlisins við
Faxaflóa er vegurinn frá Grinda
vík að Reykjanesvita, þaðan
gegnum Hafnir til Keflavíkur,
en satt bezt að segja, er honum
ekki haldið alltof vel við, og
reyndum við það á laugardag-
inn. Væri ekki hægt að senda
hefil eftir honum og jafna til?
Við ökum nú sem leið liggur
í átt að Reykjanesvita. Kornurn
Eldey blasir við, þegar ekið er út Reykjanes.
gerði, sem fyrrum var mikill
áningarstaður, meðan menn
ferðuðust á hestum, því að
þarna var eini staðurinn við
veginn, milli Voga og Hafnar-
fjarðar, þar sem vatna mátti
hestum, — seinna var þetta án
ingarstaður Keflavíkurgangna
þar sem göngumenn fengu sér
kóka kóla.
Afstapahraun liggur fast við
Kúagerði, úfið apalhraun. Núer
Vatnsleysuströnd út við hafs-
auga, og fáir fara þar um,
nema þeir, sem velja gamla veg
inn til Voga, og það er sannar-
lega ómaksins vert, en ekki
meir um það að sinni.
Við höldum nú á hraðri ferð
upp á Strandaheiði og upp á
Vogastapann, en þar var talið
reimt fram á síðustu ár, og
Stapadraugurinn tók kurteislega
ofan „höfuðið" fyrir bílum, sem
framhjá þutu.
En við beygjum næst af veg-
inum til Grindavíkur, yfir Illa-
hraun, Skógfellahraun, framhjá
Svartengisflötum, þar sem
Grindvíkingar hafa haldið sum
arhátíðir sinar, fram hjá fjall-
inu Þorbirni og innan stuttrar
stundar erum við kominn niður
á bryggju í Grindavík. Það er
miður laugardagur. Verið er að
skipa upp loðnu úr einum bátn
um. Hún fellur eins og foss ofan
á bilpallinn, komin alla leið
austan frá Ingólfshöfða. Inn I
höfnina öslar Hilrnir frá Kefla
vik, hann hafði verið á netum á
Eldeyjarbanka, fiskað 4 tonn af
bolfiski, ýsu, þorski og ufsa. Úti
við sjóndeildarhringinn sést til
margra skipa á leið til lands.
Það er líí og fjör í Grindavik
þessa stundina. Næg atvinna og
allir eru ánægðir. Peningalyktin
úr verksmiðjuskorsteinunum
þykir hin bezta ilmlykt, og eng
inn amast við henni.
við næst að eyðibýlinu Húsa-
tóftum, en þar rétt hjá er svo
Staðarhverfið við Arfadalsvík.
Þar er kirkjugarður, en ekki er
nein byggð þar nú, nema á
sumrum. Þegar lengra dregur
út á nesið blasir Eldey við, en
þar er eins og kunnugt er ein-
hver mesta súlubyggð á heim-
inum. Atlantshafið blasir og við
í öllu sínu veldi, og brimaldan
gengur á land, grængolandi.
Þarna mun vera lengst á milli
landa á jarðarkringlunni, því að
næsta land í suðurátt er hvorki
meira né minna en Suðurskauts
landið.
Við gengum ekki upp i Reykja
nesvitann að þessu sinni, höfð-
um margoft komið þar áður, en
andi, hefur myndazt í vegin-
um. Rétt hjá sáum við, hvar bú
ið var að beizla borholu. Hún
leit ósköp sakleysislega út, en
ekki vorum við fyrr búin að
snúa við henni baki, en húntók
að gjósa með miklum gný, og
hefði áreiðanlega verið
óskemmtilegt að standa rétt hjá
henni, meðan þau ósköp gengu
yfir.
Þarna á vonandi eftir að rísa
stóx-fyrirtæki til sjóefnavinnslu
og breytir þá landslagið sjálf-
sagt um svip, en til þess munu
góðir menn vaíalaust verða, að
af hljótist sem minnst náttúru-
spjöll.
Við ökum síðan fram hjá
Sandvikunum, framhjá Hafnar-
bergi, sem er mikið fuglabjarg,
og flestum auðveld gönguleið
þangað, og þar er nóg að skoða.
Er næst farið framhjá Kalmans-
tjörn og Merkinesi, en síðan
komið í Hafnir. Þar er kirkju-
staður, en sóknarpresturinn sit-
ur í Grindavík. Hafnir er snot
urt lítið sjávarpláss, og þar í
grenndinni er mikið fuglalíf.
Og áður en okkur varir sveigj
um við meðfram Keflavikur-
flugvelli aftur niður á Keflavík
uxyeg, og þá er brautin bein
og breið til Reykjavíkur aftur.
Þessi hringvegur er Ijómandi
skemmtilegur og óhætt að mæla
með honum við fólk, sem löng-
un hefur til þess að skoða sig
um og sjá óspillta náttúru, sem
ekki er nú nema í örskotsfjar
lægð frá Reykjavík, en að lok-
um ítrekum við tilmæli okkar
til vegagerðarinnar, að lagfæra
veginn hið bráðasta, svo hann
sé auðfarinn öllum bílum, smá-
um sem stórum, og margur
ferðamaðurinn mun blessa þá
heiðursmenn fyrir. — FrS.
Valahnúkur á Reykjanesi (t.h.)
sú ganga er þó sannarlega þess
virði, að farinn sé, því að
þarna trónar vitinn í 73 metra
hæð yfir sjó, og þaðan er víð-
sýnt og fallegt. Við héldum
nœst að nýja hverasvæðinu, þar
sem fallegur hver, blár og bull-
UTI
f GÓÐA
VEÐRINU
vfsuKORN || SÁ NÆST BEZTI
öllum kostum útbúinn,
sem unnt er gjarða ljóni,
fjörugur, vakur, fótheppinn,
fallegur er hann Skjóni.
Guðrún Pálsdóttir.
Danival bóndi á Va4nsskarði var hestamaður mikill og ölkær eftlr
þvl. Hann tamdi sér fomt mál og notaði fornar málvenjur því meira,
sem hann var meira við skál. F.inu sinnl komst hann ekki hjálpar-
laust á ba* hestl sinum, sakir ölvunar, og varð honum þá að orði:
„Háir gerast nú hestar várir.“
KEFLAVlK BROTAMALMUR
Ung hjón ó&ka eftir 3ja—4ra herto. tbúð sem fyrst. Uppf. 1 síma 1835. Kaupi alífan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsfa. Nóatúni 27, simii 2-58-91.;
BAKARI ÓSKAR TEK BÖRN
eftir vinnu. THto. sendist bla&inu fyrir 3. aprii merttt: „8287"k til sumardvalar í sveit. aM- ur 3ja—9 ára. Uppl. i sirna 20331, næstu daga.
KEFLAVÍK — IBÚÐ STÚLKA ÓSKAR
2ja herto. íbúð óska&t til leigu í Kefiaviik. Uppl. í sima 1322. eftir að 'koma&t í sveit á Suðurla'ndi. Uppl. í síma 98-1136, Vestimannaeyjum.
3JA—4RA HERB. IBÚÐ KEFLAVlK
i Vesturtoænum óskast til feigu strax. Fyrirframgr. ef óskað er. Tilto. sendist Mtol. merkt: „8866". Trt söfu góð 3ja öexto. ibúð við Hátúm i Keflavík, sérinng. Fasteignasalan, Hafnarg. 27, Keflavík, simi 1420.
NOTAÐ MÓTATIMBUR VIL KAUPA
ós'kast til kaups. Uppl. I síma 50665. 4ra trl 7 tonna triHubát. strax. Uppl. í síma 37124.
TIL LEIGU Bröyt X 2, JCB 3-C og Fergu son gröfur. Tökum a'lte konar jarðvinnuverk í ókvæðis- og timav. Hlaðprýði hf. Simar 84090, 41735 og 37757. SKRIFSTOFUSTÚLKA ÓSKAST til mailoka. Góð laun. Góð vélritunarkunnóta skilyrði. — Möguleikar á fram-tíðarat- vinnu. Uppl. i síma 21150.
STAPAFELL — KEFLAVlK Fermingargjafir i mjög fjöt- breyttu únvafi. STAPAFELL, sími 1730 ÞÉTTUM STEINSTEYPT ÞÖK Erum umboðam er>n fyrir beimsþekkt jairðefni til þétt- ingar á steinsteyptum þök- um og þakrennum. Leitið tif- boða, sími 40258. Aðstoð sf.
KEFLAVlK — ATVINNA Stúlka ós'kast tiil skrifstofu- og verzlunarstarfa strax. STAPAFELL, simi 1730 HEITUR OG KALDUR MATUR Smurbraxxð og brauðtertur. Leiga á dúkum, gfösum, diskum og hnífapörum. Veizlustöð Kópavogs, sími 41616.
REIÐHJÓLA- og bamavagnaviðgerðir. — Notuð reiðhjól tif söki. Varahlutasala. Reiðhjólaverkstæðið Hátún 4 A, Nóatúnshúsið. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
Seffur þú
oft
yffir þig ?
Hér er rétta lausnin!
Rafmagnsvekjaraklukka sem hringir
á 10 mínútna fresti, þar til þú ferð
á fætur!
Tilvalin fermingagjöf.
Heimilistæki sf.
HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455.