Morgunblaðið - 24.07.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1970, Blaðsíða 3
3 MORQUNBÍLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚUÍ 1(07« Laxarnir stökkva til og frá en tregir að bíta á hjá lax- veiðimönnum við Laxá og Leirvogsá í LAXÁ i Kjós eru m.a. við veiðar þessa viku Ijórir út- lendingar, sem ihingað haía komið til laxveiða öðcu (hverju s.l. 10 ár. Það sem er merkilegt við þennan litla hóp er að tvö í ihópnum, dr. Thompson og frú, eru frá Kanada, frú Briggs er frá Englandi og hr. Rhode« e-r frá Bandarilkjunuim. Fjónmenn- ingarnir láta þó fjarlægðirn- ar eikki aftra sér frá því að hittast svo að segja á hverju sumri og fara saman í veiði- ferðir — s.l. sumar voru þau á Baffinslandi. 1— Við tveir, ég og hr. Rlhodes, höfum veitt saman frá þvi 1918, í meira en hálfa öld, sagði dr. Thompson til skýringar, er við hittum þau við Laxá í Kjós i gærdag. Sumarbústaður Rlhodes í Kanada er rétt hjá minum, svo þannig erum við nágrann ar þótt hann búi í Bandarííkj- unum, Chicago, en ég í Ontar io i Kanada. Konan mín er frá Englandi og bróðir henn- ar var 'kvæntur frú Briggs, og ikom alltaf með okkar, þar tii hann lézt fyrir einu ári. Fjórmenningarnir una sér vel á íslandi og eru farnir að þeikkja islenzkar ár allvel; hafa m.a. veitt í Haffjarðará, Straumf jarðará, Langá, Laxá í Þingeyjarsýslu og nú í Laxá í Kjós. — Við erum búin að fá sam an 15 laxa, sagði Rihodes, og bætti við hiæjandi: Við skul- um ekkert tala um hver hef- ur veitt flesta laxana, því stelpurnar eru dugiegastar. Og „stelpurnar" mótmæltu því eikki. — Annars eru vandræði að vera á íslandi að einu leyti sagði Thompson og benti á magann. — Við erum aUtaf að borða. Við erum rétt búin að borða hádegismat þegar við fáum síðdegisíkaffi og alls konar 'kræsingar með þeytt- um rjóma. Ég er kominn með ýstru, — og við reyndar báðir. Ég veit eikki hvernig þið ís- lenjdinigaT farið að, með allar þessiar máltíðir. Fjónmenningarnir búa i Ásgarði, barnaSkóla Kjósar, en hann er nú í fyrsta skipti notaður sem veiðihús. Thompson sagði okkar að hann væri að byrja að gera athuganir á eskimóum í Norð ur-Kanada — og athyglisverð asta niðurstaðan, sem ég hef komizt að til þessa er að þeir virðást aldrei sofa, sagði hann hlæjandi og spurði hvort það væri eins með íslendinga, Frú Thompson, sem komin er alla leið frá Kanada til laxveiða tyllti sér á klett og renndi í hyl í von um veiði. — L jósm. í».Á. Gylfi Pálsson með laxinn sinn því honum virtust þeir vaka fram eftir öllum nóttum. I gær var glampandi sól- sikin og rolk, hið versta lax- veiðiveður og fjónmenningarn ir höfðu ekki árangur sem erfiði, er þeir börðu Laxá. Nægur fiskur er þó í ánni og stukku laxarnir allt í (kring- um veiðifólkið, en enginn leit við flugunum á línuend- unum. Undanfarið, þegar bet ur hefur viðrað, hefur verið mikil og góð veiði og munu um 700 laxar vera komnir á land úr Laxá. Við Leirvogsá, sem lætur lítið yfir sér, hittum við tvo veiðimenn, Gylfa Pálsson skólastjóra á Brúarlandi og Axel Guðmundsson verk- stjóra í Reykjalundi. Þeir voru orðnir sólbakaðir eftir daginn, en aflinn heldur rýr, 2 laxar. Var Gylfi að enda við að draga sinn lax um 5 pund, á land þegar við komum að. Framhald á bls. 17 j Herradeild: ÞETTA!! ★ BATIK BOLIR ★ GALLABUXUR ★ BOLIR M/MYNDUM Á NÝIR LITIR I STÖKUM BUXUM ★ SAFARI-SPORT- JAKKAR ★ SKYRTUR OG PEYSUR O. M. FL OPIÐ TIL KL. 4 E.H. ALLA LAUGARDAGA. PÓSTSENDUM UM LANDIÐ. HVAÐ Dömudeild: KOM NÚNA AF NÝJUM VÖRUM ? ? ÞETTA!! Á SlÐAR PEYSUR ★ ANGÚRU PEYSUR ★ JERSEY BOLIR OG BLÚSSUR ★ LANGAR OG BREIÐAR SILKISLÆÐUR ★ KJÓLAR SlÐIR ★ BELTI I ÚRVALI ★ JAKKAR 2 GERÐIR STAKSTEINAR J Sósíalismi og lýðræði ÞJÓÐVILJINN leggur kapp á það um þessar mundir að sýna fram á lýðræðisást islenzkra sósíalista. Það virðist þó vera einhverjum erfiðleikum háð, enda vefst Þjóðviljanum tunga um tönn í forystugrein sinni í gær, en þar segir m. a.: „Það er algengt — jafnvel meðal rót- tækra vinstrimanna — að sett sé jafnaðarmerki milli þjóðnýt- ingar, þ. e. félagslegrar eignar framleiðslutækjanna, og sósíal- ismans, án tillits tál annarra þátta í samfélaginu. Þegar þeir menn sem handgengnir eru rót- tækri vinstrihreyfingu, gera sig seka um slíka einföldun hlut- anna er kannski ekki nema von á því að Morgunblaðið skilji annað.“ Síffar segir Þjóðviljinn: „Sósíalistar, einkum í Vestur- Evrópu, hafa á síðustu árum lagt vaxandi áherzlu á nauðsyn þess að tvinna saman í fræðilegnm útlistunum einingu sósíalisma og lýðræðis. Sósialismi er eina raun- hæfa lýðræðisformið þar sem eignarhald einstaklinga eða sam- steypa á framleiðslutækjum tak- markar ekki athöfn mannsins til betra lífs. Með þessu er ekki að- eins átt við pólitískt lýffræði — heldur einnig félagslegt og menn ingarlegt lýðræði. Slík samtvinn- un lýðræðisins og samfélagshátta þjóðfélagsins hlýtur að vera ein- kenni þróaðst sósíalísks þjóðfé- lags. Þetta þýffir nefnilega ekki að sósíalisminn geti látið sér nægja birtingarform borgara'legs lýðræðis, heldur getur hann því aðeins sannað yfirburði sína yfir kapitalismann að hann skapi mun fullkomnara lýffræði. Hér skiptir höfuðmáli ..sjálfstjóm framleiðendanna“ sem Marx tal- aði um, þ. e. raunhæft lýðræði sem ekki hefur náð að þróast í þeim löndum sem þó búa við samfélagslega eign framleiðslu- tækjanna." Ofurhugar Heldur eru þetta klaufalegir tilburðir, jafnvel hið mesta orð- skrúð getur ekki sannfært nokk- urn mann. Þjóðviljinn fagnaði ákaft fyrir fáum dögum, þegar nokkrir ungir menn og fáeinir gamlir kommúnistar settust nið- ur og hugleiddu lítið eitt „leið tslands til sósíalisma.“ Kjaminn í þeim umræðum var aukinn rík- is-ekstur og þjóðnýtingaráform. Þjóðviljinn réði sér vart fyrir kæti, enda gerist það æ fátíðara, að minnzt sé á þessar gömlu og úreltu hugmyndir. En vitaskuld varð að sýna fram á, að gömlu kreddumar féllu saman við nú- tíma lýðræðishugmyndir: þvi að ekki er stætt á því lengur að lofa dýrðina austan jámtjaldsins. Árangurinn varð með þeim ein- dæmum, sem sjá má hér að of- an. Þjóðviljanum hefur þó vafa- laust þótt súrt í broti að viðnr- kenna, að enn skuli hvergi hafa tekizt að koma á „raunhæfu lýð- ræði“ í hinum svonefndu sósíal- ísku ríkjum. Höfimdur forystn- greinar Þjóðviljans treystir sér hins vegar til þess að fram- kvæma það sem engum öðmm flokksbræðrum hans hefur tek- izt. Þetta viffhorf lýsir vissulega miklum stórhug, því að í einu og öllu á að byggja á gömlu kenn- ingunum. Marx á að vera leiðar- ljósið og trúlega verða „ismar" eins og Leninismi og StalinisxnJ iátnir fylla upp í hugmyndafræð- ina. Þessari gömlu paradís á hins vegar að fylgja lýðræði, sem hin- um allra góðhjörtuffustu sósíal- istum hefur ekki enn tekizt að framkvæma. — Það er Þó ánægjulegt, að Þjóðviljamenn skuli vera bjartsýnir og stór- huga. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.