Morgunblaðið - 26.05.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1970
21
— Ólafur B.
Framhald af bls. 12
ur hún breytzt úr litlum og fá-
tækum bæ í borg með 5 földum
íbúafjölda, þar sem 75% íbúanna
býr í eigin húsnæði, þar sem
96% íbúanma hita hús sín og íbúð
ir með vatni úr hitaveitu og þar
sem 76% allra gatna hafa verið
malbikaðar eða steyptar.
Ég minnist á þessar staðreynd
ir hér til þess að leggja áherzlu
á, að verkefnin hafa verið mörg
og að mikið hefur áunnizt. Sá
árangur, sem náðst hefur, hefur
vissulega byggst á dugnaði ykk
ar sem búið í borginni, því þið
hafið lagt fram það fé, sem gert
hefur framkvæmdir þessar
mögulegar, en samhent og
ábyrg stjórn borgarmálefna hef-
ur líka ráðið miklu. Og vitneskj
an uim það gerir okkur Sjálfstæð
ismönnum auðvelt að biðja nú
um umboð ykkar til þess að
halda starfimu áfram. Því þótt
mikið hafi áunnizt er þó enn
margt, sem þarf að gera. Reykja
vík er í örum vexti og verkleg-
ar framkvæmdir kalla víða að.
í vaxandi borg þarf að sjá fyrir
nægilega mörgum byggingalóð-
um á hverjum tíma, skipuleggja
þarf ný hverfi og halda verður
áfram að fegra og snyrta borg-
ina. Jafnframt slíku starfi, verð-
ur borgarstjóm að hvetja og
örva atvinnulífið í borginnd, og
tryggja þannig íbúum hennar
góða afkomu.
En hlutverk borgarstjórnar er
annað og meira en mannvirkja-
gerð. Hún verður að láta sig
varða það líf, sem lifað er í borg-
inn'i. Þeisis vegna viljum við Sjálf-
stæðismenn leggja vaxandi
áherzlu á þá þætti borgarmál-
efna, sem beinlíns varða það
fólk, sem í borginni býr. Því
skipa félags- og menntamál veg-
legain sess í stefmuskrá okfk-
ar fyrir þessar kosningar. Mál-
efni hinna öldruðu svo og æsku-
lýðsmál teljast til þessa mála-
flokks og þótt þar hafi ýmislegt
verið aðhafst viljum við þó gera
betur. Auk 90 íbúða, sem nú eru
í smíðum og ætlaðar öldruðu
fólki, er í byggingú hjúkrunar-
heimili fyrir 72 vistmenn við
Grensásveg og ætlaður hefur ver
ið staður fyrir næsta áfanga
íbúcSabygginga fyrir aldraða.
Stefna okkar í æskulýðsmálum
er að efla og styðja félags og
tómstundastarf ungs fólks —
fyrst og fremst þau félög sem
fyrir hendi eru, en jafnframt er
Æsku.lýðsráði ReykjavSkur ætlað
að annast viðfangsefni, sem ekki
eru á stefnuskrá annarra, eða
aðrir hafa ekki bolmagn til þess
að annast. Enginn vafi er á því,
að fjölbreytt og hollt tómstunda
starf unglinga er meðal mikil-
vægustu viðfangsefna í borginni
því í slíku starfi er fólgin bezta
vörnin gegn ýmsum þeim vanda-
málum, sem fest hafa rætur í er-
lendum stórborgum. Ég segi
'Stórborgum — því þótt íbúa-
fjöldi Reykjavíkur sé ekki hár á
erlendan mælikvarða þá öðlast
þó borgin með degi hverjum
fleiri og fleiri einkenni hinnar
alþjóðlegu stórborgar. Þetta er
þróun, sem enginn fær við ráðið
— hvort sem okkur líkar betur
eða verr — aðeins afleiðing af
stöðu borgarinnar sem höfuð-
borgar frjáls og fullvalda ríkis,
sem býr þegnum sínum gott lífs-
viðurværi. En einmitt þess vegna
er stjórnendum borgarinniar mik
ill vandi á höndum. Hvemig eig-
um við að varðveita hið frið.
sæla og viðkunnanlega andrúms-
loft, sem einkemnt hefur Reykja
vík. Hvernig eigum við að
vernda borgina gegn hinni ógn-
vekjandi hættu á mengun lofts
og lagar — fylgifiskum hins iðn-
vædda velferðarríkis.
Þessum vandamálum viljum
við Sjálfatiæðiemiemin giefa gaiuim
meðan enn er tími til.
Ég gæti haldið áfram að telja
upp ýmsa málaflokka, en til þess
er ekki tími nú.
í þeirri kosnimgabaráttu, sem
nú er háð, munu andstæðingar
oikikar Sjáifstæðismainna segja
við ykkur, að Reykjavík hafi
verið illa stjórnað. Þið sjálf,
fólkið sem býr í borginni, og
mörg hver hafið fylgst með
henni og séð hana vaxa í ára-
tugi, eruð bezt dómbær um það.
Finnst ykkur að borgin beri um-
merki lélegrar stjómar — ef svo
er munuð þið greiða atkvæði
gegn D-listanum á sunnudaginn
kemur — en séuð þið hins vegar
þeirrar skoðunar að Reykjavík
eins og við þekkjum hana nú, sé
lífvænleg og fögur borg, sem þið
áfram munið kjósa ykkur að
dvalarstað, veitið þá Sjálfstæðis
mönnum umboð ykkar á ný til
þess að stjóma borginni og gera
hana að enn betri borg.
Síðustu orðum vil ég beina til
ykkar ungir kjósendur. Þið eruð
7290 sem gangið nú að kjörborð-
inu í fyrsta sinn. Ég vil óska
ykkur til hamingju með þennan
áfanga í lífi ykkar og vona og
treysti að við getum átt góða
samvinnu um hagsmunamál
Reykjavíkur í framtíðinni.
— Afmæli
Framhald af bls. 13
gekk daglega t.i kinda sinna.
Þar er góð vetrarbeiit, en minnst
klukkutíma gangur frá Miðhús-
um. Sumarið 1918 seldi hann all-
an kindastofn sinn, svo og ýms
ar aðrar reytur austur þar og
fluttist áuður, eins og áður er
sagt. Erlendur bóndi á Vatns-
leysu sagði mér einhverju sinni,
að þar hefðu forlögin verið
Magnúsi hliðholl, því að næsta
vetur, snjóaveturinn 1919, fyllt-
ist allt Úthlíðarhraun af snjó og
alla beit þraut. Hefði það að sjálf
sögðu verið honum mikill skaði,
þótt það á engan hátt hefði yfir-
bugað hann eða orðið honum
þröskuldur á leið sinni til efna-
hagslegrar velsældar, enda var
vinnudagur hans oft á tíðum
lengri en auðvelt er að trúa mið
að við, hversu vel hann ber ald
ur sinn. Að vísu hefur hann nú
síðustu ár hætt erfiðisvinnu
vegna sjúkdóms, sem hann ber,
eins og honum er eiginlegt. Ef
ég vissi ekki betur, mundi ég
trúa, að ég væri að skrifa um
hann 65 ára, en ekki 75.
Við, sem höfum borið gætfu til
að kynnast honum, tökum í hönd
hans á þessum merkisdegi í lífi
hans, þökkum honum góða við-
kynnin.gu, stuðning og uppörvun
og gleðjumst þeim mun meir með
honum í dag.
Ekki má gleyma hinni ágætu
eiginkonu hans, sem á sinn þátt
í þeirri reisn og menningu, sem
einkennt hefur heimili þeirra
hjóna alla tíð.
Heill sé þér Magnús, á þessum
mer'kisdegi, og megi gæfan
fylgja ykkur hjónum áfram, sem
fyrr, og þið njóta langm daga og
góðra.
Magnús verður í kvold stadd
u'r á heimili dóttur sinnar að Háa
leitisbraut 42.
Benedikt Bogason.
Kvenveski stolið
STOLIÐ var úr verzlun við
Lauigaveg í gær kveiniveski. Kona
kom inm í búðina og gerði sig
líkiega til þess að kaupa iamp'a.
Afgreiðsluigtúlkan fór augnaiblik
frá til þess að ná í lampainin í
g'eymslu baka til í verzluninmi,
og er hún kom aftur fram, var
veski heninar horfið og konam
ií'ka.
I veekimu voru 5000 krónur. —
Það er bagailegt við tjón stúllk-
urnnair, að penimiga'rnir voru ætlað
ir til kaupa á blómuim á kistu
móðux hennair, sem er nýlátin og
skorar því ranmsóknarl'ögreglan á
fconuna, sem tók veskið, að koma
því ásamt peninigumuim til slkila.
xD