Morgunblaðið - 26.05.1970, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.05.1970, Qupperneq 17
MOBGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1970 17 Doktorsvörn um eignar- nám við Háskóla íslands Gaukur Jörundsson doktor í lögum GAUKUR Jörundsson, prófessor, varði doktorsritgerð sína um eign arnám í hátíðasal Háskóla íslands á laugardaginn. Andmælendur voru lagaprófessorarnir ólafur Jóhannesson og Þór Vilhjálmsson og luku þeir miklu lofsorði á rit- gerðina og það starf, sem að baki hennar liggur. Magnús Þ. Torfason, prófessor, stjórnaði at- höfninni og lýsti Gauk Jörunds- son doktor í lögum. Mikið fjöl- menni var við doktorsvörnina og meðal áheyrenda voru herra Kristján Eldjárn, forseti íslands, dr. Bjarni Benediktsson, forsætis ráðherra, Magnús Már Lárusson, háskólarektor, dómarar Hæsta- réttar og prófessorar Háskólans. f upphafi varnarinnar gerði doktorsefni grein fyrir sjálfum sér og rakti helztu þætti rit- gerðar sinnar. Hann gat þess, að hún hefði verið meiri að vöxt- um upphaflega en verið stytt vegna útgáfukostnaðar, var sögu legum kafla- sleppt. >ess má geta hér, að þessi kafli hefur nú ver- ið gefinn út í tímaritinu Úlfljóti, sem laganemar í Háskóla íslands gefa út. Olafur Jóhannesson, prófessor, rakti tvo fyrri þætti ritgerðar- innar í ræðu sinni. En þeir heita: Réttargildi og réttareinkenni 67. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins ís lands nr. 33, 17. júní 1944 og Um eign og eignaraðild. Þór Vil- hjálmsson, prófessor, reifaði meg Brotizt Sandgerði: 21 þús. lestir á vertíðinni Sandgerði, 25. maí. VERTÍÐARAFLI Sandgerðisbáta varð í heild um 21.150 lestir. Þar af voru um 1200 lestir af loðnu og 18.7 lestir af síld. Bolfiskafl- inn varð því tæpar 20 þúsund lestir á móti tæpum 14 þúsund lestum í fyrra. Aflahæsti bátur í vetur varð Þorri, sem lamdaði 1058 lestum í Sandgerði oig 95 lestum í öðrum höifnum, eða samtals 1153 lest- um. Þorri vax eingöntgu með niet. Næstiir urðu Víðir II með 829 lest iir og Bergþór með 803 lestir, en þeir voru með línu og net. — PáU. um borð í skip BROTIZT vair í danskt flutn- inigaskip í Reýkjavíkurhöfn að- faranótt sunimudags og stolið þaðam Sony-segulbanidi, ferða- segulbandi af Stanidard-gerð, Kodaik-Inistamatic-myndavél, Pol aroid-myndavél, tveimur Ronson kvei'kjutrum, nokkruim áfenigis- fllöskium og 2 lenigjium af sxgar- ettuim. Málið er í rannsókn. Gaukur Jörundsson, prófessor, ver doktorsritgerð sína um eign arnám. Til hliðar við hann eru frá vinstri lagaprófessorarnir Magnús Þ. Torfason, sem stjórnaði vörninni og andmælendurnir Ólafur Jóhannesson og Þór Vilhjálmsson. inþátt ritgerðarinnar; þriðja þátt inn: Um eignarnám. En doktors- efni svaraði aðfinnslum og gerði skýrari grein .fyrir einstökum atr iðum. Tók þessi þáttur varnar- innar um þrjár klukkustundir. Við svo búið hurfu andmælend- ur og stjórnandi úr salnum, og er þeir komu aftur las Magnús Þ. Torfason bókun þeirra um, að Gaukur Jörundsson væri doktor í lögum. Dr. Gaukur Jörundsson er fædd ur í Rvík árið 1934. Hann er sonur hjónanna Guðrúnar Dal- mannsdóttur og Jörundar Brynj- ólfssonar fyrrv. alþingismanns. Gaukur varð stúdent frá Mennta skólanum í Reykjavík árið 1954 og cand. juris. frá Háskóla fs- lands árið 1959. Hann hefur stundað framhaldsnám í Osló, Kaupmannahöfn og Berlín. Hann varð fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík árið 1962 og síðar lektor við lagadeild Háskóla ís- lands, hann var skipaður þar þrófessor á síðasta ári. Gaukur Jörundsson er kvæntur Ingibjörgu Eyþórsdóttur. Kröfur gerðar til ítrustu kjarabóta — frá fundi Hagfræðafélags ins um gengishækkun Hagfræðafélag íslands hélt fund s.l. laugardag um efnið: Gengishækkun sem hagstjómar tæki og kjarabótaleið. Frummæl endur voru þeir dr. Jóhannes Nordal seðlabamkastjóri og Bjarni Bragi Jónsson, forstöðu- maður Efnahagsstofnunarinnar. Ragnar Borg var fundarstjóri. í ræðu sinni gaf dr. Jóhannes Nordal almennt yfirlit yfir þær reglur, sem gilda um gengis- mál í heiminum. Hann gerði grein fyrir f rj álsgengiskerfi annars vegar og fastgengiskerfi hins vegar. Og sikýrði síðan þær alþjóðlegu reglur, sem sett- ar voru um notkun gengisbreyt- inga sem hagstjómarkerfis með stof nskrá Alþj óðagj aldeyrissjóðs ins, er samþykkt var í Bretton Woods árið 1944. En meginstefna sjóðsins er að tryggja sem mest- an stöðugleika í gengismálum. Síðan gerði hann grein fyrir því, hvers vegna gengislækkanir eru tíðari en gengishækkanir. En helzta skýring þess er, að þjóð'irn ar geta mun frekar sætt sig við greiðsluafgang en greiðsluhalla, og gengisfellingar eru helzta leiðin til að stöðva útstreymi gjaldeyris, sem leiðir af greiðslu halla. í síðasta hluta ræðu sinnar reifaði Jóhannes þá spurningu, hvort gengitehækkanir væru raun hæfur möguleiki hér á landi. Fer sá kafli óstyttur hér að neðan. Bjarni Bragi Jónsson talaði um gengishækkun sem kjara- bótaleið. Sagði hann hugmynd- ina um gengishækkun nú hafa komið fram sem kjarabótaleið. vegna þeirra sérstöku aðstæðna, er nú ríkja í efnabagsmálum þjóðarinmair. Launþegar væru staðráðnir í að fá bætta þá kjaraskerðingu, sem þeir hefðu óhj ákvæmilega orðið fyrir, á meðan verr áraði en nú. Gjald- þol atvinrxuveganna væri mjög misjafnt og finna yrði leiðir til að jafna það. Gengishækkun kæmi þar að góðu gagni jafn- framt því, sem hún kæmi í veg fyrir það, að kjarabæturnar mögnuðu aðeins upp verðbólg- una og eyddust síðan í nýrri verðbólguskriðu. Bar hann sam an áhrif einhliða kauphækkanna annars vegar og gengishækkun- ar og hóflegrar kauphækkunar hins vegar og sagði að síðari kosturinn væri mun skynsam' legri, þegar til fnamtíðarinnar væri litið. Hann nefndi fyrn leiðina verðbólguleiðina og hina síðari hagvaxtarleiðina. Hér yrði að velja á milli, þetta val reynd ist erfitt í framkvæmd hér á landi, því að félagsleg sjónar- mið mættu sín yfirleitt meira í kjarasamningum en val þess hag kvæmasta. Að loknum framsöguræðum voru leyfðar fyrirspurnir. Þar kom m.a. fram, að tilfærsla út- flutningstekna við 10% gengis- hækkun mundi nema um 900 miilljónum, sem er um 3% heild- arþj óðartekna. Hér fer á eftir síðasti hluti ræðu dr. Jóhannesar Nordals: „En eru gengishækkanir hér á landi raunhæfur möguleiki? Að mínum dómi hefur þróun greiðslujafnaðarins tvisvar sinn um á undamförnum tíu árumver ið svo ha'gstæð, að ástæða hefði verið til þess að taka gengis- hækkun til íhugunar. Fyrra skiptið var á árunum 1964—65, en síðara skiptið nú á þessu vori. Lítum fyrst á fyrra tíma- bilið. Á árunum 1962—1965 hafði út flutningsframleiðsla íslendinga farið vaxandi hröðum skrefum og greiðslujöfnuðurinn verið sterkur, þrátt fyrir miklar inn- lendar verðhækkanir. Út fi'á al- mennu greiðslujafnaðarsjónar- miði og með tilliti til hinnar sterku gj aldeyrisstöðu, hefði því átt að vera æskilegra að hækka gengi gjaldmiðilsins og draga þannig úr víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags og skila kjara bótum til almennings frekar í formi hagstæðara innflutnings verðs en síhækkaðs kaups. Sé hins vegar nánar að gáð, kemur í ljós, að ólíklegt er, að gengis- hækkun hefði komið að notum við þær aðstæður, er þá ríktu. Ástæðan er einkum sú, að aukn- ing útflutnings var á þessum ár um fyrst og fremst að þakka hin um gífurlegu síldveiðum, sem sog uðu til sín vinnuafl og fjár- magn og þrýstu upp almennu verðlagi í landinu. Aðrar grein- ar sjávarútvegsinis og innlendur iðnaður áttu hins vegar í vök að verjast. Almenn ráðstöfun, dins og gengishækkun, hefði því ekki aðeins tekið vænan kúf af síldargróðanum og flutt hann yfir til almennings í formi lægra innflutningsverðlags, heldur hefði hún einnig þrengt stórlega að öðrum greinum sj ávarútvegs- ins og iðnaðinum, sem þá voru á engan hátt aflögufærar, enda þurfti þá verulegur hluti fisk- iðnaðarins á beinum framleiðslu styrkjum að halda. Niðurstaða mín er því sú, að gengishækk- un hefði ekki átt við á árunum 1964 og 1965, heldur hefðu þurft tiil að koma annara konar aðgerð- ir, svo sem útflutningsiskattur á síldariðnaðinn eða stórfelldar greiðslur í einhvers konar tekju- og verðjöfnunarisjóð. Þetta dæmi bendir á eina for- sendu þess, að gengishækkun sé framkvæmanleg ráðstöfun. Hún er sú, að afkoma framleiðsluat- vinnuveganna sé nægilega jöfn til þess, að þeir geti allir tekið á sig þá rýrnun samkeppnisað- stöðu, sem almenn aðgerð eins og gengishækkun hefur í för með sér. Þessu skilyrði virðist hins vegar vera að verulegu leyti fullnægt við þær aðstæð- ur, sem nú ríkja. Munurinn á afkomu atvinnuveganna er nú miklu minni en oft áður, en auk þess á starfsemi verðjöfnunar- sjóðs þegar nokkurn þátt í að ja.fna áhrif veriðibreytiniga er- lendis á vissar greinar sjávar- úbvegsins. En hvað þá um önnur skilyrði fyrir því, að gengis- hækkun sé nú réttlætanleg? Því er ekki að öllu leyti auðsvarað. í fyrsta lagi verð ég að viður kénna það, að allar þjóðir, sem hækkað hafa gengi á undanförn um árum, hafa verið komnar í miklu sterkari greiðslustöðu en fslendingar eru í dag. Það er að- eins hálft annað ár liðið, síðan greiðslujöfnuðurinn snerist við eftir gengisbreytinguna 1968 úr stórkostlegum halla í vaxandi greiðsluafgang. Og þótt gjald eyrisstaðan hafi farið ört batn- andi á þessu tímabili og nettó- gjaldeyriseign sé nú komin upp í rúmlega 2800 millj. kr., getur staða okkar út á við á engan hátt talizt sterk. Gjaldeyriiseign in samsvarar aðeins um þriggja mánaða innflutningi og erlendar skuldir eru mjög miklar. Það væri því full ástæða til þess að reyna að njóta greiðsluafgangs- ins nokkru lengur í því skyni að styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við til langframa. Vandinn er bara sá, að allt útlit er fyrir, að sá kostur sé alls ekki fyrir hendi. Þróun mála hér á landi að undanförnu og hin mikla kjara- skerðing, sem launþegar hafa tekið á sig undanfarin tvö ár, hafa valdið því, að kröfur virð- a®t nú vera gerðar til ítrustu Kjarabóta, er staða þjóðarbúsins í heild og afkoma atvinnuveg- anna leyfir. Við stöndum því þegar frammi fyrir því vanda- máli, að hinn hagstæði greiðslu- jöfnuður muni að öllum líkind- um eyðast að miklu eða öllu leyti á næstunni vegna stór- felldra hækkana á verðlagi og framleiðslukostnaði innan lands, Eina raunhæfa leiðin til að skila samsvarandi kjarabótum án verð bólgu er að grípa nú þegar tækifærið og hækka gengið, jafnframt því sem kaupkröfum yrði stillt í hóf. Gengishækkun mundi tryggja tilfærslu verð- mæta frá atvinnuvegunum til launþega í formi lægra verðlags á innfluttum vörum, sem aftur mundi eyða verðhækkunaráhrif um þeim, sem hæfileg kauphækk un hefði í för með sér. Þessi síðari leið er sérstak- lega æskileg hér á landi nú vegna þess að, að því er stefnt að leiðrétta að verullegu leyti þá kjaraskerðingu, sem sigldi í kjölfar gengislækkunarinnar 1968. Það væri með öðrum orð- um verið að gera gengisbreyt- ingar að virku hagstjórnartæki til beggja hliða, eftir þörfum efnahagsþróunarinnar á hverj- um tíma. Það er engin ástæða til þess að ætla, að þessi leið skili launþegum minni kjarabót um nú en kauphækkunarleiðin, Hiitt tel ég vís.t, að lausn kjara- málanna nú með gengishækkun í stað verðbólgu mundi geta skapað algjönliega ný viðihorf í hagstjórnanmálum á íslandi á komandi ár- um. Mér hefur því ekki bland- azt hugur um, að æskilegt hefði verið að fara þessa leið, en til þess þurfti að vera fyrir hendi skilningur og velvilji af hálfu beggja samningsaðila og þó einkum launþega, sem hefðu í launasamningunum orðið að taka fullt tillit til hinna nýju viðihorifa, er gengiishækkiunin hefði skapað. Það sem hér hlýtur að ráða úr slitum, er hið nána samhengi milli þróunar kaupgjalds- og verðlagsmála annars vegar og gengisins hins vegar. Notkun gengisins sem hagstjórnartækis er að verulegu leyti háð því, að aðilar vinnumarkaðsins viöur- kenni og skilji þau markmið, sem að er stefnt. Þannig var það t.d. með gengisbreytinguna 1968. An skynsamlegra launasamn- inga hefði árangur hennar fljót lega runnið út í sandinn. Á þetta reyndi í kjarasamningunum fyr- ir ári, en vegna þess skilnings, sem samningsaðilar, og þá ekki síður verkalýðsfélögin, sýndu þá hefur verið unnt að ná þeim ár- angri í efnahagsmálum, sem raun ber vitni. Hliðstæð rök eiga við nú, þótt um gengis- hækkun en ekki lækkun sé að ræða. Svigrúmið, sem fyrir hendi er, er ekki svo stórt, að við höf um efni á að framkvæma gengis hækkun, er þrengja mun að af- komu atvinnuveganna og greiðslujöfnuðinum við útlönd, nema það sé metið til fulls til kjarabóta af hálfu launþega. Gengishækkun, sem yrði þegar í stað gerð óraunhæf vegna stór- felldra launahækkana væri eng um til ávinnings. Þess vegna virð ist því miður þetta tækifæri til að leysa kjaramálin á grundvelli stöðugs verðlags vera gengið okkur úr greipum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.