Morgunblaðið - 24.07.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1970, Blaðsíða 12
12 MORGU NBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚL.Í ÍOTO Breiðdalsvík: BLAÐAMENN MORGUNBLADSINS A FERÐ UM LANDIÐ Lítil byggð en í ýmsu að snúast ÞAÐ var glampandi sólskin þegar ég kom til Breiðdalsvík- ur, og ég var dálítið hissa á að sjá ekki nokkra manneskju í sólbaði. Satt að segja sá ég ekki nokikra manneskju nokík- urs staðar, eina lífveran virtisit vera svartur hundur, sem lét ófriðlega þegar ég ók inn í þorpið. Bftir að hafa ekið fram og aftur góða stund, var ég helzt farinn að hugsa um að spyrja hundinn til vegar, en þá sá ég mannveru bregða fyrir innan við búðarglugga. Stór veggklukka í búðinni sagði mér að það væri kaffitími, og því varla von að margir væru á ferli, og ljósihærð afgreiðslu stúlka sagði mér að Pétur Sig- urðsson, frairrtkvæmdastjóri frystihússins gæti manna bezt frætt mig úm staðarins gagn og nauðsynjar. Skomimu síðar teygði ég úr skörtkunum á vistlegu heimili Péturs, og hann hóf fræðsl- una: — Ég held að það láti nærri að íbúar hér í hreppnum séu 350. Það eru tveir bátar í pláss inu, og um þá snýst atvinnu- lífið að verulegu leyti. Annar báturinn, Sigurður Jónsson, sem er 200 fonn, er eign frysti- hússins. iHann fór á troll í fyrra sumar, en er með þorsikanet á veturna, og leggur að sjálf- sögðu upp hjá oklkur. — Eins og í mörgum minni plássum gerir sláturtíðin strik í reikninginn, því við verðum að hætta að hugsa um fisk á meðan. Þá er allt vinnupláss lagt undir sláturvinnu, og mannskapurinn líka. — Hinn báturinn heitir Haf- dís, og er eign hlutafélags á staðnum. Aðaleigandi er Svan- uir Sigurðsson (bróðir Péturs), og bann hefur látið verka sér- sta/klega þann afla, sem Hafdís færir að landi. Hún hefur sótt í þorSkinn í vetur, en svo ver- ið á síld og hefur þá verið salt að um borð. í sumar verður sá hátturinn hafður á. — Hvernig hefur afkoman verið hjá Frystihúsinu? — Hún hefur alla tíð verið nokkuð erfið. Húsið er eklki nógu vel búið, og rekstrarsikil- yrði hafa ekki verið allbof góð, þannig að við höfum ekki haft neitt fé til að gera endurbætur. Það hefur valdið erfiðleikum hve lítið hráefnið hefur verið. Þegar síldin kom, lagðist smá- bátaútgerðin niður, og hefur ekki risið upp síðan. Það er þó vissulega þörf fyrir hana, því frystilhúsið þarf með eirthverju móti að fá meira hráefni til vinnslu. Sem betur fer þarf ég þó ekki að vera með tómt rauna- hjal. Afikoman fer nú batnandi, og útlitið er alveg sæmilegt. Við erum búnir að fá fé úr at- vinnujöfnunarsjóði til að ljúka við frystigeymslu, sem við höf- um verið með í smíðum undan- farin ár. Við tilfcomu hennar batnar aðstaðan verulega. — Hvað vinnur margt fólk við frystihúsið? — í fastri vinnu við það eru um 30 manns. Þegar mest er að gera fer það upp í 35—40. Þeg- ar svo þeir eru taldir með- sem Pétur Sigurðsson eru á bátunum, er kominn drjúgur hundraðshluti af íbú- unum. Frystihúsið er eign hlutafélags. Kaupfélagið er stærsti hluthafinn, en svo eiga margir einstaklingar hlut í því. Hlutaféð var aukið töluvert í fyrra, með fé heimamanna. — Hvernig er hafnaraðstaða hjá ykfcur? — Hún er ek'ki alltof góð, en stendur nú til bóta. Það stend- ur til að byrja á hafnarfram- kvæmdum í sumar, og verð-ur að öllum líkindum byrjað á hafnargarði. Það er ekfci nerna lítill hluti af því sem fyririhug- að er, og liklega næst ekki stór áfangi í sumar. En það á að gera verulegar hafnarbætur, og hafskipabryggja og hafnar- garður verða byggð á næstu ár um. Það er líka mjög mikil þörf fyrir þetta. Samgöngur eru oft erfiðar. Rífcisskipin kcima hér að visu alltaf við, en á vetrum er oft erfitt um póst flutninga, og oft furðulegt sinnuleysi í þeim málum. Næsti farþegafluigvöllur er svo á Egilsstöðum, en við höfum hér ágætan sjúfcraflugvöll. Það er auðvitað nokfcuð öryggi í því, en næsti læfcnir er á Djúpa- vogi, og þangað eru áttatíu bílóimetrar, og þeir oft erfiðir yfirferðar á vetrum. — Hvernig er með skóla? — Það var byggður barna- sikóli 7 fcílómetra frá þorpinu, á árunum eftir stríð. Fyrst var í rauninni byggt þar samkomu hús, en skólinn kom í fram- haldi af því. Eftir að þorpið fór að stækka hefur börnum verið ekið þangað. í þessum Skóla er nú hægt að ljúka skyldunámi, en fyrir nOkkru var fitjað upp á því að bæta við framihaldsdeildum. — Við erum svo líka að byggja hér kirkju. Hún er nú búin að vera í smíðum í mörg ár, en við vonum að hún fari langt á þessu ári, það er nú komið að lókaátakinu. Þú sérð á þessu að þótt þetta sé lítil byggð, höfum við í ýmsu að snúast, og lítil hætta á venk- efnaskorti næstu árin. — Óli Tyn.es.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.