Morgunblaðið - 17.07.1970, Síða 14
14
MORGUTSn&LAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚL.Í 1970
i.
Lokun
Verksmiðjan verður lokuð vegna sumarleyfa
25. júlí — 17. ágúst.
Verksmiðjan VILKO S/'F.
Staða yfirhjúkrunarkonu
við Sjúkrahús Akraness er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er tfl 10. ágúst og skulu umsóknir sendast
Sjúkrahúsi Akraness.
Sjúkrahús Akraness.
Grafik-myndir
eftir norska málarann Edward Munk verða sýndar i Norræna
húsinu næstu daga.
Húsið er opið virka daga kl. 9—21, sunnudag kl. 13—21.
AÐGANGUR ÓKEYPIS.
'
V-------------------------------------------------
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum tryggingargjöldum
til Tryggingarstofnunar ríkisins, sem greiðast áttu í janúar og
júií s.l., svo og öllum gjaldföllnum, ógreiddum þinggjöldum
og tryggingargjöldum ársins 1970, tekjuskatti, eignarskatti,
námsbókagjaldi, almannatryggingagjaldi, slysatryggingagjaldi,
lífeyrissjóðsgjaldi, atvinnuleysistryggingasjóðsgjaldi, launa-
skatti, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, iðnlánasjóðsgjaldi og
iðnaðargaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogskaupstað. Enn-
fremur skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi og vitagjaldi, bifreiða-
skatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatryggingargjaldi öku-
manna 1970, vélaeftirlitsgjaldi, svo og ógreiddum iðgjöldum
og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjómanna, áföllnum
og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af
skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, mat-
vælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulags-
gjaldi af nýbyggingum, söluskatti 1. og 2. ársfjórðungs 1970,
svo og álögðum viðbótum við söluskatt auk dráttarvaxta og
lögtakskostnaðar.
Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar
þessa, án frekari fyrirvara, ef ekki verða gerð skil fyrir þann
tíma.
Bæjarfógetinn í Kópavogi, 14. júlí 1970.
Haraldur Henrysson, ftr.
Stjórnandi brezka miðilsins
Horace S. Hambling,
MOON-TRAIL
flytur tvo fræðslufyrirlestra á vegum SRFÍ, í húsakynnum
félagsins að Garðastræti 8, mánudaginn 20. júl,í og fimmtu-
daginn 23. júli n.k. kl. 20,30 um efnið:
1 )Framtíðarör!ög islands.
2) Trú eða stjórnmál.
Ennfremur flytur læknirinn Dr. „G" erindi um ALCOHOLISMA
á fundi, sem haldinn verður laugardaginn 18. júlí n.k. kl. 1400,
en MOOM-TRAIL mun á sama fundi flytja fræðslu.
Á öllum fundunum er áheyrendum heimilt að koma með
skriflegar fyrirspurnir og munu báðir stjórnendurnir svara
eftir því sem tími vinnst til.
Fundirnir eru haldnir fyrir félaga í SRFÍ og gesti þeirra, en
fyrirlestrarnir eru á ensku og verða ekki túlkaðir, þannig að
þeir er sækja þá þurfa að skilja enska tungu.
Þar sem húsrými er takmarkað við ca. 60 manns á hvern
fund er nauðsynlegt að félagsmenn tryggi sér aðgang fyrirfram,
og verða aðgöngumiðar afhentir í skrifstofu SRFÍ, Garða-
stræti 8, föstudaginn 17. þ.m. kl. 17,30 — 19.00.
Komið og hlustið á þennan merkilega fræðara, sem á ensku
hefir verið nefndur „The guide with the Silver tonguc".
Endurskoðun
vinnulögg j af arinnar
Vinmudeilur þær, sem staðið
hafa undamfamar vikur, hafa
leitt huga margra að því, hvort
ekki væri orðið tímabært að
taka til gagngerrar endurskoð-
unar þær reglur, sem Ihér á landi
gilda um stéttarfélög og vinnu-
deilur. Markmið slíkrar endur-
skoðunar og endurmats væri að
auðvelda lausn vinnudeilna og
stytta þann tíma, sem verkföll
standa, með nýjum og áhrifa-
meiri aamningaháttum.
Það er ekki með neinum ólík-
indum, þótt þammig sé spurt.
Þjóðarframleiðslan á dag mun
nú nema um 100 milljónum
króna. Víðtæk verkföll hafa það
í för með sér, að ekki kemur
nema lítill hluti þessarar upp-
hæðar til skila, svo tjónið fyrir
þjóðarbúið og einstaklinginn er
víðtækt og augljóst. Um það
þarf ekki að fara mörgum orð-
um, svo kunm, sem sú staðreymd
er.
Lögin um stéttarfélög og
vimnudeilur, þau sem nú eru í
gildi, eru orðin þrjátíu og
tveggja ára gömul. Með réttu má
telja, að þau hafi verið merkur
áfangi í vinnu og félagsmálum
á sínum tíma, þótt þau hafi sætt
andspymu og deilum í upphafi,
en svo er um marga tímamóta-
löggjöf. En lög þessi voru mið-
uð við aðra þjóðfélags- oig þjóð-
lífshætti en eru ríkjandi í dag
og mun flestum ljós sú mikla
breyting, sem orðið hefur á at-
vinnuháttum og efnahagsupp-
byggingu þjóðfélagsins síðustu
þrjá áratugina rúma. Þótt e.tv.
megi, segja, að vinnulöggjöf-
in hafi reynzt furðu vel, þegar
á allt er litið, dylst þó ekki að
tímabært er orðið að endurskoða
ákvæði hennar í ljóai nýrraþjóð
félagshátta og þeirrar reynslu,
sem fengin er í vinnudeilum og
samningagerð síðustu ára.
En hér verður þó að fara að
með fullri gát. Vinnulöggjöfin
er ein mikilvægasta löggjöf
landsins. Stéttafriður og sam
starf aðila vinnumarkaðsins er
að verulegu leyti undir því kom
ið að ákvæði hennar séu í fullu
samræmi við samtímaþróun fé
lagsmála og þess vandlega gætt
að þar sé ekki dregimn taumur
eins aðila á kostnað anmars. Við
heildarendurskoðun verður að
hafa það meginsj ónarmið ætíð í
huga að sníða agnúana af nú-
verandi kerfi í þessum efnum,
án þess að skerða grundvallar-
Gunnar G. Schram.
réttíndi aðila vinnumarkaðarins,
svo sem samningsfrelsi, verk-
fallsréttinn og verkbamnsrétt-
inn. Þessi eru réttindi, sem
tryggja verður í lýðræðisþjóðfé
lagi og teljast með söninu til al-
mennra mannréttinda. Launþeg-
inn á að hafa fullt frelsi til þess
að ákveða hverjum og hvenær
hann kýs að selja vinnu sína. Á
sama hátt er það og réttur vinnu
veitandans að fella niður vinnu
ef aðstæður krefjast þess að
hans dómi.
Með réttu hefur verið bent á
það mikla tjón, sem af verkföll-
um hefur hlotizt hér á landi á
undanfömum árum, og oft að
því spurt, hvort ekki hefði mátt
komast hjá slíkum vinnustöðvun
um, — þaer hafi nánast verið
óþarfar. Víst væri það æskilegt
að búa svo um hnútana, að verk
föllum fækkaði og tími vinmu-
stöðvanna styttist að marki. Það
hlýtur að vera einn megimtil-
gangur þeirrar heildarendur-
skoðunar vinnulöggjafarinnar
sem hér er rætt um. En það væri
mikill misskilningur að ganga til
slíkrar endurskoðunar með það
meginmarkmið í huga að afnema
verkfallsréttinn eða takmarka
hann svo með lögboði, að harnn
yrði launþegasamtökunum gagns
lítill eða nánast gagnslaus. Slík
breyting myndi jafnframt vera
tilgangslaus vegnia þess að ný-
mæli, sem knúin eru fram í fullri
andstöðu við annan hvorn aðila
vinnumarkaðsins, eru fyrirfram
dæmd til þess að mistakast.
Þetta undirstrikar það megin
atriði, að við heildarendurskoð-
un á vinnulöggjöfinni er bæði
óhjákvæmilegt og nauðsynlegt
að hafa fullt samráð við verka-
lýðshreyfinguna og önnur sam-
tök launþega í landinu. Ný
vinnulöggjöf, sem sett er í fullri
andstöðu við óskir og sjónarmið
þessara aðila, mun reynast lítils
virði, og þá væri verr af stað
farið en heima setið.
Hins vegar er fjarri því úti-
lokað, að með samvinnu og ítar-
legri skoðun aðila vinniumarkaðs
ins megi gera þær breytingar á
löggjöifininii, sem þneir ge<ti eftir
atvikum sætt sig sæmiílega við
og til bóta verða taldar horfa.
Slk'al hér á eftir getið nokkurra
þeirra atriða, sem taka mætti til
athugunar í slíkri sameiginlegri
endurskoðun. Það eru m.a. atriði,
sem reynsla liðinna ára hefur
leitt í ljós að æskilegt væri að
breyta, og nýmæli, sem á hefur
verið bent, að hagur væri að
hafa í nýrri löggjöf.
Atriðin eru þessi:
Starf sáttasemjara verði aðal-
starf allt árið.
V innustöðvun verði tilkynnt
með allmiklum fyrirvara, t.d.
30 daga fyrirvara.
Allar kröfur og greinargerðir
fylgi uppsögn samninga.
Sáttasemjara verði heimillt að
fresta vinnustöðvun um tiltek-
inn skamman tíma, t.d. ef miðl-
unartillaga er í undirbúningL
Meiri hluti meðlima verka
- lýðsfélags verði að samþykkja
vinnustöðvun til þess að hún
sé lögleg
Kjararannsóknanefnd verði
gerð að sérstakri stofnun og
sjálfstæði hennar tryggt.
Komið verði á fót vinmu- og
verkalýðsmálaskóla.
Unmið verði að því að samn-
ingsaðilar vinnumarkaðarins
verði sem fæstir, fynst og
fremist heildarsamibönd.
Óheimil verði verkföll þeirra,
sem vinna við gæzlu fram-
leiðslutækja og verðmæta, sem
sköpuð eru áður en verkfall
hófst.
Gerð hefur verið grein fyrir
flestum þei-rra níu atriða, sem
hér hafa verið nefnd á ýmsum
vettvangi áður, og ugglaust væri
ástæða til að bæta við fleirum.
En hér er ekki um tæmandi upp-
talningu að ræða, heldur ein-
ungis drepið á nokkur þau
atriði, sem viðurhlutamikil verða
að teljast. Onnur þau, sem sam-
tök launþega og vinnuveitenda
telja æskilegt að setja fram,
yrðu vitanlega könnuð ítarlega
við endurskoðun lagaákvæð-
anna.
Ekki er við því að búast, að
þær tillögur um breytingar, sem
hér hafa verið nefndar, fái all-
ar byr og hljóti samþykki. Það
er heldur ekki aðalatriðið. Mik-
ilvægast er, að samstaða og sam-
komulag náist milli aðila vinnu-
markaðarins, launþega og vinmu
veitenda, um nauðsyn heildar-
endurskoðunar vinnulöggj af ar-
innar, sem leiði til meiri sátta á
vinnumarkaðnum og kjarabóta
án sífelldra vinnustöðvana.
Nú, þegar vinnustöðvanir síð-
ustu vikna eru að baki, sýnist
tímabært að kanna til þrautar,
hvort slík samstaða næst ekki
i þessum mikilvægu málum.
Gunnar G. Schram.
SVAR MITT CR.
EFTIR BILLY GRAHAM Wm j
ÉG á vin, sem segist vera guðleysingi. Hvað er í raun og
veru að vera guðleysingi? Þessi vinur minn hefur mjög
ákveðnar skoðanir.
í RAUN og veru eru til tvenns konar guðleysingjar.
Gríska orðið yfir guðleysingja merkir „ég þekki ekki“
eða „hið óþekkjanlega“. Önnur tegund guðleysingja
(hinir raunverulegu guðleysingjar) segja, að þeir þekki
ekki Guð. Hinir neita því, að nokkur geti þekkt Guð.
Fyrri tegundin er heiðarleg, og vissulega geta þúsund-
ir mann-a sagt, að Guð sé þeim framandi.
En vinur þinn, sem þú se-gir, að hafi mjög ákveðnar
skoðanir, er greiniilega af þeirri tegundinni, sem se-gir,
að enginn geti þekkt Guð. Slíkt er það sama og segja:
„Engin-n ge-tur þekkt það, sem ég þekki ekki.“ Þe-ssir
menn se-gja alla helga menn um aldima-r fávísa og af-
vegaleidda. Sá hefur einstrengingsilega skoðun, sem
heldur því fram, að ekki sé vert að þekkja það, sem
hann sjálfur þekkir ekki.
Ég virði heiðarlega guðleysingja, og til em margir
slíkir. En guðleysingi með fastmótaðar skoðanir er
oftast uppfullur af sjálfhselni, því að hann gerir kröfur
til að vera andlegur ofjarl fjölda mann-a, sem eru jafn
gáfaðir honu-m eða gáfaðri.
Maður nokkur í Harvard-háskóla sagði eitt sinn við
mig opinbe-rlega, að hann væri guðleysingi og tryði
ekki Biblíunni. Ég spurði hann, hvort hann hefði nokk-
um tímann 1-esið Nýja testamentið, og hann fór hjá
sér, þegar hann varð að játa, að það hafði hann e-kki
gert. Hinn skyn-sami rannsakar að minnsta kosti mála-
vöxtu, áður en hann fellir dóm. Guð hefur sagt: „Þér
munuð leita mín og finna mig, þegar þér leitið mín
af öllu hjarta“ (Jer. 29,13).