Morgunblaðið - 29.08.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1970, Blaðsíða 12
12 MOR'GUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1970 Útgefandi M. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttasljór.i Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Rítstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði 'mnanfands. f iausasölu 10,00 kr. eintakið. VERÐBÓLGU V ANDINN /Áhætt er að fullyrða, að al- ” menningur í landinu ger- ir sér ljósa grein fyrir nauð- syn þess að koma í.veg fyrir, að víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags leiði til nýrrar verðbólguöldu. Skömmu eftir gerð kjarasamninga í vor sneri ríkisstjórnin sér til Al- þýðusambands íslands og Vinnuveitendasamb-ands ís- lands með tiimælum um, að þessir aðilar tækju upp við- ræður um leiðir til þess að koma í veg fyrir slíkar víxl- hæfckanir. Augljóst er, að kauphækk- anir, sem eru meiri en svo, að atvinnureksturinn standi undir þeim leiða til verðlags- hækkana. Hér er einnig við það vandamál að etja, að gjaldþol einjstakra atvinnu- greina er mjög mismunandi. Inn í þá mynd, sem nú blasir við augum kemur einnig sú staðreynd, að veruleg verð- bólga er nú í helztu viðskipta löndum okkar og leiðir hún til hækkunar á þeim vörum, sem við kaupum frá þeim. Allir þessir þættir eru til þess fallnir að magna verðbólgu hjá okkur og er það gömul saga og ný, sem við höfum reynslu áf. Það er verkefni ríkisstjórn- arinnar og fulltrúa verkalýðs og vinnuveitenda að fjaila um leiðir til þess að koma í veg fyrir að ný verðbólgu- alda skelli á. Þessir aðilar hafa þegar haldið með sér fund, en næsti fundur þeirra verður á þriðjudaginn. Eins og Jóhann Hafstein, forsætis- ráðherra, benti á í Morgun- blaðinu fyrir nokkrum dög- um, er ríkisstjórninni að sjálfsögðu skylt að leggja fram sínar hugmyndir um lausn þessara vandamála í viðræðunum en hins sama verður að vænta af fulltrú- um verkalýðssamtakanna og vinnuveitenda. Síðustu daga hefur því verið haldið fram í kommún- istablaðinu, að ríkisstjómin undirbúi „nýja stórárás“ á launþega eins og blaðið hef- ur komizt að orði með því að taka vísitöluna úr sam- bandi eftir 1. september n.k. Kommúnistar vita fullvel, að þetta er fjarstæða. Engar ákvarðanir hafa verið teiknar um að taka vísitöluna úr s'am bandi né um aðrar ráðstafan- ir í því sambandi. Viðræður aðila eru á algjöru byrjunar- stigi og því engin niðursitaða komin í þeim. Það er einnig alveg ljóst, að til þess að ráðstafanir til varnar nýrri verðbólguöldu beri tilætlaðan árangur þarf að nást um þær samstaða milli ríkisstj órnarinnar og Alþingis annars vegar og að- ila vinnumarkaðarins hins vegar. Það hlýtur að vekja nokkra furðu, að Þjóðviljinn gerir tilraun til þess að breiða út ósannindi af því tagi, sem áður var að vikið vegna þess, að blaðið hefur einmitt undanfarna daga lýst áhyggjum sínum yfir því að um of hafi verið látið undan kröfum launamanna í samn- imgumum í vor og að sú und- anílátssemi geti leitt til „bull- andi óðaverðbólgu“ eins og blaðið hefur komizt að orði. Er þess að vænta, að Þjóð- viljinn beiti frernur áhrifa- mætti sínum til þess að koma í veg fyrir, að svo illa takist til, en að halda á lofti full- yrðingum, sem eru með öllu rakalauisar. * Osannindi Framsóknar T forystugrein Tímans í gær er því haldið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi talið það „þjóðamauðsyn“ að efna til kosninga í haust. Þetta er rangt. Af hálfu forystumanna Sjálfstæðisflokbsins hefur þvi aldrei verið haldið fram, að þjóðarnauðsyn krefðist þess að haustkasnimgar færu fram. Hins vegar hefur Sjálf- stæðisflokkurinn talið það æsikilegt miðað við allar að- stæður. Hinn stjórnarflokkur inn var ekki á sömu skoðun og mat aðstæður á annan veg, en að sjálfsögðu verður það ekki til þess að Sjálf- stæðisflokkijrinn svíki gerða samninga eins og Framsókn- armamma er vandi. Þvi er eimnig haldið fram í Tímamum, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi vilj- að komas't hjá því að halda auka-landsfund í haust. Enn fer Tíminn með rangt mál. Miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins hafði ákveðið að efna til landsfundar, ef kosningar yrðu í haust og átti sá lands- fundur að fara fram 11. og 12. september. Eftir að ljóst varð, að kosningar yrðu ekki ákvað miðstjórnin að lands- fundur yrði ekki haldinn á næstunni en engin frekari ákvörðun hefur verið tekin. Eins og sjá má er forystu- grein Framsóknarblaðsins í gær samsafn af þvættingi og ósannindum og er það í sam- ræmi við þann málstað, sem Framsóknarflokkurinn berst fyrir. KRISTJÁN ALBERTSSON: A ÞINGYÖLLUM Lögberg Hvern dag á sumri leggur fjöldi manns leið sína upp til Lögbergs, en fjölmennustu hóp- arnir eru útlendir ferðamanna- flokkar, hver af öðrum. Ég fæ ekki betur séð en að nauðsyn beri til að bæði Lögberg og Snorrabúð verði á næstu árum, og svo lengi sem þörf þykir, af- mörkuð véböndum, sem banni þar allar mannaferðir, nema við sérstök tækifæri. Annars virðist viðbúið að gróður á Lögbergi muni stórum spillast, eða hverfa, og Snorrabúð verða að flagi. Grassvörður hennar er nú þeg- ar viða sorfinn til moldar und- an fótatraðki. Vér mættum vera þess minn- ugir, að ef ekki hefði illa til tekist, myndum við eiga Lög- berg í mun upprunalegra horfi en nú er. Lengi fram eftir öld- um hélzt þar rúst hins forna mannvirkis, miklu betur varð- veitt en siðar varð. Sumarið 1724 kom til Þingvalla i fylgd Páls Vídalíns lögmanns, Jón Ólafs- son frá Grunnavík, hinn nafn- kunni ritari Árna Magnússonar, og segir svo frá, að á Lögbergi hafi þeir fundið ferhyrnda hraunsteina, flesta grasi vaxna, og „stóðu so sem í hálfhring á gjábarminum, eins og hrunið hefði af vestari hluta hringsins inn í gjána.“ Steinamir, segir hann að verið hafi „eins og til- höggnir, og mátulegir að sitja á, sem aðrir stólar." Sumarið 1880 rannsakaði Sig- urður Vigfússon Lögberg og kvaðst í skýrslu sinni hafa rek- ið sig á „Iítinn og stuttan grjót- bálk“ í miðju mannvirkinu. En — „nú sér hans lítinn vott, og varla með neinni vissu,“ segir Matthías Þórðarson i annarri bók sinni um Þingvöll. Honum þykja að sjálfsögðu frásagnir Jóns Ólafssonar og Sigurðar Vigfússonar stórlega merkar, því af þeim geti menn gert sér fullkomnari hugmynd um hið forna Lögberg, en ann- ars hefði verið hægL Ég ætla að mörgum þyki fróðlegar íhug- anir og niðurstöður þess manns, sem bezt mun hafa glöggvað sig á hinum forna þingstað, og með því að höfuðrit Matthíasar Þórð arsonar um Þingvelli er fellt inn i hina miklu Sögu Alþingis, seim muin í fæistri hönidum, akial ég taka hér upp það sem þar segir: „Með því að hugsa sér upp- hækkunina hærri, flatari og jafnari, og með þessum steinum i hring, fá menn hugmynd um það (Lögberg) svo sem það hefur að líkindum verið um 4 alda skeið, þ.e. frá þvi um 1300 og þangað til um 1700. Vér sjáum hér einmitt það tvennt, þær tvenns konar umbætur á hinum ákjósanlega stað, sem augljóst var, að þörf hefur verið á að gera: Áhleðsluna eða upphækk- unina og steinsætin á henni. Með áhleðslunni var glögglega afmarkað það svæði á Lögbergi, sem ætlað var lögsögumanni og þeim öðrum, er áttu eða máttu vera þar, og jafnframt var hall- anum eytt með henni. Með stein unum var bætt úr brýnni þörf; það var óhjákvæmilegt, að hafa sæti á Lögbergi. En steinarnir, sem sáust þar á miðöldunum og allt til 1724, en þá var velt nið- ur í ána, hafa sennilega ekki ver ið sæti sjálfir, heldur munu þeir hafa verið svo sem fætur und- ir trébekkjum, er festir hafa ver ið á þá, máske um þing hvert. Engar líkur eru til, að þar hafi verið svo margir steinar, sem þar skyldu geta fengið sæti margir menn. 1 annan stað voru steinar óhentugir að sitja á. Tré bekkir öldungis sjálfsagðír og venjulegir, og að festa þá á steina, veitti meiri styrk og festu. Slikir trébekkir eða pall- ar hafa að líkindum einnig ver ið þar, sem lögrétta var. Lög- sögumannsrúm á Lögbergi hef- ur sennilega verið í miðju. Ef til vill stafar litli grjótbálkur- inn, sem Sigurður Vigfússon fann þar 1880, frá einhverjum umbúnaði þar viðkomandi því. Sennilega hefur þar verið sæti lögsögumanns, þótt gera verði ráð fyrir, að hann hafi staðið, er hann sagði upp lög eða mælti annað til alþýðu manna. En eft- ir að lög höfðu verið skráð á bókfell, snemma á 12. öld (1117 —18 o.s.frv.), má ætla, að hann hafi sagt lögin fram eftir því, sem stóð á bók hans, og þá haft hana á stalla eða nokkurs konar bókastól." Þá segir Matt- hías Þórðarson, að fornleifar veiti „hina áþreifanlegustu, óhrekjandi sönnun fyrir því,“ að Lögberg hafi verið „hér á gjá- bakkanum eystri og lægri, þar sem þetta einkennilega og mikla mannvirki frá fornöld er nú.“ Sagnariturum og söguhöfund um fyrri tíða láðist að bjarga mörgu því frá gleymsku, sem nú myndi þykja hvað forvitni- legast, þeim sem láta hugann dvelja við líf og háttu á Þing- völlum til forna. En eins og nú er komið veit ég ekki til að neitt hafi verið ritað, sem fremur en athuganir og tilgátur Matthias- ar Þórðarsonar bregði ljósi á hvernig umhorfs muni hafa ver- ið á Lögbergi á söguöld, og lengi síðar. Hraunsteinunum á Lögbergi var velt niður í ána! Jón Ólafs- son frá Grunnavik segir frá þessu: „Þá tókum við upp, velt- um niður af Hallinum og gerð- um stillur af við eyrarendann sunnanverðan, fyrir neðan lög- réttuna, so ganga mátti þurrum fótum, fyrst yfir á Fógetahólm- ann, og síðan settum við stig- steina þaðan yfir kvíslina, so ganga mátti heim að Þingvöllum þurrum fótum, og þurfti ei hest; en þó álpuðust sumir af ógætni, vanstillingu eður drykkjuskap stundum út af þeim.“ Þetta þyk- ir Matthlasi Þórðarsyni að von- um dapurlegt niðurlag á hinni merku frásögn Jóns Ólafsson- ar; segir að mönnum hljóti að sárna við hann og félaga hans — og ekki síður við húsbónda hans — að þeir skyldu verða til þess, að spilla þessum helgustu fornleifum landsins." Steinarnir séu nú „hofnir, sokknir í sand og möl í ánni og á eyrunum, og verða vandfundnir aftur með vissu." Björn M. Ólsen segist þó hafa fundið einn þessara steina 1880, getur þess í ritgerð 1893, og annan síðar, að því er haldið er 1903; hann segir 1907 að tveir af steinunum hafi fundist. En hvergi verður séð að neinn hafi hirt um að þessir steinar yrðu varðveittir, og má þykja í meira lagi furðulegt úr því Ólsen ekki hikaði við að telja, að þetta hafi verið hinir fornu Lögbergsstein- ar. „Á eyrunum þarna niður- og suðurundan sjást nú aðeins mjög fáir svo stórir steinar, og virðist varla hægt að fullyrða um nokkurn þeirra, að hann sé einn af þeim steinum, er þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.