Morgunblaðið - 17.07.1970, Page 22

Morgunblaðið - 17.07.1970, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1970 Guðrún Sigríður Þor- steinsdóttir — Minning Fædd 12. september 1898 Dáin 10. júlí 1970 HUN var fædd á Ormsstöðum, Grímsnes«f Árnessýslu. Móðir hennar var Kristín Sigmunds- dóttir frá Kambi, Flóa, Árnes- sýslu. Faðir hennar var Þor- steinn Sigurðsson, sjómaður frá Snotru, Landeyjum, Rangár- vallasýslu. Þau Guðrún Sigríður Þor- steinsdóttir og maður hennar, Karl Þórhallason, hófu búskáp sinn í Reykjavík árið 1919, þá bæði komung, og bjuggu saman í fiimmtíu og eitt ár, í farsælu hjónabandi. Þau hjónin eignuð- ust níu mannvænleg og vel gefin börn, sem nú eru öll uppkomin og gift. Þar að auki ólu þau upp eitt fósturbarn, Guðrúnu Hjálm- arsdóttur, dótturdóttur þeirra, en hún ér dóttir Hjördísar ljós- móður. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Hrólfur Árnason, Langholtsvegi 202, lézt af slysförum miðviki.dag- inin 15. júlí. Guðrún Finnbogadóttir, Ami Hrólfsson, Sumarliði Hrólfsson. t Maðurinn mi.nin, Skarphéðinn Sigvaldason frá Hróastöðum í Öxarfirði, lézt miðvikudaginn 15. þ.m. Gerður Jónsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, Jósep J. 1». Jóhannesson, Réttarholtsvegi 41, lézt 15. júlí að Vífilsistöðum. Jarðiarförin ákveðin síðar. Jónina Guðmundsdóttir Waage, böm, tengdabörn og bamaböm. t Eiginkona mín, Sigríður Þorsteinsdóttir, Njálsgötu 13 B, verður jarðsunigin föstudag- inn 17. júlí kl. 1.30 frá Foss- vogsikirkju. Karl Þórhallason, Guðrún Hjálmarsdóttir, Haraldur Karlsson, Guðrún Karlsdóttir, Kristján Jónsson, Þórhalla Karlsdóttir, Jóhann Eymundsson, Sigríður Karlsdóttir, Einar Pétursson, Kristín Karlsdóttir, Alvar Óskarsson, Asgeir Karlsson, Klara Óskarsdóttir, Hjördís Karlsdóttir, Sigurður Bjamason, Fjóla Karlsdóttir, Gísli ísleifsson, Þórdís Karlsdóttir, Jón B. Ingimagnsson, bamabörn og barnabamabörn. Börn þeirra hjóna eru: Har- aldur, húsasmíðameistari; Guð- rún gift Kristjáni Jónssyni, múr arameistara, Hafnarfirði; Þór- halla gift Jóhanni Eymundssyni, húsasmíðameistara; Sigríður gift Einari Péturssyni, húsa- smiðameistara, Kristín gift Alv- ari Óskarssyni, iðnverkamanni, Fjóla gift Gísla G. ísleifssyni, hætaréttarlögmanni; Ásgeir, húsasmiður, kvæntur Klöru Óskarsdóttur; Þórdís, gift Jóni B. Ingimagnssyni, bifreiðar- stjóra; Hjördís, ljósmóðir, gift Sigurði Bjarnasyni gulismið. Fyrir um það bil þrjátíu og fimm árum kynntist ég fyrst þeim ágætu hjónum Guðrúnu Sigríði Þorsteinsdóttur og Karli Þórhallasyni, bifreiðarstjóra. Þá hafði ég kennt mörgum af eldri börnum hjónnna, en seinna meir kenndi ég öllum yngri börnum þeirra, meira og minna. Öll voru vel gefin og framúrskarandi hlýðin og prúð í framfcomu, enda unnu þau sér hylli kennara sinna. Ég held að það sé gæfa hvers manns að ávinna sér velvildl samferðamanna sinna. Einu sinni sagði einn mikilametinn kennari við mig í skólanum: BÖrnin hans Karls Þórhallason- ar bera það með sér að þau eru frá góðu heimili. Ég man það vel hvað þessi góðu hjón voru þakk- lát kennurunum, vegna bama sinna og töluðu ætíð um skólann af mikilli velvild. Það liðu mörg ár frá því að ég byrjaði að kenna börnum hjónanna unz ég kom á heimili þeirra, en mín fyrsta heimsókn táknaði það, að ég varð frá því hálfgerður heima- gangur hjá þeim, eftir það, og það var vegna þess hvað hjónin t Þökkium innilega samúð og hlýhuig við amdlát og jarðar- för Sigríðar Kristínar Þorvaldsdóttur frá Kroppstöðum. Einnág þökikium við þeim, er hjúkruðu henini í veikindium hennar. Vandamenn. t Hjartarus þakkir fyrir auð- sýnda samúð við amdlát og jarðarför móður okkiar, bengda móður og ömmiu, Sigurlínar Bjamadóttur, Björgvin, Eyrarbakka. Jóna Sigurgeirsdóttir, Elín Sigurgeirsdóttir, Skúli Jónsson og bamaböm. t Útför móðúr okkar, Margrétar Eyþórsdóttur, verður gerð frá Dómkirkju Krista konumgs í Lanidafcoti lauigardaiginm 18. j'úll kl. 10 f.h. Blóm eru vinsiamlegasit af- þökkuð, en þeim, sem vildu minmiast hinnar látnu, er bent á Kristskirkju, Landakoti. Fyrir hönd aðlsitainclemda, Hulda Sigrún Snæbjömsdóttir, Greta Christíansen. voru bæði skemmtileg og gam- an að korna til þeirra, enda var mér alltaf jafnvel tekið. Það var greinilegt að húsmóðirin hafði yndi af því að veita gest- um sínurn rausnarlega, í mat og drykk, og húsbóndinn ekki síð- ur. Aldrei sá ég hjónin öðruvísi en glöð og í góðu skapi. Það var alltaf svo létt og bjart yfir heimili þeirra. Á fyrri búskapar árurn þeirra voru öll bömin heima. Eins og fyrr segir voru bömin níu, og eitt fósturbarn, svo að það var í mörg horn að líta hjá húsmóðurinni. Ég var fljótur að sjá það hvað konan var mikil húsmóðir og æðrulaus með öllu. Hún var alltaf glöð, og setti ekikert fyrir sig. Hún var stoð og stytta heimilisins, manni sínum og börnum, enda kunni maður hennar og börn að meta hana að verðleikum. Sambúð þeirra hjóna var og með miklum ágætum aLla tíð. Ég tel, að húsmóðirin Guð- rún Sigríður Þorsteinsdóttir hafi leyst móðurhlutverk sitt af hendi svo vel ,að tæplega nokk- ur kona geri það betur. Uppeldi barnanna kom eins og allt af sjálfu sér. Börnin kunnu að leika sér og vinna. Þetta höfðu þau einhvem veginn lært, og þess vegna fór efckert fyrir þeim heirna hjá sér. Það er að mestu meðfæddur hæfileiki að vera góð móðir barna sinna, Móðurástin er ómet- anlegur eiginleiki. Matthías Jochumsson segir: Hvað er eng- ill í Paradis, hjá góðri og göf- ugri móður. Þrátt fyrir annasamt heimili gaf húsmóðirin sér stund um tima til þess að grípa í hann- yrðir, svo sem útsaum, sem var hreinasta listaverk, útprjón og hekla dúka, sem bám með sér fagurt handbragð. Fyrri búskap- arárin bjuggu þau hjónin stund- um við iítil efni, en efnahagur- inn fór stór batnandi eftir því sem árin liðu. Húsbóndinn var lengst af bifreiðarstjóri, en brá þó fyrir sig búskap í sveit og fleiru. Hann var orðlagður dugn- aðarmaður, að hverju, sem hann gekk. t Þökkum samúð við fráfall og jiarðarför bróður okfcar, Sigurðar Stefánssonar. Systkinin, Grjótagötu 4. t Inmiilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og viiniarhug við aindlát og jarðarför systur minmar, Sæunnar Sumarliðadóttur frá Breiðabólstað. Jón Sumarliðason og fjölskylda. Nú em öll börnin hjónanna farin að heiman og gift. Fóstur- dóttirin, sem enn er heima, er nú sextán ára gömul. Nú er stórt flkarð fyrir skildi hjá Karli Þórhallasyni, börnum þeirra, barnabömum, tengda- börnum og vinum, þar sem Guð- rún Sigríður Þorsteinsdóttir er nú dáin. Mér er það vel ljóst hvað maðurinn hennar, Karl Þórlhallason, börnin þeirra, barna börnin þeirra, tengdabömin og vinir bera milkinn söknuð í brjósti, en þetta er nú gangur lífsins, sem allir verða að sætta sig við — að missa sína. Ég votta öllum, sem nú eiga um sárt að binda vegna fráfalls Guðrúnar Sigríðar Þorsteinsdótt ur dýpstu samúð mína og óska þeim öllum allrar blessunar. Böðvar Pétursson. Ég VAR harmi lostinn er mér barst hin sviplega andlátsfregn ömrniu minnar Sigríðar Þor- steinsdóttur. Hún var fædd að Onmisstöðum i Grímsnesi 12. sept. 1898, for- eldrar hennar voru Kristín Sig- mundsdóttir frá Kamtoi í Flóa og Þorsteinn Helgi Sigurðsson frá Snotru í Landeyjum. Sigríður giftist eftirlifandi manni sínum Karli Þórhalla- syni bifreiðarstjóra og eigniuðust þau níu mannvænleg böm. Sjö dætur og tvo syni, sem öll eru á lífi, oig munu nú barna og barnabarnabörn þeirra vera orð- in milli 50 og 60. Ég minnist þeirra fjölmörgu stunda með söknuði er ég átti með ömmiu og afa, og alltaf fyllt ist ég tilhlökkun er ferðinni var heitið til þeirra, hin sérstaka hlýja og góðvild er mér mætti þar, mun mér aldrei úr minni líða. Hannyrðir og handavinna léku í höndum hennar og mörg voru þau plöggin er hún rétti okkur bamabúmum sínum. Aariima var söngelsk og hafði nasmt eyra fyrir fallegri tónlist, sjálf hafði hún þýða og hljóm- fagra söngrödd. Hún var að eðlisfari kát og glaðvær, en þó hlédræg og allra hlugljúfi er hana þekktu og um- gengust. Löngu og ströngu ævistarfi er nú lofcið og mun erfitt að skila því betur af sér en hún gerði og með þeim dugnaði og elju er henni var í blóð borin. Ég hef reynt með þessum fá- tæklegu orðum minum að sýna hvern mann hún hafði að geyma og hver missir aðstandenda henn ar er við fráfall hennar. Öllum aðstandendum færi ég innilegustu samúðarkveðjur, og þá sénstaklega afa mínum, Karli Þórhallasyni. Vertu sæl ,elsku amma mín, megi Guð vernda og blessa sálu þína og minningu. Jón Karl Kristjánsson. MÓÐIR MÍN Ég fylltist svo trega og fann enga ró, mig fýisti mest renna út í bláinn. Og harmurinn aleinn í huga mér bjó, er heyrði ég, „mamma er dáin.“ Mér fannst eins og fölnaði, sumar og sól, og sívökull fuglanna kliður. Ég reyndi að hrópa að himnanna stól, þú heilagi almáttki friður. Ég vissi að börnin sem barst þú í heim, á braut voru úr hreiðrinu flúin. Ég vorkenndi einna mest vinunum tveirn. sem voru nú gleðinni rúin. Ó, mamma, hann pabbi svo aleinn nú er, þó allir hann þrái að hugga. Engum þaið tekst eins og tókst oft þér, að tæta burt sorgir og skugga. Haraldur Karlsson. IN MEMORIAM „Sú rödd var svo fögur svo hugljúf og hrein.“ Þessi orð listaskáldsins góða komu mér fyrst í hug þegar ég frétti lát Sigríðar Þorsteins- dóttur tengdamóður minnar — þessarar elskulegu konu, sem með trúarstyrk sínum og hug- prýði gat allra götu greitt. S'kap- mildi hennar var slík að til var tekiö af öllum, sem umgengust hana. Aldrei heyrðist styggðar- yrði, þótt eitthvað bjátaði á. Allt var leyst á mildan, hljóð- látan hátt. FegurðarSkyn hennar var svo næmt að allir dáðust að, enda átti hún ættir sínar að rekja til eins hugljúfasta skálds ofckar ís- lendinga, Þorsteins Erlingsson- ar. AUt sem þessar fíngerðu móð- urihendur snertu varð óður til þess fegursta og dýpsta sem býr í hverjum manni. Þessi orð tengdaföður míns —- móðir, kona, meyja — segja líklega meira en min fátæklegu kveðju- orð. í meira en rúmlega hálfa öld plægðu þau afcurinn saman og sáðu fræum góðvildar og vel- vildar börnum sínum og öllum afkomendum þeirra til handa. Hún var ein af þeim stofni, sem íslenzkur kjarni er upp af sprottinn. G. G. í. Vélapakkningar Bedford 4-6 cyl. dísil 57, 64. Buick V 6 cyl. Chevrolet 6-8, '54—'68. Dodge '46—'59, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68. Fiat flestar gerðir. Ford Cortina '63—'68. Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 ryl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69. Hillman Imp. '64—'65. Moskwitch 407—408. Opel '55—'66. Rambler '56—'68. Renault flestar gerðir Rover, bensín, dísil. Skoda 1000 MB og 1200. Simca '57—'64. Singer Commer '64—'68. íaunus 12 M, 17 M '63—'68. Trader 4—6 cyl. '57—'65. Volga. Vauxhall 4—6 cyl. '63—'65. Willys '46—'68. Þ. Jónsson & Co. Skeifan 17. Simar 84515 og 84516. Mínar beztu þakkir til allra þeiirm, sem sýndu mér hlý- touig með ’toedmsiófcnum, sfceyt- um og gjöfum á 70 ára afmæli miniu hinin 5. júlí sl. oig gerðu mér dagánm óigleyimiainilieg'an. Sveinsína Narfadóttir. Öllum, sam glöddu oikkur með heimsókniuim, góðum gjöfum oig heilasikeiytuim á 50 ára hjúsikiaparafmiæli ofckar, 11. júií sl., þöfckum við hjiartan- legia. Sólrún Guðjónsdóttir og Gunnar Jónsson, Króksfjarðamesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.