Morgunblaðið - 19.04.1970, Page 21

Morgunblaðið - 19.04.1970, Page 21
MOKGUNBLAOIÐ, SUNNUDAGUK 19. APRÍL 1970 91 ámá 1 — Við erum Framhald af bls. 10 Vissulega er það hjartanlegt gleðiefni öllum trúuðum mönn um að samvinna og sam- starf kirkjudeildanna aukist. Raunar er hér um að rseða eina hjörð, og hví skyldi hún þurfa að standa sundruð fyr ir Guði sínum? Á því rúmu ári, sem dr. Frehen hefir dvalizt hér, hef- ir hann gert sér far um að kynnast fólkinu. Hann hefir átt einkar vinsamleg sam- skipti við íslenzka presta- stétt og óhætt mun að full- yrða að góður kunningsskap ur hefir skapazt milli hans og biskupsins yfir íslandi herra Sigurbjörns Einarssonar. Dr. Frehen segir að hann dáist að mörgu í fari íslend- inga. Honum finnst ánægju- legur þroski felast í því hivernig við tökum jafnvel á móti óskilgetnum börnum, sem öðrum. Og einmitt í því sambandi fan.nst honum siðferðiskennd íslendinga á háu stigi. Ekki er nokkur vafi á því að okkur er mikill fengur að því að fá jafn lærðan, við- förlan og hógværan mann hingað til lands, þótt hann sé settur yfir tiltölulega fá- mennan söfnuð. Ef til vill er uppruni þessa manns nckkur skýring á miklum skilningi og þroska. Hann er þýzkætt- aður í föðurætt, móðirin belg isk og fjölskyldan bjó í Hol- landi og þar er hann upp al- inn. Hann gerist síðan mikill lærdómsmaður og er m.a. þekktur fyrir tungumálakunn áttu sína. Okkur hlýtur því að vera mikill fengur að slík- um manni til þess að miðla okkur af þekkingu sinni og skoðunum. . Nýlega hefir verið gefin út ný messubók fyrir hina Rómversk-káþólsku kirkju. Dr. Frehen var dálitið hreyk inn af því að vera fyrstur Norðurlandabiskupa til að gefa bókina út á tungumáli síns biskupsdæmis og gat hann fært hinum biskupunum bókina á fundi þeirra í Osló. I formála fyrir bókinni segir herra biskupinn: „Annað kirkjuþing Vaíí- kansins hafði það að mark- miði að efla kristilegt liferni hinna trúuðu í æ ríkari mæli, einkum með helgisiðum messunnar, enda er heilög messa bæði kirkjunni í heild og sérhverjum trúuðum ein- staklingi uppsprettulind og hámark kristilegs lífernis. Kirkjuþingið lét ekki und- ir höfuð leggjast að hvetja hina trúuðu til virkrar, áhugasamrar og sem full- komnastrar þátttöku í heil- agri messu. Til liðsinnis þeim ákvað kirkjuþingið að endur skoða messubókina, einkum með það fyrir augum, að eðli og tilgangur messunnar kæmi skýrar fram í helgisiðun- um, og hún yrði hinum trú- uðu hjálparhella til að geta tekið virkan og guðrækilegan þátt í heilagri messu. Þessi messubók krafðist mikils undirbúnings og rann- sókna og hlaut að lokum sam- þykkt páfans. Fyrsti og mik- ilvægasti hluti hennar .er hér með fenginn yður í hendur. í heilagri messu minnumst vér þjáninga Krists, dauða hans og upprisu, sem á ný verða gerð að raunveruleika á meðai vor. Vér skulum leggja oss fram við guðrækiiega þátt- töku af sálu og líkama, í trú, von og kærleika. Með þessu móti, og þó einkum með því að sameinast Kristi á sérstak an hátt í Altarissakramentinu, hljótum vér þær náðargjafir, sem Kristur hefir áunnið sér oss til handa með dauða sín- um og upprisu. Oss hlotnast kraftur til að fyigja Jesú í daglegu lífi voru og bjóða það sem stöðuga fórnargjöf, Guði, Drottni vorum og Föð- ur. í fyrsta hluta heilagrar messu, í orðsþjónustunni, er fyrirmynd Jesú leidd oss fyr ir sjónir. Vér heyrum orð hans og veitum því viðtöku í hjörtum vorum og sjáum hvernig hann skilyrðislaust fórnar sér Guðs ríki og fyrir náungann í hlýðni og kær- leika til Föðurins. Megi Guðs heilagur Andi upplýsa anda vorn, örva hjörtu vor og styrkja vilja vorn til tíðrar þátttöku í heilagri messu og til að finna þar uppsprettulind og kraft til að lifa sannkristnu Iífi.“ Þannig ávarpar herra bisk upinn söfnuð sinn í nýrri messubók. En svo bundinn er dr. Fre- hen ekki af trúarlegum mál- efnum og kennisetningum að ekki megi taka upp léttara hjal. Talið berst að söguhetj unum Don Camillo og Pepp- one, sem velflestir kannast við. Þetta þykja dr. Frehen skemmtilegir menn og hann segir að það séu margir Pepp onar á Ítalíu. Hann þekkti sjálfur einn slíkan og sagði mér stutta sögu af honum. Þessi ítali gerðist kommúnisti í þeirri- von að þeir myndu útvega honum vinnu, því hann lifði í sárustu fátækt. Breytingin reyndist lítil til hins betra af þeirra völdum. En allt í einu var svo kom- ið að hann var kominn í safn aðarstjórn kirkju sinnar og hann stóð í fylkingarbrjósti fyrir nýbyggingu fyrir kirkj- una. Dr. Frehen sagðist hafa spurt hann hvernig þetta gæti farið saman, hvort hann væri hættur að vera kommún isti. Nei, hann var ekki hætt- ur því. Hinir flokkarnir voru ek-kert betri. En hann hélt sinni trú og trausti til kirkju sinnar hvað sem hver sagði. Síðast ræddum við um ein- lífi kaþólskra presta. Það er sú dyggð og sú fórn, sem ég hef dáðst mest af í fari þeirra. Dr. Frehen sagði að talsvert væri rætt um mögu leika á breytingu í þessu efni og líkur væru til að svo færi. Ég sagðist hafa tilhneig- ingu til að vilja heldur ræða vandamál mín og trúnaðar- mál við prest, sem lifði einn, heldur en fjölskylduprest, ef ég á annað borð Leitaði til þeirra. Hann kvaðst skilja það vel. En mörgum prestum væri þetta mikið átak að lifa ein- ir. Margir hefðu hins vegar svo mikinn styrk fólginn í sjálfum sér að þeim væri þetta næsta auðvelt. En hvernig sem færi mætti ávafflt treysta því að mangir prestar héldu uppteknum hætti og lifðu einlífi, tökjulausir, eigna lausir og algert verkfæri kinkju sinnar og Guðs síns. Þótt enn væri vetur í höf- uðborg okkar fannst mér vor blær fylgja þessum látlausa kirkjuhöfðingja. —vig. „ . . . Við snúum okkur til ykk- ar sem óskið eftir bréfavini". Nánari upplýsingar sendast ókeypis um bréfaklúbbinn: ROVEMA INTERNATIONAL, Afd. 7, Box 42 066, S-126 12 Stockholm 42, Sweden 00 SJÓSTÍGVÉLIN eru sérstaklega framleidd með tililiti trl veðurfars og aðstæðna á fslandi. — Sólinn er vel ein- angraður, og í hann er felld stál- fjöður, sem heldur ilinni beinni og varnar þannig þreytu. — Allur bolur stígvélanna fylgir lögun fótleggjanna og þrengir hvergí að, og ofánálímdur efri bolur er gerður úr mjúku, stinnu gúmmii og helzt því vel uppi. Einkaumboð Sími 20000 Verð oðeins kr. 22.995,oo með 24“ skermi Nú aftur komin með nýju glæsilegu útliti. Hagkvæmir greiðsluskilmálar á hinum vönduðu H.M.V. sjónvarpstækjum. F A L K I N N II/F., Suðurlandsbraut 8 Reykjavík. Vel skipulogt norskt iyrirtæki óskar að komast í samband við byggingameistara, ríkis eða bæjarfyrirtæki og einstaklinga sem óska áætlana og aðstoðar við uppsetningu á iðnaði, rör.ögnum og skipaiðnaði. Ráðum, í samvinnu við vort sænska bróðurfirma, yfir verk- fræðingum og ca. 170 faglærðum verkamönnum. Höfum hæfnisvottorð frá: Kungl Arbeidsstyrelsen í Sverige, 5 stk , Norske Arbeidstil- synets Kjelekontroll, bue og gasssveising. Veitum fjárhagslegan stuðning og aðstoð við lausn á fjár- hagslegum örðugleikum. Hafið samband við okkur sem fyrst varðandi samninga. Stord Rör og Sanitær A/S Boks 210 5401 Stord, Norge. 'w\ VIÐ LÆKJARTORG HUN i ER AÐ PRESSA FYRIR PABBA ? !!! Sé pabbi svo hygginn að kaupa KORATRON buxur þarf einungis að setja þær i þvottavélina og siðan í þurrkarann. KORATRON BUXUR ÞARF ALDREI AÐ PRESSA AÐALSTÆ.TI SIMI 15005

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.