Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 19
MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 11970 19 Bærinn okkar hefur tekið ótrúlegum framförum Rætt við Eggert Isaksson efsta mann D-listans í Hafnarfirði Eggert fsaksaon, skrifstofu- stjóri skipar 1. sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði við bæjarstjómar- kosningarnar þar. Eggert hefur jafnan tekið virkan þátt í félagsmálastarf- semi í Firðinum, verið í for- ystusveit Hafnfirzkra Sjálflstæð ismanna um langt árabil og er nú formaður Fulltrúaráðs Sjálf stæðisfélaganna. Eggert var fyrst kjörinn í bæjanstjóm áriö 1954 og heflur átt þar sæti síðan, eða í sam- fleytt 16 ár. Mbl. hefur í tilefni af bæjar- stjórnarkosningunum átt við- töl við 6 efstu menn á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arfirði og fer það siðasta hér á eftir: Ég vildi í upphafi flytja Mbl. beztu þakkir fyrir þann áhuga sem blaðið hefur jafnan sýnt málefnum Hafnfirðinga og nú lýsir sér m.a. í viðtölunum, sem blaðið hefur átt við efstu menn á framboðslista okkar segir Egg ert Isaksson. Okkur er það að sjálfsögðu mikils virði að fá tækifæri til að koma skoðun- um okkar á framfæri í víð- lesnu blaði, því það eykur skilning á málefnum bæjarins meðal landsmanna allra. Við íslendingar erum ekki fleiri en það, að æskilegt er að sem flestir kynnist háttum og hög- um hvers annars, hvar sem við erum í sveit sett, það víkkar sjóndeildarhringinn „ og gerir okkur að hæfari þjóðfélags þegnum. Þið Hafnfirðingar gefið sjálfir út blöð að staðaldri? Það eir varla hægt alð sieigija að hafnfirzku blöðin séu gef- in út að staðaldri, enda þótt aldur sumra þeirra sé orðinn nokkuð hár, t.d. var blað okk- ar Sjálfstæðismanna, Hamai stofnsett árið 1946 og hefur komið út æ síðan, en þó ekki nærri alltaf reglulega, nema þá helzt fyrir kosningar, en þá stendiur blaðaútgáfa hinna póli tísku flokka með miklum blóma. Þau eru hins vegar ekki lesin að ráði, nema af Hafnfirðingum sjálfum, enda efni þeirra af eðlilegum ástæð um að mestu staðbundið við Hafnarfjörð og Reykjaneskjör dæmi. Þó hefur nú nýlega ver ið hafin útgáfa ópólitísks blaðs, sem gefið er út mánað- arlega, en of snemmt er að spá hvort það muni halda velli. Er ekki töluverð félagastarf semi í Hafnarfirði? Jú, margskonar félagsstarf- semi sem vinnur að hagsmun- um bæjarbúa allra eða ein- stakra hóipa og stétta starflar af krafti í Hafnarfirði og vinnur bæjarfélagi sínu mikið gagn. Sérstaklega vil ég nefna fé- lög sem starfa að æskulýðs- málum, s.s. Skátafélagið Hraunbúa, K.F.U.M. og K, íþróttafélögin í bænum, sem nú njóta vaxandi fyrirgreiðslu bæ j arf élagsins til bættrar íþróttaaðstöðu, þó að enn sé nokkuð í land, að þeim séu sköpuð viðunandi starfsskil yrði Á hinn bóginn hafa íþrótta félögin sjálf unnið mikið starf, þar sem komið hefur verið til móts við þau. Þannig er Fim- leikafélag Hafnarfjarðar að koma sér upp fullkomnum iþróttavelli. Knattspyrnufélag ið Haukar hefur fengið til um- ráða stórt hús, sem talið er að gera megi, án mjög mikils til- kostnaðar að fyrirmyndar fþróttahúsi, sem félagið gæti þá notað til æfinga ásamt öðr- um íþróttafélögum í bænum, sem einnig fengju þar inni. Þá hefur æskulýðsráð fengið afnot af húsi, þar sem sköpuð hefur verið mjög þokkaleg aðstaða fyr ir ýmiisa koniar æsikulýðlsisitarf- semi. Sem betur fer sést nú loks hylla undir það, að hið nýja íþróttahús Hafnfirðinga verði tekið í notkun og ætti þá öll aiðlstoða til íþiróttaáðlkainia að batna til mikilla muna. Þó má að sjálfisögðu ekki láta staðar numið við svo búið, því að æsk an er okkar dýrmætasta eign og einskis má láta ófreistað til þess að hún geti notið tóm- stundanna við uppeldislega hag stæð ytri skilyrði, sem laðar að, verki hvetjandi og forði þá um leið frá þeim illu örlögum, að unglingarnir gefa sig á vald óhollu og innihaldslausu líferni sem hendir því miður allt of mörg ungmenni. Golfklúbburinn Keilir hefur komið sér upp golfvelli á Hval eyri, sem af mörgum er talinn einn sá bezti í landinu. Virð- dlst einsýnt að skapa megi mjög skemmtilegt útivistarsvæði í beinu framhaldi af golfvellin- um, en fyrir vestan Hvaleyrar- holtið hefur nýstofnuðum fé- lagsskap, sem komið hefur upp vísi að sædýrasafni, verið út- hlutað 5 hektara lands með möguleika til mikillar stækk- unar síðar. Er sædýrasafnið þegar orðinn eftirsóttur staður innlendra sem erlendra, og á aðsókn þó vafalaust eftir að aukast verulega þegar fjöl breytnin eykst og safninu vex fiskur um hrygg. Þessi staður býður upp á ýmsa fleiri mögu- leika, þar á næsta leyti er hraunið með ótal bollum, þar sem fólk getur notið næðis og hvíldar á sólbjörtum sumar- dögum fast við bæjardyr Hafn firðinga, svo ekki ætti fjarlægð in að vera til hindrunar. Svo við víkjum að öðru, þið hafið átt við nokkurt atvinnu- leysi að stríða að undanfömu eins og fleiri bæjarfélög. Hvernig eru horfur í þeim mál- um að þínum dómi? Svo sem flestum er kunnugt hafa Hafnfirðingar fyrst og fremst lifað af sjávarútvegi. Þangað hefur mikill meirihluti bæjiarbúa sótt aitvinmu sínia. Þró unin varð hins vegar sú, að afli togaranna fór minnkandi ár frá ári, allt frá 1959 er karf inn hætti að fást og til ársins 1967 er aftur fór nokkuð að rofa til. M.a. stafaði minnkT andi afli af útfærslu fiskveiði- lögsögunnar, sem togaramir urðu mjög fyrir barðinu á. Þetta varð til þess að togara- flotinn dróst saman, þar sem þeir voru yfirleitt reknir með stórtapi. Varð Hafnarfjörður mjög illa úti af þessum sökum, þar sem flestir miðuðu endur- nýjun fiskiskipaflotans við síldveiðarnar, sem á þessum ár- um stóðu með miklum blóma. Þrátt fyrir þetta var hér nokk- urn veginn næg atvinna, þar til verðfallið mikla skall á, á ár- iniu 1967. Þá igierðiilst það tveinint að verð á sumum tegundum sjávarafurða okkar féll um þriðjung, og í einstaka tilfelli næstum því um helming. Jafn- framt urðu aðrar tegundir lítt eða ekki seljanlegar, s.s. skreið, sem verkuð hafði verið fyrir Afríkumarkað. Þessi áföll voru um tíma nær því búin að stöðva allan okkar fiskiðnað og hefðu eflaust gert það ef ráðstafanir, stjórnvalda hefðu ekki komið til. Gengilsfellingin hjálpaði til að fleyta sjávarútveginum og fiskiðnaðinium yfir verstu hjall ana og nú virðist aftur bjartar framundan. Þannig hafa fyrir- tæki sem lítið höfðu verið starfrækt um tíma, aftur hafið rekstur. Áhugi virðist vaknað- ur á ný fyrir skipakaupum, því ýmsir hafa leitað til bæjarins með beiðni um fyrirgreiðslu vegna skipakaupa. Því miður voru skip seld úr bænum út á land þegar verst gegndi. Nú hefur dæmið snúist við. Kom t.d. skip í þessari viku til Hafnarfjarðar, sem keypt var af Hafnfirðingum utan af landi og á vonandi eftir að færa mikla björg í bú Hafn- firðinga. Telur þú þá, að allt atvinnu- leysi sé úr sögunni í Hafnar- firði? Ég er sannfærður um, að sú viðreisn, sem orðið hefur í at- vinnumálum Hafnfirðinga á síð- asta og þessu ári muni bægja atvinnuleysisvofunni frá dyr- um bæjarbúa a.m.k. að veru- legu leyti. Á hinn bóginn verð- um við að gera okkur grein fyr- ir því, að íbúum bæjarins fjölg- ar ört og kalla á nýjar aðgerðir. Það sem helzt skortir í Hafn arfirði í dag, eru fleiri fyrir- tæki, sem þarfnast vinnukrafts kvenna. Persónulega finnst mér, það vera einna brýnast að bæta atvinnuástand kvenna og unglinga. í Hafnarfirði er áreið anlega mikill fjöldi kvenna, sem gjarnan vildu vinna úti t.d. hálfan daginn og með því auka tekjur heimilisins. Er ekki aðeins æskilegt heldur bráð- nauðsynlegt að stuðlað verði að því að einhverjum þeim iðn aði verði komið hér á fót, sem leyst gæti þetta vandamál. Ef til vill er lausn þessa nær en marga grunar, því aðild okkar að EFTA kann að skapa slíka möguleika. T.d. höfum við heyrt um að sæniskt fyrirtæki vildi gjarnan athuga möguleika á því að taka upp samvinnu við ísleniddinigia uim staflnium fyrirtæk is hér, sem myndi þá, ef af yrði, leysa þennan vanda. Vonir standa til, að síldar- gengd fari aftur að aukast hér við S.V.-laimd og gæti það viissu lega orðið mikil hjálp, ef Norð urstjaman og aðrar niðursuðu- og niðurlagningarverksmiðjur gætu farið að starfa með full- um afköstum, auk þess sem frysting og söltun síldar skap- ar mdkla atviimniu fyrir konur. Þú minntist á unglingana. Bæjarstjórn hefur eftir megni reynt að mæta atvinnu- þörfum þeirra unglinga, sem eiklki gátu komizt í vinnu amn- ars staðar. Á s.l. sumri var fjölg að að miklum mun í unglinga- vinnunni í bænum og hefur verið ráðgert að auka þá starf- semi enn í sumar, ef þurfa þyk ir. Þau störf, sem unglingamir hafa fyrst og fremst unnið að eru fegrunarframkvæmdir ýms ar, og þó margt sé ógert, hefur í þeim efnum verið lyft Grettis taki, svo sem allir geta séð, er um bæinn fara. Er því síður en svo, að þeim fjármunum, sem varið er til unglingavinnunn- ar sé á glæ kastað. Þú ert þá bjamtsýnn á fraimtíð ar uppbyggiragu Hafimarfjiarðar. Þagar litið er til iþedrra fraim- kvæmda, sem orðið hafa í Hafnarfirði upp á síðkastið hlýt ég að vera það. Á s.l. 8 árum hefur slík breyting orðið til batnaðar hér í Hafnarfirðl að furðu gegnir. Þó á ýmsu hafi géngið í rekstri bæjarfélagsins og stofnana hans, á þessu tíma bili, verður því ekki með sann- Eggert ísaksson. girni neitað, að forystuhlutverk Sjólflsitæð'iisimiainina hiaÆi tekizt vel. Því má ekki gleyma, að öll 8 árin höfum við orðið að vinna með öðrum flokkum, og það verður að segjast eins og er, að þótt bæjarfulltrúar meiri hlutana á hverjum tíma hafi ekki ætíð verið sammála, þá er myndin sem eftir stendur, — bærinn okkar — ólygnasti vott urinn um þær framkvæmdir, þær framfarir, sem hér hafa orðið á flestum sviðum. Þó fór geysimikili tími bæjarfulltrúa í það, sérstaklega á fyrra kjör- tímabilinu, að ráða fram úr þeim miklu fjárhagsörðugleik- um, sem bæjarfélagið var kom- ið í vegna langvarandi skulda söfnunar og tapreksturs Bæjar útgerðarinnar. Sem betur fer tókst þó að fá viðunandi samn- inga um þau skuldamál öll og síðan hefur allt gengið betur. Þegar horft er fram á veg- inn, sjáum við einnig fram á, að tekjur bæjarfélagsins muni stóraukast á næstu árum, m.a. vegna • tilkomu álversins í Straumsvík. Þar hefur verið byggð upp hafnaraðstaða, sem miðuð er við það, að geta tekið á móti 50 þús. tonna skipum, og er fyrir- sjáanlegt, að álverksmiðjan mun ekki nýta þau mannvirki nema að litlu leyti. Þarf því ekki mikla spádómsgáfu til að ætla að sú góða hafnaraðstaða muni, þegar fram líða stundir, verða nýtt fyrir nýjan stóriðn- að, sem þarf á hafnaraðstöðu að halda. Þegar þess er einn- ig gætt, að bæjaryfirvöld hafa markvisst unnið að uppbygg- ingu Hafnarfjarðarhafnar sjálfr ar og á döfinni er að fara út í friaimikvæimdir, sem koma til mieð aið bæt a m jög alla a'ðlsitöðiu fiskiiskipa innan hafnarinnar, þá get ég ekki séð ástæðu til svartsýni á framtíðina. Hvernig eru horfurnar í kosn ingunum í Hafnarfirði? Um það er ekki gott að segja. Mjög margt fólk kýs nú í fyrsta sinn í Hafnarfirði, bæði ungt fólk og aðflutt, svo að enginn getur sagt um það með nokk- urri vissu, hver úrslitin munu verða. Á hinn bóginn erum við Sjálflstæðiisimenin álkafiaga bjart sýnir. Við undirbjuggum okkar framboð með víðtæku prófkjöri, ekki aðeins meðal flokksbund- ins fólks einis og áður, heldur buðum við öllum stuðnings- mönnum flokksins þátttöku. Nið urstaðan varð sú að 1818 gild atkvæði voru greidd í prófkjör inu, að undanskildum auðum seðlum og er það meiri þátt- taka hlutfallslega, heldur en vitað er um, að átt hafi sér stað annars staðar. Við höfum orðið þess varir að þessi nýstárlegu vinnubrögð mæltust mjög vel fyrir, fólk sem áður gagnrýndi flokkana fyrir það, að aðeina nokkrir útvaldir í hverjum flokki réðu framboðunum, hafa óspart látið það uppi, að það kuinini að meta þá breytiinigu í lýðræðisátt, sem hér var gerð. Þetta hefur birzt okkur á ýms- an hátt, m.a. hafa allar samkom ur Sjiálflstæðiisimiainna á þeasiu vori verið svo vel sóttar, að fólk hefur jafnvel orðið frá að hverfa vegna þrengsla. Pera ónulega hefi ég þá trú, að þetta boði góð úrslit fyrir Sjálfstæðis flokkinn í bæjarstjórnarkosn- ingunum. Framhald á hls. 21 HeUisgerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.