Morgunblaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1S70 21 Fyrsta veiðisvæði: KEFLAVÍKUR- FLUGVÖLLUR Skrifa, skrifa, skrifa. John Bonham. Skrifa, skrifa, skrifa. Jimmy Pag'e. Skrifa, skrifa, skrifa. Robert Plant. Skrifa, skrifa. John Paul Jones. Skrifa skrifa, skrifa. Hljómsveitin Led Zeppelin kom til landsins um tvöleytið á sunnudaginn, lék á hljómleikum í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi og fór aftur ut- an um áttaleytið í morgun. Dvöl in hér á landi var aðeins 42 stund ir, en af þeim fór stór hfuti í skriftir. Skriftir og meiri skriftir. Hver einasti maður, sem komst í námunda við liðsmenn hljóm- sveitarinnar, reyndi að fá þá til að skrifa nöfnin sín á einhvern hlut: pappírsbleðil, mynd, veski, skyrtu, peningaseðil, póstkort, skó, liandlegg, maga, kinn, bók, eða þá eitthvað annað, sem skrif andi var á. Skrifa, skrifa og skrifa. Og allir skrifuðu þeir eins og þeir ættu lífið að leysa. John Bonham, Jimmy Page, Robert Plant, John Paul Jones. En nú eru þeir farnir. Ekkert fæst skrifað lengur. En eftir sitja fjölmörg ungmenni, yfir sig hrifin af minjagripunum sínum, STEFÁN HMLDÚR» á slóc5um œskunnar Því miður skilud hvorki Led Zappelin né aðstoðarmefinini ir íslaazku og því gengu þeir ók klipptir framhjá rakarstofunni. um. Blaðamenn og ljósmyndar- ar komu líka fljótlega, en engum var hleypt inn í helgidóminn, Eyjólfur Jónsson, sundkappi og lögregluþjónn, sá fyrir því. Og þó. Erlingur Björnsson, umboðs- maður Trúbrots, birtist á staðn- um. Hann hafði heyrt einhvern ávæning af því, að Led Zeppe- lin ætluðu í Glaumbæ eftir æfing una, og hann vildi nota tæki- færið fyrir hönd Trúbrots og bjóða Led Zeppelin upp á allt það bezta, sem Glaumbær gæti veitt. Þeir þáðu boðið með þökk um, skelltu sér upp í leigubíla, og svo var haldið niður í Glaum" bæ. Kveðjudansleikur I Glaumbæ stóð yfir kveðju- dansleikur hljómsveitarinnar Trú brots: Shady Owens og Karl Sig- hvatsson voru að hætta, og allir ges'tir staðiarins voru í miklu stuði. Ekki minnkaði það, þegar stjörnurnar birtust, en Erlingur dreif þær að borði úti í horni, og þar var þeim skellt niður til að byrja með. Ekki leið á löngu áður en forvitnir gestir fóru að færast nær borðinu, og síðan upphófst sama skriftavesenið og alltaf áður. Allir vildu fá eigin- handaáritanir, en Led Zeppelin vildu fá frið. Var því einn af dyravörðum hússins fenginn til að stjórna umferðinni framhjá borðinu og reyna að hlífa Zeppe lin-mönnum við ásókn aðdáend- A Zeppelin-veiðum einhverjum hlutum með eigin- handaráritunum liðsmanna Led Zeppelin. Hljómsveitin Led Zeppelin kom til landsins með þotu Flug félagsins, Gullfaxa, sem lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan tvö á sunnudaginn. Hópur aðdá enda hafði safnazt saman við flugstöðvarbygginguna, og annar hópur, sízt minni, af ljósmynd- urum og blaðamönnum, beið þar hjá í ofvæni eftir hinum frægu hljómlistarmönnum. Gullfaxi renndi í hlað, stigi seig til jarð- ar, hlaðfreyjur tóku sér stöðu: Stóra stundin var runnin upp. Robert Plant, söngvarinn, gekk fyrstur út, en síðan komu þeir einn af öðrum, John Bonham, Jimmy Page og John Paul Jon- es, eltir af umboðsmönnum og burðarkörlum. Móttökunefnditi, Signý Sen, gekk nú fram, og af- henti gítarleikaranum Jimmy Page, risastóran blómvönd, ljós- myndararnir smelltu af, og síð- an hélt hersingin inn í flugstöðv arbygginguna. Þar gafst blaða- mönnum gott færi á að ræða við stjörnurnar, og við svifum á Jimmy Page, sem stóð þarna, lítill og vandræðalegur með blóm vöndinn í annarri hendi, en gítar í hinni. Jimmy Page Hvernig var ferðin? Prýðileg, alveg prýðileg. Hvers vegna vilduð þið koma til íslands. Við viljum ferðast til sem flestra landa, gefa sem flestum aðdáendum tækifæri til að hlusta á okkur spila. Við notum tæki- færin til ferðalaga, þegar þau gefast. Hafið þið ferðiazt víða? Já, við höfum komið viða við, en satt bezt að segja, þá eru þessi ferðalög farin að verða dá- lítið þreytandi, sérstaklega þó í Bandaríkjunum. Ætlið þið að koima ísilenzku áheyrendunum á hljómleikunum á óvart með einhverju nýju? Ég veit það nú ekki, sagði Jimmy og brosti. Við verðum að bíða og sjá hvað setur. Þetta verðiur þriggja tíima konsert, oig það getur margt gerzt á þeim tíma. Hafið þið lokið við að taka upp þriðju stóru plötuna ýkkar? Nei, við eigum tvö lög eftir. En þetta hefur gengið alveg prýði lega hingað til. Ætlið þið að koma með ein- hverja nýjung á þessari plötu? Ja, nýjung og nýjung ekki. Við höfum verið að taka upp með venjulegum kassagítörum, engum mögnurum eða neinu slíku, og við ætlum að gefa áheyrendum forsmekkinn af þessu á hljóm- leikunum annað kvöld. Og nú mátti Jimmy ekki vera að þvi að tala við okkur lengur. Hann var að fara í gegnum vega bréfasikoðiun, og við fserð'um okkur því frá. Úr vegabréfa- skoðuninni héldu liðsmenn Led Zeppelin inn í tollskoðunina, en þar stóðu þeir ekki lengi, því tollverðirnir afgreiddu þá bæði fljótt og vel. Tveir svartir Benzar Fyrir utan flugstöðvarbygging una biðu tveir svartgljáandi Benzar frá ieiigiuibUastöð í Reýkja vík. Þangað héldu liðsmenn Led Zeppelin í snarhasti, en ung- mennahópur umkringdi þá sam- stundis. Gekk Led Zeppelin erfið lega að komast í bílana, en þeg- ar það hafði tekizt, var haldið af stað til Reykjavíkur. Við vallarhliðið stóð annar ungl ingahópur, en Benzarnir hægðu varla á sér, heldur var ekið greitt til Reykjavikur. Lögreglumenn í gulum lögreglubíl óku á undan bílnum, en á eftir komu bílar æstra aðdáenda. Við vegatollskýlið í Straumi beið enn annar hópur aðdáenda, en þessi hópur hafði bifreiðar til umráða. Bættust bílarnir í lestina, sem hélt áfram til Reykja víkur. Hjá Hótel Sögu var svo síðasti hópurinn í bili. Inn komust stjörnurnar þó, en ennþá var ein raunin eftir: Að reyna að svara fróðleiks- þorsta blaðamanna og mynda- porsta ljósmyndaranna. Umboðs maðurinn, síðhærður og skeggj- aður maður að nafni Cole, tók málið í sínar hendur. Enginn blaðamannafundur í bili, en hins vegar fengu sjónvarpsmenn að leggja nokkrar spurningar fyrir söngvarann, Robert Plant. Hann sat í hægindastól með koníaks- flösku hjá sér, sem hann þó mátti ekki smakka á. „Læknir- inn bannar það“, sagði hann, og var ðhneisis. Blaðiaimieniniriniir voru félaga seinni hluta sunnudagsins, héldu Led Zeppelin af stað inn í Laugardalshöll til að taka rösk lega í hljóðfærin og kanna hljóm burð hússins. Hópur aðdáenda fylgdi þeim eftir, og allir reyndu að komast inn til að hlusta á stjörnurnar. í fyrstu var það alls ekki svo erfitt, en svo tók Zeppelin-mönnum að leiðast glápið, svo að þeir létu reka alla út, og fengu lögregluvörð við dyrnar. Raunar skipti þetta Robei't Plant gefur eiginhaindar áritun. (Ljósm. Mbl. >Sv. Þ.) reyndar óhressir líka, en þeir fengu enga bænheyrn. Allir út. Og þannig lauk Led Zeppelin- veiðunum í fyrstu lotu. Annað veiðisvæði: GLAUMBÆR Á meðan íslenzku börnin sátu stjörf fyrir framan sjónvarps- tækin og horfðu á Hróa Hött og ekki svo miklu máli fyrir að- dáendurna, því þeir gátu auð- veldlega hlustað á tónaflóðið frá Led Zeppelin fyrir utan höllina, hávaðinn var það mikill. Fréttin um að Led Zeppelin væru að spila inni í Laugardals höll barst fljótt út, og innan tíð ar fór áheyrendum utan við höll ina að fjölga. Menn týndust að úr öllum áttum, gangandi, hlaup anidi, hjólanidi og í bíl- Led Zappelin ásamt móttökunefndinni, Signýju 6<h anna. En Led Zeppelin vildu skemmita sér. Hvað mátiti bjóða herrunum? Bjór. Því miður, ekki til. Jæja þá, kampavín. Al- veg sjálfsagt, og síðar voru kampavínsflöskur drifnar á borð ið. Það er mikil og merkileg list að opna slíkar flöskur, en John Bonham, trommarinn, var alveg eldklár í þeirri list eins og svo mörgum öðrum. Og Led Zeppe- lin skáluðu. Franskbrauð með kæfu Tíminn leið og fjölmargar flöskur tæmdust. Söngvarinn, ‘ Robert Plant, varð svangur, svo hann rauk fram í eldhús og fékk þar eina franskbrauðssneið með kæfu eða einhverju slíku ofan á. Ungu stúlkurnar sýndu herr- unum mikinn áhuga, að sjálf- sögðu, svo mikinn, að þeir þurftu ekki annað en að blikka þær, og þá voru þær komnar og sátu á hnjám þeirra það sem eftir var kvöldsins. Og lætin í áhorf endunum voru mikil. Enda fór svo, að þeim Jimmy Paige og Robert Plant tók að leiðast þóf ið, og brugðu þeir sér því eitt- hvað burt, svona rétt sem snöggv ast. Þá var John Paul Jones far- inn heim á hóteil að sofa, hafðii orðið þreyttur á allri skriffinnsk unni. En áfram var haldið. Fleiri flöskur tæmdar, fleiri eiginhand aráritanir gefnar, og fleiri stúlk ur þyrptust að borðinu. Allt gekk eins og í sögu, enda voru umboðsmaðurinn og burðarkarl arnir fljótlega komnir með sína stúlkuna hver upp á arminn. Partí Kveðjudansleiknum lauk kl. eitt, en Trúbrot hafði næstum gleymzt í Zeppelin-æðinu. En nú rönkuðu áhorfendur við sér, klöppuðu Trúbrot upp vel og lengi og hrópuðu tíu sinnum húrra fyrir hljómsveitinni allri og Shady og Kalla: Zeppelin- menn klöppuðu líka, þeir voru hrifnir af hljómsveitinni, það var greinilegt. En nú vildu þeir fara að komast í partí einhvers staðar. Jimmy og Robert og allir aðstoðarmennirnir fóru eitthvað þiurt, en trcimmiariinin Jcnhin Bon- ham varð eftir. Hamm var drifkim upp á loft, þsr seim hainin rædidi við niciklkra velvalda álheyrenidur um stund, en síðan vildi hann komast af stað í partí líka. Eftir nokkurt þóf gafst hann upp á að leita að félögum sínum og smellti sér bara út á Sögu, þar sem hann gat leitað skjóls frá öllum æstum aðdáendum. Blm. Mbl. gafst þá upp við Zeppelin- veiðarnar í bili og kom sér í háttinn. Klukkan var þá rúm- lega tvö eftir miðnætti: Led Zeppelin höfðu dvalið á íslandi t tólf viðburðaríkar stundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.