Morgunblaðið - 24.03.1970, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1970
Otgefandi hf. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveirvsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Krístinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6. Simi 22-4-80.
Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands.
I lausasölu 10,00 kr. eintakið.
VERÐGÆZLUFRUMVARP FELLT
au tíðindi gerðust á Al-
þingi í gær, að stjórnar-
frv. una nýskipan verðlags-
mála féll á jöfnum atkvæð-
um í Efri deild, en gegn því
greiddu atkvæði allir stjóm-
arandstæðingar og einn af
ráðherrum Alþýðuflokksins,
Eggert G. Þorsteinsison. í
sambandi við flutning máls-
ins er þess að geta, að sam-
komulag varð um það í rík-
isstjóminni, að málið yrði
flutt sem stjómarfrv. en hins
vegar lýstu Alþýðuflokks-
menn því yfir, að þing-
menn Alþýðuflokksins væm
óbundnir um framgang máls-
ins. Flutningur þess var samt
sem áður talinn mikilvægur,
þar sem fullvist var talið, að
það mundi ná fram að ganga
vegna yfirlýstrar stefnu
Framsóknarflokksins í heilan
áratug um nauðsyn nýskip-
unar í verðlagsmálum. Ýms-
ir af forystumönnum þess
flokfes áttu einnig þátt í und-
irbúningi frv. og höfðu lýst
fyllsta stuðningi við það.
Þegar verðgæzilufrv. kom
fyrst til umræðu á Alþingi
fyrir jól, snerist Ólafur Jó-
hannesson, formaður Fram-
sóknarflokksins gegn því og
vakti það mikla undmn þing-
manna, ekki sízt í hans eigin
flokki. Síðan hefur honum
tekizt að handjáma allt þing-
lið Framsóknar.
Eims og áður greinir lá
fyrir, að Alþýðuflokkurinn
mundi klofna í málinu en hitt
gat engum hugkvæmst, að
þeir sem margsinnis höfðu
lýst stuðningi við nýskipan
verðlagsmála snerust allir
gegn því eins og raun varð
á um þingmenn Framsóknar-
flokfesins.
Eins og kunnugt er hefur
meðferð verðlagsmála sætt
mikilli gagnrýni um langt
skeið og hefur verið unnið
sleitulaust að því síðan 1966
að finna heilbrigða lausn þess
máls. Er frv. það sem nú hef-
ur verið fel'lt árangur af
starfi 20 manna nefndar, en
mikil'l meinhluti hennar sam-
einaðist um álit, sem frv. er
byggt á og var þar gert ráð
fyrir svipuðu fyrirkomulagi
þessara mála og nú þykir
sjálfsagt i nágrannalöndun-
um. Er mjög miður, að ekki
skyldi fást þingmeirihluti
fyrir heilbrigðri lausn verð-
lagsmálanna.
NIXON OG STEFNA HANS
TVTixon Bandaríkjaforseti hef-
’ ur nú setið að völdum í
Bandaríkjunum um rúmlega
eins árs skeið og ætti það að
vera nægilega langur tími til
þess að hægt sé að meta,
hvaða breytingar stjórn hans
mun hafa í för með sér í
bandarískum stjómmálum.
Nú þegar er orðið ljóst, að
meiriháttar breyting er að
verða á valdahlutföllum milli
einstakra landshluta og þjóð-
félagshópa.
Nixon hefur lagt mikla og
vaxandi áherzlu á að efla
fylgi sitt og repúblikana-
fiokksins meðal hvítra manna
í Suðurríkjum Bandaríkj-
anna, en þar hafa demókratar
raunverulega verið einráðir
um margra áratuga skeið.
Þetta hefur Nixon m.a. gert
með því að fara sér hægt í
aðgerðum til þess að bæta úr
því misrétti, sem blökkumenn
búa við í Bandaríkjunum.
Þá hefur Nixon svarað
gagnrýni frjálslyndu aflanna
í Bandaríkjunum með því að
leiða fram á sjónarsviðið hinn
þögla minnihluta eins og
hann nefnir hinn mikla fjölda
almennra borgara í Banda-
ríkjunum, sem lítið lætur til
sín heyra í samanburði við
hinn háværa minnihluta. í
stuttu máli sagt hefur Nixon
í innanlandsmálum ekki ver-
ið hugsjónaríkur umbótamað-
ur eins og t.d. Kennedy, en
hann hefur með hægð reynt
að bæta framkvæmd ýmissar
löggjafar, sem sett hefur ver-
ið á síðustu árum og þykir
hafa kostað mikið fé, en bor-
ið takmarkaðan árangur.
í utanríkismálum hefur
Nixon að sjálfsögðu einbeitt
athygli sinni og starfsorku að
Víetnam. Honum hefur tek-
izt að draga mjög úr umræð-
um og aðgerðum innan
Bandaríkjanna vegna þátt-
töku þeirra í styrjöldinni í
Víetnam, með því að hefja
brottflutning bandarískra her
sveita frá Víétnam. Þetta hef-
ur orðið til þess, að meiri ró
hefur færzt yfir bandarískt
þjóðlíf en var um skeið og
meirihluti þjóðafinnar virðist
reiðubúin til þess að bíða og
sjá hvort Nixon tekst að losa
Bandaríkin úr þeirri klípu,
sem þau hafa verið í.
Nixon hefur reynzt lag-
inn stjórnandi en til lengdar
getur Suðurríkjastefna hans
og afskiptaleysi af málefnum
blökkumanna orðið Banda-
ríkjunum mikill hnekkir,
a.m.k. meðal hinna upplýstu
og menntuðu þjóða heims og
þá ekki sízt í Evrópu. Það
kann að vera rétt að doka við
um skeið og meta árangurinn
af því, sem gert hefur verið,
en hlutskipt.i blökkumanna er
slíkur blettur á Bandaríkjun-
um, að þau mega einskis íáta
ófreistað að þurrka hann út.
FYRIR RÚMRI viku var fjallað um
prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykja-
vík í þessum þætti en kosningar fara
víðar fram í vor en í höfuðborginni
einni. Að þessu sinni er ætlunin að ræða
uim prófkjör og kosningahorfur í þrem-
ur stærstu kafupstöðum landsins utan
Reykjavíkur, þ.e. Akureyri, Hafnarfirði
og Kópavogi en bæjarstjórnarkosning-
amar í þessum kaupstöðum hafa veru-
lega þýðingu og gefa nokkra vísbend-
ingu um fylgi flokkanna í tveimur
stærstu kjördæmum landsins utan
Reyikjavikur.
Akureyri
Bæjarstjórnanmál á Akureyri kom dá-
lítið einkennilega fyrir sjónir að minnsta
kosti þeim, sem vanir eru meiriihluta
og minnihluta í sv'eitarstjórniuim. I
bæjarstjórn Akureyrar virðast bæjarfull
trúar nefnilega ekki táka afstöðu til
mál á flokksgrundvelli heldur er þar um
mjög einstaklingsbundna álkvörðun að
ræða. Þetta er raunar alþekkt fyrirbrigði
í minni sveitarstjómum og sumir halda
því fram, að í því felist mun heilbrigð-
ari stjórnarhættir og hentugri sveitar-
félögum en þar sem menn skiptast í
meiriihluta og minnihluta eftir flpkkum.
Nú hefur því verið lýst yfir af hálfu
Sjálfstæðismanna, að þeir vilji beita sér
fyrir því að myndaður verði fa-stur
meirihluti í bæjarstjórninni, sem fólk
geti gengið að sem ábyrgum aðila.
Sjálfstæðismienn á Akureyri efndu til
prófkjörs vagnia bæjarsitjómarkiosning-
anna þar í vor og tókst það mjög vel. í
prófkjörinu komu fram mun fleiri gild
atlkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut
í bæjarstjómarkosningunum 1966. Próf
kjörið var framkvæmt þannig, að kjör-
gögn voru send út til kjósenda og síðan
sótt en sú aðferð við framkvæmd próf-
kjörs virðist gefast vel og hefur alls
staðar verið mjög vel heppnuð. Fram-
boðslisti Sjálfstæðismanna á Akureyri
hefur þegar verið birtur og er í megin-
dráttum byggður á úrslitum prófkjörs-
ins, þótt nökkur breyting verði á sæta-
röð. Jón G. Sólnes, sem hlaut fleist at-
kvæði í fyrsta sæti í prófkjörinu og ann
að mesta iheildaratkvæðamagn mun sjálf
ur hafa óskað eftir því að skipa 4. sæti
listans. Nú hafa Sjálfstæðismenn 3 full
trúa í bæjarstjórn og er 4. sætið því bar
áttusæti, sem Sjálfstæðismenn gera sér
góðar vonir um að vinna.
f heild virðist augljóst, að fram-
boðslisti Sjálfstæðismanna sé mjög sterk
ur. Fyrsta sæti skipar Gísli Jónsson,
menntaskólakennari, sem nýtur afar
mikilla vinsælda á Akureyri og er raun-
ar einn af þeim mönnum, sem Sjálf-
stæðisflokknum er hvað mestur fengur
að, einnig í ábyrgðarmeiri störf en bæj-
arstjórnarmál. Annað sæti skipar Ingi-
björg Magnúsdóttir, yfirhjúikrunarkona,
sem hefur unnið mjög gott starf að heil-
brigðismálum á Akureyri og hið þriðja,
Lárus Jónsson, viðskiptafræðingur, sem
er upprennandi áhrifamaður í stjómmál
um og þá ekki aðeins á Norðurlandi. í
fimmta sæti er Knútur Otterstedt, raf-
veitustjóri. Honum bar raunar sæti ofar
á listanum skv. úrslitum prófkjörsins,
en mun ekki hafa verið fáanlegur til
þess.
Greinilegt er, að Sjálfstæðismenn á
Akiureyri eru bjartsýnir um úrs'lit kosn-
inganna í vor. Sú bjartsýni byggist
fyrst og freimst á sterkum lista. Jafn-
framt virðaist andstæðingarnir veikari
en oft áður. Framsðknarmenn efndu til
skoðanakönnunar, sem mun minni þátt-
taka var í en hjá Sjálfstæðismönnum og
úrslit hennar hafa valdið nokkrum erf-
iðleikum innan Framsóknarflokksins á
Akureyri. A.m.k. drógst það úr hófi að
úrslitin yrðu birt.
Kosningarnar á Akureyri í vor munu
ekki sízt vekja eftirtekt vegna þess, að
þær leiða væntanlega í ljós styrkleika-
hlutföllin milli komimúnista og fylgis-
manna Björns Jómssonar. En þetta eru
fyrstu kosningarnar, sem fram fara þar,
sem annars staðar, eftir að til algjörs
klofnings kom í þeirra röðum. Komm-
únistar hafa lagt mikla áherzlu á að
styrkja stöðu sína á Akureyri og kunn-
ugir menn eru mjög ósamimála um hvern
ig staðan er í þeim leik. Atkvæðamagn
þessara tveggja hópa getur tvímælalaust
haft töluverð áhrif í landsmálunum t.d.
á það, hvort Björn Jómsson leitar sam-
starfs við aðra flokka í þingkosningun-
um.
Haf narf j örður
Líklega er enginn kaupstaður á land-
inu í jafn mi'klum uppgangi og Hafnar-
fjörður um þessar mundir. Fólksfjölgun
in í Hafnarfirði varð t.d. hlutfallslega
mun meiri á síðasta ári en í öðrum
byggðarlögum á höfuðborgarsvæðinu og
almiemn grósika virðiist eiin/kenna bæjarlíf-
ið. Til marks um það eru stórhýsin, sem
prýða nú Strandgötuna í Hafnarfirði og
hafa risið á örfáum árum. Þau setja viss
an borgarsvip á Hafnarfjörð. Á undan-
förnum árum hefur verið byggt mjög
mikið af íbúðarhúsnæði og nú hefur
verið sikipulagt nýtt hverfi, svokallaður
Norðurbær, en þar munu búa svo til
jafnmargir íbúar og í Hafnarfirði og
framkvæmdir þegar hafnar. Hafnfirzk
stjórnmál hafa lengi einlkennzt af óvenju
mikilli hörku. Sjálfstæðismenm og Al-
þýðuflokksmenn hafa í áratugi tekizt
þar á og enn í dag er harkan í hafn-
firzkuim stjórnmáium meiri en víðast
annars staðar á landinu.
Framboðslisti Sjálfstæðismanna í Hafn
arfirði hefur verið birtur og eru 9 efstu
sæti hans í samræmi við úrslit próf-
kjörsins, sem þar var efnt til fyrir
nokkru. Það prófkjör tókst mjög vel,
enda atkvæðaseðlar sendir út til fólks
og síðan sóttir. í síðustu bæjarstjómar-
kosningum fengu Sjálfstæðismenn í
Hafnarfirði 1286 atkvæði en í prófkjör-
inu komu fram 1818 gild atkvæði. Þetta
aflkvæðiamiaign hefur af aiuigljóisum á-
stæðum hleypt töluverðri bjartsýni í
raðir hafnfirzkra Sjálfstæðismanna.
Eggert ísaksson, formaður Fulltrúa-
ráðsins í Hafnarfirði hlaut flest atkvæði
í prófkjörinu og skipar þvi fyrsta sæti
listans. Atkvæðamagn hams sýndi, að
hann nýtur milkilla vinsælda meðal Sjálf
stæðismanna. Annað sæti slkipar Árni
Grétar Finnsson, hrl. Hann hefur verið
bæjarfulltrúi sl. kjörtimabil og jafn-
framt um árabil einn helzti forystumað
ur ungra Sjálfstæðismanna. Árni Grétar
hlaut flest atikvæði í 1. sæti en prófkjör
ið fór þanmig fram, að merkt var með
tölustöfum við frambjóðendur í sam-
ræmi við það, hvaða sæti kjósendur
vildu, að þeir slkipuðu á listanum. Sú
staðreynd, að Árni Grétar hlaut flest
atkvæði í 1. sætið er mikil traustsyfir
lýsing. Guðmundur Guðmundsson, spari
sjóðsstjóri er í 3. sæti. Hann er traustur
maður og drengur góður. Stefán Jóns-
son, sem átt hefur sæti í bæjaristjórn
Hafnarfjarðar á þriðja áratug tefeur að
sér sama hlutverk og Jón G. Sólnes á
Akureyri að skipa 4. sæti listans, sem
væntanlega verður baráttusætið. Og í 5.
sæti er Einar Mathiesen, sem hlaut
stuðning íþróttahreyfingarinnar í Hafn
arfirði í prófkjörinu en íþróttafélögin
eru nú óðum að verða eitt sterfeasta
stjórnmálaaflið í fjölmennari feaupstöð-
um, svo að elkki sé talað um Reykjavík.
f bæjarstjórnarkosningunum 1966
hlaut Félag ðháðra borgara óvænt og
mikið fylgi undir forystu Árna Gunn-
laugssonar hrl., sem hafði sagt slkilið við
Alþýðuflokkinn. Þetta félag fékk 3 bæj
arfulltrúa og gerði Al'þýðuflokkinn að
smápeði í þessu fyrrum höfuðvígi jafn-
aðarmanna á íslandi. í prófkjöri, sem ný
lega fór fram hjá þessu félagi feomu 677
aflkvæði til skila og bendir það til þess,
að það eigi enn nokkru fylgi að fagna
í Hafnarfirði. Annars er sjaldgæft að
slflkar hreyfingar haldi fylgi sínu leng-
ur en eitt kjörtímabil og þasis vegna
verður fróðlegt að fylgjast með árangri
félagsins að þessu sinni. Loks má geta
þess, að sú fregn 'hefur flogið fyrir, að
Framsóiknarmenn hyggist reyna að bjóða
fram í iHafnarfirði en þar hafa þeir átt
sáralítið fyílgi.
Framhald á bls. 19