Morgunblaðið - 29.08.1970, Blaðsíða 5
MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1970
O
viljum ekki minni framfarir en
hverjir aðrir. Aftur á móti höf-
um við tekið að okkur það hlut
verk, að sýna fram á, að örfá-
menn þjóð getur lifað sjálf-
stæðu efnahags- og menningar-
lífi þrátt fyrir allt umrótið í
veröldinni.
Frumskilyrði þess, að við dett
um ekki út úr hlutverkinu er
að við höfum fjölbreytta og öfl
uga atvinnuvegi. Það er af þess-
um ástæðum, sem við þurfum
að virkja fallvötnin, en jafn-
framt þarf að sækja fram á
mörgum öðrum sviðum. Ferða-
málin eru eitt þeirra. En þeir
eru áreiðanlega á villigötum,
sem ætla að láta náttúruvernd-
ina ganga út í öfgar til að
þóknast ferðamönnum. Ferðamál
in bjarga engu ein sér frekar
en aðrir einstakir atvinnuveg-
ir og þótt við viljum fá fjöl-
marga góða gesti, þá getur gesta
gangurinn gengið út í öfgar eins
og hvað annað.
Forvígismenn virkjunarmála
hafa ómaklega orðið fyrir að-
kasti sumra á þá leið, að tækn-
in og fjármagnið væri þeim fyr-
ir öllu. Að vísu er hrópað á
hærri laun og hærri styrki úr
öllum áttum og ekki siður af
þeim, sem þykjast vera of fínir
til að hugsa um bjargræðis-
vegi þjóðarinnar, sem þó eiga
að fullnægja öllum þessum hróp
um; en það er önnur saga. Virkj
anamenn eru óvenjulega mikið
uppi á hálendinu og hafa
áreiðanlega ekki lakari smekk
fyrir fegurð og stórfengleik
landsins en hverjir aðrir, en
þeir hafa líka fengið það hlut-
verk að létta brauðstrit lands-
manna með því að beizla ork-
una, þeim ber því að meta hvað
í húfi er og hver ávinningurinn
getur orðið.
Að lokum ber að vara sérstak
lega við þeim áróðri, sem „heið-
argæsamenn" halda uppi á er-
lendum vettvangi, þar sem hann
gæti ruglað svo um fyrir mönn-
um, að erfiðara gengi fyrir okk
ur að fá lán til nauðsynlegra
framkvæmda. Þeir bera mikla
ábyrgð, sem reyna að spilla fyr
ir framförum þjóðarinnar.
ENN VILJA BRETAR
VEIÐA í LANDHELGI
Islendingar hafa búið í landi
sínu í ellefu aldir. Fyrst við
reisn og góðæri, síðar við þverr
andi hag og oft hinar mestu
hörmungar. Varla er liðin öld,
síðan tók að rofa til. Sjálfstæð
ið þurfti að sækja í erlendar
greipar, en undirstöður þess
var ekki minna virði að styrkja
með bættum efnahag og alhliða
menningu.
Islendingar voru svo gæfusam
ir að taka ekki land sitt frá
neinum, en helztu auðlindum
þess, fiskimiðunum, þurfti að
deila með öðrum. 1 meira en
hálfa öld veiddu erlendir togar-
ar, einkum brezkir, uppi undir
landsteinum, og kostaði það kalt
strið að stugga þeim nokkuð
frá.
Þótt þjóðin sé ekki lengur fá-
tæk, þá er landið sem heild fá-
tækt, enda blasir uppbyggingar-
þörfin alls staðar við, og fjöl-
breytni atvinnuveganna þarf
mjög að aukast, ef það, sem
áunnizt hefur, á ekki að vera i
sífelldri hættu. Stöðugt er ver-
ið að leita að nýjum möguleik-
um, en fábreyttar náttúruauð-
lindir sníða þröngan stakk.
Mikil orka býr þó í fallvötn-
um landsins, og nú loks eftir
áratuga umhugsun, er farið að
nýta hana í stórum stíl. Það er
þó aðeins byrjunin, því að mun
meira væri hægt að virkja, ef
við bærum gæfu til að koma þvi
i kring, áður en aðrir orkugjaf-
ar hafa rýrt mikilvægi fallvatn-
anna. f þessu sambandi eru tvö
virkjanakerfi langmikilvægust.
Það er Þjórsársvæðið og Aust-
firðir, eða hugmyndirnar um
Austfj arðavirk j un.
Eftir að framkvæmdir hófust
við Búrfell, var ljóst, að hag-
kvæmast mundi vera að halda
áfram virkjunum á Þjórsársvæð
inu. Bæði yrði það ódýrast, og
með hverri virkjun mundi auk-
ast öryggi þeirra, sem fyrir
væru. Frá efri hluta Þjórsár
mætti einnig leiða rafmagn i
fleiri en einn landshluta.
Draumurinn var að byrja að ræt
ast um bættan efnahag og fjöl-
breyttari atvinnuvegi, byggða á
orkulindum landsins.
En einn júnídag fyrir ári virt-
ist, öllum að óvörum, sem nokk-
ur snurða væri hlaupin á þráð-
inn. Fólki var boðið að koma á
fimmsýningu í Gamla bíó. Þar
var kominn fuglafræðingur frá
Bretaveldi og tilkynnti lands-
mönnum, að ekki mætti halda
áfram að virkja Þjórsá, þar sem
það gæti haft mjög skaðleg
áhrif á „heiðargæsastofninn".
Svona mikill maður mundi
ekki fara að ómaka sig hingað,
til að halda eina ræðu, ef ekki
væri mikið i húfi; það sáu fund-
armenn i hendi sér. Og Islend-
ingar, sem vilja láta kalla sig
friðsamasta allra þjóða, vildu
margir hverjir ekki láta bendla
sig við neina útrýmingarherferð.
Hitt kom heldur ekki í ljós fyrr
en á eftir, svo sem innan sviga
að Bretar sjálfir skjóta heiðar-
gæsina í stórum stíl. En það hef
ur um aldir verið fínt sport í
því landi, og Islendingum hefur
aldrei dottið í hug að skipta sér
af því, hvernig Bretar skemmta
sér.
En hvað er þá heiðargæs?
Margir hafa séð gæsir, sumir í
sveitinni, aðrir á tjörninni í
Reykjavik, en það eru reyndar
grágæsir. Heiðargæsina hafa fá
ir séð, enda heldur hún sig mest
á miðhálendinu. Þó verða bænd
ur á Suðurlandi hennar oft var-
ir, þegar hún er að éta af ökr-
unum þeirra til að fita sig fyrir
brezku matborðin.
Á bíófundinum var tilkynnt,
að íslendingar yrðu að vernda
alla heiðargæsina. Skyldu fund
armenn aimennt hafa gert sér
grein fyrir, að það gæti kost-
að fórn, sem meta mætti á þús
undir milljóna króna? Ef um
væri að ræða að drepa síðasta
„Geirfuglinn“ kynnu sumir að
vilja hugsa sig um, en enginn
hefur haldið því fram, að marg-
nefndri heiðargæs verði útrýmt
með þvi að koma upp uppistöðu
lóni sunnan við Hofsjökul. Hin-
ir svartsýnustu tala um að stofn
inn muni minnka verulega. Ef
svo færi, þá er ekki um annað
að ræða en að áhrifamenn beiti
sér fyrir friðun gæsarinnar á
Bretlandi. Fari hins vegar svo,
sem aðrir halda fram, að heiðar-
gæsinni muni lítið sem ekkert
fækka, þar sem hún muni færa
sig um set og eignast ný grið
lönd, meðal annars í hólmum
uppistöðulónsins, þá geta Bret-
arnir haldið áfram að skjóta
eins og þeim sýnist. Bretar geta
aðeins ekki vænzt þess, að þeir
geti haldið áfram að veiða í okk
ar landhelgi hvorki beint né
óbeint.
Náttúruverndarsjónarmið eru
nú mikið í tízku, enda eiga þau
mikinn rétt á sér. En í þeim mál-
um sem öllum öðrum er mikil-
vægt að öfgar ráði ekki ferð-
inni. Á þann veg hefur augljós-
lega verið haldið á heiðargæsa
málinu. Ef Peter Scott hefði
fyrst farið að tala við fórvigis-
menn virkjunarmála, áður en
hann mætti á áróðursfundinum
í Gamla bíói, þá hefði jákvæð
viðleitni hans verið augljósari,
en við getum ekki tekið mark á
þeim mönnum, sem bera fuglana
á landinu meira fyrir brjósti, en
hag mannfólksins.
Þetta leiðir hugann að öðru
umhugsunarverðu. Sumir út-
lendingar, m.a. allmargir frænd
ur okkar á Norðurlöndum, hafa
aldrei getað hugsað sér Islend-
inga öðruvísi en umkomulausa
hjarðmenn langt norður í höfum.
Þetta fólk hefur tæplega getað
leynt vonbrigðum sínum, er það
hefur séð, að hinir innfæddu
bjuggu ekki lengur í torfbæjum
og voru komnir á danska skó.
Hefur þá stundum verið reynt
að leita furðulegustu skýringa
á því, hvers vegna mörlandinn
hafði rétt úr kútnum. I rauninni
er þetta ekki af illvilja, en þeg-
ar allur heimurinn keppir að
framförum, þá vill fólk að ein-
hverjir taki að sér að vera frum
stæðir og fátækir til að gera til-
veruna litríkari.
Nú eru Islendingar þannig
gerðir, að þeir hafa ekki viljað
! taka þetta hlutverk að sér. Við
.
■ ■' ■ .
LÍV/.-'-í
■
— .., .... V;:
.v,:: .■■..:■
PHILIPS
PHILKPS
sjónvarpstœkin sýna nú
STÆRRI HLUTA
ÚTSENDRAR
MYNDAR
Hafið þér nokkurn tíma Velt fyrir yður, hvers vegna
myndlampar sjónvarpstækja hafa bogadregin horn. -
Philips gerði það og framleiðir nú nýja gerð af mynd-
lampa, sem sýnir stærri hluta af útsendri mynd, vegna
þess að nú eru hornin orðin rétt. - Athugið myndina
hér að ofan, hún skýrir sig sjálf. Lítið inn og skoðið
tækin, þá sést munurinn enn betur.
NÝIR
AFBORGUNARSKILMÁLAR:
ÚTBORGUN KR. 5.000,OO
EFTIRSTÖÐVAR á 12 MÁN
HEIMIUSTÆKI SF.
HAFNÁRSTRÆTI 3, SIMI 20455
SÆTÚNI 8, SÍMI 24000
argus
H.F. SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN SÍRÍUS