Morgunblaðið - 30.04.1970, Page 15

Morgunblaðið - 30.04.1970, Page 15
MORGUNBtiAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 11970 15 Utsýnismynd frá Breiðholt III í FYRRA hófust á vegum Framkvæmdanefndar bygg íngaáætlunar fyrstu fram- kvæmdirnar í Breiðholti III og hefur nefndin þar nú í smíðum fjölbýlishús fyrir 180 íbúðar. Breiðholtshverfinu öllu er skipt í þrjá meginhluta. — Lo'kið var við að úthluta lóðum í Breiðholti I í fyrra og nú er það hverfi allt í byggingu. Mörg húsin þar eru þegar fullbyggð en önn ur skemmra á yeg komin. Nú þegar býr því mikill fjöldi fólks í þessu hverfi. í framhaldi af skipulagn- ingu og framkvæmdum í þessu hverfi var hafizt hamda um skipulagningu Breiðholts III og þá fyrst suðurdeildar þess hverfis. TÓLF ÞÚSUND MANNA BYGGÐ í Breiðholti III er áætluð um tóilf þúsund manna byggð en í suðurdeildinni, sem er fyrsti áfangi hverfis ins, er gert ráð fyrir 4.200 íbúum. Áætlað er, að mest- ur hluti suðurdeildarinnar sé byggður upp af Fram- kvæmdanefndinn i á næsitu fjórum árum, einkum fjöl- býlishúsin. í þesisum hverf- ishluta eru einnig skipulagð ar lóðir undir raðhús og hafa borgaryfirvöld í vetur auglýsit rúmlega 70 raðhúsa lóðir til úthlutunar og eru þær lóðir nú þegar bygging arhæfar. Hér er um að ræða raðhús á einni hæð frá 126 upp í 144 fermetra, en stærð þessara fbúða er í og með miðuð við kröfur húsnœðis- málastjórnar varðandi lán- veitingar. Athygli hefur vakið, að hluti gatna í þessu hverfi hefur verið malbikiaður, áð ur en byggingarframkvæmd ir hefjast. Enmfremur hefur Reykja- víkurborg úthlutað bygging arfyrirtækjum lóðum und- ir fjölbýlishús, sem í eru um 360 íbúðir og er þegar byrj- að á smíði þeirra. Eru það m.a. hús upp á sjö haíðir. Frá þeim húsum öllum, sem standa við Asparfell, Æsu- fell og Vesturberg, er hið glæisilegasta útsýni, enda eru lóðir þessar á ásumum ofan við Breiðholt I. Til við bótar má geta þess, að vænt anleg er á næstunni úthlut- un á lóðum undir fjölbýlis- hús í þessum hverfishluta. ÞJÓNUSTUSTOFNANIR Breiðholt III er hugsað sem sjálfstætt hverfi og á samkvæmt því að fullnægja allri almennri þjónustu og samkvæmt skipulagi verða þá hinar ýmsu þjónustu- stofnanir í hverfinu sjálfu svo sem skólar, bamaheim- ili og leik- og íþróttasvæði svo og verzlunarþjónusta öll. Stór verzlunarmiðstöð á að vera í áðumefndri suð- urdeild. Samkvæmt upplýs- ingurn lóðanefndar Reykja- víkurborgar er nú þegar bú ið að ráðstafa lóð fyrir kjöt- og matvöruverzlun til ákveð ins aðila, en verzlunarlóðir í þessari miðstöð verða að öðru leyti auglýstar næstu daga. Þesisar lóðir verða byggingarhæfar nú strax í vor, þannig að reikna má með að verzlun og þjónusta verði fyrir hendi, strax og flutt verður í fyrstu íbúðir hverfisins. Hin vegar er áætl að, að nýbyggður bamaiskóli í Breiðholti I þjóni Breið- holti III fyrstu árin. ÖR FRAMVINDA Til marks um hina öru framvindu í byggingarmál- um í borginni má geta þess, að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, sem gilda átti til 1983, var ekki gert ráð fyrir byggð þesisa hverfis, þ.e.a.s. Breiðholts III. Nú þegar Reykjavík er fullbyggð vestan Elliðaáa og hafizt hefur verið handa um stórfelldar bygginga- framkvæmdir í Breiðholts- hverfi og Árbæjarhverfið utan Selásssvæðiisins er ris- ið, þá er ljóst, að íbúða- hverfi borgarinmar munu á næstu ámm teygjast æ lengra frá hinni gömlu byggð Reykjavíkur. NÝTT HVERFI RÍS AF GRUNNI Líkan af Breiðholti IH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.