Morgunblaðið - 26.05.1970, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MiIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1970
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson.
Fréttastjór.i Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson.
RHstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands.
I lausasölu 10,00 kr. eintakið.
HVAÐ HAMLAR SAMNINGUM?
/\llum er Ijóst, að nú er
" grundvöllur til verulegra
kjarabóta. Forsætisráðherra
hefur lýst þeirri skoðun sinni
í viðtali við Morgunblaðið, að
launþegar eigi rétt á eðli-
legri hlutdeild í batnandi
hag og ríkisstjómin í heild
hefur staðfest þetta með því
að varpa fram hugmyndum
um gengishækkim. Vinnu-
. veitendur hafa viðurkennt
þessa sömu staðreynd með
því að leggja fram sem fyrsta
gagntilboð tillögu um 8% al-
menna hækkun grunnkaups
og 4% að ári og nær 12%
hækkun í fiskvinnu og 4%
að ári.
Gengishækkun af svipuð-
um hundraðshluta og um
samin kauphækkun mundi
að mestu eyða verðhækkunar
áhrifum kauphækkunar, svo
að hún kæmi öll fram sem
raunhæf kjarabót.
í ljósi þessara staðreynda
er það furðulegt og hörmu-
legt að nú skuli stefnt að
verkföllum. Almenningur
spyr hvers vegna?
Sundruð verkaiýðshreyfing
A ðalerfiðleikamir við lausn
kjaradeilunnar nú eru
fólgnir í fomstuleysi verka-
lýðshreyfingarinnar. í við-
kvæmum kjaradeilum er
venjan sú, að tiltölulega fáir
menn ræðist við um málin og
leiti heilbrigðrar lausnar. Nú
hagar hins vegar þannig til,
að forustumenn í verkalýðs-
hreyfingunni eru pólitískir
hatursmenn, sem hugsa um
það eitt að koma höggi hver
á annan, og enga ábyrga við-
semjendur er þar að finna.
Ljóst er einnig, að það til-
tæki að boða verkfall, strax
eftir að vinnuveitendur höfðu
gefið tilboð sitt er líka af
pólitískum toga spunnið. Eng
ir af ráðamönnunum í
helztu verkamannafélögun-
um þorðu að taka forustuna
og ganga til alvarlegra samn
inga af ótta við, að aðrir
mimdu telja það gunguskap,
og þess vegna er allt útlit
fyrir, að til verkfalla muni
draga, án þess að nokkur
sameiginleg fomsta myndist
í verkalýðshreyfingunni, sem
unnt sé að semja við.
Þessi djúpstæði ágreining-
ur og óvild svokallaðra
vinstri manna hvers í anmars
garð, hefur glögglega komið í
ljós að undanfömu, bæði í út-
varpsumræðum og blaða-
skrifum. Heiftin virðist
magnast með hverjum deg-
inum, sem líður, en launþeg-
ar og þjóðin í heild verður
væntanlega að gjalda með
verkfalli, sem standa mun
fram yfir kosningar, því að
engir þessara manna hafa
manndóm í sér til að taka
neina forustu. Og þótt ein-
hverjir þeirra hefðu það,
mundu hinir reyna að eyði-
leggja slíkt starf.
Tætingsliðið, sem illu heilli
ræður ríkjum í verkalýðs-
hreyfingunni, hefur ekki vilj-
að hlusta á hugmyndir um
lausn kjaradeilunnar, einfald
lega af ótta við aðra þá, sem
berjast um vinstra fylgið.
Hagsmunir launamanna
verða að vikja fyrir ímynd-
uðum stjórnmálahagsmunum
flokksbrotanna, sem nú berj-
ast innbyrðís af meiri heift
en þekkzt hefur í íslenzkum
stjómmálum um áratuga
skeið.
Og þetta lið, sem þannig
fórnar hagsmunum launþega
í innbyrðisstríði sínu, reynir
svo að telja fólki trú um, að
það gæti stjómað höfuðborg-
inni að kosningum afstöðn-
um. Ætti þó að mega ætlast
til þess, að fyrst beittu þeir
þeim áhrifum, sem þeir hafa
náð í verkalýðshreyfingunni
til að leysa vandamál hennar.
Hitt er furðulegt, að þeir
skuli gerast svo djarfir að
biðja um stuðning Reyk-
víkinga til að ráða öllum
málefnum höfuðborgarinnar,
á sama tíma, sem þeir geta
ekki orðið ásáttir um eitt
eða neitt í málefnum laun-
þega.
Vissulega er það hörmu-
legt, ef ástæðulaust verkfall
dynur nú yfir, en það mun
þó væntanlega leysast fljót-
lega eftir kosningar, er víga-
móðurinn rennur af tætings-
liðinu, þegar það sér að fólk-
ið styður ekki þessi upplausn
aröfl.
Fátækrahverfi Framsóknar
að afturhaldshugarfar, sem
einkennir málflutning
Framsóknarmanna um þessar
mundir er svo gengdarlaust,
að með eindæmum er. Und-
anfamar vikur hefur mál-
gagn Framsóknarflokksins og
einstakir frambjóðendur
flokksins haft alllt á homum
sér vegna uppbyggingar
Reykjavíkurhafnar og virðast
þessir aðilar ekki láta það
skipta sig nokkm máli, þótt
báðir bo-rgarfulltrúar Fram-
sóknarflokksins hafi verið
mjög hlynntir framkvæmd-
unum í Sundahöfn.
Með sama hætti er ráðizt
Borgarstjóri og nokkrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, sem ávörp fluttu á fundinum.
Húsfyllir var á
fundi Hvatar
Ánægjulegur fundur sem ein-
kenndist af miklum sóknarhug
HÚSFYLLIR var á kaffifundi,
sem Sjálfstæðiskvennafélagið
Hvöt efndi til að Hótel Borg sl.
iaugardag. Var hvert sæti húss-
ins skipað og urðu nokkrar
fundarkonur að standa. Þessi
fundarsókn sýnir greinilega þann
sóknarhug, sem er í Sjálfstæðis-
konum og í ávörpum þeim, sem
kvenframbjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins fluttu á fundinum og
á undirtektum fundargesta kom
fram eindreginn vilji til þess að
gera hlut Sjálfstæðisflokksins
sem mestan í kosningunum á
sunnudaginn kemur.
Frú Geirþrúður Hildur Bern-
höít, forimaður Hvatair, stjóamaði
fuindimum. Ávörp fiu'btu Sigur-
iaug Bjamadóttir, ken’nairi, Hulda
Vaitýsdóttir, húsfrú, Elín Pálma-
dóttir, blaðamaður, Alda Hall-
dórsdóttir, hjúk'rumiairkona, Gróa
Pétuirsdóttir, húsfrú, og Auður
Auðums, allþinigismaður.
Allur málflutninigur ræðu-1
kvenniainna var með afbrigðuim |
skemmtiiegur og drepið á eitt og!
amnað úr borgarlífinu. Firú Gróa
þákkaði Auði Auöuns fyrir dug-
mikla frammistöðu að borganmál
efnuim Rey'kj avíkuirborgar á sl.
rúmiuim 20 árum. Hylltu fundar-
gestir friá Auði inniiiega,.
Loks tailaði borgarstjóriwn,
Geir Hailligrímsson. Hvatti hanin
konuirnar til þeiss að standa ve!
saman, þannig að „heimilisfrið-
urin)n“ í borgarstjórninini mætti
haldast áfraim.
Á milli ávarpanna lék Magnús
Pébursson á píanó og Ómar Raign
arsson og Róí-tiríó skemmtu
fundargestum við góðar uaidir-
tektir.
Séð yfir hluta fundarsalarins. (Ljósim. Mbl. Kr. Ben.)
að Reykjavíkurborg fyrir það
eitt að hafa nóg af lóðum á
boðstólum fyrir iðnaðinn í
borginni. Nú hefur einm fram
bjóðenda Framsóknarflokks-
ins líkt aðstöðu barna í
Reykjavík við aðsitöðu barnia
í fátækrahverfum stórborg-
anna erlendis. Menn spyrja:
hvrað kemur næst? í hugar-
heimi Framsóknarmanna er
greinilega enga ljósglætu að |
sjá um þessiar mundir. Menn i
eru ýmsu vanir af hendi I
Framsóknarmanna þegar
Reykjavík er á dagskrá, en
ætli borgarbúum finnist ekki
nóg komið af svo góðu, þeg’ar
höfuðborginni er líkt við fá-
tækrahverfi.