Morgunblaðið - 30.04.1970, Side 10
í lo
MORG U N'BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1970
Ekkert tilefni til
mótmælasamþykkta
— segja verkalýðsfélög um samningana í Straumsvík
„YFIRLÝSING
Til að koma í veg fyrir
óvenju yfirgripsmikið tjón af
völdum vinnustöðvana við
vinnisilu áls og sömuleiðis vegna
þess, að mikill dráttur getur
orðið á því, að framleiðsia hefj-
ist á ný, komi til slíkra stöðv-
ana, lýsa undirritaðir aðilar, sem
í dag hafa gert með sér samn-
ing um kaup og kjör við áliðju-
verið í Straumsvík, yfir eftir-
farandi:
a. Aðilar skuldbinda sig til að
láta hvorki koma tii verkfalls
Samninganefnd verkalýðsfé-
laga þeirra, sem samningsaðild
aiga í Straumsvík hefur sent frá
sér athugasemd, þar sem mót-
mælt er samþykkt, sem gerð var
á fundi í Verkamannafélaginu
Dagsbrún sl. sunnudag og birt
var í Morgunblaðinu sl. þriðju-
dag. í ályktun Dagsbrúnarfund-
arins var fjallað um það
ákvæði í samningum við Ál-
bræðsluna í Straumsvík, sem
varðar verkfallsboðun hjá álver
inu. Segir í svari því sem hér
fer á eftir að samningarnir í
Straumsvík séu bæði í samræmi
við það sem tíðkazt hefur hér í
sambærilegum tilvikum svo og í
Noregi. Morgunblaðið sér ástæðu
til að birta athugasemd þessa í
heild og fer hún hér á eftir en
hún er undirrituð af Hermanni
Guðmundssyni, Snorra Jónssyni
og Óskari Hallgrímssyni:
„Vegna fréttatilkynningar frá
Verkamannafélaginu Dagsbrún,
sem birt hefur verið í fjölmiðl-
um, þar sem m.a. er greint frá
samþykkt félagsfundar varðandi
yfirlýsingu þá sem þau verka-
lýðsfélög, sem samningsaðild
eiga við íslenzka Álfélagið h.f.
í Straumsvík, undirrituðu og birt
var ásamt samningum félaganna
við Álfélagið dags. 10. júní 1069,
vill samninganefnd félaganna
koma á framfæri eftirfarandi at-
hugasemdum varðandi um-
rædda samþykkt Dagsbrúnar:
1. Það er ranghermt í um-
ræddri sa-mþykkt, að yfirlýsing-
in sé gerð af „nokkrum forystu-
mönnum án þess að hún hafi
verið rædd í viðkomandi félög-
um“.
Hið rétta er að flest þeirra fé-
laga sem aðild eiga að yfirlýs-
ingunni og samningnum í heild
tóku ákvörðun um málið á fé-
lagsfundum, þ.á.m. öll fjölmenn-
ari félögin, og að í 'félögunum
öllum var farið með samnings-
gerðina með þeim hætti sem lög
viðkomandi félaga mæla fyrir
um.
2. Þá er það ennfremur með
öllu rangt, sem einnig er hald-
ið fram í áðurnefndri samþykkt,
að með yfirlýsingunni hafi hlut-
aðeigandi verkalýðsfélög afsal-
að sér verkfallsrétti.
Hið rétta er, að yfirlýsingin
felur það eitt í sér, að frestur
til boðunar vinnustöðvunar við
framleiðslustörf í Straumsvík,
skuli í engu tilviki vera skemmri
en fjórar vikur. Við útskipun á
vörum og framleiðslu verksmiðj
unnar gilda hins vegar venju-
legar reglur laga um stéttarfé-
lög og vinnudeilur, þ.e. einnar
viku fyrirvari.
Enda þótt samninganefndin
hafi leitt hjá sér ábyrgðarlaus
blaðaskrif í sambandi við samn-
ingana við fsal h.f. verður ekki
hjá þvi komizt, þegar forystufé-
lag sem Dagsbrún lætur frá sér
fara jafn villandi fundarsam-
þykkt og hér um ræðir, að gera
nokkru fyllri grein fyrir mál-
inu í heild og aðdraganda þess,
sér í lagi þar sem því er haldið
fram leynt og ljóst, að marg-
nefnd yfirlýsing feli í sér hluti
sem ísl. verkalýðsfélag hafi eigi
léð máls á.
Það ætti öllum að vera ljóst,
sem á aninatð borð kynna eér miála
vexti, að fyrirvaralítiii stöðvun
framleiðslu eins og þeirrar, sem
fram fer í álverinu í Straums-
vík, myndi e.t.v. leiða til yfir-
gripsmeira tjóns en þekkt er í
öðrum atvinnurekstri hér ó landi,
máski að undanskildum brað-
frystiiðnaðinum. Verkalýðsfélög
hljóta að taka tillit til þessarar
staðreyndar án þess þó að afsala
sér rétti til stöðvunar ef allt um
þrýtur. Sú leið sem valin var
við samningsgerðina í Straums-
vík er því sem að líkum lætur
ekkert einsdæmi. Samninga-
Vaktavinna
Viljum ráða mann á aldrinum 20—35 ára í vaktavinnu nú þegar.
Umsóknir er tilgreini fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir
5 maí n.k., merkt: „Iðnaður—Reykjavík — 5409".
Óskum eitir einstuklingsíbúð
til leigu fyrir einn starfsmann okkar.
íbúðin þyrfti að vera til reiðu ekki seinna
en 1. júní nk.
Upplýsingar á skrifstofutíma.
H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Þverholti 20, sími 11390.
» r
KJOTURVAL
KJÖTGÆÐI
NYTT HVALKJOT KR. KG. Ö0.—
NÝREYKT FOLALDAKJÖT KR. KG. 95,—
KÁLFAHAKK KR. KG. 115.—
NAUTAHAKK KR. KG. 167,—
FOLALDAHAKK KR. KG. 120.—
ÓDÝRU RÚLLUPYLSURNAR KR. KG. 125.—
KÁLFASNEIÐAR KR. KG. 110.—
KÁLFALÆRI KR. KG. 74.—
NAUTABUFF KR. KG. 325.—
NAUTAGULLASCII KR. KG. 200.—
ATH. BJÓHUM EITT BEZTA SALTKJÖT BORGARINNAR OG
ÁVALLT BEINT ÚR REYKOFNINUM ÚRVALS IIANGTKJÖT.
CScÐ^Tníí!tlO{E>@Tf^®OR£l
Laugalæk 2. REYKJAVIK, simi 3 5ó2o
AÐEINS ÞAO BEZTA f
nefndin hafði kynnt sér viðhorf
verkalýðsifélaga t.d. í Noregi,
þar sem sams konar rekstur fer
fram, og voru viðhorf þeirra
mjög á sama veg.
Hér á landi hafa verkalýðs-
félög einnig tekið tillit til slíkra
aðstæðna. Nægir í því efni að
vitna til yfirlýsingar félags vél-
gæzlumanna í frystihúsum, deild
ar í Verkamannafélagmu Dags-
brún, dags. 19. nóv. 1958, sem
enn er í fullu gildi og hljóðar
svo:
„VFIRLÝSING
Félag vélgæzlumanna í frysti-
húsum deild í Vkm.fél. Dags-
brún lýsir hér með yfir því að
meðlimir deildarinnar skuli
aldrei hefja sjálfstætt verkfadi
við viðlhaild frosts á þeirri vöru,
sem komin er í geymslu, fyrr
en verkfall þeirra við framleiðsl
una hefur staðið a.m.k. í 4 vik-
ur.
Verkfall við viðhald frosts á
þeirri vöru, sem komin er í
geymslur má aldrei hefja sem
samúðaraðgerð með öðrum starfs
hópum fyrr en verkfall þeirra
sem samúðaraðgerðin á að
styrkja hefur staðið a.m.k. í 4
vikur.
í öllum tilfellum skal verk-
fall við viðhald frosts á þeirri
vöru, sem kómin er í geymslur
boðað með a.m.k. 4 vikna fyrir-
vara.
Verkfall til ,að stöðva fram-
leiðsluna fylgir áfram þeim regl
um, sem ákveðnar eru í lögum.
Yfirlýsing þessi gildir frá und
irskriftardegi þar til næstu
samningar um kaup og kjör vél-
gæzlumanna hafa verið undirrit
aðir en er þá uppsegjanleg með
tveggja mánaða fyrirvara. Sé
henni ekki sagt upp innan 3ja
mánaða framlengist hún þar til
næstu samningar þar á eftir
hafa verið undirritaðir en er þá
uppsegjanleg á sama hátt og
þannig áfram.
Reykjavík 19. nóv. 1958.
Stjórn Félags vélgæzlumanna í
frystihúsum deild í Vkm. Dags-
brún
Ingvar Magnússon (sign)
Magnús Andrésson (sign)
Birgir Þorvaldsson (sign)
Samþykkir f.h. Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar.
Hannes M. Stephensen (sign)
Eðvarð Sigurðsson (sign)“
Til S'amanburðar skal birt hér
á ný margnefnd yfirlýsing
þeirra verkalýðisfélaga, sem
samningsaðild eiga í Straums-
vík:
né verkbanns, fyrr en slíkar
stöðvanir á vinnu við almennan
atvinnurekstur á félagssvæðum
undirritaðra verkalýðsfélaga og
sambanda, hafa staðið yfir í að
minnsta kosti fjórar vikur sam-
fleytt, sbr. liðd b. og c.
b. Verkfall eða verkbann við
framleiðslu og nauðsynlega að-
drætti á hráefni, orku og öðru,
sem til framleiðslu áls þarf, skal
í en.gu tilfelli boðað með skemmri
fyrirvara en fjórum vikum.
Sama gildir um samúðaraðgerðir
í formi verkfalls eða verkbanns.
c. Verkfaill eða verkbann til að
stöðva úts'kipun á framleiðslu og
vörum frá ÍSAL skal fylgja
þeim reglum, sem ákveðnar eru
í lögum.
Yfirlýsing þessi gildir frá
undirskriftardegi þar til næstu
samningar um kaup og kjör
starfsmanna ÍSAL hafa verið
undirritaðir, en er þá uppsegj-
anleg með tveggjamánaða fyrir-
vara. Sé henni ekki sagt upp
innan 3ja mánaða, framlengist
hún þar til næstu samningar á
eftir hafa verið undirritaðir, en
er þá uppsegjanleg á sama hátt
og þanniig áfram.
Straumsvík, 10. júní 1969
Fyrir hönd samningan,efndar
verkalýðsfélaganna
Hermann Guðmundsson (sign)
Guðríðux Elíasdóttir (sign)
Snorri Jónsson (sign)
Óskar Hallgríms'son (sign)
Þorsteinn Kristinsson (sign)
Þorsteinn Pjetursson (sign)
Grétar Þorleifsson (sign)
Fyrir hönd fs'lenzka Álfélags-
ins h.f.
Haiildór H. Jónsson (sign)
R. Halldórsson (sign)
A. Möller (sign)“
Af framansögðu ætti að vera
ljóst að hér befur ekkert nýtt
fordæmi verið skapað, og ekkert
tilefni gefizt, hvorki fyrir
Verkamannafélagið Dagsbrún
né aðra, að gera „mótmæiasam-
þykktir".
Með mál þetta var frá upp-
hafi farið í samræmi við lög við-
komandi félaga og viðteknar
venjur innan verkalýðshreyfing
arinnar. Hitt er hins vegar ný-
mæli, að verkalýðsfélög hlutist
til um samninga hvers ainnars.
F.h. Samninganefndar verka-
lýðsfélaga þeirra, sem samnings-
aðild eiga í Straumsvík:
Hermann Guðmundsison (sign)
Snorri Jónsson (sign)
Óskar Hallgrímsson (sign)
Ljósmyndaiðja fyrir unglingo
Vornámskeið í Ijósmyndaiðju fyrir unglinga 12 ára og eldri
hefst mánudaginn 4. maí.
Innritun og upplýsingar á skrifstofu Æ. R. virka daga kl. 2—8
sími 15937.
ÆSKULÝÐSRAÐ REYKJAVllKUR.
Atvinna
Verk h/f óskar að ráða eftirtalda menn:
a. Trésmiði.
b. Bílstjóra.
c. Vana menn á hjólaskóflur (payloaders).
a. Byggingaverkamenn.
Upplýsingar á skrifstofu Verk h/f„ Laugavegi 120, (Búnaðar-
bankinn við Hlemm)
fimmtudaginn 30. maí milli kl. 3—5 e.h. ekki í síma.