Morgunblaðið - 26.05.1970, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.05.1970, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1970 BJALFBODALIflAR A KJÖRDAG D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboðastarfa á kjör- dag. Sérstaklega vantar fólk til starfa, sem fulltrúar listans í kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D-listanum lið með starfskröftum sínum á kjördag hringi vinsamlegast i síma 25980, Valhöll. Skráning fer einnig fram á skrifstofum hverfasamtakanna. - LISTINN Stúlka Hreinleg og ábyggileg stúil.a getur fengið atvinnu við af- greiðslustörf strax í sérverzlun í Miðænum. Umsóknir má senda í afgreiðslu Morgunblaðsins merktar: „H — 5272". Nýleg íbúð óshost til koups Vil kaupa nú þegar 4ra herbergja (2 stofur) nýtízkulega íbúð, helzt i Mið- eða Vesturborginni. Þarf að vera laus fyrir 15. júní n.k. 1. eða 2. hæð æskilegust. Tilboð sendist blaðinu fyrir 30. þessa mánaðar merkt: ,MIKIL 0TBORGUN — 5416". Flugu getið þér drepið en VOLKSWACEN ekki Margir hafa reynt . . . en ekki tekist HVERSVEGNA? Vegna, þess að VOLKSWAGEN er ekkert tízkufyrirbæri . . . Árviss reynsla og tækni- þróun, án útlitsbreytinga hefir gert hann að öruggri fjárfestingu og þeim bíl . . . sem jafnvel afi og amma þekkja, pabbinn vill eignast, mamma vill keyra og börnin kalla ekki bíl, heldur . . . VOLKSWACEN . . . Kynnið yður verð varahluta- og viðgerðaþjónustu. VOLKSWAGEN er einmitt framleiddur fyrir yður HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. — Sigurlaug Framhald af bls. 12 Allt okkar stjórnmálastarf þyrfti aið opnast til virkari þátt- töku og áhrifa almennings — kvenna sem karla. Skoðanahöft og flokksræði að víkja að sama skapi. Sjálf lít ég á mig sem væntanlegan fulltrúa í borgar- stjórn, ekki fynst og fremst sem fulltrúa ákveðina stjórn- málaflokks, heldur sem f-ull- trúa fólksins í borgimni, og sem slík mun ég reyna mitt bezta til að verða að einhverju liði, hvað sem allxi pólitík líður. Hverafundir Geirs Hallgríms- sonar borgarstjóra á þessu síðasta kjörtímabili eru tví- mælalaust spor í rétta átt til að skapa aukin tengsl milli borgarstjórnar og borgar- búa — og í fulliu samræmi við þau lýðræðislegu og frjáislyndu viðhorf sem Sjálfstæðisflokkur- inn befur umfram aðra íslenzka stjórnmálafldkka. Ég held, að borgarfulltrúum öllum væri ómetanlegur styrkur að því í starfi sínu að vera í sem nánustu sambandi við hina al- mennu borgara, og ég verð að segja, að ein bezta hvatning, sem ég hef fengið í þessari kosninga baráttu hingað til, var, er ég hitti um 15 ungar húsmæður inni 1 Breiðholtshverfi rétt fyrir Hvíta sunnuhelgina. Þær höfðu gert sér það ómak, mitt í hátíðaönn- unum að koma til móts við mig, er mín var von í stutta heim- sókn á hverfaskrifstofu Sjálf- stæðisflokksins til að spjalla við mig um sín vandamál, — barna gæzlu, skóla, verzlunaraðstöðu og sitthvað fleira. Þama voru greinilega á ferð vandamál og erfiðleikar borgarhverfis í upp- byggingu, en nú eru liðin um það bil tvö ár, síðan fyrstu íbú- axnir fluttu í hverfið. Og þarna er hreyfing á hlutunum. Malbikun aðalgötunnar er að hefjast, sömuleiðis framkvæmdir við byggingu leikskóla og síðan dag heimilis, annar áfangi barna og unglingaskóla í smíðum, með íþróttahúsi og aðstöðu til heil- brigðisþjónustu, þriðji áfangi væntanlegur á næsta ári. TIL MECRUNAR Viljið þér grennast um mitti, mjaðmir eða læri? Hafið þér of slappan barm? Kynnið yður bls. 11 í ALT FOR DAMERNE Nr. 18 HYPNG-TWIST fæst hjá oss. .......................HMMNk. iiiMHlmiH. iiiiiitmimi. lliiimmiimi iiiliiiiniiiiiii •ttimittitmm nmmimiMM IHIIIIIIINIIIH •imtmmiH* iiiiimiiini' tmtmm* GBfiBtóyfflB-M SiMAR: 30288 322SZ UTAVER Vinyl veggfóður Veggfóður við allra hæfi. Glæsilegir litir. fyrsta flokks blöndunartæki handlaugina BÁS 49 á sýningunni „Veröld mnan veggja NEPTÚN — blöndunartæki með loftblandara og einni still- ingu fyrir rennsli og hitastig. Handfangið er hitaeinangrað með ACRYL. STJORNU BLÖNDUNARTÆKI MARIIVÓ PÉTUItSSOJV HEILDVERZLUN - HAFNARSTRÆTt 8 - SlMI 17121 Sá ég ekki þama í hnotskum hina stórkostlegu uppbyggingu Reykjavíkur, sem á ævintýra- lega skömmum tíma hefur breytt henni úr fátæku þorpi í glæsilega nútímaborg? Og sá ég ekki þarna verðuga fulltrúa hins þróttmikla unga fólks, sem að yfirgnæfandi meirihluta byggir þessi nýju hverfi? Fólks, sem vill í krafti eigin viðleitni hyggja upp framtíð sína með fulltingi ábyrgra borgaryfir- valda. Já, auðvitað vantar enn margt í Reykjavík, þrátt fyrir allt sem þegar hefur verið gert. Það er t.d. enginn vafi á því, að nýtt átak þarf að gera í byggingu leikskóla og sérstaklega dagheim ila til að svara vaxandi eftir- spum, en á þessu og næsta ári verða byggðir í borginni þrír nýir leikskólar og tvö dagheim- ili, en fyrir eru tíu dagheimili og ellefu leikskólar, auik 27 gæzlu- leikvalla og fjölda opirana leik- svæða. En hvað sem iíður aukinni menntun kvenna og vinnu þeirra utan heimilis, þá skulum við varast að gera lítið úr starfi hús móðurinnar í samanburði við önnur störf. Sannarlega er sú kona, sem í kyrrþey sinnir sínu húsmóður og móðurhlutverki af trúmíennsku og árvekni, og skilar þjóðfélaginu traustum og heil- brigðum samfélagsþegnum, engu síður lofs- og virðingarverð en hin sem stendur í ströngu á op- inberum vettvangi og fær mörgu góðu áorkað. Sannleikur- inn er auðvitað sá, að heimilið og fjölskyldan hlýtur enn sem fyrr að vera undirstaða þjóðfé- lagsinis. Bili sú undirstaða, er voðinn vís, og ég verð hrein- lega að játa, að á meðan fjölg- un mannkynsins fer ekki fram í tilraunaglösum, — þá vefst fyrir mér að skilja, hvernig komizt verði hjá vissri verkaskiptingu milli karla og kvenna. Félagsmál borgarinnar eru i nýsköpun og margar merkilegar hugmyndir og framkvæmdir á döfinni. Ég gæti aðeins nefnt nýtt fóstrunarkerfi á einkaheimilum og aukna fjöl- skylduvemd, stórbætta félags- lega aðstöðu unglinga — og aldraðra með tilkomu Tónabæj- ar, stofnun mæðraheimilis skipu lagða heimilishjálp — svo fátt eitt sé nefnt. Öll þessi mál ásamt ýmsum mikilvægum umbótum í skóla- málum borgarinnar, aukinni sál fræðiþjónustu, stofnun tilrauna- skóla, stofnun skólabókasafna, verða áfram meðal meginverk- efna næstu borgarstjómar. Og takið eftir því, að nærri allt þetta er þjónusta sem Reykjavík býð- ur íbúum sínum, fram yfir önnur sveitarfélög! Góðir samborgarar. Það hve Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi haldið meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur byggist auðvitað á því að meirihluti reykvískra borgara hefir treyst honum til að gegna þar forystuhlutverki. Traust virkar alltaf sem hvatn- ing til að reynast traustsins verð ur og svo mun reynast enn sem hingað til, að ný traustsyfirlýs- ing ykkar mundi verða okkur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins ný hvatning til að leggja okkur alla fram við að vinna jafn vel og enn betur en áður — að vel- ferð allra Reykvíkinga, hvar seim þeir í flokki standa. Ef þið, hvert og eitt ykkar, látið ábyrgðartilfinningu og dóm greind ráða atkvæði ykkar í þessum kosningum, — þá er ég bjartsýn um úrslitin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.