Morgunblaðið - 19.04.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.04.1970, Blaðsíða 15
MORGWNBL.AÐIÐ, SUNNIJDAGUR 19. Ai’R'.D i®7fl 15 llOFTLEIDIfí Ritarastarf Einangrun Góð plasteínangrun heur hita- leiðnis aðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hialeiðni, en fíest önn- ur einangrunarefni hafa þar á meðal gleru'H, auk þess sem piasteinangrun tekur nálega eng an raka eða vatn í sig. Vatns- drægni margra annarra einangr- unarefna gerir það, ef svo ber undir, að m;ög lélegri rinangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Po.ystyrene) og fram- leiðum góða vöru með hag- stæðu verði. REYPLAST H.F. Ármúla 26. — Sími 30978. Sendisveinn á eigin vélhjóli óskast. Leiga fyrir vélhjó.ið greiðist auk launa. Upplýsingar á skrifstofum okkar að Sætúni 8. Upplýsingar ekki gefnar í síma O. JOHNSON & KAABER H.F. Óskilamunir I vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lyklaveski, lyklakippur, veski, buddur, úr, gleraugu, o. fl. Eru þeir, sem slíkum munum hafa týnt, vinsamlega beðnir að gefa sig fram í skriístofu rannsóknarlögreg unnar, Borgartúni 7 í kjallara (gengið um undirganginn) næstu daga kl. 2—4 og 5—7 e.h. til að taka við munum sínum, sem þar kunna að vera. Þeir munir, sem ekki verða sóttir, verða seldir á uppboði. RANNSÓKNARLÖGREGLAN. Vanan ritara vantar strax í söludeild okkar. Þarf að hafa góða reynslu í vélritun auk þess að rita íslenzku, ensku og dönsku eða annað Norðurlandamál. Stúlka, sem getur unnið sjálfstætt, gengur fyrir. Upplýsingar veitir starfsmannahald félags- ins milli kl. 10 og 12, sími 20200, mánudag og þriðjudag. Frá Ljósmæðraskóla Islands Samkvæmt venju hefst kennsla í skólanum hinn 1. okt. n.k. Inntökuskilyrði. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, er þeir hefja nám. Undirbúningsmenntun skal vera gagnfræðapróf eða tilsvarandi skólapróf. Krafist er góðrar andlegrar og líkamlegrar heiibrigði. Heilbrigðisástand verður nánar athugað í skólanum. E:ginhandarumsókn sendist forstöðumanni skólans í Fæð- ingardeild Landspítalans fyrir 15. júni 1970. Umsókn skal fylgja læknisvottorð um andlega og líkamlega heilbrigði, aldursvott- orð og löggilt eftirrit gagnfræðaprófs. Umsækjendur eru beðnir að skrifa greinilegt heimilisfang á umsóknina, og hver sé næsta símstöð við heimili þeirra. Umsóknareyðublöð fást í skólanum. Upplýslngar um kjör nemenda. Ljósmæðraskóli íslands er heimavistarskóli og búa nem- endur í heimavist námstímann. Nemendur fá laun námstimann. Fyrra námsárið kr. 5.057,00 á mánuði og siðara námsárið kr. 7.225,00 á mánuði. Auk þess fá nemar greiddar lögboðnar tryggingar og skólabúning. Húsnæði ásamt húsbúnaði, fæði, þvotti og rúmfatnaði, sem Ljósmæðraskólinn lætur nemendum í té. greiða þeir sam- kvæmt mati skattstjóra Reykjavíkur. Fæðingardeild Landspítalans, 16. apríl 1970. Skólastjórinn. nVor undir vœngjum “ ÖQ Vorltekhun Til móts við vorið VoriS er að koma suður i álfu og Loftleiðir bregða ekki vana sinum en bjóða nú: frá 15. marz til 15. maí hin lækkuðu vorfargjöld til fjölmargra staða í Evrópu. Fljúgið með Loftleiðum til móts við vorið og njótið hinnar rómuðu þjónustu um borð í Loftleiðaflugvélunum. Fjöldi þeirra íslendinga, sem nota sér hin lækkuðu vorfargjöld, eykst með ári hverju, Loftleiðir fljúga til: Oslóar - Kaupmannahafnar - Gautaborgar - Glasgow - London og Luxemborgar, en selja jafnframt framhaldsferðir með flug- félögum á öllum flugleiðum heims. Og enn sem fyrr geta farþegar notið hinna hagkvæmu greiðslukjara Loftleiða: FLUGFAR STRAX — FAR GREITT SÍÐAR Skrifstofur Loftleiða, ferðaskrifstofurnar og umboðsmenri um land allt veita upplýsingar og selja farseðla. koFTLEIDIfí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.