Morgunblaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1970 5 Athugasemd við skrif Daggj aldanef ndar — um Landakotsspítala DAGGJAL.DANEFND sjúkra- fhúsa gerir í grein í Morgunblað 16. júní sl. noíkkrar athuga- ínu semdir við ummæli í Morgun- blaðinu og Alþýðublaðinu í síð asta niánuði og leiðara Morgun- blaðsins 3 júní sl. um vandamál Landakotsspítala. Ekki var óeðlilegt að nefndin taeki til andsvara enda kemur fljótlega í ljós við atlhugun að nefnd þessi er helzta vandamál spítalaxis. í þessari grein nefndarinnar eru mál spítalans tekin þeim tök um, að ekki er ástaeða til að láta ósvarað. Mun ég fyrst rseða um þau atr- iði, sem varða Landakotsspítala sérstaklega, en síðan ræða lítil lega um nokkur grundvallaratr- iði varðandi nefndina sjálfa. Daggjaldanefnd hefur reynt að sýna fram á að allar hennar töl ur stemmi við allt sem áætlað (hafði verið, en allt tap á spítal anum sé að kenna lélegri áætlun argerð spítalastjórnarinnar. Er óneitanlega kyndugt og í raun sorglegt, að nefndin skuli nú ekki ihafa annað haldbetra sér til afsökunar, en það staðfestir þá reynslu undanfarinna ára, að sýna verði fulla aðgát í viðskipt um við nefnd þessa. í upphafi árs 1969 óskaði nefndin eftir því við Landakots spítala, að gerð yrði áætlun um rekstur ársins. Svar spítalans var, að erfitt yrði að áætla rekst urinn vegna mikilla verðhækk- ana í kjölfar gengislækikunar og einnig voru fyrirsjáanlegar kaup Ihækkanir þá um vorið. Nefndiii vildi elkki una þessu heldur var einn af nefndanmönnum sendur til þess að „aðstoða" við áætlana gerðina. Man ég nú ekki lengur hvort smiíði þeirrar áætlunar, sem nefndinni líkaði, tólk eina eða eina og hálfa klukkustund. Aðferðin var sú að taíka mið af rekstrarreilkningi síðasta árs þ.e. 1968. Hvenær, sem augljós var að einhver liður hlyti að hækka á árinu, vildi nefndarmaður að miðað yrði við þáverandi verð lag óbreytt, en nefndin mundí leiðrétta daggjaldið með tilliti tíl verðbreytingar. Var nefndarmað ur ítrekað spurður um það hvort treysta mætti því, að tekið yrði tillit til slílkra breytinga og fóru svör hans ek'ki milli mála. Þetta kallar nefndin, að ,,kom ið hafi í ljós að áætlun, sem for ráðamenn sjúkrahússins gerðu sjálfir í febrúar 1969“, hafi verið „nánast samlhljóða daggjalda- grundvelli nefndarinnar". Sannleikurinn var sá, að „áætlun“ þessi var eins og áður segir, í raun og veru samin af nefndinni. í grein nefndarinnar er lítil- lega minnzt á fyrningar og segir að rekstrahhalli hafi numið um 6 millj. króna, en í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir 3 millj. króna tekjuafgangi til að mæta afskriftum. Það hefur verið nokkur lenzka hér að telja fyrirtæfki bera sig, ef þau sýna hagnað ef eklki er tekið tillit til fyrninga. Þetta auðvitað algjörlega falskur er hagnaður. Fyrningar eru eina leiðin til að reilkna gjald fyrir afnot af húsnæði og tæikjum spítalans og er eklki reiknað með greiðislu fyrir þau öðru visi. Hitt sér einnig hver sem það vill, hvernig fer þegar tæki hef- ur gengið úr sér og þarf að end urnýja. Þá hafa gjöldin einung- is verið miðuð við hin daglegu peninigaútgjöld og öll farið í pott inn. Þannig gæti svo farið, að vegna tækjaskorts kæmist þjón usta spítalans niður í það mark sem nefndin miðar við. Nefndin ikvartar yfir tregðu spítalans til að veita upplýsingar, en sannleikurinn er sá, að nefnd in telur það skort á upplýsing- um, ef þær eru annars efnis en hún vill heyra. Sem dæmi um erfiðleika á öfl un upplýsinga frá Landakotsspít ala er nefnt, að mjög erfiðlega hafði gengið að fá upplýsingar um vinnutíma lækna á Landa- Kotspítala til að reikna út „magn“ þeirrar læknaþjónustu, sem sjúkl ingar fá á sjúkrahúsinu. Nú er það ekkert leyndarmál og daggjaldanefnd vel kunnugt, að læknar á Landaikoti vinna ekki tknavinnu, heldur fá þeir greitt einfaldlega eftir magni þeirrar vinnu, samkvæmt gjald- sikrá Læknafélags Reykjavíkur, sem þeir vinna. Launatalan á rékstrarreikningi er þannig beinn mælikvarði á það magn vinnu, sem læknar vinna á spítal anum. Þetta hefur nefndinni ver ið margbent á. Daggjaldanefnd hefur jafnan býsnazt yfir þyí, að læknar á Landakoti hafi há laun. Hafi þeir há laun er það af því að þeir vinna mikið. Þeir sem stjórna Landakotsspítala hafa þá trú, að rétt sé að greiða fyrir þá vinnu, en skipta sér ekki heldur af því hvað gert er í þeim tíma. Ekki verður haldur fallizt á þá sikoðun, sem fram kemur hjá nefndinni, að vinnutími sé ein- ihlítur mælikvarði á vinnumagn. Greiðisla fyrir störf lækna eins og tíðkast á Landaikotsspítala miðar að því að nýta betur vinnuafl læknanna, eins og sýnir sig, þegar borinn er saiman lækn iskostnaður á hvern legudag á Landakoti og annars staðar, en hann er mun lægri á Landakoti. Þetta telur nefndin benda til lak ari lækniisþjónustu, en er í raun merki um betri nýtingu vinnu- aflsins. Með tilliti til þess skorts sem talinn er vera á læknum, hlýtur slílkt að vera þjóðhagslega hagkvæmt. Lælknar á Landakoti eru rúm lega 30, en laun þeirra 1969 16,2 millj. kr. eða um 500 þús. að meðaltali á lækni. Slíkar tekj- ur geta ekki talizt sérlega háar hjá læknum og þó svo að þeir séu eitthvað misháir, stafar það eingöngu af mismiklum afköst- um. Eins og áður er að vikið telur nefndin, að um sé að ræða mun lafcari þjónustu á Landa- •kotsspítala en Landspítala og Borgarspítala. Ekki er ég dóm- bær á þetta og munu aðrir mér færari verða til andsvara. Hins vegar veit ég ekki til að fyrir liggi neinar athuganir eða yfir- leitt nein gögn um þjónustumagn Landakotsepítala og þótt í um- ræddri grein nefndarinnar sé lát ið í það skína, að slík gögn séu til, er það annað hvort alrangt eða þeim hefur verið mjög kyrfi lega haldið leyndum fyrir Landa kotsspítala. Nefndin hefur reynd ar einnig snúizt gegn aukningu þjónustu á Landakoti sbr. bréf nefndarinnar til spítalans dags. 7. marz 1969. En ef við segjuim um stund, að þjónustan sé minni á Landakoti en Landspítala og Borgarspítala, er þá ekki nægilega tekið tillit til þess með lægra daggjaldi jafn vel þótt það væri nægilega hátt til að standa straurn af eðlileg- um rekstrarkostnaði? Kostnaður á Landakoti er mun lægri en á hinum spítölunum, jafnvel þótt reiknað sé.með þvi, sem almennt er talinn eðlilegur rekstrankostn aður (nefndin hefur sem kunnugt er einkasikoðanir á því, hvað telja skuli til hans). Daggjald til Landa'kotsspítala þyrfti í lægsta lagi að nema kr. 1.860,00 árið 1970 og er þá reiknað með mik illi verðlaghækkun á árinu, og mundi þó nægja til aS greiða hall ann af árinu 1969. Ég minni á í þessu sambandi að daggjald til Landspítala fyrri hluta árs 1970 er kr. 2.100,00 og er ekki ætlað að vinna upp neinn halla fyrri ára. Daggjaldanefnd hefur miklað fyrir sjálfri sér og öðrum hlut- verk sitt og mikilvægi ákvarð- ana sinna. Framhald á bls. 15 NÝJA PHIUPS rakvélin ÓDÝRA PHILIPS rakvélin VERÐ AÐEINS Kr. 998.- TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF TILVALIN í FERÐALÖG F/EST í RAFTÆKJAVERZLUNUM UM LANDALLT HEIMILISTÆKI UTT A nýja ibúð: 2 umferðir HÖRPDSILKI UNDIRMÁLNING 1 umferð HÖRPUSILKI og þér fáið ekki ódýrari málninp! Hörpusllki Herðir á ganga og barnaherbergi HÖRPU FESTIR útí HHRPn Hf. c ft ■t HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐI Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuði seljum við RITSAFN JÚNS TRAUSTA 8 bindi i svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SlÐAN 100 KRÓNUR A MÁNUÐI Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sími 1S434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.