Morgunblaðið - 26.05.1970, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1070
tuitUfrnÍAkó
HJE R R A D E I L D
Sumarnámskeið fyrir börn
Fræðsluráð Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til sumarnám-
skeiða fyrir börn, sem nú eru í 4., 5. og 6. bekk barnaskólanna
í Reykjavík.
Námskeiðin verða tvö og standa í 4 vikur hvort. Hið fyrra
stendur frá 2. júní til 26. júní, en hið síðara frá 29. júní
til 24. júlí.
Daglegur kennslutlmi hvers nemanda verður 3 klst., frá kl.
9—12 eða 13—16. Kennt verður 5 daga í viku.
Kennslustaðir verða Breiðagerðisskóli og Laugarnesskóli og
fleiri skólar, ef þörf krefur.
Verkefni námskeiðanna verða:
Föndur, íþróttir og leikir, hjálp í viðlögum, umferðarfræðsla,
náttúruskoðun, kynning á borginni, heimsóknir í söfn, leiðbein-
ingar um ferðalög o. fl.
Námskeiðsgjald er kr. 500,00 og greiðist við innritun.
Föndurefni innifalið.
Innritun fer fram í Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnar-
götu 12, dagana 27. og 28. maí n.k. kl. 16—19.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
HVERFISsKrifstofur
í ReyKjavík
Starfandi eru á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna
og hverfissamtaka Sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir-
taldar hverfisskrifstofur. Eru skrifstofurnar opnar frá kl. 4
og fram á kvöld. Að jafnaði verða einhverjir af frambjóð-
endum Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningamar
til viðtals á hverri skrifstofu daglega milti kl. 6 og 7 sið-
degis eða á öðrum tíma, sem sérstaklega kann að verða
óskað eftir.
Vesturbæjar- og Miðbæjarhverfi:
Vesturgata 17 A (bakhús) símar: 26598—26789.
(Að auki opið alla virka daga frá 9—12 f.h.)
Nes- og Melahverfi:
Reynimel 22 (bílskúr), sími 26736.
Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi:
Freyjugötu 15 (jarðhæð) sími: 26597.
Hlíða- og Holtahverfi:
Laugavegi 170—172 (Hekluhúsið) II. hæð
sími: 26436.
Laugarneshverfi:
Sundlaugavegi 12 sími: 81249.
Langhofts- Voga- og Heimahverfi:
Elliðaárvogi 117 (Lystadún) sími: 81724.
Háaleitishverfi:
Háaleitisbraut 58—60 (h/Hermanni Ragnars) sími: 83684.
Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi:
Háaleitisbraut 58—60 (h/Hermanni Ragnars) simi: 84449
Árbæjarhverfi:
Hraunoær 102 (v/verzlunarmiðstöð Halla Þórarins)
simi: 83936.
I
• •
,
Breiðholtshverfi:
Víkurbakka 12, sími: 84637.
Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til hverfis-
skrífstofanna og gefa upplýsingar, sem að gagni geta
komið í kosningunum, svo sem upplýsingar um fólk sem
er eða verður fiarverandi á kjördag o.s.frv.
— Birgir ísl.
Framhald af bls. 12
mikla félagsmálastarf ber þe»s
glöggt vitni, en aðalmarkmið
þess er að styðja hvern einstakl-
ing til sj álfsbj argar.
Reykjavík er líka vaxandi
borg — og hefur stækkað og
dafnað á kjörtímabilinu. Bezti
vitnisburður um það eru hiraar
miklu íbúðabyggingax í borg-
inni. Á s.l. fjórum árum hafa ver
ið byggðar í Reykjavík 3127
íbúðir. Þegar tekið er tillit til,
hversu margir búa í hverri
íbúð að meðaltali, hafa hér ver-
ið byggðar íbúðir fyrir alla íbúa
Akureyrar eða alla íbúa Kópa-
voga — eða allt það fólk, sem
býr í kaupstöðunum: ísafirði,
Sauðárkróki, ólafsfirði, Húsa-
vík, Neskaupstað. Þetta eru
íbúðir fyrir rúmlega 11.000
mannis.
í svo vaxandi borg hlýtur
margt að vera ógert og auðvelt
er að benda á óleyst verkefni.
Við Sjálfstæðismenn gerum okk
ur fyllilega grein fyrir því. Hitt
viðurkennum við líka, að margt
hefði mátt betur fara. Það er
mannlegt að skjátlast og sú regla
á við um okkur eins og aðra og
vafalaust hefðum við gert ýmis-
legt á annan hátt, ef við þá hefð
um séð hlutina í því ljósi, sem við
sjáum þá í nú. Það er auðvelt
að vera vitur eftir á. Það þekkj-
um við öll úr daglega lífinu.
Við Sjálfstæðismenn leggjum
spilin á borðið. Geir Hallgríms-
son, borgarstjóri, hefur lýst því
yfir að hann muni standa og
falla með störfum sínum og þess
meirihluta, sem hann hefur stutt.
Þetta er heiðarleg og drengileg
afstaða og í fullu samræmi við
leilkreglur lýðræðisiina. Þesisi af-
staða er í rauninni sprottin upp
úr þeirri bylgju, sem risið hefur
meðal ungs fólks í stjórnmálum,
sem krefst þess að stjórnmála-
menn segi hug sinn allan. Geri
borgurunum þess fulla grein
fyrir kosningar, hvaða afstöðu
þeir muni taka eftir kosningar og
að stjómmálamenn eigi að þora
að standa og falla með stefnu
sínni og störfum.
Borgarbúar vita því að öllu
leyti að hverju þeir ganga, að
því er okkur Sjálfstæðismenn
varðar. Borgarbúar geta því val
ið á milli opinnar og hreinskil-
innar afstöðu Sjálfstæðismanna
eða valið eitthvað annað, sem
enginn veit hvað verður.
Andstæðingar okkar, sem nú
eru klofnir í fimm andstæðar
fylkingar vilja ekki segja okk-
ur fyrir kosningar, hvernig þeir
muni stjóma. Þeir vilja t.d. ekki
segja okkur, hver verða eigi borg
arstjóri, ef flokkarnir fimm fái
völdin. ,,Það fáið þið, góðir kjós-
endur, að vita eftir kosningar,"
segja þessir menn. Þeir segja að
vísu sumir með óljósum orðum
að boTgarisitjóraembættið eigi
að auglýsa og sá hæfasti eigi að
fá stöðuna. Trúi því hver sem
trúa vill, t.d. eftir síðustu afrek
Alþýðuflokksins í embættaveit-
ingum, að sú myndi verða raun-
in á. Sumir láta líka að því
liggja að rétt sé að fjölga borg-
arstjórum og hver flokkur eigi
að fá sinn borgarstj óra. En hvað
sem þessu líður. Um þetta fáum
við ekkert að vita hvorki
við hér í sjónvarpssal, né þið
sem við tækin sitjið. — Ekki
fyrr en eftir kosningar.
Annars á borgarstjóri ekki að
falla slétt og fellt inn í embætt-
ismannakerfið, þannig að hann
þurfi að hneygja sig í átt
til allra flokka við hvert skref.
Borgarstjóri á að standa í farar-
broddi og hafa frumkvæði, bæði
um stefnumótun og framkvæmd-
ir. Hann á því að vera foringi,
á sama hátt og Geir Hallgríms-
son hefur verið, en til þess að
svo megi verða þarf hann að hafa
samhentan meirihluta að baki.
Þessar kosningar, sem nú
verða háðar eru mjög tvísýnar.
Við Sjálfstæðismenn höfum á
kjörtíimabilinu ledtað eftir sem
nánastri samvinnu við borgar-
búa, t.d. í gegnum hverfafundi
borgarstjóra, viðtalstíma borgar
fulltrúa og víðtækt prófkjörvið
undirbúning framboðslista. Við
viljum að stefna okkar sé á hverj
um tíma í samræmi við hug og
vilja borgarbúa. Við viljum að
stefna okkar sé sprottin upp úr
kviku borgarlífsins, en byggð á
grundvelli hugsjóna oklkaT, sem
eru frelsi og sjálfstæði hvers
einstaklings í þjóðfélaginu. í
þeim anda munum við áfram
starfa, ef þið viljið veita okkur
bráutargengi á sunnudaginn
kemur.
Kaupiélag vestanlands
vill ráða vanan bókara, sem getur unnið sjálfstætt.
Upplýsingar gefur Gunnar Grímsson starfsmannastjóri S.i.S.
STARFSMANNAHALD S.i.S.
Tilboð óskast
í Ford Fairlane 1965, skemmdan eftir árekstur. Bifreiðin er til
sýnis á bílaverkstæði Árna Gíslasonar, Dugguvogi 23 í dag
og næstu daga.
Tilboð skulu berast tjónadeild Hagtryggingar fyrir 29. þ.m.
Hárgrciðslu- og snyrtistofa til siilu
Hárgreiðslustofa Austurbæjar, Laugavegi 13 er til sölu, nú
þegar með öllu tilheyrandi. Einnig kæmi til greina að selja
eitthvað af þurrkum og stólum, stakt.
Upplýsingar á staðnum (ekki í síma).
Baðherbergisskápar
Fallegir,
vandaðir,
nýtízkulegir
r 1
LUDVIG STORR
É* J
Laugavegi 15,
sími 1-33-33.
-------------TILBOÐ------------------
Einbýlishús, 162 fm. og 38 fm. bílskúr, í Hafnarfirði, er falt þannig:
Kaupverðið sé kr. 2.100.000.—, er greiðist þannig:
1. Við undirritun samnings kr. 300.000.—
2. Hinn 1. sept.—1. okt. 1970 kr. 300.000.—
3. Hinn 1. febrúar 1971. kr. 200.000.—
4. Kaupandi yfirtekur lán (hagstæð) ca. kr. 980.000.—
5. Með 10 ára skuldabréfi 7% vexti ca. kr. 320.000.—
Alls kr. 2.100.000.—
Húsið er ekki alveg fullgert, en vel íbúðarhæft. í húsinu eru 5 svefn-
herbergi, baðherbergi og sjónvarpsherbergi, sér á gangi, og stofa, borð-
stofa, eldhús o. fl.
FASTEIGNAÞJÓNUSTAN
Austurstræti 17, sími 26600.