Morgunblaðið - 24.03.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1970 Affhugið Seljum næstu daga SVEFNBEKKI og SÓFA á framleiðsluverði frá verkstæði okkar Dugguvogi 23. OPIÐ TIL KL. 22 í DAG OG Á MORGUN. SVEFNBEKKJA | DC 3E> JA. 3SH-| DUGGUVOGI 23 — SIMI 15581. Opið ylir hótíðornor GRILLRÉTTIR — HEITIR RÉTTIR — SMURT BRAUÐ — SNITTUR. — AÐEINS 18.00 KR. SNEIÐIN. — — KÖLD VEIZLUBORÐ — BJÖRNINN Njálsgötu 49 - Símt: 15105 SÍMI 15105 OG VIÐ SENDUM FERM- INGARBRAUÐIÐ AÐ KOSTNAÐARLAUSU. H Opið föstudaginn langa og páskadag. Loftrúm milii glerja 6 og 12 mm. Hvergi meiri einangrun Beztu fáanlegu greiðsluskilmálar Símí 99-5888 — Norður- landaráð Framhald af bls. 14 landaráð og annars staðar. Síð- an Sigurður A. Magnússon hætti sem gagnrýnandi við Morgun- blaðið hefur minna borið á hon- um, þó að hann skrifi stundum yfirlitsgreinar í Samvinnuna. En honum hefur tekizt að fá inni með bókmenntakenningar sínar í norrænum ritum. Þau eru Vinduet, gefið út af Norsk Gyldendal, og Ny litteratur i Norden, sem norræna félagið sænska stendur að. Verður hér lítilsháttar vikið að þessum skrif um S.A.M. og getið hins sér- kennilega samstarfs þeirra Ól- afs Jónssonar. Að sjálfsögðu eru oft skiptar skoðanir um bókaval þeirra Helga Sæmundssonar og Stein- gríms prófesaors Þorsteinssonar til samkeppninnar. Bækurnar hafa verið þýddar af útlending- um, ýmist á dönsku eða ný- norsku. Þó er ein undantekning, skáldsagan Bak við byrgða glugga eftir Grétu Sigfúsdóttur, sem hún þýddi sjálf á norsku, en bókin kom út á íslenzku hjá Almenna bókafélaginu árið 1966. Þangað til þessi bók var valin, hafði ríkt nokkum vegin friður um þessi mál, en þá hóf- ust þau dómadags ólæti að fara verður um það nokkrum orðum vegna þess hve táknrænt það var. Bak við byrgða glugga er nýstárleg að því leyti að hún gerizt öll í Noregi og bregður upp mynd af síðasta stríðsárinu og stríðslokunum, en höf. var búsettur þar í tuttugu ár. Saga þessi hlaut yfirleitt góðar við- tökur í blöðum, þótt nokkuð bæri á því að pólitísk sjónar- mið hefðu slæft dómgreind sumra ritdómara (hér er Er- lendur Jónsson undanskilinn), vegna þess að höf. lýsir persón- um sínum af samúð, jafnvel þótt um „þjóðverjadræsur“ (nafngift eins ritdómarans) sé að ræða. En engum rithöfundi tekst að lýsa persónum án samúðar og skilnings, jafnvel þótt þær eigi að túlka sjónarmið andstæð höf- undi. Einn ritdómari gengur meira að segja svo langt að láta líta svo út að höf. dragi fjölur yfir grimmdarverk Þjóðverja, en geri mikið úr grimmd Norðmanna sjálfra og spyr svo hvers vegna Norðmenn hafi verið svo reiðir Þjóðverjum og „dræsurn" þeirra. Þetta er nokkuð fljótfærnislega ályktað og varasamt að gefa í skyn að „reiðin“ hafi verið svo einstaklega „réttlát", því að fyrstu dagana eftir striðið var um hömlulausar múgæsingar að ræða af sama tagi og kostuðu einn af okkar beztu rithöfund- um lífið í öðru landi, þar sem likt var ástatt. Það er hrein fjar staeða að slá því fram að „reið- in“ hafi eingöngu beinzt að Þjóðverjum og „dræsum" þeirra — þvi miður, mætti kannske bæta við. Skáldsaga Grétu er raunsönn lýsing miðuð við sinn tima. Kunnugir vita, að almennt var fólki ekki ljóst hvað gerð- ist í pyndingarklefum Gestapós, eða álíka lítið og almenningur hér vissi um tilburði Breta að pynda íslenzka menn til „sagna" hérna inni á Kirkjusandi. Frændur okkar í Noregi og Dan mörku hafa verið ófeimnir við að endurskoða það sem gerðist þetta örlagaríka vor, og ég ef- ast stórlega um að persónuníð um frægasta rithöfund frænda okkar austan hafs myndi nokk- urs staðar komazt að, nema ef til vill í íslenzka ríkisútvarpinu. Þegar þessi skáldsaga var val- in 1968 urðu ærsl mikil út af því frá vissum aðilum, en því hef ég orðið nokkuð fjölorður um hana, að hún er efnislega nýstárleg, enda segir Helgi Sæmundsson í blaðaviðtali að það hafi nokkru um ráðið, auk þess sem norska þýðingin var góð, enda mun einn norsku nefndarmannanna hafa látið í Ijós að hún ætti að verða gefin út í Noregi. En illskan hérlendis stafaði á yfir- borðinu af því að bók Guðbergs Bergssonar, Tómas Jónsson met- sölubók varð ekki fyrir valinu, þó að pólitík sé líka með í spil- inu. Að skáldsögu Guðbergs ólastaðri, vita þessir gagnrýn- endur mætavel sjálfir að eftir henni myndi naumast verða tek- ið á Norðurlöndum, en bók Grétu stenzt fyllilega saman- burð við fjölda Norðurlanda- skáldsagna sem viðurkenndar hafa verið, hvað sem þeir Ó.J. og S.A.M. segja. Ólafur Jónsson ríður á vaðið í Alþýðublaðinu 21. jan. 1968 og segir um bók Grétu eftir að hafa skammað íslenzku dómnefndar- mennina: „Þýðing á vegum Norðurlanda ráðs er afar mikilsverð þeim höfundum sem fá verk sín í framboð í nefndinni, vís veg ur til útgáfu, þó ekki komi verð- laun til. En með bók Grétu Sig- fúsdóttur er sjálfri henni gerð skömm (auðk. hér), bókmenntum okkar sýnd óvirðing og þeim höf hróplegur óréttur sem að réttu lagi kæmu til álita“. í 3. hefti Samvinnunnar 1968 ritar Sigurður A. Magnússon um bókmenntir og segir m.a. um skáldsögu Grétu eftir að hafa farið viðurkenningarorðum um valið á L,auf og stjömur eftir Snorra Hjartarson og harmað að oftnefnd „metsölubók“ varð ekki fyrir valinu: „1 stað henn- ar völdu þeir Helgi Sæmunds- son og Steingrímur J. Þorsteins son stórgallað og stíllaust verk, sem fáum nrun hafa dottið í hug að kæmi til álita, hvað þá meir: Bak við byrgða glugga eftir Grétu Sigfúsdóttur. Með þessu gerðu nefndarmennirnir ekki einungis höfundinum skömm (auðk. hér), heldur óvirtu gróf- lega íslenzkar bókmenntir og beittu Guðberg Bergsson og aðra sem til greina koma hróp- legu ranglæti". Svo mörg eru þau orð. Það er blindur maður, sem ekki tekur eftir hinu nærri fullkomna sa ræmi í þessum tilvitnunum. Jafn vel orðalagið er hérumbil eins í aðalatriðum. Væru slíkir textar frá fyrri öldum og höfundar ókunnir, myndu vist fáir texta- gagnrýnendur fornrita efast um að þeir væru eftir einn og sama höfund. Áhuginn á vissri tegund bók- mennta leynir sér ekki í skrif- um hinna alvitru gagnrýnenda, auk þess sem maður hlýtur að dást að umhyggju þeirra fyrir því að skáldkonunni sé ekki gerð „skömm“ með verknaði þeirra Steingríms og Helga. Það liggur við að maður komizt við er maður les slíkt og fái inni- lega samúð með viðleitni hinna miklu bókmenntaspekinga til að íklæðast kufli eins konar „sálu- sorgara" og óski þeim einlæg- lega farsældar í slíku gervi. BÓKMENNTAKYNNING SIGURÐAR A. MAGNÚSSONAR ERLENDIS Sigurður A. Magnússon er langsamlega afkastamestur þeirra, sem hafa tekið að sér að kynna íslenzkai bókmenntir á er lendum vettvangi. Hann er sjálf ur afkastamikill rithöfundur, en síðari árin hefur hann lagt aðal- áherzluna á gagnrýni. Það er þó sú grein bókmennta sem ég hygg að sé í minnstu samræmi við hæfileika hans. í kveri er hann nefnir SmáræSi er margt gott og á ég þó einkum við söguna „Sól- feisli", sem mér þykir afbragð. !g held að hann hefði átt að gefa sig meira að skáldskapnum, úr því að ’nonum er ekki gefið það hlutleysi og réttsýni sem er óhj ákvæmilegt fyrir hvern þann sem tekur að sér að kynna út- lendingum íslenzkar samtíma- bókmenntir. En því miður verð- ur að segja hverja sögu eins og hún gengur, þó að það sé stund- um allt annað en skemmtilegt. S.A.M. hefur birt tvær yfir- litsgerðir um íslenzkar bók- menntir árið sem leið, „íslenzk- ar bókmenntir eftir stríð“ birt- ist í norska tímaritinu Vindnet 3. h. 1969. Þar eru og birt sýnis- horn af ljóðum og sögum nokk- urra ísl. skálda í þýðingu Hann- esar skálds Sigfússonar, sem einnig hefur þýtt grein Sigurð- ar. Ritgerðin er prýdd myndum af höfundunum auk glæsilegrar myndar af S.A.M. sjálfum .Und- ir myndinni eru æviatriði S.A.M. rakin svo sem eðlilegt er, þar sem lesendur tímaritsins eru sennilega ekki kunnugir höf- undi. Kemur í ljós að hann hef- ur „stúderað" bókmenntir við háskóla í Kaupmannahöfn, Aþenu, Stokkhólmi og New York, þar sem hann lauk BA prófi. Skýrt er og frá að hann hafi verið bokmennta- og leik- listargagnrýnandi við stærsta dagblað á fslandi, (það mun hafa orðið til að greiða götu hans á Norðurlöndum) en sé nú ritstjóri tímarits samvinnu- manna. Síðan er greint frá bók- menntastörfum hans. — Nú vildi ég sízt af öllu að mér yrði bor- ið á brýn að skýra ónákvæmt frá, svo að ég leyfi mér að auka við þessa kynningu nokkrum orðum úr Ny litteratur í Nord- en, sem einnig kynnir Sigurð fyrir lesendum sínum, en þar upplýsist, að hann hafi verið háskólakennari (universitetslær er) og samið leikrit (ogsá op- fört pá Nationalteatret í Reykja vik) — nú er Þjóðleikhúsið nógu gott — og að hann hafi skrifað greinar í mörg amerísk, grísk, indversk og norræn tíma- rit og sum ljóða hans þýdd a.m.k. á fjögur erlend tungumál. Nú er síður en svo að ég sé að fetta fingur út í það, þótt menn kynni sig rækilega í útlandinu — það getur oft verið gagnlegt til þess að menn fái áheyrn, því að allir vita að háskólakennari, jafnvel þótt fyrrverandi sé, er líklegri til áhrifa en tómur Þorlákur. Frá Borgarbókasafni Reykjavíkur Allir útlánsstaðír Borgarbókasafns verða aú venju lokaðir páskavikuna frá kvöldi miðvikudags 25. marz til þriðjudags 31. marz. Þeir sem ætla að ná sér í bækur fyrir hátíðina. verða því að gera það í dag eða á morgun og eru þá vinsamlega minntir á, að skila um leið þeim bókum, sem hjá þeim liggja. Lánsfrestur er alls ekki lengrí en 30 dagar. BORGARBÓKASAFN REYKJAViKUR. <22»SKÁLINN Dodge Weapon árg. 1953 með íslenzku húsi. ÍMít KR. KHISTJANSSDN H.F. II M B n fl I fl SUCURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA “ U - U SÍMAR 35300 (35301 — 35302).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.