Morgunblaðið - 29.08.1970, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 29. ÁGÚST 1970
■25555
14444
mmm
BILALEIGÁ
HVERJPISGÖTU 103
VW Send'rferðabifreið-VW 5 manna-VW svefmagn
VW 9 manna - Lamifover 7manna
bilaleigan
AKBRAZJT
car rental service
r 8-23-47
sendum
Bílaleigan
UMFERÐ
Simi 42104
SENDUM
Faóð til Danmerkur á
VORDINGBORG
Husholdningsskole
4760 Vordkvgborg - Tlí. (03)
770275, um H tíma ferð frá
Kaupmannahöfn. AHhliða og til-
svarandi kervnsla. Nýtlzku mat-
reiðsla. Ríkisviðurkenndur skólí.
5 mán. námskeið f. nóv. og maí.
Skólaskrá send, Ellen Myrdahl.
VERÐLÆKKUN
á bamagallabuxum
og peysum
Opið til kl. 4 í dag.
Skeifunni 15.
Biiieiðasölu-
sýning í dng
SELJUM M. A.:
Moskwrtch '68
Volikswagen '64—'66
Sa@b '65—'67
Bifreiðasalan
Borgartúni 1.
Fjaðrir, fjaðrablöð, hijóðkútar.
púströr og ftelri varahhitir
i margar gerðir bifreiða
Bðavörubúðtn FJÖÐRIN
Laugavegi 168 - Simi 24180
IE5IÐ
• Útburðir 1970
Guðrún Jacobsen skrifar Vel
vakanda bréf í þremur þáttum
undir fyrirsögninni hér að
ofan.
0 1. hluti
„Mikið eiga böm ungra hjóna
oft erfitt.
Ung hjón þurfa að skemmta
sér. Og í verri tilvikum græt-
ur lítið bam sig I svefn. Það
er partý handan við þilið og
sófasett, sem kom í dag með
afborgunarkjörum, handa gest-
um. Oft eru erfiðleikar drengs
eða stúlku, 3ja til 5 ára, fólgn-
ir í of örri viðkomu foreldr-
anna. Þeir líta á frumburðinn
sem nokkurs konar stórasystk
in, sem sent er eftir öllu út í
búð, þótt barnið lofti varla
tveimur mjólkurhymum.
Ekki tekur betra við, ef barn
ið er afkvæmi skemmtanasjúkr
ar móður.
Eitt lag á öldum ljósvakans
getur fylgt barni árum saman
eins og vaxandi sálarmein.
Mamma er aftur að fara út.
Vissulega á bamið stundum
inni hjá ömmu, eða fengin er
barnfóstra. Þær eru bara mis-
jafnar að gæðum líkt og móðir-
in.
Móðir hefur það bara fram
yfir fóstru að vera engill í aug
um bams, sem er of lítið til að
hugsa.
Ástandið fer versnandi, þeg-
ar engillinn í móðurlíki verður
ásthrifinn af ókunnri föður-
mynd.
Svo önnum kafin eru oft ást-
fangin pör, hvort við annað, að
barn eða ungHngur móðurinn-
ar lendir á einhvers konar ver
gangi — hjá ömmu, nágrönnum
eða félögum, sem líkt er ástatt
fyrir.
Það ástríki, sem barn fer á
mis við fyrstu ár ævinnar, er
aldrei hægt að gefa því aftur.
Og virðingu fyrir móður
heimtir heldur aldrei barn aft-
ur, sem komið er á skólaaldur,
sérstaklega piltbarn, sem heyr
ir móður sína gamna sér hand-
an við skilrúmið.
0 2. hluti
Fáir eru fæddir misheppnað-
ir. Vandræðaun glin gur er fyrst
og fremst vandræðaunglingur
sökum óheppilegs uppeldis eða
einskis uppeldis.
Uppeldislausir unglingar eru
auðþekktir. Þeir skemma allt,
sem þeir geta og aðrir eiga, ó-
sjaldan í augsýn góðborgara,
sem skipta sér ekki af neinu,
sem ekki er þeirra.
Fyrsta hættumerki fyrir
þeirra eigin eignir og e.t.v. líf.
Ofangreindir skemmdarvargar
eiga sér flestir þá framtíð eina
að vera stimplaðir ofstopamenn
til lands eða sjávar, milli þess
sem þeir sitja inni.
Svokallað kristilegt uppéldi
getur líka stórskaðað efnilegar
sálir.
Unglingur, sem öll sin upp-
vaxtarár fékk ákveðið lestrar-
efni, fékk að leika við valinn
félaga, klára ákveðinn matar-
skammt, sofna á ákveðnum
tíma, hræddur með stóra bola,
pólítíi, fullum kalli á götunni
eða öðrum Ijótum karli annars
eðlis, kennt að hata vín, tóbak
og slæma krakka, og koma sér
í mjúkinn hjá Jesú með þeirri
sýndartrú og sýndarmennsku,
sem segir: Guð, ég þakka þér,
að ég er ekki eins og aðrir
menn, — hann verður annað
hvort hættulegur hippi eða leið
inlegur embættismaður.
Þá er barnahópurinn stór,
sem á vit sitt undir heimskri
móður eða eigingjarnri barn-
fóstru.
Eða hve oft segir ekki mamm
Trésmíðavél
Til sölu lítið notuð sambyggð trésmíðavél, Stenberg, stærri
gerð. Skipti á góðum bíl koma til greina.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 4. september merkt:
„Vél — 2311".
1945
30. ágúst
1970
25 ára afmælissamkoma
Gideonfélagið á Islandi heldur samkomu I húsi K.F.U.M. & K.
að Amtmannsstíg 2 B annað kvöld kl. 20.30 í tilefni af 25 ára
afmæli félagsins. Aðalræðumaður verður Bjarni Eyjólfsson
ritstjóri. Einsöngur. ALLIR VELK0MNIR.
STJÓRNIN.
Lous íbúð í Hafnariirði
Til sölu er 4ra herb. íbúð um 100 ferm. efri hæð ásamt risi
f húsinu NR. 8 við Háukinn f Hafnarfirði. íbúðin er með sér-
ing., sérhita og sérþvottaherb. ÚTB. AÐEINS 300 ÞÚS. KR.
Verður til sýnis kl. 3—7 í dag og á morgun.
onciEcn
an við greindartegt barn, með-
an hún bíður í gotteríisbúð eft-
ir strætó.
Það er enginn is til!
Þegiðu nú. Það er ekkert
poppkorn til.
Á meðan handlangar búðar-
stúlkan hvort tveggja til við-
skiptavinar.
Það er engin skömm fyrir
móður að segja hreinskilnis-
lega við barn sitt!
— Ég á ekki eyri til.
Þá er það fóstran, sem hámar
í sig pylsu og annað meðlæti,
en stingur karamellu upp í
barnið, sem kannski er líka
svangt. Og óvitar i svona mis-
jöfnum höndum eiga það til að
vafra eftirlitslaus út í umferð-
ina. Strætisvagn rennur í hlað,
eða eftir einni aðalbraut borg-
arinnar kemur einn, tveir eða
þrír brunaliðsbílar á miklum
hraða, einn eða tveir lögreglu
bílar, sjúkrabíll og nokkur lög
regluþjónsstykki á mótorhjól-
um.
Llfi eftirlitslauss barns er
stofnað í hættu daglega — eða
þegar kviknar í grautarpotti í
Austur- eða Vesturbæ. Jafn-
vel stórbruni réttlætir ekki
hraða, sem ekki er hægt að
stöðva þegar óviti ráfar út i
umferðina.
0 3. hluti
Nú lifa flest ungmenni af
uppeldi sitt, festa ráð sitt, og
fara sum hver í brúðkaupsferð
til annarra landa.
Nú er norræn samvinna ofar
lega á baugi hér á Islandi, sem
og „hinum Norðurlöndunum".
Og brúðhjón sækja heim eitt
þeirra, þó ekki Færeyjar, —
einhverra orsaka vegna hafa
þær orðið út undan í máli og
myndum.
Nývígð hjónakornin halda til
kóngsins Kjöbenhavn.
Danmörk nú er bara önnur
en Danmörk fyrri ára.
Hún er orðin þvílík gróðrar-
stia viðurstyggilegs óþurftar-
lýðs, að túristum er ekki óhætt
á Strikinu lengur. L.S.D.-neyt
endur og verzlunarmenn, kyn-
villingar og klámútstillingar
blasa þar við á hverju götu-
homi, án afskipta lögreglu eða
stjórnvalda. Enda flytja Danir
úr meira af klámvamingi en
smjöri og osti. Svíar eiga metið
í kvikmyndaiðnaðinum.
Norðmenn eru aðallega i ofsa
trúnni. Hún er þó skárri.
Og á meðan þjóðfélagsrottur fá
óáreittar að grafa sig inn í vest
rænar þjóðir, og líkhirðar eru
orðnir svo samdauna sínu starfi
að þeir ganga að þvi sem og
hverri annarri pakkafermingu
á bíl, að hirða upp skotnar eða
stungnar manneskjur, máta
danskir puntkóngar grænlenzk
sokkapör í sjónvarpinu.
Hafið þér, lesandi góður, alls
gáður og vel gefinn, nokkru
sinni vitað annað eins!
Hvenær verður kollsteypa?
Guðrún Jacobsen".
0 Náttfara-hátíð
í Húsavík
Ofangreinda fyrirsögn setur
Hannes Jónsson bréfi sínu og
skrifar síðan:
„Nú eru þeir að halda stór-
hátíð nyrðra, en ekki í neðra.
Það er verið að halda dýrlegt
búsetuafmæli Náttfara sáluga,
sem stofnaði Húsavík fyrir ell-
efu hundruð árum, þegar Garð
ar flýði, en þrællinn og ambátt
in urðu eftir. Þau höfðu ekki
neinu að tapa, en þoldu kuld-
ann.
Þetta hefir verið í endalok
kuldatímabils, en góðærið ver-
ið komið árið 874, þegar Ingólf
ur settist hér að og valdi
Reykjavík, þar sem alltaf er
sólskin. Já, „vísindin efla alla
dáð“. Ég sá það I blessuðu
Morgunblaðinu að eilift sól-
skin og frosthörkur hafa
skipzt hér á síðan árið 1200.
Veðurvísindi hafa ekki verið
byrjuð 874. Þó er getið um
hörkukulda 930, þegar alþingi
var sett. Og mikið ólukki var
ég loppinn, þegar ég var bam
og unglingur. Þá var ég fyrir
norðan. Ætli það sé munur eða
sólskinið í Reykjavík.
0 Góður var Ingólfur
Mikið hefir það verið góður
maður, hann Ingólfur Amar-
son. 1 næsta húsi býr maður,
sem er 30. ættliður frá Ingólfi.
Hvað hann getur verið góðleg-
ur, eins og allir í verkamanna-
bústöðunum. Ég er viss um, að
þeir fara allir til Himnaríkis og
ég með.
Ingólfur hafði skozka þræla
og írskar ambáttir. Hvað hann
getur hafa verið þeim góður.
Enn eru Vífilfell og götumar í
stór-Reykjavík kennd við
þræla og ambáttir, eins og
þetta hefðu verið frímúrarar og
stórhöfðingjar.
0 Blandaður kynstofn
Já, þessir Þingeyingar, þeir
eru af konungum komnir og
þrælum í bland. Þeir geta rek-
ið ættir sínar til Þorgeirs á
Ljósavatni og frá Sæmundi
fróða og Jóni Maríuskáldi.
Þeir eru næstum eins góðir og
stórættaðir og Húnvetningar.
Ég kynntist þeim fyrst 1907,
er ég sá hann Árna Óla, og
hefi haft dálæti á þeim síðan.
Hann er sannur Þingeyingur. Og
svo kom blessaður Jónas minn
frá Hriflu. Einn sonur minn hef
ir alizt upp í Þingeyjarsýslu
ágætu heimili, sem ég get
aldrei fullþakkað. Og ein
tengdadóttir mín er þingeysk,
bömin hennar verða stórmenni,
til sóma fyrir ættina.
0 Skrítin ágirnd
En það, sem ég set út á
Þingeyinga, er ágirndin ádrull
unni í Mývatnsbotni. Og þeir
meta laxveiðimenn meira en
þjóðfélagið. Það er þeim ekki
sæmandi.
Hannes Jónsson,
Ásvallagötu 65“.
Tilboð óskast
í Volkswagen Picp-up bifreið með 5 manna húsi og Dodge
sendiferðabifreið og nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að
Grensásvegi 9, miðvikudaginn 2. september kl. 12—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.
Sölunefnd vamarliðseigna.