Morgunblaðið - 24.03.1970, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1070
13
Lárus Jónsson framkvæmdastj. Fjórðungssambands Norðlendinga:
Ný togskip fyrir Reykvíkinga
og aðra landsmenn -
Uppi eru nú mikil áform um
a3 byggja nýtízku togskip e8a
togara fyrir landsmenn. Skoð-
anir eru skiptar um hagkvæma
stærð slíkra skipa, en þeim skip
um sem fyrirhugað er að
byggja er sammerkt, að gert
er ráð fyrir hallarekstri á þeim
miðað við þekkt fiskverð og
þann útgerðhr- og fjármagns-
kostnað skipanna, sem talinn er
óhjákvæmilegur. Rætt hefur
verið um að hið opinbera greiði
þennan halla fyrirfram af al-
mannafé og eru röksemdirnar
þær, að nýta megi fiskiðjuver
betur en ella með þessum hætti
og veita meiri atvinnu en ann-
ars væri unnt. Miklar umræð-
ur hafa orðið í blöðum út af
áformum Reykvíkinga um smíði
1000 lesta skuttogara. Aftur á
móti hefur almenningur síður
átt þess kost að kynnast sjónar
miðum ýmissa annarra aðila út
um land, sem hafa minni skip í
huga. Ætlunin með þessari
grein er sú, að bæta úr þessu
npplýsingamisræmi og draga úr
hættu á misskilningi, sem ým-
is blaðaummæli í máli þessu
gætu valdið.
VÖRUMST MISSKII.NING
Eftirfarandi ummæli eru við
höfð eftir formanni Atvinnu-
málanefndar Reykjavíkur, Birgi
ísl. Gunnarssyni, í Morgunblað
inu 6. marz sl., þegar sagt er
þar frá umræðum um togara-
mál í borgarstjórn: „Sjónarmið
þeirra, sem hyggja ekki á út-
gerð stærri togara eru andstæð
hagsmunum Rvíkur. Þessi mis-
munandi sjónarmið hafa skapað
vanda fyrir ríkisstjórnina og
við þetta vandamál þarf Al-
þingi að glíma á næstunni.“
Fólk, sem er ókunnugt mála-
vöxtum gæti hæglega misskil-
ið þetta þann veg, að óþekkir
sérvitringar og kröfugerðar-
menn út um land störfuðu að
því að leggja stein í götu
Reykvíkinga í togaramálum.
Slíkt væri lirapallegur misskiln
ingur, þar sem almennar rök-
semdir beggja fyrir sérstökum
aðgerðum ríkisvaldsins á þessu
siviði eru hinar sömu, þótt nið-
urstöður þessara aðila séu
ólíkar um stærð skipanna, eins
og nú horfir. Kjarni þessa máls
er í rauninni sóraeinfaldur:
Reykvíkingar vilja byggja 1000
tonna togara, sem þeir telja sig
þurfa og vilja fá rekstrarhalla
þeirra greiddan fyrirfram af al
mannafé, a.m.k. að hluta. Ýmsir
aðilar út um land vilja byggja
minni skuttogara, sem þeir telja
að tapi minna, en tapi þó. 'Eng-
an þarf að undra þótt fólk úti
á landsbyggðinni sé ófúst á að
borga bara tap stóru Reykja-
víkurtogaranna í formi skatta
til ríkisins, ef þeirra áformuðu
skip sitja ekki við sama borð
og fái hlutfallslega jafna fyrir
greiðslu af hálfu ríkisvaldsins.
HVERS VEGNA 500
LESTA SKIP?
Nokkrir norðlenzkix og einn
Lárus Jónsson.
austfirzkur aðili hafa í hyggju
að byggja 450—500 lesta skut-
skip. Hin stærri nálgast stærð
núverandi skipa Útgerðarfélags
Akureyringa, en áðumefnd
brúttólesta (500) er miðuð
við nýjar mælingareglur. Sókn
aröryggi þessara skipa er því
hliðstætt og núverandi skipa
Ú.A. Við ákvörðun á stærðinni
var höfð hiiðsjón af umfangs-
mikilli könnun Fiskifélags ís-
lands, sem það gerði á vegum
Norðurlandsáætlunar, og beind
ist að því hver væri hagkvæm
stærð nýrra togskipa fyrir
Norðlendinga. Við þessa könn-
un voru notaðar ' nákvæmar
skýrslur um veiðar núverandi
togaraflota landsmanna síðustu
árin og nýjasta tækni hagnýtt
við úrvinnslu á þeim. Hliðsjón
var að sjálfsögðu höfð af nýrri
veiðitækni og mörgu fleira.
>ótt niðurstöður þessara at-
hugana séu síður en svo óskeik
Arstíðasveifla atvinnuieysis 1969»
Skráðir atv*lausir £ $ áf f j.öldá.
atvinnufólks.
Mí
sm
10*
19*
iH
17*
1**
19*
1**
13*
12*
11*
10*
a*
7*
6*
3*
1*
3*
1*
1*
ular, ekki sízt á því stigi sem
þessi vinnuaðferð er hér á
landi, benda þær þó ótvírætt
á þá átt að sú skipstærð, sem
hefði hagkvæmasta rekstrar-
útkomu — miðað við veiðar á
íslandsmiðum — væri jafnvel
talsvert minni en áformuð 500
lesta skip. Niðurstaða þeirra
aðila, sem mestan áhuga hefðu
fyrir útgerð slíkra skipa frá
Noröurlandi og fylgdust með at
hugunum Fiskifélagsins urðu
samt sem áður þær, að með sér-
stöku tilliti til stærðar á þilfari,
sem þörf sé á til þess að unnt
sé að hagnýta til fulls nýjustu
togveiði — tækni (flotvörpur),
þyrftu skipin að vera 52 m
á lengd og um 500 brúttólestir
að stærð. Mat þeirra, sem unn
ið hafa að töku þessarar ákvörð
unar er, að hér sé um hag-
kvæmustu stærð nýtízku þorsk
veiðiskipa að ræða miðað við
útgerðaraðstæður á viðkomandi
stöðum, sóknarsvið umhverfis
land á heimamiðum og sem
jafnframt fullnægðu kröfum
um sjóhæfni, öryggi og gætu
hagnýtt nýjustu veiðitækni,
sem völ er á.
Þrátt fyrir að staðið hefur
verið að undirbúningi ákvörð-
unar um þessi skip með svo
ábyrgum hætti, sem hér hefur
verið rakið að því er varðar
rekstrarafkomu, er ljóst af
þeim áætlunum, sem gerðar
hafa verið af reyndum aðilum
um útgerð þessarra skipa, að
halli verður á rekstrinum mið-
að við óbreyttar ytri kostnað-
araðstæður og afla, sem eðli-
legt þykir að gera ráð fyrir.
(15% meiri en meðalafli Akur-
eyrartogara í 3 ár.) Öllum hlýt
ur að vera ljóst að það er ekki
síður sanngirniskrafa að þess
ir aðilar, sem staðið hafa að
ákvörðun um öflun nýrra
þorskveiðiskipa með svo raun
sæjum og ábyrgum hætti fái
hliðstæða fyrirgreiðslu og aðr-
ir, sem hafa stærri og kostn-
aðarsamari áform í huga, þ.e.
að hlutfallslega jafnhá upphæð
hallarekstursins greiðist af al-
mannafé í báðum tilvikum verði
sú leið farin á annað borð. Auk
þess sem almenn sanngirnisrök
um ráðstöfun á fé almennings
mæla með hliðstæðri fyrir-
greiðslu til þeirra aðila, sem
hyggja á byggingu nýrra tog-
ara, eru margvíslegar sérrök-
semdir, sem mæla með því að
áform Norðlendinga verði studd
af hálfu ríkisvaldsins.
FYRRI SÉRRÖKSEMD
NORÐLENDINGA:
Hvergi í landinu er meiri
nauðsyn á eflingu atvinnulífs-
ins en á Norðurlandi. Stuðning
ur opinberra aðila við togara
kaup, sem helgast fyrst og
fremst af sköpun atvinnu hlýt
ur því ekki sízt að eiga við,
þegar um útgerð frá Norður-
landi er að ræða. Ástæða er til
í þessu sambandi að vekja sér-
staka athygli á algjörri sér-
stöðu Norðlendinga í atvinnu-
málum. Allar athuganir á at-
vinnumálum landsmanna hafa
leitt til þessa sérstöðu í ljós,
en skýrasta myndin af þessum
vanda fékkst, þegar almennur
samdráttur varð í atvinnu árið
1969. >á var ekki lengur um
að ræða fyrir Norðlendinga að
sækja atvinnu í stórum stíl til
annarra landshluta. Niðurstað-
an var sú, að fimm sinnum
meira atvinnuleysi varð að með
altali árið 1969 á Norðurlandi
en varð á öðrum byggðasvæð-
um landsins. (Sjá meðf. stöpla
rif). >ótt mikið atvinnuleysi yf
ir vetrarmánuðina ætti þátt í
þessu háa meðaltali, sést þó á
meðfylgjandi linuriti að þar
með var ekki öll sagan sögð,
heldur varð atvinnuleysið jafn
mikið á Norðurlandi bezta mán
uð ársins, eins og það var þeg-
ar verst gegndi í Reykjavík. Til
þess að skilja þetta til fulls
þyrftu Reykvíkingar að hugsa
sér að jafnmikið atvinnuleysi
hefði orðið hjá þeim s.l. sumar
í ágúst og september, eins og
var í janúar 1969, þegar verk-
fall var á bátaflotanum og sam
dráttur í vinnu í algleymingi.
Á Norðurlandi vinna um 1000
hafa hliðstæða eða meiri sókn-
argetu, þar sem þau eru með
lokuð þilför. >etta tryggir
bætta afkomu hraðfrystihús-
anna á viðkomandi stöðum, en
þau eru víða hornsteinar at-
vinnulífsins á Norðurlandi.
NIÐURSTAÐA:
Telja mætti fleiri sérröksemd
ir fyrir því að Norðlendingar
fái a.m.k. hlutfallslega hlið
stæða fyrirgreiðslu til togara-
smíða og Reykvíkingar. Mætti
þar til nefna örðugri aðstæður
til stórfelldrar iðnaðar upp-
byggingar, eins og dæmin sanna
en höfuðborgarsvæðið nýtur
1
II
ATVINNTJLEYSI EFTIR LANDSSVÆÐTJM 19^9
Meðaltal skráðara atv.leysingja sýnt
sem £ af fjölda atvinnufólks.
manns í hraðfrystihúsum, þeg-
ar þau vinna með fullum afköst
um. Mikill hluti þessa vinnu-
afls er húsmæður. Með aðgerð-
um til aukinnar og öruggari
hráefnisöflunar nýtist þetta
vandnýtta vinnuafl betur, tekj
ur heimila vaxa, meiri eftir-
spum verður eftir vörum og
þjónustu, sem frámleitt er á
Norðurlandi fyrir heimamarkað
>annig hlýzt af hráefnisöflun-
inni keðjuverkun til eflingar
alls atvinnulífs i landshluta,
sem sárvantar öflugra atvinnu
líf.
SÍÐARI SÉRRÖKSEMD
NORÐLENDINGA:
Nýting fjárfestingar í hrað-
frystiiðnaðinum á Norðurlandi
hefur til skamms tíma verið
með því allra lélegasta, sem um
gettrr í landinu. Koma þar til
margar ástæður, sem of langt
mál yrði hér upp að telja. Ætla
má, að þau 17 frystihús, sem
nú eru starfandi á svæði því,
sem Norðurlandsáætlun nær yf
ir, þurfi að bera um 50 m/kr
fastan kostnað árlega, hvort
sem mikið eða lítið er þar
framleitt af fiskafurðum. Ráð-
stafanir til að auka og tryggja
hráefnisöflunina á þessu svæði
gefa því meiri arð í bættri nýt-
ingu mannvirkja og tækja en
víðast annars staðar. í þessu
sambandi eir rétt að benda á að
afkoma og nýtmg hraðfrysti-
húss Útgerðarfélags Akureyrar
hefur verið í sérflokki á Norð-
urlandi og þótt víðar væri leit
að vegna þess öryggis í hrá-
efnisöflun, sem núverandi tog-
arafloti hefuir veitt þvi. Hin
nýju skip, sem áformuð eru
auðvitað góðs af geysilegri op-
inberri fyrirgreiðslu til þeirra
stórframkvæmda, sem fram-
kvæmdar hafa verið á SV-
landi eða eru á döfinni. Hvað
sem þessum sérröksemdum lið-
ur verður niðurstaðan sú, að
sjónarmið Reykvíkinga og ann-
arra landsmanna ættú alls
ekki að vera andstæð um opin-
bera fyrirgreiðslu til uppbygg-
ingar nýtízku togveiðiflota, þótt
hvorum aðila um sig henti mis-
munandi stærðir skipa. Lita
verður á, að einungis stærstu
og öflugustu stöðum landsins
er kleift að reka stórtogara.
>eir kunna að vera nauðsyn-
legir. Alveg á sama hátt er ýms
um stöðum lífsnauðsyn að geta
komizt yfir viðráðanleg togskip
>vi á auðvitað ekki að gera
upp á milli aðila í fyrirgreiðslu
af fé almennings, heldur þarf
að meta hvort áformin eru vel
undirbúin í alla staði, hversu
mikil fyrirgreiðslan þarf að
vera og gera mönnum hlutfalls
lega úrlausn. Auðvitað þarf að
takmarka slíka fyrirgreiðslu við
ákveðna tölu skipa, a.m.k. fyrst
í stað, en nota ætti síðan næstu
mánuði til þess að gera heildar
áætlun um þörf nýrra togskipa
með hliðsjón af sóknarþoli
miða, nýtingu fjárfestingar í
fiskiðnaði, úreldingu núverandi
flota o.s.frv. Slík vinna er sjálf
sögð til þess að unnt sé að end
urskoða og ákvarða fyrir-
greiðslustefnu hins opinbera á
þessu mikilvæga sviði þjóðar-
búskaparins á grundvelli beztu
fáanlegrar þekkingar hverju
sinni. Slíkt er auðvitað ekki
einhlítt, en betur er ekki hægt
að gera.
F#?A JFjL UCjFELÆCI/y/U
Storl í Kaupmannahöfn
Maður óskast til að veita farskrárdeild fé-
lagsins í Kaupmannahöfn forstöðu.
Umsóknareyðublöð fást hjá skrifstofum fé-
lagsins. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
FLUGFELAG /SLAJVDS