Morgunblaðið - 24.03.1970, Síða 19
MORGUNBUAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1970 19
tc axz ac. sn U c- u 2CC-ii.ii.iJ. c-— xcr^rr- ts
— Af innlendum
Framhald af bls. 17
Kópavogur
Ef þessi fjöknennasti kaupstaður
landsins utan Reyíkjavikur er borinn
saman við önnur byggðarlög á höfuð-
borgarsvæðinu keimur í ljós, að Kópa-
vogur er langt á eftir öðrum í margvís-
leguim framkvæanduim og þjónustu bæj-
arfélagsins. 1 eina tíð var hægt að skýra
þetta með því, að vöxtur bæjarfélagsins
væri svo ör, að ekki hefðist undan en
sú skýring dugir ekki lengur. AHt bend
ir til þess, að nú sé það fyrst og fremst
með eindæmum léleg stjórn, sem veld-
ur niðurníðslu bæjarfélagsins.
Stjórnmálaflokkarnir í Kópavogi tóku
upp á því að efma til sameiginlegs próf-
kjörs. Flestum mun hafa þótt hugmynd-
in fráleit í fyrstu en komiist að þeirri
niðurstöðu á kjördag, að hún hefði
ýmsa kosti. Þátttaka reyndist þó
liítil eða um 30% og er það a.rn.k. lítið
miðað við þá þátttöku, sem fengizt hef-
ur í prófkjörum Sjálfstæðismanna víða
um landið og m.a. í Hafnarfirði og á
Akureyri. Sameiginlegt prófkjör veitir
einnig betra tækifæri til að kjósa hjá
öðrum flokkum en þeim, sem viðkom-
andi tOheyrir, í því skyni að hafa áhrif
á úrslitin þar og er ekki grunlaust um,
að nokkuð hafi verið um það í hinu sam
eiginlega prófkjöri í Kópavogi. Enginn
vafi leikur á því, að kosningahorfurnar
í Kópavogi eru mjög óvissar, svo að
e'kki sé meira sagt. Mikil hreyfing er á
íbúum bæjarins og mun því mjög stór
hópur fólíks kjósa þar í fyrsta sikipti í
vor. Hvaðan kemur það? Hvemig kýs
það? betta eru spurningar, sem framá
menn í Kópavogi velta fyrir sér þessa
dagana.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokk
urinn í Kópavogi en hefur alltaf verið
í minnihiuta í bæjarstjórn. Þó , hefur
fylgi Sjálfstæðisflokksins þar farið vax
andi jafnt og þétt. Framboðslisti Sjálf-
stæðismanna hefur enn ekki verið birt-
ur, og þess vegna verður hann efkki gerð
ur að uimtalsefni hér. Óhætt er þó að full
yrða, að í öllum megindráttum byggist
hann á niðurstöðum prófkjönsins.
Margir eru þeirrar gkoðunar, að kosn
ingarnar muni leiða til verulegra breyt-
inga á stjórn Kópavogskaupstaðar. Kem
ur margt til. Sl. 8 ár hafa Framsóknar-
menn og kommúnistar farið sameigin-
lega með stjórn bæjarmála. Nú er mikil
sundrung í röðum Framsóknarmanna og
má raunar segja, að' Framsóknarflokk-
urinn í Kópavogi sé klofinn í tvennt.
Ólafur Jensson, sem skipaði 1. sæti í
síðustu kosningum hlaut 4. sæti í próf-
kjörinu. Síðustu fréttir herma, að hann
hafi hafnað því sæti og að helztu stuðn-
ingmenn hans muni heidur ek'ki gefa
kost á sér á listann, I>á er lílka talað
um, að Ólafur Jensson muni bjóða fram
séristakian lista, þanniiig að í raun réttri
verði tveir listar á vegum Framisóknar-
flokksins. H'inn möguleikinn er sá, að
þessi óánægði armur Fraimsóknarflokks
ins sitja hekna í kosningunum eða láti
atkvæði sín falla á -aðra flokka og þá er
spurningin: hvaða flokk eða flokka?
Mikill ótti virðist ríkja í herbúðum
kommúnista um úrsht kosninganna og
einn helzti forystumaður þeirra skipar
nú 3. sæti á framboðslista þeirra. Kunn-
ugir telja þó, að nokkurrar óánægju
gæti með þetta í röðum kommúnista,
sem séu þeirrar skoðunar, að listi þeirra
sé ekkert betur settur með Ólaf Jóns-
son í 3. sæti en hinu fyrsta. Verulegar
líkur eru taldar á, að Alþýðuflokkurinn
þurrkist hreinlega út úr bæjarstjórn
Kópavogs, en þar hefur hann átt einn
fulltrúa sl. kjörtímabil. Ástæðan er tal-
in sú, að einhverjir Alþýðuflokksmenn
muni skipa sæti á framboðslista hanni-
balista í Kópavogi og að sá flokkur nái
töluverðu fylgi frá Alþýðuflokknúm.
Raunar virðist sundrungin ekki minni
í herbúðum hannibalista í Kópavogi en
hjá öðrum vinstri mönnum. Einn af
helztu forystumönnum þeirra, Páimi
nokkur Steingrímsson hefur þegar yfir
gefið skútuna.
Þessi sundrung og óeining í röðum
vinstri manna í Kópavogi gerir það að
verkum, að Sjálfstæðismenn eru lang-
sterkasta og samhentasta stjómmálaafl
ið í bæjarfélaginu og þvi líklegastir
til að taka stjórn bæjarmála föstúm tök
um. Sagt er, að ákveðinn hópur Fram-
sóknarmanna hafi hug á samvinnu við
Sjálfstæðismenn að kosningum loknum
um stjórn bæjarins. Eins og allt er í
pottinn búið ættu Sjálfstæðismenn að
hafa töluverða möguleika á því að auka
fylgi sitt.
Niðurstaðan af þessum hugleiðingum
er því sú, að kosningahorfur séu harla
óvísar, allt geti gerzt en að töluverðar
líkur séu á breytingum á stjórn bæjar-
ins að kosningum loknum.
Styrmir Gunnarsson.
X
Frábær námsárangur
nám við fyrrgreindan skóla.
Lauk hann prófinu á fjórum og
hálfu ári, en eðlilegur námstími
er talinn sex ár.
Jón er 24 ára gamall, sonur
Þorbjargar Þórhallsdóttur og
Ara heitins Kristinssonar sýslu-
manns. Hann er kvæntur Jón-
ínu Elísabetu Þorsteinsdóttur og
eiga þau einn son.
Jón er nú við framhaldsnám
við háskólann í Mainz.
í FEBRÚAR s.I. lauk Jón Krist-
inn Arason kandidatsprófi í
stærðfræði frá Stærð- og nátt-
úrufræðideild Georg-Ágústhá-
skólans í Göttingen. Hlaut Jón
1, sem er hæsta einkunn, sem
gefin er.
Jón lauk stúdentsprófi frá
menntaskólanum á Akureyri
vorið 1965 með fyrstu ágætis-
einkunn, og hóf haustið eftir
UM helgina var brotizt inn í
Einholt 6 og stolið þaðan magn
ara og tveimur stórum hátölur-
um, gömlum plötuspilara og
plötusafni. Málið er í rannsókn.
Enskar popplínkápur
unglingasfœrðir
T ízkuskemman
FÉLAG \mim HLJIÍMLISTAIIMAÍA
úTvcgo yður hljóðfæraleikara og
hljómsveitir við hverskonar tækifæri
Vinsamlcgast hringið í 2(1255 inilli kl. 14-17
Sveinbjöm Dagfinnsson, hri.
og Einar Viðar, hrl.
Hafnarstræti 11. - Sími 19406.
LÉTT Á F/ETI
EKKI HAL
audveld í umhirdu
Fást sem venjuleg
stígvél og sem
reidstigvél i öllum
betri skóbúdum
Volkswagen
varahlutir
tryggia
Volkswagen
gæði:
HEKLA hf.
Örugg og sérhæfð
viðgerðaþjonusta
Hœð til sölu
Til sölu er efri hæð með góðum bílskúr í tveggja hæða húsi á
einum bezta stað í borginni. Ibúðin er 168 fermetrar að stærð,
6 herbergi og eldhús með mjög góðum geymslum,
Fallegt útsýni.
Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgreiðslu Morgunblaðsins
fyrir 1. apríl n.k. merkt: „Álfheimar — 8290",
15. Iundsþing S.V.F.Í.
15. landsþing Slysavarnafélags íslands hefst með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni i Reykjavík fimmtudaginn 16. april n.k,
kl. 14.00.
Að aflokinni guðsþjónustu kl. 15.30 verður þingið sett í slysa-
varnahúsinu á Grandagarði.
Þær slysavarnadeildir, sem ekki hafa þegar sent kjörbréf þing-
fulltrúa, eru vinsamlega beðnar að senda þau sem fyrst.
STJÖRNIN.
tKnnttspyrnulélngið
VflLUR
Árshátíðin verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum miðvikudag
inn 25. marz og hefst með borðhaldi kl. 7 stundvíslega.
Miðasala og borðapantanir í íþróttahúsi Vals föstudags-. mánu-
dags- og þriðjudagskvöld.
Húsið opnað kl. 6.30.
kirkjuhljómleikar
verða haldnir I Dómkirkjunni föstudaginn langa 27. marz n.k.
kl. 21.00 og í Eyrarbakkakirkju laugardaginn 28. marz kl. 16.00.
Fluttur verður Kvartett um „Sjö orð Krists á krossinum"
eftir Joseph Haydn.
Flytjendur: Sigfússon-kvartettinn, sóknarprestarnir séra
Óskar J. Þorláksson, og séra Magnús Guðjónsson.
Sextett undir stjóm Ruth L. Magnússon syngur.
við orgelið Abel Rodríguez.
Aðgöngumiðar verða seldir hjá Bókaverzlun Lárusar Blöndal og
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.