Morgunblaðið - 26.05.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2«. MAÍ 1070 Ólafur B. Thors í sjónvarpsumræðunum: Félags- og mennta- mál skipa veglega sess — vegna þess að lífið í borginni skiptir meiru en mannvirkjagerð. í RÆÐU sinni í sjónvarps- umræðunum minnti Ólafur B. Thors, sem skipar baráttu- sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á það, að hlut- verk borgarinnar er annað og meira en mannvirkjagerð. „Hún verður að láta sig varða það líf, sem lifað er í borginni. Þess vegna viljum við Sjálfstæðismenn leggja vaxandi áherzlu á þá þætti borgarmálefna, sem beinlínis varða það fólk, sem í borg- inni býr. Því skipa félags- og menntamál veglegan sess í stefnuskrá okkar,“ sagði Ólafur B. Thors. Mestur hluti ræðu hans fer hér á eftir: Við erum að nálgast borgar- stjórnarkosningar og enn á ný biðjum við Sjálfstæðismenn um traust ykkar. Af því tilefni vil ég í upphafi 9egja þetta: For- senda þess að Sjálfsitæ-ðismenn fari áfram með stjórn Reykja- víkur er að flokkurinn fái 8 menn kosna í borgarstjórn. Það hefur komið í minn hlut að skipa 8. sæti á framboðslista flokks- ins við þessar kosningar, svo mér er eðlilega nokkuð í mun að það takist. En málið snýst engan veginn um örlög minnar eigin persónu. Ugglaust eru margir, sem ekki mundu reynast síðri borgarfull- trúar en ég. Málið snýst einung- is um það hvort áfram verður haldið þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í borgarmálunum sem ráðið hefur mestu um þróun og uppbyggingu borgarinnar að undanförnu. Þar er mikið í húfi og þess vegna bið ég um stuðn- ing ykkar á sunnudaginn kemur. Á því tíimatoili seim Sjálfstæðis- menn hafa ráðið Reykjavík hef- Framhald á bls. 21 Birgir ísl. Gunnarsson í sjónvarpsræðu: Valið stendur milli op- innar og hrein- skilinnar afstöðu Sjálfstæð- ismanna — og einhvers annars, sem enginn veit hvað er. „BORGARBÚAR vita að öllu leyti að hverju þeir ganga, að því er okkur Sjálfstæðis- menn varðar. Borgarbúar geta því valið á milli opinn- ar og hreinskilinnar afstöðu Sjálfstæðismanna eða valið eitthvað annað, sem enginn veit hvað verður.“ Þannig komst Birgir ísl. Gunnarsson að orði í sjónvarpsumræðun- um í fyrradag, en hann var síðasti ræðumaður af hálfu Sjálfstæðisnianna. Ræða hans fer hér á eftir í höfuð- dráttum: Athyglisvert er að Framsókn- armenn gagnrýna nú Sjálfstæð- ismenn í borgarstjóm fyrir of miklar framkvæmdir. Má t.d. benda á gagnrýni þeirra á Sundahöfn. Fyrir borgarstjórnar kosningarnar 1966 var það eitt að ail g agnrýnisiefni Fraimsókn ar- manna að þá skyldi bygging Sundahafnar ekki verið hafin og eitt mieigimiaitriðið í þeiima sietfnu- skrá þá var bygging Sunda- hafnar. Þá sögðu Framsóknar- menn já-já, þegar um Sunda- höfn var rætt, nú segja Fram- sóknarmenn nei-nei. En það er fleira en merkileg- ar framkvæmdir af ýmsu tagi, sem einkennt hafa störf Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Við höfum lagt aukna áherzlu á það mannlíf, sem hér er lifað. Hið Framhald á bls. 18 Lít á mig sem full- trúa fólks- ins í borg- inni sagði Sigurlaug Bjarna- dóttir í sjónvarpsumræð- um. SIGURLAUG Bjarnadóttir, sem skipar 3. sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var í hópi þeirra, sem þátt tóku í sjónvarps- umræðunum sl. sunnudag. Hún ræddi þar m.a. málefni kvenna og sagði síðan: „En hvað sem líður aukinni menntun kvenna og vinnu þeirra utan heimilis, þá skulum við varast að gera lítið úr starfi húsmóðurinn- ar í samanburði við önnur störf. Sannarlega er sú kona, sem í kyrrþey sinnir sínu hús móður- og móðurhlutverki af trúmennsku og árvekni og skilar þjóðfélaginu traustum og heilbrigðum samfélags- þegnum, engu síður lofs- og virðingarverð en hin sem stendur í ströngu á opinber- um vettvangi og fær mörgu góðu áorkað. Sannleikurinn er auðvitað sá, að heimilið og fjölskyldan hlýtur enn sem fyrr að vera undirstaða þjóð- félagsins.“ Hér fer á eftir ræða Sigrlaugar Bjarnadótt- ur í megindráttum: Það er sagt, að almenningur sé orðinn þreyttur og leiður á stjómmálum, — vilji helzt leiða þau hjá sér, sem eitthvað óþarft og óviðkomiandi venjulegu fólki. Ég held því miður, að þetta við- horf sé sérstaklega algengt með- al kvenna. Það liggur þó í aug- um uppi, að vilji konur njóta í verki þeirra sjálfsögðu réttinda, sem þær hafa öðlazt í orði kveðnu, þá dugar þeim ekki að draga sig sífellt inn í þægilega skel áhuga- og afskiptaleysis um það sem er að gerast í kring- um þær í þjóðfélaginu. Sé þar sitthvað, sem við teljum spillt og rotið, færist okkur ólíkt mann- legar að reyna, sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar, að hafa þar einhver áhrif til bóta, fremur en að þegja og halda að okkur höndum. Framhald á bls. 24 Kjósið eins og sannfær- ingin býður ykkur — en myndið ykkur sjálf- stæða skoðun, sagði Kristj- án J. Gunnarsson í sjón- varpsumræðunum. „KJÓSIÐ bara eins og sann- færing ykkar býður ykkur — en þá skuluð þið líka mynda ykkur sjálfstæða skoðun og ráðgast við sannfæringu ykk- ar eina. . . . En hver sá, sem gefur sundruðu flokkunum atkvæði sitt, ætti að þessu sinni ekki að treysta því, að Sjálfstæðismenn fái meiri- hluta þrátt fyrir það, heldur búast við þeirri uppskeru glundroðans, sem til var sáð.“ Þannig komst Kristján J. Gunnarsson að orði í sjón- varpsumræðunum í fyrra- kvöld og hann sagði enn- fremur: Ókosturinn við það, að koma fram í sjónvarpi er sá, að maður sér ekki þann, sem við er talað. Þess vegna ætla ég að hugsa mér, að ég sé kominn í heim- sókn til ykkar inn á vistlegt og niotalegt heimili, sem að ykkar dómi er þó ef til vill alls ekki fullkomið. Sennilega teljið þið ykkur vanhaga um ýmsa hluti, jafnvel þá, sem til nauðsynja má telja. En þannig verður það ávallt, að heimili byggitst upp smám sarnan eftir því, sem efni og ástæður leyfa. Sama máli gegnir um borgina, sem við byggjum og er eins kon- ar heimili okkar allra. Hún veit ir okkur mörg þægindd og þjón- ustu. En hún er ekki fullkomin. Margt skortir, jafnvel sumt, sem teljast má til nauðsynja. En haldið er áfram að byggja hana upp smám saman, eftir því, sem efni leyfa. Þó verður því verki aldrei lokið, því að fyrir hvert leyst verkefni, hefir anoað til orðið. Borg verður ekki byggð á einum degi. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.