Morgunblaðið - 24.03.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1'970 legur á stólbrúninni. Hann heyrði ekki annað aí samtalinu en þetta: — Hvar? — í lítilli krá við höfnina, með Solemdal. Babin kaefði niðri í sér hlátur. — Hvað eigum við að gera? — Þú gaetir sent einhvem eft- ir honum. Það var kallað á þjóninn og honum gefin einhver fyrirskip- un. Gilles hitaði í allan skrokk inn og fann til svima. Hann af- þakkaði vindil, sem Babin bauð honum. — Nei, þakka yður fyrir. Ég reyki ekki. — Púrtvínsglas þá? — Ég er óvanur víni. Það var eitthvað grunsamlegt við þetta allt saman, en Gilles var of ringlaður til þess að geta greitt úir því. Það var sýni- lega haft mikið við hann, en framhjá honum, ef svo mætti segja, næstum eins og hann væri einskis metinn sjálfur. Þá mælti Hervineau lögmað- ur: — Það er ekki hægt að les* erfðaskrána formlega upp fyrr en helgin er liðin, með öðrum orðum ekki á morgun heldur hinn, en okkar í milli sagt, herra Mauvoisin, get ég segt yður, að þér eruð einkaerfingi að eignum frænda yðar. Síðustu fjóra mán uðina höfum við verið að leita að yður, dyrum og dyngjum. Gilles heyrði orðin greinilega en botnaði bara ekkert í þeim og gerði sér ekki ljósa merk- ingu þeirra. Mennirnir tveir, sem athuguðu viðbrögð hans, voru hissa, er þeir gátu hvorki séð á honum undrun né gleði. Kannski voru þeir farnir að halda, að hann væri einhver hálf viti. — Frændi yðar átti ekki ein- asta þetta vörubílafyrirtæki, heldur átti hann líka hlut í svo að segja hverju fyrirtæki, sem nokkuð kveður að, hér í ná- grenninu. Þjónninn hafði lokið erindi sínu og opnaði nú dyrnar fyrir Edgard Plantel og Solemdal skipstjóra. Plantel virtist ekki eins rjóðleitur og áður. Hann snerti höndina á Babin og taut- aði um leið lágt: — Til hamingju. — Minnztu ekki á það! Hvað Solemdal snerti þá horfði hann með undrun, sem var virðingarblandinn, á piltinn sem hann hafði smyglað inn í landið, en var nú orðinn ein- hver mikilvægasti borgarinn í La Rochelle. — Sælir, hr. Mauvoisin. Ég heyrði fyrir tilviljun, að þér vær uð nýlega tekið yður gistingu í lítilli krá niður við höfnina, og ég lét ekki á mér standa. . . Trúið mér, að það gleður mig að hitta yður og ég vona. . . Hvers vegna leit Gilles snöggt til lögmannsins, sem hallaði sér aftur í stólnum? Það var slæm birta á andlitinu á honum, en Gilles fannst hann sjá háðsbros á því, og hann varð hræddur við það. VIII Rétt sem snöggvast fannst hon um hann vera kominn aftur um borð í skipið og það veitti hon- um einhverja augnabliks gleði. Honum fannst kojan sín dúa upp og niður og vagga á hlið, og hann þóttist meira að segja heyra gjálpið í sjónum. Það minnti hann á þessa daga, þegar FLINT valt og hjó, og þegar hann lá sjóveikur í kojunni, og blessunin hann Solemdal var öðru hverju að heimsœkja hann, og augun ljómuðu af velvild. En því miður var hann ekki þar nú. Hann var farinn af FLINT og hann vissi mætavel, hvar hann var. í fínu húsi í Ré- aumurgötu sem var mesta höfð- ingjagatan í La Rochelle. Hann hafði enga hugmynd um, hvað tímanum leið, þar eð enginn ljós geisli gat smogið inn með harð- lokuðum gluggahlerunum. En að minnsta kosti var þó fólk á stjái í húsinu, því að hann gat heyrt mannamál beint niður undan sér og hljóð í krana, sem rann úr. TIGER skœrin komin Verzlunin Brynja Laugavegi 29. Karlmaður og kona voru að tala. Hvert orð glumdi eins ogbyssu hvellur í verkjandi höfðinu á honum. Þetta var allt svo ógreini legt og ruglingslegt og hann beið eftir, að hvellirnir byrjuðu aftur. Bang-bang bang! — Banga-bang. . . Bamg. . . . Svo kom glamur í leirtaui og smellur í potthlemmi. Þessi hljóð hlutu að koma frá eldhúsinu. Guð minn góður! Hvílíkur kvöldverður! Og hvers vegna kepptust allir við að fá hann til að drekka? Var það til þess að skemmta honum? Hafi svo verið, var það heldur betur mis bjóð á því frá upphafi til enda, heppnað. Hann hafði haft við- allt frá púrtvínsglasinu, sem hann hafði orðið að drekka hjá þessum hræðilega gamla lög- manni. Hvað sagði hann nú aftur við hann, þegar hann fór? „Ég vona, að þér skemmtið yð ur vel, ungi maður“. Þeir fóru svo í húsið í Ré- aumurgötu. Gilles mundi þenn- an hluta kvöldsins greinilega. Veggimir við stigann voru þaktir gömlum prentmyndum af höfninni í La Rochelle á öllum tímum. — Ég verð að fá hann Jean son minn, til að sýna yður þær. Hann safnar þeim, sagði Plantel. Hann er hreinasti kunnáttumað- ur. Brytiinn var lítill og digur, með svart hár, sem var greitt yfir beran skallann. Svo stuttur var hann og digur, að Gilles datt helzt í hug myndir af manni í spéspeglunum á markaðsskemmt Bíll — Hilmann Minx Til sölu Hillman Minx, árgerð 1968, ekinn 27. þús km. Upplýsingar i síma 31316. — Bein viðskipti. Allar tegundir f útvarpstæki, vasaljós og leik- föng alltaf fyrirliggjandi. Aðeins I heildsölu til verzlana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Ötdugötu 16. Rvlk. — Siml 2 28 12. Loksins eitthvað nýtt í svefnbekkjngerð Þessi frábæra lausn er hönnuð af Þorkeli G. Guðmundssyni húsgagnaarkitekt, sem með þessu framkvæmir á sinn smekklega hátt, það sem hver unglingur helzt óskar sér. ■ýy&y/ZtátYÆw. PIRA UMBOÐIÐ, ÁRMÚLA 5. HÚ5 OC SKIP HF. Sími 84415 84416. Til leigu 4ra herb. íbúð í nýju fjölbýlishúsi í Vesturbænum. Teppi á gólfum, svalir móti suðri. Upplýsingar í síma 26382 eftir kl. 8 á kvöldin. Ilrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Reyndu að inna starf þitt alveg sériega vel af hendi Fdlk, MIB kemur langt að, hefur eitthvað forvitnilegt að segja. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú hagnast eitthvað og það á óvenjulegan hátt. Framkvæmdn strax, það sem þú færð tækifæri til að gera. Tækifærin bíða ekki, Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. ímyndunarafl þitt er afar líflegt og þér verður vel ágengt. Not- aðu það til að byggja starf þitt upp, fremur en að friðþægja vinum þínum. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú þarft að einbeita þér að starfinu. Ef þú átt eitthvert frí í dag, skaltu gera áætlun um starf þitt og hvað þú getur gert til úrbóta. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Glys og glaumur kunna að ganga svo í augu þér, að þú gleymir eða vanrækir dagleg störf, sem þú áttir að vinna. Reyndu að skrifa hlutina hjá þér, ef þú ert gleyminn. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að leggja eitthvað fyrir f dag. Sameignir aukast, ef dá- lítið er ltiið eftir þeim. Einkamál þín eru að komast í gott jafnvægi. Vogin, 23. september — 22. október. Þér gengur betur. Reyndu nú hvað úr hverju nýjar aðferðir. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Það sem þú hefst að í dag, getur haft mikil áhrif á hagnað þinn í framtíðinni. Gerðu eitthvað áþreifanlegt, svo að allir megi sjá og við una, meðan þú ert að skemmta þér. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Byrjaðu tímanlega og reyndu að gera varning þinn sem girnileg- astan. Steingeitin. 22. desember — 19. janúar. Þú færð sennilega innblástur fyrri hluta dagsins og langar til að breyta heimili þin, og dagfari öllu. Gerðu þetta allt saman strax. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Biddu fjölskylduna og samstarfsmenn alla um hjálp, en leggöu aðaláherzluna á að ná þér í sem bezt sambönd. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Tillitssemin er gulli betri í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.